Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Borgartúnsreitur vestur, Háskóli Íslands, Selásskóli, Selásbraut 109, Suður Selás og Norðlingaholt, Suður Selás, Norðlingaholt, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Félag Múslima á Íslandi, Melgerði 1, Menningarsetur Múslima á Íslandi, Skólavörðustígur 23, Reitur 1.172.1, Laugavegur-Vatnsstígur, Klapparstígur 19, Krókháls 10,

Skipulagsráð

226. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 1. desember kl. 09:05, var haldinn 226. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir og Björn Ingi Eðvaldsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 26. nóvember 2010.



Umsókn nr. 80048 (04.4)
560389-1089 Fisfélag Reykjavíkur
Pósthólf 8702 128 Reykjavík
2.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins
Lögð fram umsókn Fisfélags Reykjavíkur dags. 18. janúar 2008 um deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins á Hólmsheiði skv. uppdrætti Skapa og Skerpa arkitekta dags. 6. mars 2009. Í tillögunni er gert ráð fyrir tímabundinni afmörkun svæðis fyrir starfsemi Fisfélags Reykjavíkur. Um er að ræða þrískipt svæði, flugbrautir og æfingaaðstaða fyrir vélknúin fis, svæði fyrir bílastæði og flugskýli og svæði fyrir félagsheimili og útivist. Samhljóða tillaga var áður auglýst frá 13. febrúar 2008 til og með 28. mars 2008. Einnig er lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 16. júní 2008, eldri athugasemdir vegna fyrri auglýsingar: Orkuveita Reykjavíkur dags. 30. janúar, Fjáreigendafélag Reykjavíkur dags. 17. mars, hestamannafélagið Fákur dags. 25. mars, Flugmálastjórn Íslands dags. 26. mars, Lögmál f.h. Græðis dags. 26. mars og Þórir Einarsson Skaftahlíð 38 dags. 27. mars 2008. Einnig lögð fram umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. apríl 2008, bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. ágúst 2008, umsagnir Flugmálastjórnar Íslands dags. 29. júlí og 23. október 2008. Jafnframt eru lagðar fram athugasemdir sem bárust við auglýsingu sem stóð yfir frá 8. maí 2009 til og með 22. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Orkuveita Reykjavíkur dags. 8. maí, Sigurjón Fjeldsted og Ragnheiður Fjeldsted dags 7. júní, Lögmál f.h. Græðis félags landeigenda dags. 19. júní, Árni Ingason dags. 19. júní, Þórir Einarsson dags. 21. júní, Kristín Harðardóttir og Hörður Jónsson dags 25. júní, Þóri J. Einarssyni og Guðbjarna Eggertssyni hdl. dags. 2. júlí 2009 og Helga Kristjánsdóttir, f.h. 4 landeigenda dags. 6. júlí 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. ágúst 2009. Á fundi skipulagsstjóra þann 3. september 2010 var samþykkt að endurbirta auglýsingu og í framhaldi að framlengja frest til að gera athugasemdir til og með 22. október 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Vignir Bjarnason dags. 10. september 2010, Kristín Harðardóttir f.h Harðar Jónssonar dags. 16. október 2010, Kristín Björg Kristjánsdóttir f.h. landeigenda við Mýrarskyggni, dags. 22. október, Þórir Einarsson f.h. eiganda lands númer 113435 dags. 22. október 2010 og Landeigendafélagið Græðir dags. 20. október 2010. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

Júlíus Vífill Ingvarsson tók sæti á fundinum kl. 9:10


Umsókn nr. 90424 (01.21.6)
3.
Borgartúnsreitur vestur, deiliskipulag staðgreinireitur 1.216
Lögð fram tillaga Vinnustofunnar Þverá að deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur samkvæmt uppdrætti dags. 21. apríl 2010.

Frestað.




Umsókn nr. 80717 (01.6)
600169-2039 Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
4.
Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu, Árnastofnun
Að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju umsókn Háskóla Íslands dags. 25. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. Í breytingunni felst að á reit A3 verður hámarksbyggingarmagn aukið, nýtingarhlutfall á lóð hækkað og hámarkshæð byggingar aukin auk þess sem gert er ráð fyrir þakgarði á húsið með tilheyrandi útgangi samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 15. nóvember 2008. Tillagan var auglýst frá 19. desember 2008 til og með 5. febrúar 2009. Athugasemd barst frá: Kristínu Björg Helgadóttur dags. 5. febrúar 2009 f.h. húsfélagsins að Birkimel 8, 8A og 8B. Einnig er lagt fram bréf fulltrúa Háskóla Íslands, Félagsstofnun stúdenta og Þjóðminjasafns Íslands dags. 17. febrúar 2009 þar sem fram kemur samþykki ofantalda aðila við auglýsta breytingu á deiliskipulagi og bréf Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 2. febrúar 2009. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra vesturbæjar og umhverfis- og samgöngusviðs vegna athugasemda um umferðarmál og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2009 og umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 26. febrúar 2009. jafnframt er lagt fram bréf Háskóla Íslands dags. 10. mars 2009 ásamt drögum af samgöngustefnu HÍ vegna bílastæðamála og fleira.
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt kynnti.
Frestað.


Umsókn nr. 100408 (04.38.86)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
5.
Selásskóli, Selásbraut 109, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 18. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Selás vegna lóðarinnar nr. 109 við Selásbraut. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir boltagerði við Selásskóla samkvæmt uppdrætti dags. 17. nóvember 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt var samþykkt að senda hagsmunaðilum á svæðinu bréf þar sem vakin er athygli á auglýsingunni.


Umsókn nr. 100421
510402-2940 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
6.
Suður Selás og Norðlingaholt, deiliskipulagi
Lagt fram erindi Umhverfis- og Samgöngusviðs dags. 25. nóvember 2010 ásamt tillögu dags. s.d. að deiliskipulagi vegna göngutengingar milli suður Seláss og Norðlingaholts.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt var samþykkt að senda hagsmunaðilum á svæðinu bréf þar sem vakin er athygli á auglýsingunni.


Umsókn nr. 100422 (04.3)
7.
>Suður Selás, breyting á deiliskipulagi
Lagður fram uppdráttur Skipulags- og byggingarsviðs dags 23. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Seláss. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er breytt til austurs vegna nýs deiliskipulags milli Suður Seláss og Norðlingaholts.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt var samþykkt að senda hagsmunaðilum á svæðinu bréf þar sem vakin er athygli á auglýsingunni.


Umsókn nr. 100423 (04.79)
8.
Norðlingaholt, breyting á deiliskipulagi
Lagður fram uppdráttur Skipulags- og byggingarsviðs dags 23. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er breytt til vesturs vegna nýs deiliskipulags milli Suður Seláss og Norðlingaholts.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt var samþykkt að senda hagsmunaðilum á svæðinu bréf þar sem vakin er athygli á auglýsingunni.


Umsókn nr. 42359
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 614 frá 30. nóvember 2010.


Umsókn nr. 100178
10.
Félag Múslima á Íslandi, (fsp) staðsetning Mosku
Lögð fram fyrirspurn Félags Múslima á Íslandi dags. 6. maí 2010 þar sem óskað er eftir viðræðum vegna staðsetningar á lóð fyrir Mosku í Reykjavík. Staðsetningar sem bent er á eru, svæði vestan Veðurstofu Íslands, á lóð Íslandsbanka við Kirkjusand og á lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg. Einnig lagt fram bréf Einars Páls Tamimi hdl. f.h. Félags Múslima á Íslandi dags. 4. október 2010.
Frestað.

Umsókn nr. 100270 (01.81.40)
070957-2489 Halla Arnardóttir
Melgerði 1 108 Reykjavík
010372-3569 Magnús Albert Jensson
Langagerði 88 108 Reykjavík
11.
Melgerði 1, lóðarstækkun
Á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2010 var lögð fram umsókn Magnúsar Jenssonar dags. 16. júlí 2010 um stækkun lóðar nr. 1 við Melgerði samkvæmt uppdrætti dags. 27. september 2010. Kynning stóð yfir frá 27. október 2010 til og með 10. nóvember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðríður Þorvaldsdóttir dags. 2. nóvember, undirskriftalisti 11 íbúa að Búðagerði 4, 8 og 10 ásamt Byggðarenda 15 og Jón Þorsteinsson dags. 8. nóvember 2010. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
Frestað.

Umsókn nr. 100368
490109-1610 Menningarsetur múslima á Ísland
Pósthólf 8166 128 Reykjavík
12.
Menningarsetur Múslima á Íslandi, (fsp) lóð fyrir Mosku
Lagt fram bréf Menningarseturs Múslima á Íslandi móttekið 8. október 2010 varðandi lóð fyrir Mosku í Reykjavík. Einnig er lögð fram orðsending frá skrifstofu borgarstjóra dags. 21. október 2010 (R08090128) ásamt bréfi varaformanns Menningaseturs Múslima á Íslandi.
Frestað.

Umsókn nr. 42356 (01.18.224.3)
13.
Skólavörðustígur 23, bréf lóðarhafa
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. nóvember 2010 ásamt bréfi lóðarhafa dags. 15. nóvember 2010.

Frestað.

Umsókn nr. 100378 (01.17.21)
511099-2429 Arkibúllan ehf
Tómasarhaga 31 107 Reykjavík
14.
Reitur 1.172.1, Laugavegur-Vatnsstígur, breyting á deiliskipulagi vegna Laugavegur 33, 33a og 35 ásamt Vatnsstíg 4
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 25. nóvember 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1 vegna Laugavegar 33, 33a, 35 og Vatnsstígs 4.


Umsókn nr. 100418 (01.15.24)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
581202-2530 JP Lögmenn ehf
Höfðatúni 2 105 Reykjavík
15.
Klapparstígur 19, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 24. nóvember 2010 ásamt kæru dags. 26. október 2010 þar sem kærð er synjun á beiðni um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 100289 (04.32.42)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16.
Krókháls 10, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 26. nóvember 2010 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. mars 2008 um að veita byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi þriðju hæðar og á stigagangi á annarri hæð hússins að Krókhálsi 10 í Reykjavík.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. mars 2008 um að veita byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi þriðju hæðar og á stigagangi annarrar hæð hússins að Krókhálsi 10 í Reykjavík.