Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Selásskóli, Selásbraut 109, Fossvogur, staðgreinireitir 1.849-1.871., Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bugðulækur 17, Hallgrímstorg 3 / Hnitbjörg, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Miðborg, þróunaráætlun, Austurbæjarskóli, Reitur 1.180.3, Sóltún 2-4,

Skipulagsráð

225. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 24. nóvember kl. 09:13, var haldinn 225. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Margrét Þormar og Björn Axelsson Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 19. nóvember 2010.



Umsókn nr. 100408 (04.38.86)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
2.
Selásskóli, Selásbraut 109, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 18. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Selás vegna lóðarinnar nr. 109 við Selásbraut. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir boltagerði við Selásskóla samkvæmt uppdrætti dags. 17. nóvember 2010.

Frestað.

Umsókn nr. 90166 (01.85)
3.
Fossvogur, staðgreinireitir 1.849-1.871., tillaga að deiliskipulagi, endurskoðun
Lögð fram tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi Fossvogshverfis 1. nóvember 2010 ásamt forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. í maí 2009. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af staðgreinireitum 1.849-1.871, Fossvogsdal, Eyrarlandi, Bústaðavegi og Stjörnugróf. Forkynning stóð til og með 18. september 2009 og eru lagðar fram ábendingar sem bárust við kynningunni. Einnig eru lögð fram minnisblöð VA arkitekta dags. 2. desember 2009 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 17. desember 2009.

Richard Briem arkitekt kynnti.

Umsókn nr. 80048 (04.4)
560389-1089 Fisfélag Reykjavíkur
Pósthólf 8702 128 Reykjavík
4.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins
Á fundi skipulagsstjóra 29. október 2010 var lögð fram umsókn Fisfélags Reykjavíkur dags. 18. janúar 2008 um deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins á Hólmsheiði skv. uppdrætti Skapa og Skerpa arkitekta dags. 6. mars 2009. Í tillögunni er gert ráð fyrir tímabundinni afmörkun svæðis fyrir starfsemi Fisfélags Reykjavíkur. Um er að ræða þrískipt svæði, flugbrautir og æfingaaðstaða fyrir vélknúin fis, svæði fyrir bílastæði og flugskýli og svæði fyrir félagsheimili og útivist. Samhljóða tillaga var áður auglýst frá 13. febrúar 2008 til og með 28. mars 2008. Einnig er lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 16. júní 2008, eldri athugasemdir vegna fyrri auglýsingar: Orkuveita Reykjavíkur dags. 30. janúar, Fjáreigendafélag Reykjavíkur dags. 17. mars, hestamannafélagið Fákur dags. 25. mars, Flugmálastjórn Íslands dags. 26. mars, Lögmál f.h. Græðis dags. 26. mars og Þórir Einarsson Skaftahlíð 38 dags. 27. mars 2008. Einnig lögð fram umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. apríl 2008, bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. ágúst 2008, umsagnir Flugmálastjórnar Íslands dags. 29. júlí og 23. október 2008. Jafnframt eru lagðar fram athugasemdir sem bárust við auglýsingu sem stóð yfir frá 8. maí 2009 til og með 22. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Orkuveita Reykjavíkur dags. 8. maí, Sigurjón Fjeldsted og Ragnheiður Fjeldsted dags 7. júní, Lögmál f.h. Græðis félags landeigenda dags. 19. júní, Árni Ingason dags. 19. júní, Þórir Einarsson dags. 21. júní, Kristín Harðardóttir og Hörður Jónsson dags 25. júní, Þóri J. Einarssyni og Guðbjarna Eggertssyni hdl. dags. 2. júlí 2009 og Helga Kristjánsdóttir, f.h. 4 landeigenda dags. 6. júlí 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. ágúst 2009. Á fundi skipulagsstjóra þann 3. september 2010 var samþykkt að endurbirta auglýsingu og í framhaldi að framlengja frest til að gera athugasemdir til og með 22. október 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Vignir Bjarnason dags. 10. september 2010, Kristín Harðardóttir f.h Harðar Jónssonar dags. 16. október 2010, Kristín Björg Kristjánsdóttir f.h. landeigenda við Mýrarskyggni, dags. 22. október, Þórir Einarsson f.h. eiganda lands númer 113435 dags. 22. október 2010 og Landeigendafélagið Græðir dags. 20. október 2010. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
Athugasemdir kynntar
Frestað.


Umsókn nr. 70721 (01.14.04)
5.
Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Björns Ólafs arkitekts dags. 5. nóvember 2009 að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar þar sem fram koma hugmyndir lóðarhafa að því hvernig má koma til móts við athugasemdir sem bárust við fyrri tillögu. Einnig er lögð fram áður auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7 ásamt athugasemdum sem bárust við auglýsingunni.

Frestað.

Umsókn nr. 42342
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 613 frá 23. nóvember 2010.


Umsókn nr. 41643 (01.34.331.8)
130574-5649 Sævar Smári Þórðarson
Bugðulækur 17 105 Reykjavík
7.
Bugðulækur 17, þaksvalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. október 2010 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja handrið úr járni og timbri, sbr. fyrirspurn BN040778, á þaki bílskúrs sem tilheyrir íbúð 01 í fjölbýlishúsi á lóð nr. 17 við Bugðulæk. Kynning stóð frá 20. október 2010 til og með 17. nóvember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemd: Húsfélagið Rauðalæk 18 dags. móttekið 1. nóvember 2010. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. nóvember 2010.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda dags. 3. júní 2010 við teikn. dags. 28. maí 2010 Gjald kr. 7.700

Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra

Umsókn nr. 100409
8.
Hallgrímstorg 3 / Hnitbjörg, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Listasafns Einars Jónssonar dags. 18. nóvember 2010 varðandi leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið nr. 3 við Hallgrímstorg Hnitbjörg samkvæmt tillögu Studio Granda dags. í september 2010. Einnig er lagt fram bréf Borgarminjavarðar dags. 4. nóvember 2010 og bréf Húsafriðunarnefndar dags. 12. nóvember 2010.

Kynnt.

Umsókn nr. 42350
9.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, götunöfn kynnt
Lagðar fram frumhugmyndir af götunöfnum á byggingarsvæðum A-F á svæði Háskóla Íslands.
Kynnt.

Umsókn nr. 100413 (01.1)
10.
Miðborg, þróunaráætlun, kynning
Lögð fram Þróunaráætlun miðborgar Reykjavíkur samþykkt 10. janúar 2003.

Kynnt.

Umsókn nr. 100410 (01.19.21)
11.
Austurbæjarskóli, bréf foreldrafélagsins, aðveitustöð Orkuveitu Reykjavíkur
Lagt fram bréf Foreldrafélags Austurbæjarskóla dags. 15. nóvember 2010 varðandi öryggi barna á skólalóðinni vegna aðveitustöðvar Orkuveitu Reykjavíkur.



Umsókn nr. 100396 (01.18.03)
12.
Reitur 1.180.3, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, lagfæring
Á fundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2010 var lögð fram eftir kynningu fyrir hagsmunaaðilum, tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að leiðréttingu á villu á gildandi aðalskipulagsuppdrætti er varðar landnotkun reits 1.180.3. Vegna mistaka í prentun uppdráttar er reiturinn sem afmarkast af Bergstaðastræti til vesturs, Óðinsgötu til austurs og miðborgarsvæði til norðurs merktur sem athafnasvæði en á að vera íbúðarsvæði. Breyting og leiðrétting var kynnt fyrir hagsmunaaðilum á reitnum með bréfi dags. 21. október 2010. Athugasemdarbréf barst frá Lex lögmannsstofu dags. 3. nóvember 2010. Erindinu var vísað til afgreiðslu hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi skipulags- og byggingarsviðs til Umhverfisráðuneytisins dags. 17. nóvember 2010 ásamt viðauka. Einnig er lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs til Lex lögmannsstofu dags. 19. nóvember 2010.



Umsókn nr. 90002
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
13.
Sóltún 2-4, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. nóvember 2010 vegna kæru á ákvörðun borgarráðs frá 9. október 2008 um breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits er fól í sér auknar heimildir til nýtingar sameinaðrar lóðar að Sóltúni 2-4.
Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 9. október 2008 um að breyta deiliskipulagi Ármannsreits með auknum heimildum til nýtingar sameinaðrar lóðar að Sóltúni 2-4 í Reykjavík.