Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Landspítali Háskólasjúkrahús við Hringbraut, Reitur 1.172.1, Laugavegur-Vatnsstígur, Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Framnesvegur 20 - 26B, Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2011, Kristnibraut 65-67, Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21, Hólmsheiði, deiliskipulag, Einholt-Þverholt, Hlyngerði 6,

Skipulagsráð

224. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 17. nóvember kl. 09:15, var haldinn 224. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Bjarni Þ Jónsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Leifsdóttir og Jóhannes Kjarval Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 12. nóvember 2010.




Umsókn nr. 100329 (01.19)
500810-0410 Nýr Landspítali ohf
Snorrabraut 60 101 Reykjavík
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
2.
Landspítali Háskólasjúkrahús við Hringbraut, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Spital ehf. f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 13. september 2010 um vinnslu deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. dags. 10. september 2010.
Staða málsins kynnt.

Umsókn nr. 100378 (01.17.21)
511099-2429 Arkibúllan ehf
Tómasarhaga 31 107 Reykjavík
3.
Reitur 1.172.1, Laugavegur-Vatnsstígur, breyting á deiliskipulagi vegna Laugavegur 33, 33a og 35 ásamt Vatnsstíg 4
Lögð fram tillaga Arkibúllunar dags. 18. október 2010 að breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1 sem afmarkast af Laugavegi, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Frakkastíg. Í breytingunni felst möguleg uppbygging á horni Laugavegs og Vatnsstígs samkvæmt meðfylgjandi deiliskipulags- og skýringaruppdrætti dags. 18. október 2010.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt var samþykkt að senda hagsmunaðilum á svæðinu bréf þar sem vakin er athygli á auglýsingunni.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir óskaði bókað:
"Fulltrúi Vinstri grænna í skipulagsráði hefur efasemdir um að húsið við Vatnsstíg 4 verði látið víkja í þeirri tillögu sem nú hefur verið samþykkt að auglýsa. Húsið var byggt árið 1901 og skiptir máli í sögulegu samhengi. Betur hefði farið á tillagan gerði ráð fyrir uppgerð hússins á sínum stað, jafnvel þótt að það hefði leitt til minna byggingarmagns á reitnum".


Umsókn nr. 70721 (01.14.04)
4.
Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Björns Ólafs arkitekts dags. 5. nóvember 2009 að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar þar sem fram koma hugmyndir lóðarhafa að því hvernig má koma til móts við athugasemdir sem bárust við fyrri tillögu. Einnig er lögð fram áður auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7 ásamt athugasemdum sem bárust við auglýsingunni.
Frestað.

Umsókn nr. 42304
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 612 frá 16. nóvember 2010.


Umsókn nr. 42291
7.
Framnesvegur 20 - 26B, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 4. nóvember 2010 vegna friðunar á húsum á lóðum nr. 20-26B við Framnesveg. Friðunarskjal Menntamálaráðherra dags. 14. september 2010, en þar kemur fram að friðun nái til ytra byrðis húsanna. Jafnframt afrit af tilkynningarbréfi Menntamálaráðuneytisins til Húsafriðunarnefndar dags. 19. október 2010.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði húsanna nr. 20 - 26B við Framnesveg. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."


Umsókn nr. 90213
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2011,
Kynnt tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur fyrir starfsárið 2011.


Kynnt.

Umsókn nr. 100337 (04.11.54)
561184-0709 Búseti svf,húsnæðissamvinnufél
Skeifunni 19 108 Reykjavík
190253-5389 Eyjólfur Einar Bragason
Melhæð 2 210 Garðabær
9.
Kristnibraut 65-67, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. nóvember 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á skilmálum í deiliskipulagi fyrir Grafarholt vegna lóðarinnar að Kristnibraut 65-67.


Umsókn nr. 60118 (04.35.09)
050255-5229 Linda Hrönn Ágústsdóttir
Fjarðarás 5 110 Reykjavík
10.
Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. nóvember 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. þar sem staðfest er synjun skipulagsráðs á breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbæjarblett 62/Þykkvabæ 21


Umsókn nr. 100259 (05.8)
561204-2760 Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
11.
Hólmsheiði, deiliskipulag, jarðvegsfylling
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. nóvember 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. á deiliskipulagi fyrir Hólmsheiði vegna afmörkunar á svæði fyrir jarðvegsfyllingar ásamt bréfi Þóris J. Einarssonar ehf. dags. 18. október 2010. Einng var lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs og borgarlögmanns dags. 26. október 2010.


Umsókn nr. 100385 (01.24.43)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
12.
Einholt-Þverholt, kæra, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 25. desember 2007 á samþykkt deiliskipulags fyrir reiti 1.244.1 og 1.244.3 Einholt Þverholt. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 2. nóvember 2010.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 90088 (01.80.62)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
13.
Hlyngerði 6, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 11. nóvember 2010 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 24. september 2008 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 6 við Hlyngerði.
Úrskurðarorð: Samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 24. september 2008, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 6 við Hlyngerði, er felld úr gildi.