Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2011,
Mýrargötu- og Slippasvæði,
Austurhöfn, TRH,
Ingólfsgarður, Brokey,
Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Skaftahlíð 24,
Ægisgarður, Mýrargötusvæði,
Flugvallarvegur,
Gamla höfnin,
Langirimi 21-23,
Grandagarður 2,
Laugavegur 4-6,
Lóð fyrir einkasjúkrahús,
Vatnsmýrin,
Skipulagsráð
222. fundur 2010
Ár 2010, miðvikudaginn 3. nóvember kl. 09:15, var haldinn 222. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Bjarni Þ Jónsson og Marta Grettisdóttir,
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir og Jóhannes Kjarval
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 29. október 2010.
Kristín Soffía Jónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson tóku sæti á fundimum kl. 9:20
Umsókn nr. 90213
2. Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2011,
Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir starfsárið 2011.
Kristín Soffía Jónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson tóku sæti á fundimum kl. 9:20
Kynnt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu ekki á þessu stigi lýsa afstöðu sinni til einstakra tillagna sem ræddar hafa verið í ráðinu vegna fjárhagsáætlunar, enda skal um þær ríkja trúnaður þar til þær eru framlagðar í borgarráði. Hins vegar ítreka borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mikilvægi þess að betur sé staðið að undirbúningsvinnu vegna fjárhagsáætlunar, eigi hún að skila borgarbúum góðum og farsælum lausnum. Sú staðreynd að skýra forgangsröðun skortir, engin aðgerðaráætlun er í gildi og meirihlutinn hefur lítið nýtt vilja borgarstjórnar til þverpólitískrar samvinnu, veldur því ástæða er til að hvetja meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar enn og aftur til nýrra og betri vinnubragða vegna fjárhagsáætlunar. Tíminn er að vísu orðinn afar lítill, þar sem öll vinna vegna áætlunarinnar er langt á eftir settum tímaviðmiðum, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka engu að síður nauðsyn þess að sá tími verði vel nýttur og komandi fjárhagsáætlun endurspegli öfluga forgangsröðun í þágu íbúa, áframhaldandi góða grunnþjónustu og skilning á því að verkefnið verður ekki leyst með auknum álögum á íbúa sem treysta því að borgin standi áfram með þeim á erfiðum tímum."
Umsókn nr. 40418 (01.13)
3. Mýrargötu- og Slippasvæði, rammaskipulag og deiliskipulag
Lagt fram rammaskipulag Mýrargötu - Slippasvæði ásamt deiliskipulagi Héðinsreits, Slippa- og Ellingsenreits og Nýlendureits.
Richard Briem arkitekt kynnti.
Umsókn nr. 50747
4. Austurhöfn, TRH, deiliskipulag
Lagt fram deiliskipulag Austurhafnar vegna Tónlistarhúss.
Kynnt.
Umsókn nr. 90063 (01.11.9)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
5. Ingólfsgarður, Brokey, breyting á deiliskipulagi Austurhafnar
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 13. febrúar 2009 varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir félagsheimili siglingaklúbbsins Brokeyjar samkvæmt uppdrætti VA arkitekta dags. 9. janúar 2009. Einnig er lögð fram greinargerð Siglingafélags Reykjavíkur dags. 18. maí 2009.
Kynnt.
Umsókn nr. 90460 (01.63)
420299-2069
ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
6. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ
Lagt fram erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 23. mars 2010 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 29. mars 2010. Einnig eru lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. júní 2010 af kynningarfundi vegna málsins sem haldinn var þann 3. júní sl. Auglýsing stóð yfir frá 31. apríl 2010 til og með 30. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 31. maí, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 22. júní, Helga Þorkelsdóttir, Páll Þorgeirsson, Jóhannes Fossdal og Hilda Hansen dags. 28. júní, Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. júní, Ragnheiður Harðardóttir og Jón Sch. Thorsteinsson dags. 29. júní, greinargerð Glámu Kím unnin fyrir íbúa við Odda- og Aragötu dags. 28. júní, Ingibjörg E. Björnsdóttir f.h. Svanhildar Sigurðardóttur dags. 30. júní, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson dags. 30. júní, Bjarki Gunnar Halldórsson dags. 30. júní, Baldur Símonarson dags. 30. júní, Jón Jóhannes Jónsson dags. 30. júní og Max Dager f.h. Norræna hússins dags. 1. júlí 2010. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. október 2010.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagssjtóra
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 42260
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 610 frá 2. nóvember 2010.
Umsókn nr. 100318 (01.27.42)
440703-2590
THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
711208-0700
Reitir fasteignafélag hf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
8. Skaftahlíð 24, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta dags. 3. september 2010 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 24 við Skaftahlíð samkvæmt uppdrætti dags. 25. ágúst 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. október 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 80724 (01.13)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
9. Ægisgarður, Mýrargötusvæði, (fsp) hótel, Slippa- Ellingsenreitur lóð R-15
Lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 15. desember 2008, lóðaumsókn ABZ-A dags. 8. desember 2008 ásamt greinargerð og uppdráttum dags. 8. desember 2008. Erindinu var vísað til umfjöllunar í stýrihópi vegna hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri.
Kynnt.
Umsókn nr. 100328 (01.62.8)
550169-6149
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík
Flugvallarvegi 101 Reykjavík
420381-0349
Verkfræðistofa Sigurðar Sigurðs
Hegranesi 15 210 Garðabær
10. Flugvallarvegur, málskot
Lagt fram málskot Verkfræðistofu Sigurðar Sigurðssonar f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík dags. 8. september 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra varðandi afnot af grænu svæði, stækkun á lóð og viðbótarbílastæði, breikkun og færslu á núverandi inn- og útkeyrslu ásamt því að leggja nýja innkeyrslu á lóð Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur við Flugvallarveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. júní 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 80373 (01.0)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
11. Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni
Lögð fram verðlaunatillaga Graeme Massie Architects
í hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjagarði í vestri.
Graeme Massie arkitekt kynnti tillöguna.
Umsókn nr. 100369 (02.54.68)
550896-2149
Spöng ehf
Bæjarflöt 15 112 Reykjavík
701205-1540
Teiknistofan Óðinstorgi ehf
Óðinsgötu 7 101 Reykjavík
12. Langirimi 21-23, málskot
Lagt fram málskot Spangar ehf. dags. 11. október 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 10. september 2010 um að breyta endahúsnæði á vesturenda á 2. hæð á lóð nr. 21-23 við Langarima, úr sólbaðsstofu í íbúð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. október 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 80200 (01.01)
630106-0520
Inn Fjárfesting ehf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
13. Grandagarður 2, (fsp) breyting á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra dags. 12. mars 2008 ásamt erindi Inn fjárfestinga um breytingu á deiliskipulagi vegna Grandagarðs 2. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 26. mars 2008 og bréf Inn fjárfestinga dags. 14. maí 2008.
Kynnt.
Umsókn nr. 100213 (01.17.13)
14. Laugavegur 4-6, lokun svæðisins
Lagðar fram tillögur Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 18. október 2010 að grindverki lóðarinnar nr. 4-6 við Laugaveg.
Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir véku af fundi kl. 12:50
Kynnt.
Umsókn nr. 100208
15. Lóð fyrir einkasjúkrahús, staðsetning
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra dags. 14. maí 2010 vegna erindis Ástráðar Haraldssonar f.h. undirbúningsfélags um stofnun og rekstur einkasjúkrahúss í Reykjavík dags 22. mars 2010 varðandi staðsetningu fyrir slíkt sjúkrahús innan borgarmarkanna. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 19. október 2010.
Minnisblað skipulagsstjóra samþykkt.
Umsókn nr. 80123 (01.6)
16. Vatnsmýrin, tilnefning fulltrúa í stýrihóp
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. október 2010 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að skipa stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Samþykkt var að skipa sjö fulltrúa í hópinn: Kristín Soffía Jónsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Páll Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Sóley Tómasdóttir.