Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Háskóli Íslands, Vísindagarðar,
Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3,
Aðalskipulag Reykjavíkur,
Keilugrandi 1,
Sogavegur 69,
Sævarhöfði,
Kjalarnes, Mógilsá og Kollafjörður,
Áland / Furuborg,
Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Skólavörðustígur 40,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð,
Laugavegur 4-6,
Silungakvísl 21,
Skeifan 11,
Kjalarnes, Móavík,
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis,
Melar, reitur 1.540,
Vesturgata 5B,
Slippa- og Ellingsenreitur,
Starengi 50, 52, 80, 82, 106 og 108,
Hólmvað 54-70,
Hlíðarendi, Valssvæði,
Bergstaðastræti 13,
Bergstaðastræti 13,
Bergstaðastræti 13,
Reitur Menntaskólans í Reykjavík,
Skipulagsráð
218. fundur 2010
Ár 2010, miðvikudaginn 6. október kl. 09:08, var haldinn 218. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfultrúinn Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Margrét Leifsdóttir og Björn Ingi Edvardsson
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 1. október 2010.
Umsókn nr. 90460 (01.63)
420299-2069
ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
2. Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ
Á fundi skipulagsstjóra 2. júlí 2010 var lagt fram erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 23. mars 2010 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 29. mars 2010. Einnig eru lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. júní 2010 af kynningarfundi vegna málsins sem haldinn var þann 3. júní sl. Auglýsing stóð yfir frá 31. apríl til og með 30. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 31. maí, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 22. júní, Helga Þorkelsdóttir, Páll Þorgeirsson, Jóhannes Fossdal og Hilda Hansen dags. 28. júní, Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. júní, Ragnheiður Harðardóttir og Jón Sch. Thorsteinsson dags. 29. júní, greinargerð Glámu Kím unnin fyrir íbúa við Odda- og Aragötu dags. 28. júní, Ingibjörg E. Björnsdóttir f.h. Svanhildar Sigurðardóttur dags. 30. júní, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson dags. 30. júní, Bjarki Gunnar Halldórsson dags. 30. júní, Baldur Símonarson dags. 30. júní, Jón Jóhannes Jónsson dags. 30. júní og Max Dager f.h. Norræna hússins dags. 1. júlí 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 60676
671197-2919
Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
3. Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju ný tillaga Arkís að deiliskipulagi athafnasvæðis á Hólmsheiði við Suðurlandsveg dags. í maí 2008. Einnig lagðar fram umsagnir umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. júlí 2009 og 10. nóvember 2009, Skipulagsstofnunar dags. 23. nóvember 2009, Fornleifaverndar ríkisins dags. 25. nóvember 2009 og umsögn Skógræktarfélag Reykjavíkur mótt 14. desember 2009. Tillagan var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristín Harðardóttir f.h. Harðar Jónssonar eiganda Höfða dags. 26. nóvember 2009, Árni Ingason f.h. Fjáreigendafélag Reykjavíkur dags. 3. desember 2009, Guðmundur H. Einarsson, f.h heilbrigðisnefndar dags. 12. desember 2009, Valur Þ. Norðdahl dags. 14. desember 2009, Hilmar Finnsson, f.h. Vegagerðarinnar dags. 14. desember 2009, Sólveig Reynisdóttir f.h. hverfaráðs Árbæjar dags. 15. desember 2009, Kristín Björg Kristjánsdóttir dags. 15. desember 2009, Þórir J. Einarsson dags. 15. desember 2009, Helga S. Kristjánsdóttir f.h stjórnar Græðis dags. 15. desember 2009, Birgir H. Sigurðsson sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 15. desember 2009, Páll E. Winkel f.h. Fangelsismálastofnun ríkisins dags. 16. desember 2009, Friðþjófur Árnason f.h. Veiðimálastofnun dags. 16. dóvember 2009, Kristín S. Jónsdóttir f.h Umhverfisstofnun dags. 21. desember 2009 og Ágústa R. Jónsdóttir fh. Flugmálastjórnar dags. 25. nóvember 2009.
Egill Guðmundsson frá Arkís kynnti tillöguna.
Umsókn nr. 100071
4. Aðalskipulag Reykjavíkur, Selás-Norðlingaholt mislæg göngutenging
Á fundi skipulagsstjóra 24. september 2010 var lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 23. febrúar 2010 um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 varðandi gerð nýrrar mislægrar göngutengingar milli Selás og Norðlingaholts yfir Breiðholtsbraut. Einnig lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 26. maí 2010. Auglýsing stóð yfir frá 6. ágúst 2010 til og með 17. september 2010. Athugasemd barst frá Hestamannafélaginu Fákur dags. 16. september 2010. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra Aðalskipulags Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. október 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 70064 (01.51.33)
5. Keilugrandi 1, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. maí 2007 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í tillögunni felst að skilgreina nýjan þéttingarreit við Keilugranda þar sem gert er ráð fyrir allt að 130 íbúðum. Auglýsingin stóð yfir frá 13. júlí til og með 24. ágúst 2007. Eftritaldir aðilar sendu inn athugasemdir: 6 íbúar við Fjörugranda 14, 16 og 18 dags. 10. ágúst 2007, Margrét Magnúsdóttir og Valgeir Pálsson Boðagranda 10 dags. 21. ágúst 2007, Salvör Jónsdóttir og Jón Atli Árnason Fjörugranda 2 dags. 23. ágúst 2007, Guðrún Kristinsdóttir Bárugranda 11 dags. 22. ágúst 2007, Ingibjörg Sigurðardóttir og Örn Halldórsson Boðagranda 8 dags. 23. ágúst 2007, skólastjóri Grandaskóla dags. 23. ágúst 2007, Kristjana Kjartansdóttir og Björgvin Bjarnason Frostaskjóli 15 dags. 24. ágúst 2007, Gunnar Finnsson ásamt undirskriftarlista 395 íbúa dags. 23. ágúst 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. september 2007.
Synjað.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 100031 (01.81.09)
680504-2880
PK-Arkitektar ehf
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
051131-4879
Konráð Adolphsson
Sogavegur 69 108 Reykjavík
6. Sogavegur 69, breyting deiliskipulag
Á fundi skipulagsstjóra 7. júlí 2010 var lagt fram erindi PK Arkitekta dags. 22. janúar 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi við Sogaveg vegna lóðarinnar nr. 69 við Sogaveg samkvæmt uppdrætti dags. 29. júní 2010. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi við umfjöllun málsins
Synjað.
Skipulagsráð getur ekki fallist á þá fjölgun bílastæða innan lóðarinnar sem gert er ráð fyrir í tillögunni.
Umsókn nr. 100330
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
7. Sævarhöfði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 13. september 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna afmörkunar lóðar fyrir dælustöð fráveitu norðan endurvinnslustöðvar Sorpu að Sævarhöfða 21, samkvæmt lagfærðum uppdrætti Orkuveitu Reykjavíkur dags. 10. september 2010.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.
Umsókn nr. 100358
561204-2760
Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
680269-2899
Vegagerðin
Borgartúni 5-7 105 Reykjavík
8. Kjalarnes, Mógilsá og Kollafjörður, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 30. september 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar. Breytingin felur í sér gatnamót og biðstöð fyrir almenningsvagna ásamt nýrri vegtengingu að bílastæðum við gönguleið á Þverfellshorn, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 29. september 2010.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.
Umsókn nr. 90093
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
9. Áland / Furuborg, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 5. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgarspítalans vegna lóðar leikskólans Furuborgar. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits auk fjölgunar á bílastæðum, samkvæmt uppdrætti dags. 3. mars 2009. Einnig er lögð fram skýrsla Umhverfis- og samgöngusviðs að svifryks- og hljóðvistarmælingum fyrir lóðina, dags. 25. júní 2010. Tillagan var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Frestað.
Jórunn Frímannsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson véku af fundi kl. 12:03 þá var einnig búið að fjalla um lið 13 og 14 í fundargerðinni
Umsókn nr. 60118 (04.35.09)
050255-5229
Linda Hrönn Ágústsdóttir
Fjarðarás 5 110 Reykjavík
10. Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu eru lögð fram að nýju drög að breytingu á deiliskipulagi Árbær - Selás vegna lóðarinnar að Þykkvabæ 21. dags. 16. febrúar 2006, Málið var í kynningu frá 30. mars til og með 27. apríl 2006. Athugasemdabréf bárust frá Birni S. Ásgeirssyni hrl. f.h. Bjarna Ágústssonar og Ástu Marinósdóttur dags. 10. apríl 2006, Theódóri Marinóssyni dags. 19. apríl 2006, Ingva G. Sigurðssyni mótt. 25. apríl 2006, Stefáni Thors dags. 26. apríl 2006, listi með 127. undirskriftum frá íbúum úr Árbænum mótt. 26. apríl 2006, Ólafi Hannibalssyni og Guðrúnu Pétursdóttur dags. 4. apríl 2006 og Árna Vigfússyni, Sigurði Halldórssyni og Theodór Marinóssyni dags. 26. apríl 2006. Einnig lagt fram að bréfi lögfræði og stjórnsýslu dags. 27. apríl 2006 til lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar vegna beiðni um umsögn vegna eignarnámsheimilda, umsögn lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 12. september 2006 og bréf borgarstjóra dags. 6. október 2006, vegna samþykkt borgarráðs 5. október 2006 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 27. september 2006, varðandi viðræður um kaup á Árbæjarbletti 62 vegna breytinga á deiliskipulagi Árbæjar og Seláss, ennfremur lögð fram umsögn lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 12. september 2006 og bréf Lex lögmannsstofu dags. 5. desember 2007. Erindinu var vísað til umsagnar Framkvæmda- og eignasviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmda- og eignaráðs dags. 19. febrúar 2009.
Frestað.
Umsókn nr. 42131
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 606 frá 5. október 2010.
Umsókn nr. 41848 (01.18.140.4)
690604-3960
Samtímalist ehf
Skólavörðustíg 14 108 Reykjavík
12. Skólavörðustígur 40, niðurrif og nýbygging
Sótt er um leyfi til að rífa tvö eldri hús og byggja í þeirra stað steinsteypt íbúðar- og verslunarhús, fjórar hæðir og kjallara, fimm íbúðir, tvær verslanir og veitingastað á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. ágúst 2010 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. ágúst 2010.
Einnig fylgir umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 5. ágúst og Húsafriðunarnefndar dags. 29. júlí 2010.
Stærð niðurrifs: Mhl. 01 fastanr. 200-6095, merkt 0101 íbúð: 87,2 ferm. Mhl. 02 fastanr. 200-6096 merkt 0101 geymsla 10,1 ferm. Mhl. 03 fastanr. 200-697 merkt 0101 bílskúr 21,6 ferm.
Niðurrif samtals: 118,7 ferm.
Stærð nýbyggingar: Kjallari 203,1 ferm., 1. hæð 187,8 ferm., 2. hæð 182,7 ferm., 3. hæð 179,9 ferm., 4. hæð 110,2 ferm.
A-rými samtals: 863,7 ferm., 2.665,4 rúmm.
B-rými á 1. hæð: 22,3 ferm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 205.236
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 100316
13. Skipulagsráð, Gæðahandbók skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík kynnti tillögu að gæðahandbók Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.
Umsókn nr. 42144
14. Skipulagsráð, Byggingarstjóramappa
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík kynnti byggingarstjóramöppu Skipulags- og byggingarsviðs.
Umsókn nr. 100213 (01.17.13)
15. Laugavegur 4-6, lokun svæðisins
Lagðar fram tillögur Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur að grindverki lóðarinnar nr. 4-6 við Laugaveg.
Frestað.
Umsókn nr. 42054 (04.21.270.5)
16. Silungakvísl 21, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 14. september 2010 vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 21 við Silungakvísl.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Umsókn nr. 42140 (01.46.200.1)
17. Skeifan 11, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 27. ágúst 2010 þar sem lagt er til að gefinn verði tímafrestur að viðlögðum dagsektum vegna óleyfisframkvæmda við hús á lóð nr. 11 við Skeifuna.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Umsókn nr. 100314
521004-2740
Themis ehf lögmannsstofa
Bíldshöfða 9 110 Reykjavík
18. Kjalarnes, Móavík, málskot
Lagt fram málskot Themis Lögmannsstofu dags. 30. ágúst 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010 varðandi stofnun nýrrar lóðar úr landi Móavíkur á Kjalarnesi. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12.ágúst 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 100072 (04.36.3)
410604-3370
Erum Arkitektar ehf
Grensásvegi 3-5 108 Reykjavík
19. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, breyting á deiliskipulagi, áhorfendastúka
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi á íþróttasvæði Fylkis vegna áhorfendastúku og fl. að Fylkisvegi 6.
Umsókn nr. 90134
20. Melar, reitur 1.540, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um nýtt deiliskipulag fyrir svæði "Melar" reitur 1.540 sem afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel.
Umsókn nr. 70806 (01.13.61)
21. Vesturgata 5B, breyting á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Gröndalshúss
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Vesturgötu 5B, flutningur á Gröndalshúsi.
Umsókn nr. 100336 (01.11.53)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
22. Slippa- og Ellingsenreitur, breyting á deiliskipulagi vegna reits R16
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits. Flutningur á saltfiskhúsinu Sólfelli á reit R16.
Umsókn nr. 100315
671197-2919
Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
160471-2989
Þóra Þórsdóttir
Starengi 106 112 Reykjavík
23. Starengi 50, 52, 80, 82, 106 og 108, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis vegna lóðanna að Starengi 50, 52, 80, 82, 106 og 108.
Umsókn nr. 100320 (04.74.17)
310551-3259
Jón Guðmundsson
Látraströnd 12 170 Seltjarnarnes
24. Hólmvað 54-70, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna að Hólmvaði 54-70.
Umsókn nr. 100098 (01.62)
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
25. Hlíðarendi, Valssvæði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda, lóð knattspyrnufélagsins Vals.
Umsókn nr. 100234 (01.18.13)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru dags. 14. júní 2010 þar sem kærð er samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23. feb. 2010 á endurnýjun byggingarleyfis vegna viðbyggingar við Bergstaðastræti 13. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 28. september 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 100345 (01.18.13)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
27. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 10. september 2010 þar sem kært er byggingarleyfi úthlutað 30.ágúst 2010 vegna umsóknar nr. BN040897 fyrir Bergstaðastræti 13. Einnig er krafist stöðvun framkvæmda. Einnig lagðar fram umsagnir lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. september og 28. september 2010.
Umsagnir lögfræði og stjórnsýslu samþykktar.
Umsókn nr. 100350 (01.18.13)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
28. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 17. september 2010 þar sem kært er byggingarleyfi úthlutað 30.ágúst 2010 vegna umsóknar nr. BN040897 um að reisa viðbyggingu við Bergstaðastræti 13. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 28. september 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 80512 (01.18.00)
29. Reitur Menntaskólans í Reykjavík, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 30. september 2010 vegna kæru á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 3. apríl 2008 um deiliskipulag reits Menntaskólans í Reykjavík.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.