Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Elliðaárvogur, Tunguvegur 19, Vogar sunnan Skeiðarvogs, Kjalarnes, Mógilsá, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Skipulagsráð, Austurhöfn Tónlistarhús, Austurbakki 2, Tónlistarhús, Tangabryggja 14-16, Hverfisgata 28, Skáldastígur, Nóatún 17, Kleppsvegur 90,

Skipulagsráð

213. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 25. ágúst kl. 09:05, var haldinn 213. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Jóhannes Kjarval, Björn Ingi Edvardsson og Harri Ormarsson Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 20. ágúst 2010


Umsókn nr. 70327 (04.0)
681194-2749 Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 26 101 Reykjavík
2.
Elliðaárvogur, rammaskipulag
Kynnt staða skipulagsvinnu Kanon arkitekta ehf. og VSÓ ráðgjöf fyrir Elliðaárvog.
Helgi B. Thóroddssen frá Kanon arkitektum ehf. og Stefán Ó. Thors frá VSÓ ráðgjöf kynntu.

Umsókn nr. 90453 (01.83.70)
251255-7179 Sæmundur Pálsson
Hlyngerði 4 108 Reykjavík
3.
Tunguvegur 19, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Sæmundar Pálssonar og Ólafíu Magnúsdóttur, mótt. 8. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar vegna lóðarinnar nr. 19 við Tunguveg. Í breytingunni felst m.a. að gera byggingarreit á norðurhluta lóðarinnar auk byggingarreits fyrir svalir, færa tvö bílastæði sem eru við götu inn á lóð og fleira samkvæmt uppdrætti Arkhús ehf., dags. 12. apríl 2010. Auglýsing stóð yfir frá 19. maí 2010 til og með 1. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Kári Pálsson og Guðrún M. Ólafsdóttir dags. 6. júní 2010, einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. ágúst 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90101 (01.4)
4.
Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Húss og skipulags ehf. að deiliskipulagi Voga, sunnan Skeiðarvogs dags. 18. maí 2010 breytt 20. ágúst 2010 . Einnig eru lagðar fram ábendingar sem bárust við hagsmunaaðilakynningunni og húsakönnun fyrir Vogahverfi, dags. apríl 2010. Tillagan var auglýst frá 9. júní 2010 til og með 22. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Vigdís Jónsdóttir f.h. Guðbjargar Lilju Maríusdóttur dags. 21. júní 2010 og eigendur að matshluta 02 Gnoðavogi 44-56 dags. 21. júlí 2010. Einng er lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 3. ágúst 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 23. ágúst 2010.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100286
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
561204-2760 Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
5.
Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Landmótunar f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 30. júlí 2010, um breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar vegna tveggja lóða fyrir dreifistöðvar rafmagns, skv. uppdrætti, dags. 16. júní 2010.

Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 11:50 þá var einnig búið að fjalla um liði 9 og 10 í fundargerðinni
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 41946
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 600 frá 24. ágúst 2010.


Umsókn nr. 100302
7.
Skipulagsráð, kosning varamanns
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. ágúst 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um að Marta Guðjónsdóttir taki sæti varamanns í skipulagsráði.


Umsókn nr. 100248 (01.11)
8.
Austurhöfn Tónlistarhús, hönnun gatnakerfis
Kynnt forhönnun Umhverfis- og samgöngusviðs að gatnakerfi við Austurhöfn tónlistarhúss.
Ólafur Bjarnason samgöngustjóri kynnti.

Umsókn nr. 100293
500299-2319 Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
9.
Austurbakki 2, Tónlistarhús, bráðabirgðafrágangur lóðar
Lögð fram tillaga Landslags, dags. 23. ágúst 2010, að bráðabirgðafrágangi lóðar tónlistarhússins Hörpu að Austurbakka 2.
Sigurður Einarsson arkitekt kynnti
Frestað.


Umsókn nr. 100245 (04.02.3)
030154-3129 Ingibjörg G Tómasdóttir
Naustabryggja 13 110 Reykjavík
10.
Tangabryggja 14-16, bílasala
Lagt fram bréf Ingibjargar Tómasdóttur dags. 18. maí 2010 vegna bílasölu á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju. Einnig lagt fram bréf forstjóra Björgunar dags. 22. júní 2010 ásamt bréfi formanns íbúasamtaka Bryggjuhverfis dags. 16. júní 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. ágúst 2010.
Frestað.

Umsókn nr. 100300 (01.17.11)
280189-2869 Hildur Boga Bjarnadóttir
Flétturimi 34 112 Reykjavík
11.
Hverfisgata 28, orðsending 100800
Lögð fram orðsending 100800 frá skrifstofu borgarstjóra, dags. 20. ágúst 2010, ásamt bréfi Hildar Bjarnadóttur, dags. 17. ágúst 2010 varðandi brunarústir að Hverfisgötu 28.

Sóley Tómasdóttir og Jórunn Frímannsdóttir véku af fundi kl. 12:03
Erindinu vísað til meðferðar hjá embætti byggingarfulltrúa byggingarfulltrúa.

Umsókn nr. 90365
12.
Skáldastígur, bréf
Lögð fram að nýju orðsending borgarstjóra ásamt bréfi Kristins E. Hrafnssonar dags. 8. október 2009 varðandi Skáldastíg í Grjótaþorpi. . Einnig er lögð fram umsögn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. ágúst 2010 og tölvupóstur borgarminjavarðar dags. 24. ágúst 2010.
Vísað til umsagnar hjá menningar- og ferðamálaráði.

Umsókn nr. 41932 (01.23.520.1)
13.
Nóatún 17, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dgs. 17. ágúst 2010 vegna óleyfisframkvæmda á lóð nr. 17 við Nóatún.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt


Umsókn nr. 80605 (01.35.22)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14.
Kleppsvegur 90, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 17. ágúst 2010 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 16. júlí 2008 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnr nr. 90 við Kleppsveg.
Úrskurðarorð: Samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 16. júlí 2008 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 90 við Kleppsveg er felld úr gildi.