Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Tunguvegur 19, Ægisíða, Grímsstaðavör, Borgartúnsreitur vestur, Skúlagata 4, Mosfellsbær, breyting á svæðisskipulagi, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Kjalarnes, Móavík, Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, Aðalskipulag Reykjavíkur, Borgartún 32, Heiðmörk, Hólmsheiði, deiliskipulag, Njálsgötureitur 3, Túnahverfi, Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, Reglur um smáhús, Lokastígsreitir, Njarðargata 25, Krókháls 10, Baldursgata 33, Bauganes 22, Langholtsvegur 168, Skipulagsráð,

Skipulagsráð

212. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 18. ágúst kl. 09:10, var haldinn 212. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Margrét Þormar og Haraldur Sigurðsson Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 16. og 23. júlí 2010 og 6. og 13. ágúst 2010.


Umsókn nr. 90453 (01.83.70)
251255-7179 Sæmundur Pálsson
Hlyngerði 4 108 Reykjavík
2.
Tunguvegur 19, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Sæmundar Pálssonar og Ólafíu Magnúsdóttur, mótt. 8. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar vegna lóðarinnar nr. 19 við Tunguveg. Í breytingunni felst m.a. að gera byggingarreit á norðurhluta lóðarinnar auk byggingarreits fyrir svalir, færa tvö bílastæði sem eru við götu inn á lóð og fleira samkvæmt uppdrætti Arkhús ehf., dags. 12. apríl 2010. Auglýsing stóð yfir frá 19. maí 2010 til og með 1. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Kári Pálsson og Guðrún M. Ólafsdóttir dags. 6. júní 2010. Erindið nú lagt fram að nýju.
Frestað.

Umsókn nr. 100260 (01.53)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5 101 Reykjavík
3.
Ægisíða, Grímsstaðavör, deiliskipulag
Lagt fram erindi Menninga-og ferðamálasviðs dags. 8. júlí 2010 og tillaga að deiliskipulagi Ægisíðu, Grímstaðavör samkvæmt uppdrætti Hornsteina dags. 7. júlí 2010.
Ögmundur Skarphéðinssson arkitekt kynnti
Vísað til umfjöllunar í hverfaráði Vesturbæjar.


Umsókn nr. 90424 (01.21.6)
4.
Borgartúnsreitur vestur, deiliskipulag staðgreinireitur 1.216
Lögð fram tillaga Vinnustofunnar Þverá að deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur samkvæmt uppdrætti dags. 21. apríl 2010.
Orri Gunnarsson skipulagsfræðingur og Valdís Bjarnadóttir arkitekt kynntu.
Frestað.


Umsókn nr. 100281 (01.15.03)
530269-3889 Sjávarútvegshúsið (Skúlagata 4)
Nóatúni 17 105 Reykjavík
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
5.
Skúlagata 4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Sigríðar Magnúsdóttur f.h. Sjávarútvegshússins dags. 27. júlí 2010 um breytingu á deiliskipulagi Stjórnarráðsreits vegna hækkunar á skrifstofuálmu í húsi nr. 4 við Skúlagötu um eina hæð, ásamt uppdrætti dags. 23. júlí 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnfram samþykkti skipulagsráð að vekja athygli hagsmunaaðila á auglýsingunni með bréfi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100290
470269-5969 Mosfellsbær
Þverholti 2 270 Mosfellsbær
7.
Mosfellsbær, breyting á svæðisskipulagi, sjúkrahús í Sólvallalandi
Lagt fram bréf bæjarstjóra Mosfellsbæjar, dags. 1. júlí 2010, varðandi óverulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna áforma um að reisa sérhæfða heilbrigðisstofnun og hótel í tengslum við hana í landi Sólvalla vestan Akra samkvæmt uppdrætti dags. 24. júní 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 13. ágúst 2010
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt með þeim fyrirvara að breytingatillagan verði kynnt í Samvinnunefnd um svæðisskipulag.

Umsókn nr. 41790
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 596 frá 20. júlí, nr. 597 frá 27. júlí, nr. 598 frá 10. ágúst og nr. 599 frá 17. ágúst 2010.


Umsókn nr. 100273
671173-0239 Verkfræðistofa Suðurlands ehf
Austurvegi 3-5 800 Selfoss
10.
Kjalarnes, Móavík, (fsp) skipting lóðar
Lögð fram fyrirspurn Verkfræðistofu Suðurlands ehf., dags. 2. júlí 2010, varðandi stofnun nýrrar lóðar úr landi Móavíkur á Kjalarnesi skv. uppdrætti, dags.12. júlí 2010.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 60424
12.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, skipun nýrra fulltrúa í stýrihóp
Þann 21. júní 2006 samþykkti skipulagsráð Reykjavíkur að hefja endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Einnig var ákveðið að sérstakur stýrihópur, skipaður af skipulagsráði myndi hafa yfirumsjón með verkinu.

Skipulagsráðs samþykkti að í stýrihópi um endurskoðun aðalskipulags, sitji af hálfu Besta flokksins Páll Hjaltason og Hólmfríður Jónsdóttir af hálfu Samfylkingarinnar þeir Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason af hálfu Sjálfstæðisflokksins þeir Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson og af hálfu Vinstri hreyfinarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir.

Umsókn nr. 100071
15.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Selás-Norðlingaholt mislæg göngutenging
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um auglýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna göngubrúar yfir Breiðholtsbraut.

Jórunn Frímannsdótti vék af fundi kl. 11:50 þá var jafnfram búið að afgreiða lið nr. 29 í fundargerðinni


Umsókn nr. 100226 (01.23.20)
620198-3159 Teiknistofa Garðars Halld ehf
Borgartúni 20 105 Reykjavík
16.
Borgartún 32, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgartún 32.


Umsókn nr. 90348 (08.1)
17.
Heiðmörk, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk.


Umsókn nr. 100259 (05.8)
561204-2760 Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
18.
Hólmsheiði, deiliskipulag, jarðvegsfylling
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Hólmsheiði vegna jarðvegsfyllingar.


Umsókn nr. 100258 (01.19.03)
19.
Njálsgötureitur 3, deiliskipulag fyrir reit 1.190.3
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir reit 1.190.3, Njálsgötureit 3.


Umsókn nr. 90135 (01.2)
20.
Túnahverfi, deiliskipulag staðgreinireitir 1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0, 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um á breytingu á deiliskipulagi fyrir Túnahverfi svæði sem afmarkast af Samtúni, Nóatúni, Miðtúni, Hátúni og Höfðatúni..


Umsókn nr. 100084 (01.17.02)
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
21.
Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 um breytingu á deiliskipulagi reita 1.170.1 og 2 vegna sameiningar lóða að Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1.


Umsókn nr. 100252
22.
Reglur um smáhús,
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. júlí um samþykkt borgarráðs dags. 22. júlí 2010 varðandi reglur um smáhús.


Umsókn nr. 100278
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
23.
Lokastígsreitir, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 22. júlí 2010 ásamt kæru, dags. 30. júní 2010, þar sem kært er deiliskipulag vegna Lokastígsreita sem samþykkt var í borgarráði 10. desember 2009.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 100277 (01.18.65)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
24.
Njarðargata 25, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 22. júlí 2010 ásamt kæru, dags. 18. júní 2010, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Njarðargötu 25 sem samþykkt var í skipulagsráði 12. maí 2010.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 100289 (04.32.42)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
25.
Krókháls 10, kæra, umsögn
Lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. ágúst 2010, vegna kæru á samþykkt byggingarfulltrúa frá 4. mars 2008 um að veita byggingarleyfi til að breyta innra skipulagi í atvinnuhúsinu á lóð nr. 10 við Krókháls.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 80757 (01.18.42)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26.
Baldursgata 33, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 22. júlí 2010, vegna kæru á synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 28. október 2008 á beiðni um afturköllun á leyfi hans til færslu sorptunnuskýlis úr húsinu að Baldursgötu 33 að norðurhlið þess. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 80518 (01.67.42)
220639-3209 Guðjón Ólafsson
Kjalarland 10 108 Reykjavík
27.
Bauganes 22, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. júlí 2010 vegna kæru á ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 25. apríl 2008 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Skildinganess sem fól í sér aukið byggingarmagn á annarri hæð heimilaðs húss að Bauganesi 22 í Reykjavík.
Úrskurðarorð: Hin kærða ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 25. apríl 2008, um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Skildinganess, er felld úr gildi.


Umsókn nr. 90003 (01.44.13)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
28.
Langholtsvegur 168, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. júlí 2010 vegna kæru á synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 30. september 2008 á beiðni um leyfi til að rífa bílskúr á lóðinni nr. 168 við Langholtsveg og byggja í staðinn steinsteyptan bílskúr með áfastri vinnustofu og gera lagnarými undir tvíbýlishúsi sem stendur á lóðinni.
Úrskurðarorð: Felld er úr gildi synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 30. september 2008 á beiðni um leyfi til að rífa bílskúr á lóðinni nr. 168 við Langholtsveg og byggja í staðinn steinsteyptan bílskúr með áfastri vinnustofu og gera lagnarými undir tvíbýlishúsi sem stendur á lóðinni.


Umsókn nr. 100295
29.
Skipulagsráð, bókun
Lögð fram bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Mateins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur "Formaður skipulagsráðs hefur nú upplýst að ástæðan fyrir því að einungis þrír fundir hafa verið haldnir í ráðinu frá borgarstjórnarkosningum sé sú að meirihlutinn hefur setið á lokuðum upplýsingafundum um skipulagsmál. Dagskrá fundanna var sett saman af embættismönnum sem sátu þá einnig og fluttu erindi. Algjört einsdæmi er að meirihluti haldi lokaða upplýsinga- og fræðslufundi í upphafi kjörtímabils og útiloki þá sem skipa minnihluta í borgarstjórn. Við þetta eru gerðar alvarlegar athugasemdir enda ekki í samræmi við lýðræðisleg vinnubrögð sem tíðkuð hafa verið í borgastjórn Reykjavíkur í áratugi. Ljóst má vera að yfirlýsingar borgarstjóra um samvinnu allra sem í borgastjórn sitja eru hjóm eitt.
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Youman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason óskuðu bókað; "Nýr meirihluti hefur staðið við fyrirheit sitt um aukið samráð með minnihluta með því að bjóða honum að taka þátt í vikulegum undirbúningsfundum fyrir fundi í skipulagsráði".