Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Þarabakki 3, Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð, Hlíðarendi, Valssvæði, Vogar sunnan Skeiðarvogs, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Framnesvegur 14, Bjarkargata 12, Fiskislóð 31, Brautarholt 1 125660, Mjölnisholt 12-14, Vesturgata 64, Lóðir í Reykjavík, Borgarvernd, húsvernd, Laugavegur 74,

Skipulagsráð

208. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 19. maí kl. 10:08, var haldinn 208. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Torfi Hjartarson, Sigurður Kaiser Guðmundsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Þórarinn Þórarinsson, Bragi Bergsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Leifsdóttir og Björn Axelsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 14. maí 2010.


Umsókn nr. 100192 (04.60.37)
670188-2649 Húsfélagið Þarabakka 3
Þarabakka 3 109 Reykjavík
671197-2919 Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
2.
Þarabakki 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Arkís ehf dags. 11. maí 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Mjóddar vegna lóðarinnar nr 3 við Þarabakka. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður fyrir lyftuhús við suður- og norður hliðar hússins samkvæmt uppdrætti dags. 26. janúar 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa Svæðisfélags Mjóddarinnar sérstaklega um tillöguna.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100183 (01.6)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
3.
Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð, breyting á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar
Lögð fram tillaga T.ark Teiknistofunnar ehf. að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóð fyrir samgöngumiðstöð í Vatnsmýri á norð-austur hluta flugvallarsvæðisins samkvæmt uppdrætti og greinargerð dags. 19. maí 2010
Einnig lögð fram umhverfisskýrsla VSÓ Ráðgjöf dags. í maí 2010.

Ásgeir Ásgeirsson vék af fundi við umfjöllun málsins
Vísað til umsagnar hjá umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur.
Einnig er samþykkt að óska eftir umsögnum Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og Flugmálastjórnar Íslands um tillöguna.


Umsókn nr. 100098 (01.62)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
4.
Hlíðarendi, Valssvæði, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga ALARK arkitekta ehf, dags. 30. apríl 2010, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. Í tillögunni felst breyting á gildandi deiliskipulagi sem byggir á niðurstöðu í samkeppnishugmynd Vatnsmýrarinnar, samkvæmt uppdrætti dags. 30. apríl 2010.
Einnig lagður fram skýringaruppdráttur og greinargerð dags. 30. apríl 2010, umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10 mars 2010 og
minnisblað skipulagsstjóra dags. 5. maí 2010, ásamt minnisblaði Menntasviðs dags. 17. maí 2010 varðandi þörf á skóla og leikskóla fyrir Valssvæði að Hlíðarenda og hljóvistarskýrslum og greinargerð dags. í maí 2010.




Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Sigurður Kaiser og Guðrún Erla Geirsdóttir óskuðu bókað:
"Fulltrúar Samfylkingarinnar samþykkja samþykkja að setja deiliskipulag á Hlíðarenda í auglýsingu með fyrirvara um endanlega afstöðu. Mikilvægt er að kynna fyrirhuguð uppbyggingaráform og fá fram vilja borgarbúa til svæðisins. Uppbyggingu á þessu svæði mun styrkja mannlíf við fjölmennustu vinnustaði og skóla landsins.
Með þessu skipulagi kemur skýrt fram að nýi Nauthólsvegurinn sem liggur frá Hringbraut að Nauthólsvík og opnaður var með pomp og prakt sl. haust var alls ekki hannaður og lagður í samræmi við það skipulag sem nú er í gildi né þá skipulagshugmynd sem unnið hefur verið með í a.m.k. 3 ár . Nauthólsvegurinn er lagður sem hraðbraut þó hann eigi að vera í þéttu borgarumhverfi og nú er staðfest að hann þarf að endurhanna og endurgera með tilheyrandi kostnaði fyrir borgarsjóð. Það er með ólíkindum að þessi gamla hugmyndafræði hafi verið höfð að leiðarljósi í hönnum umferðarmannvirkja á sl. 2 árum."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífll Ingvarsson , Ragnar Sær Ragnarsson, og fulltrúar framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ásgeir Ásgeirsson óskuðu bókað:" Nauthólsvegur sem lagður var í götustæði Hlíðarfótar er lagður til bráðabirgða m.a til að tryggja gott aðgengi að nýju húsnæði Háskólans í Reykjavík. Má segja að vegurinn sé fyrsti áfangi framtíðarvegar um svæðið. En þar sem hann er lagður til bráðabirgða af hagkvæmnisástæðum er hann ekki í endanlegri hæðarlegu og tekur ekki enn mið af grunnkótum sem framtíðaruppbygging miðast við. Ekki þykir tímabært að leggja veginn í rétta hæð og endanlega legu fyrr en uppbygging samkvæmt verðlaunaskiplagi Vatnsmýrar hefst. Þegar sú hugmyndafræði verður að veruleika er gert ráð fyrir að vegurinn breytist og taki mið af byggðinni og því borgarmiðaða umferðarkerfi sem er hluti af verðlaunatillögu um framtíðaruppbyggingu í Vatnsmýri."


Umsókn nr. 90101 (01.4)
5.
Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Húss og skipulags ehf. að deiliskipulagi Voga, sunnan Skeiðarvogs, mótt. 8. janúar 2010. Kynning stóð til og með 15. febrúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu ábendingar: Guðlaugur Einarsson, dags. 21. janúar, Árni I. Jónsson, dags. 26. janúar, Vigdís Jónsdóttir, dags. 2. febrúar, Hrund Einarsdóttir, dags. 10. og 24. febrúar, Börkur Valdimarsson, 24. febrúar og viðbótargögn vegna eldri samskipta, dags. 1. mars 2010, Linda B. Jóhannsdóttir, dags. 24. febrúar, Ragnar S. Bjarnason, dags. 24. febrúar, Sigurjón P. Ísaksson, dags. 24. febrúar, Anna Ragna Alexandersdóttir, dags. 26. febrúar, Hrund Einarsdóttir f.h. 69 aðila á undirskriftarlista, dags. 26. febrúar, Hólmfríður Einarsdóttir og Sigurður Sigurðsson, dags. 26. febrúar, Gísli Jónsson, dags. 28. febrúar, Ingibjörg R. Hjálmarsdóttir, dags. 2. mars 2010 ,Ragnar Jónasson, f.h. Sumargjafar, dags. 3. mars 2010, Guðrún Kristjónsdóttir, dags. 4. mars 2010, Hanna Magnúsdóttir, dags. 4. mars 2010, Kristján Kristjánsson, dags. 4. mars 2010, Kristín S. Hjálmtýsdóttir, dags. 4. mars. 2010, Þorgerður Guðmundsdóttir, dags. 25. feb. 2010 og athugasemdir stjórnar LHM, dags. 4. mars 2010. Einnig lögð fram húsakönnun fyrir Vogahverfi, dags. apríl 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 41569
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 587 frá 18. maí 2010.


Umsókn nr. 100169 (01.13.32)
280426-2969 Þórir Björnsson
Lindargata 64 101 Reykjavík
7.
Framnesvegur 14, málskot
Lagt fram málskot Þóris Björnssonar dags. 28. apríl 2010 vegna afgreiðslu skipulagsstjóra frá 5. febrúar 2010 um byggingu kvista og svala. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 3. febrúar 2010.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 5. febrúar 2010 staðfest.

Umsókn nr. 100181 (01.14.31)
220829-3599 Áslaug Hafliðadóttir
Bjarkargata 12 101 Reykjavík
8.
Bjarkargata 12, málskot
Lagt fram málskot Áslaugar Hafliðadóttur dags. 28. apríl 2010 vegna neikvæðar afgreiðslu skipulagssjóra frá 16. apríl 2010 um að setja bílastæði á lóðina nr. 12 við Bjarkargötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 16. apríl 2010.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 16. apríl 2010 staðfest.

Umsókn nr. 100199 (01.08.91)
9.
Fiskislóð 31, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 19. maí 2010 vegna stöðvunar byggingarfulltrúa á óleyfisframkvæmd þar sem byggt hefur verið yfir um það bil hálfar þaksvalir á húsinu nr. 31 við Fiskislóð.
Skipulagsráð staðfestir stöðvun framkvæmda samkvæmt bréfi byggingarfulltrúa.

Umsókn nr. 41590 (00.01.800.0)
10.
Brautarholt 1 125660,
Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóð nr. 1 við Brautarholt.


Umsókn nr. 41591 (01.24.110.4)
11.
Mjölnisholt 12-14,
Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóð nr. 12-14 við Mjölnisholt.


Umsókn nr. 41592 (01.13.011.3)
12.
Vesturgata 64,
Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóð nr. 64 við Vesturgötu.


Umsókn nr. 100186
13.
>Lóðir í Reykjavík,
Kynning á auðum lóðum í grónum hverfum í Reykjavík, sem eru í eigu borgarinnar.
Kynnt.

Umsókn nr. 70387
14.
Borgarvernd, húsvernd, stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum
Lögð fram að nýju 8. drög að skýrslu vinnuhóps um stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum dags. 2. maí 2008.

Júlíus Vífill Ingvarssonar vék af fundi kl. 11:43
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkir að miðborg Reykjavíkur, innan Hringbrautar, skuli skilgreind sem sérstakt verndarsvæði til samræmis við það sem tíðkast í sögulegum miðbæjum víða í Evrópu og Norður Ameríku. Átt er við það sem í Bretlandi kallast conservation area og historic district í Bandaríkjunum.
Markmiðið er að vernda sögulega byggð á svæðinu og stuðla að því að þegar framkvæmdir fara fram innan svæðisins verði þær til þess fallnar að styrkja heildarmynd þess til samræmis við það sem var þegar svæðið byggðist.
Slík skilgreining skal verða hluti af staðfestu aðalskipulagi og taka gildi ekki síðar en á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 2010."
Samþykkt.
Vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra.


Umsókn nr. 41253 (01.17.420.7)
15.
Laugavegur 74, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 9. nóvember 2009, til lóðarhafa varðandi framkvæmdir við lóðina nr. 74 við Laugaveg þar sem veittur er frestur til að leggja fram tímaáætlun. Einnig lagt fram bréf Verkfræðistofunnar Ferils ehf, dags. 3. desember 2009, þar sem óskað er eftir framlengingu tímafresta.
Samþykkt að veita frekari frest til 1. september nk. Fyrir þann tíma skal lóðarhafi leggja fram nákvæma tímaáætlun vegna uppbyggingar á lóðinni.