Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Urðarbrunnur 130-134 Skyggnisbraut 20-30, Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð, Borgartúnsreitur vestur, Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, Njarðargata 25, Gufunes, útivistarsvæði, Vallarstræti, Bryggjuhverfi, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Klapparstígur 17, Lækjargata 2 og Austurstræti 22, Baldursgata 32, Skipholt 40, Hólmsheiði, jarðvegslosun, Mjódd, Austurhöfn, Sóleyjarimi 1-7, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Hólmsheiði, jarðvegsfylling,

Skipulagsráð

207. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 12. maí kl. 10:10, var haldinn 207. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Torfi Hjartarson, Stefán Benediktsson, Sigurður Kaiser Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson, Margrét Þormar og Margrét Leifsdóttir Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 7. maí 2010.


Umsókn nr. 100180
450400-3510 VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
2.
Urðarbrunnur 130-134 Skyggnisbraut 20-30, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga VA arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Hallar Hamrahlíðarlönd og suðurhlíðar Úlfarsfells Hverfi 4 vegna lóðanna Urðarbrunns 130-134 og Skyggnisbrautar 20-30 mótt. 26. apríl 2010. Í breytingunni er gerð tillaga að því að skipta lóðinni í þrennt, fjölga íbúðum auk þess sem byggingarreitur fyrir bílageymslu er felldur niður að hluta.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100183 (01.6)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
3.
Vatnsmýrin, samgöngumiðstöð, tillaga að deiliskipulagi vegna samgöngumiðstöðvar
Lögð fram drög að tillögu Teiknistofunnar ehf. dags. í maí 2010 að deiliskipulagi vegna samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri.

Ásgeir Ásgeirsson vék af fundi við umfjöllun málsins
Halldór Guðmundsson og Halldór Eiríksson arkitektar kynntu.

Umsókn nr. 90424 (01.21.6)
4.
Borgartúnsreitur vestur, deiliskipulag staðgreinireitur 1.216
Lögð fram tillaga Vinnustofunnar Þverá að deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur samkvæmt uppdrætti dags. 12. maí 2010.

Ásgeir Ásgeirsson vék af fundi við umfjöllun málsins
Valdís Bjarnadóttir arkitekt kynnti
Frestað.


Umsókn nr. 90116 (01.18.40)
610906-0790 KRADS ehf
Hafnarstræti 19 101 Reykjavík
690402-5720 Laug ehf
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
5.
Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, breyting á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Krads f.h. Lauga ehf. dags. 18. mars 2009 um breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits vegna lóðanna nr. 16,18 og 20 við Bergstaðastræti og lóðarinnar nr. 6B við Spítalastíg samkvæmt uppdrætti Krads dags. 8 júní 2009 . Í breytingunni felst að breyta heimild til að hafa hótelíbúðir. Einnig lagt fram samkomulag BHB byggingarfélags og Festar frá 18. desember 2008 og bókun húsafriðunarnefndar frá 15. maí 2008. Tillagan var auglýst frá 26. júni til og með 28. október 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Regína Eiríksdóttir dags. 26. júní, Egill Þórðarson og Sara McMahon dags. 5. ágúst 2009, Hilmir Víglundsson og Jón Rafn Antonsson fh. ORO ehf. dags. 6. ágúst 2009, Ingibjörg Friðriksdóttir dags. 5. ágúst 2009, og Bryndís Jónsdóttir, Baldur Björnsson, Einar Árnason, Kári Halldór, Stefán Þór Steindórsson, dags. 3. ágúst og 2. sept. 2009, Ingibjörg Stefánssdóttir, dags. 7. ágúst 2009, íbúasamtök miðborgar dags. 29. júlí 2009, Þóra Andrésdóttir dags. 6. sept. 2009, Katrín Fjeldsted dags. 7. sept. 2009, Vésteinn Valgarðsson dags. 8. sept. 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 10. maí 2010.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90437 (01.18.65)
010372-3569 Magnús Albert Jensson
Langagerði 88 108 Reykjavík
6.
Njarðargata 25, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Magnúsar Jenssonar, dags. 26. nóvember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðarinnar nr. 25 við Njarðargötu. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli samkvæmt uppdrætti, dags. 25. nóvember 2009. Grenndarkynningin stóð frá 6. janúar til og með 3. febrúar 2010. Eftirfarandi aðilar gerðu athugasemdir: Harpa Njáls, f.h. íbúa að Nönnugötu 14, dags. 3. febrúar 2010 og Gunnar Guðmundson og Margrét Kristinsdóttir, dags., 3. febrúar 2010. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt upplýsingum um skuggavarp og umsögn skipulagsstjóra dags. 10. maí 2010.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 90170 (02.2)
650602-4470 Fjörefli ehf
Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík
050268-4709 Eyþór Kristján Guðjónsson
Mánabraut 7 200 Kópavogur
7.
Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Fjöreflis ehf. mótt. 7. maí 2009 um breytingu á deiliskipulagi Gufunes útivistarsvæði vegna skemmtigarðs. Í breytingunni felst að færa og stækka byggingarreit samkvæmt uppdrætti Landarks dags. 5. maí 2009. Einnig var lögð fram eldri umsögn umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. apríl 2009, fundargerð af samráðsfundi dags. 11. júní 2009, lagfærðir uppdrættir dags. 16. júní 2009, breytt 31. ágúst 2009 og lagfærðir 7. maí 2010 og umsögn umhverfis - og samgöngusviðs dags. 12. júní 2009. Einnig lögð fram bókun Hverfaráðs Grafarvogs dags. 3. september og 8. desember 2009, bréf ÍTR dags. 22. september 2009, bréf Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 19. nóvember 2009.
Tillagan var auglýst frá 18. nóvember 2009 til og með 4. janúar 2010. Eftirtaldur aðili sendi inn athugasemdir: Rúnar G. Valdimarsson, dags. 22. desember 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 10. maí 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100060 (01.14.04)
8.
Vallarstræti, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Björns Ólafs arkitekts, dags. 18. febrúar 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðanna nr. 7 við Aðalstræti, nr. 4 við Vallarstræti og nr. 2 við Thorvaldssenstræti. Í breytingunni felst að byggt verði fimm hæða hús með kjallara sunnan Vallarstrætis á nýrri lóð sem sameinar lóðirnar Aðalstræti 7 samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrátta dags. 23. apríl 2010
Kynnt.

Umsókn nr. 100148 (04.0)
460169-7399 Björgun ehf
Sævarhöfða 33 110 Reykjavík
9.
Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Björns Ólafs arkitekts fh. Björgunar dags. 3. maí 2010 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Bryggjuhverfis. Í breytingunni felst fjölgun íbúða á lóðunum 12 A, B, C, D og 15C.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 41531
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 586 frá 11. maí 2010.


Umsókn nr. 41158 (01.15.240.2)
110272-3169 Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson
Kjartansgata 10 105 Reykjavík
300848-3709 Marías Sveinsson
Langholtsvegur 132 104 Reykjavík
11.
Klapparstígur 17, nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja fimm íbúða fjölbýlishús úr forsteyptum einingum með utanáliggjandi stiga, kjallara og þrjár hæðir á lóð nr. 17 við Klapparstíg.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 30. mars 2010, bréf hönnuðar dags. 8. mars 2010 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 19. mars 2010.
Stærðir: Kjallari 21 ferm., 1. hæð 138,3 ferm., 2. hæð 152 ferm., 3. hæð 152 ferm.
A-rými samtals: 463,3 ferm., 1.611,1 rúmm.
B-rými samtals: 57,4 ferm.
Samtals 520,7 ferm., 1.611,1 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 7.700 + 124.055
Ráðið telur að breyta þurfi byggingarlýsingu á þann hátt að húsið verði málað að utan auk þess sem gera þarf ráð fyrir að gluggar hússins skuli vera í hefðbundnum stíl eldri húsa og úr viði. Ráðið gerir ekki athugasemdir við að veitt verði byggingarleyfi þegar uppdrættir hafa lagfærðir að því er þessi atriði varðar auk annara athugasemda á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fulltrúi Framsóknarflokksins, Ásgeir Ásgeirsson sat hjá við afgreiðslu málsins


Umsókn nr. 100184
13.
Lækjargata 2 og Austurstræti 22, Kynning
Staða framkvæmda á lóðunum Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 kynnt.
Örn Baldursson og Margrét Leifsdóttir kynntu.

Umsókn nr. 41545 (01.18.632.1)
17.
Baldursgata 32, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 31. mars 2010 ásamt bréfi dags. 1. febrúar 2010, til skipulagsráðs.
Tillaga byggingarfulltrúa sem kemur fram í bréfi dags. 1. febrúar sl. um tímafrest að viðlögðum dagsektum samþykkt

Umsókn nr. 41546 (01.25.300.6)
18.
Skipholt 40, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 1. mars 2010 til eins eiganda fasteignarinnar Skipholts 40. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest að viðlögðum dagsektum verði tilteknum framkvæmdum ekki lokið innan gefins tímafrests. Eigandi hefur ekki nýtt sér andmælarétt.
Tillaga byggingarfulltrúa sem fram kemur í bréfi dags. 1. mars sl. samþykkt.

Umsókn nr. 100164 (05.8)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
20.
Hólmsheiði, jarðvegslosun, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 21. apríl 2010 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi til jarðvegslosunar á stækkuðu losunarsvæði á Hólmsheiði. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 10. maí 2010.
Samþykkt með vísan til heimilda í d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 100171
21.
Mjódd, bókun hverfaráðs v/ lóðaleigusamninga
Lögð fram bókun hverfaráðs Breiðholts frá 20.apríl 2010 þar sem ítrekuð er ályktun hverfaráðsins frá 27. febrúar 2009 vegna lóðarleigusamninga í Mjódd.


Umsókn nr. 90009 (01.11)
660805-1250 Eignarhaldsfélagið Portus ehf
Pósthólf 709 121 Reykjavík
22.
Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. maí 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. þar sem samþykkt er auglýsing á breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar, TRH.


Umsókn nr. 100176 (02.53.61)
23.
Sóleyjarimi 1-7, kæra
Lögð fram kæra til úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 23. apríl 2010 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir lokun svala fjölbýlishússins að Sóleyjarima 1-7.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 100185 (05.8)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
24.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, kæra vegna aðkomu og frágangs
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 5. maí 2010 þar sem kært er deiliskipulag vegna afmörkunar svæðis til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 100187 (05.8)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
25.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, kæra vegn afmörkunar á svæði til jarðvegsfyllingar
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. maí 2010 þar sem kært er deiliskipulag vegna afmörkunar svæðis til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.