Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Austurstræti 6, Engjavegur 6, Bæjarflöt 1-3, Reykjavíkurflugvöllur 106748, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Ásvallagata 7, Bankastræti 14, Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur, Þverholt 11, Hafnarstræti 1-3, Skipulagsráð, Skipulagsráð, Miðborgin, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Hólatorg 2,

Skipulagsráð

203. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 31. mars kl. 09:15, var haldinn 203. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Sigurður Kaiser Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerði eftirtalin embættismaður grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 26. mars 2010.


Umsókn nr. 90460 (01.63)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
2.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ
Lagt fram erindi Ask Arkitekta, dags. 11. desember 2009, fh. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta, dags. 23. mars 2010. Einnig lögð fram greinargerð og skilmálar, dags. 29. mars 2010.

Brynjar Fransson tók sæti á fundinum kl. 9:50
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt samþykkti skipulagsráð að senda bréf til hagsmunaaðila á svæðinu til að vekja athygi á auglýsingunni.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar samfylkingarinnar Stefán Benediktsson og Sigurður Kaiser fagna því jafnframt að loks liggur fyrir tillaga um Stúdentaíbúðir á háskólasvæðinu.

Fulltúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra Magnúsi Skúlasyni:
"Sú tillaga sem nú hefur verið samþykkt í auglýsingu er að mörgu leyti ágæt og vissulega afar jákvætt að nú hylli loks undir fjölgun stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Að mati fulltrúanna er þó gert ráð fyrir allt of mörgum bílastæðum í götum, auk þess sem uppbyggingaráform gera ráð fyrir að bílakjallari verði ekki byggður fyrr en á lokastigum. Það mun gera það að verkum að mikil bílastæðaflæmi verður til staðar á komandi árum sem mun hafa mikil áhrif á ásýnd og upplifun fólks af svæðinu."


Umsókn nr. 100012 (01.14.04)
291246-4519 Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
3.
Austurstræti 6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Guðna Pálssonar, dags. 7. janúar 2010, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á efstu hæð, samkvæmt uppdrætti GP Arkitekta, dags. 22. mars 2010. Einng lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur, dags. 4. febrúar 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100052 (0..00.0)
020753-4989 Bjarni Snæbjörnsson
Fagraberg 14 221 Hafnarfjörður
570169-4169 Íslenskar getraunir
Engjavegi 6 104 Reykjavík
4.
Engjavegur 6, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 12. febrúar 2010 var lagt fram erindi Bjarna Snæbjörnssonar, dags. 11. febrúar 2010, um breytingu á deiliskipulagi Laugardals, vesturhluta vegna lóðarinnar nr. 6 við Engjaveg samkvæmt uppdrætti Landslags, dags. í mars 2010.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100123 (02.57.60)
110254-3349 Gunnlaugur Björn Jónsson
Aðalstræti 77a 450 Patreksfjörður
691107-0430 Bæjarflöt 1 ehf
Laugateigi 14 105 Reykjavík
5.
Bæjarflöt 1-3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Gunnlaugs B. Jónssonar arkitekts, dags. 26. mars 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Gylfaflatar vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Bæjarflöt. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall er hækkað samkvæmt uppdrætti teiknistofunnar GINGI, dags. mars 2010.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 100055 (01.6)
020753-4989 Bjarni Snæbjörnsson
Fagraberg 14 221 Hafnarfjörður
670706-0950 Flugstoðir ohf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
6.
Reykjavíkurflugvöllur 106748, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Bjarna Snæbjörnssonar ark f.h. Flugstoða, dags. 15. febrúar 2010, um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit vélargeymslu samkvæmt uppdrætti Bjarna Snæbjörnssonar, dags. 10. febrúar 2010.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 41343
7.
3">Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 581 frá 30. mars 2010.


Umsókn nr. 40773 (01.16.230.6)
240869-4899 Sigurður Örn Guðleifsson
Ásvallagata 7 101 Reykjavík
190379-4509 Jarþrúður Karlsdóttir
Ásvallagata 7 101 Reykjavík
240620-3679 Helga Fossberg
Ásvallagata 7 101 Reykjavík
8.
Ásvallagata 7, svalir á suðurhlið
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2010 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir þrennum svölum á suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 7 við Ásvallagötu. Grenndarkynning stóð yfir frá 1. ferbúar til og með 1. mars 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Steinunn María Halldórsdóttir, dags. 18. febrúar, Bjartmar Orri Arnarson, dags. 25. febrúar, Steinunn Harðardóttir f.h. eigenda að Ásvallagötu 5, dags. 28. febrúar 2010. Einnig lagt fram bréf eiganda dags. 2. mars og umsögn skipulagsstjóra dags. 24. mars 2010.
Erindi fylgir fsp. BN040457, dags. 29. september, og BN039601, dags. 24. mars 2009, ásamt samþykki eiganda kjallaraíbúðar, dags. 18. desember 2009, áritað á uppdrátt.
Áður gerð stækkun: 20,3 ferm., 40,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.126
Ekki gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Skipulagsráð leggur áherslu að vandað sé til frágangs og efnisvals við svalirnar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 100115 (01.17.12)
291246-4519 Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
550708-0430 Húsfélagið Bankastræti 14
Fannafold 114 112 Reykjavík
9.
Bankastræti 14, (fsp) stækkun og fl.
Lögð fram fyrirspurn GP Arkitekta, dags. 18. mars 2010, varðandi breytingar og stækkun á húsinu nr. 14 við Bankastræti. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 29. mars 2010.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 100112
10.
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Úthlutun styrkja 2010
Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2010.
Framlögð tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100122
590269-5149 Skipulagsstjóri ríkisins
Laugavegi 166 150 Reykjavík
11.
Aðalskipulag Reykjavíkur, kostnaður vegna aðalskipulagsgerðar
Lögð fram orðsending R10030093 frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. mars 2010 ásamt bréfi Skipulagsstofnunar frá 16. s.m. varðandi greiðslu kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar.


Umsókn nr. 40718 (01.24.410.8)
12.
Þverholt 11, endurupptökubeiðni
Lagt fram bréf lögfræðistofunnar Logos, dags. 13. nóvember 2009, fh. Sjónverndar ehf. varðandi endurupptöku vegna staðfestingar byggingarfulltrúa á eignaskiptasamningi vegna Þverholts 11. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 17. nóvember 2009.
Bréf lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 100119 (01.14.00)
13.
Hafnarstræti 1-3, Skipulagsráð
Á fundi skipulagsráðs 24. mars 2010 var óskað eftir að byggingarfulltrúinn í Reykjavík aflaði upplýsinga um ástand hússins nr. 1-3 við Hafnarstræti sem varð eldi að bráð 23. mars sl.
Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins.

Umsókn nr. 100092
420169-3889 Alþingi
Kirkjustræti 150 Reykjavík
14.
Skipulagsráð, frumvarp til laga um mannvirki
Lagt fram til umsagnar frá Umhverfisnefnd Alþingis frumvarp til laga um mannvirki. Einnig lögð fram drög að umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 22. mars 2010.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt


Umsókn nr. 100075
630408-0670 Íbúasamtök Miðborgar
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15.
Skipulagsráð, bréf Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur v/ framkvæmd byggingareftirlits
Lagt fram bréf Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, dags. 25. febrúar 2010, varðandi óánægju með framkvæmd byggingareftirlits. Einnig lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa, dags. 30. mars 2010.
Minnisblað byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 100130
490970-0299 Listahátíð í Reykjavík
Lækjargötu 3 121 Reykjavík
16.
Miðborgin, Listahátíð Reykjavíkur 2010
Listahátíð í Reykjavík óskar eftir leyfi til þess að setja upp ljósmyndir utandyra á 20 stöðum í miðborginn á meðan Listahátíð stendur yfir. Ljósmyndirnar eru í svarthvítu stærð þeirra er frá 50 X 60 cm og upp í 200 X 300 cm. Myndefnið er ágrip af bestu ljósmyndum sögunnar. Áætlaðir uppsetningastaðir:
1) Á Glitnishúsi við Lækjargötu
2) Á veggnum sem snýr að Lækjargötu á horni Austurstrætis og Lækjargötu
3) Á Vonarstræti 4
4) Á vegg Nasa sem snýr að sundinu milli Austurvallar og Ingólfstorgs.
5) Á gamla Póst- og símahúsinu
6) Á gamla Morgunblaðshúsinu
7) Á Miðbæjarmarkaðnum
8) Á húsinu gegnt Skólabrú við Kirkjutorg
9) Á Iðnó
10) Á Hótel Borg ( á milli gamla hóltelsins og Austurbæjarapóteks.
11) Á húsi VG við Suðurgötu
12) Á Grófarhúsi
13) Á Hafnarshúsi
14) Á Ráðhúsi
15) Á Hafnarhvoli
16) Á Tryggvagötu 10
17) Á Tryggvagötu 11
18) Á veggnum við Burgerjoint/Búlluna
19) Á Ægisgötu 4
20) Á 10 skiltum á Austurvelli.
Skipulagsráð heimilar tímabundna uppsetningu ljósmyndanna fyrir sitt leyti. Listahátið Reykjavíkur afli heimilda húseigenda og lóðarhafa til staðsetningar ljósmyndanna á hverjum stað og beri jafnframt fulla ábyrgð á uppsetningu og niðurtekt þeirra. Þess er jafnframt óskað að forsvarsmenn Listahátíðar Reykjavíkur kynni málið nánar á fundi skipulagsráðs þann 14. apríl n.k.

Umsókn nr. 80657 (05.8)
17.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, endurauglýsing deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. mars 2010, vegna samþykkt borgarráðs 25. mars 2010 varðandi tillögu að deiliskipulagi á Hólmsheiði vegna afmörkunar á svæði til jarðvegsfyllingar.


Umsókn nr. 90086 (01.16.03)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18.
Hólatorg 2, kærur, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. mars 2010 þar sem fyrir er tekin kæra á samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 1. október 2008 um breytingu á deiliskipulagi Hólatorgsreits, er tók til lóðarinnar að Hólatorgi 2, og á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2009 um að veita leyfi til stækkunar rishæðar hússins að Hólatogi 2, byggja tvennar svalir á vesturhlið, koma þar fyrir dyrum og tröppum út í garð og endur¬byggja skúr á lóðinni.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 1. október 2008 um breytingu á deiliskipulagi Hólatorgsreits er tók til lóðarinnar að Hólatorgi 2. Jafnframt er hafnað kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 3. febrúar 2009 um að veita leyfi til stækkunar rishæðar hússins að Hólatogi 2, byggja tvennar svalir á vesturhlið, koma þar fyrir dyrum og tröppum út í garð og endurbyggja skúr á lóðinni.