Skipulagslög, Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Haðaland 26, Fossvogsskóli, Bræðraborgarstígur 30, Holtsgata 1-3, Kjalarnes, Melavellir, Elliðaárdalur, Austurhöfn, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Barónsstígur 47, Garðastræti 2, Vatnagarðar 40, Bólstaðarhlíð 12, Laufásvegur 68, Gamla höfnin, Laugarnestangi, Nýr Landspítali við Hringbraut, Túnahverfi, ný götuheiti, Norðlingabraut 5, Bústaðavegur 9,

Skipulagsráð

198. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 10. febrúar kl. 09:10, var haldinn 198. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Magnús Skúlason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Bragi Bergsson og Björn Axelsson Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 80167
1.
Skipulagslög, frumvarp
Lögð fram drög að bréfi skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar til umhverfisráðuneytisins dags. 9. febrúar 2010 vegna frumvarps til skipulagslaga.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar hjá skrifstofu borgarlögmanns og skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs.

Umsókn nr. 10070
2.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 29. janúar 2010 og 5. febrúar 2010.


Umsókn nr. 90423 (01.86.39)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3.
Haðaland 26, Fossvogsskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 26 við Haðaland, lóð Fossvogsskóla. Í breytingunni felst að heimilt verður að staðsetja boltagerði í suðvesturhluta lóðar, að byggingarreitur fyrir færanlegar stofur verði staðsettur á núverandi boltavelli og færslu og fækkun á bílastæðum samkvæmt uppdrætti, dags. 26. nóvember 2009. Auglýsing stóð frá 23. desember 2009 til 3. febrúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir og Þorgrímur Leifsson dags. 28. janúar 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. febrúar 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90345 (01.13.46)
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Ármúla 1 108 Reykjavík
240964-7919 Páll Þórhallsson
Bræðraborgarstígur 30 101 Reykjavík
4.
Bræðraborgarstígur 30, Holtsgata 1-3, breytt deiliskipulag Holtsgötureits
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Krark, dags. 30. september 2009 fh. lóðarhafa varðandi breytingu á deiliskipulagi Holtsgötureitar vegan lóðanna nr. 30 við Bræðraborgarstíg og Holtsgötu 1-3. Í breytingunni felst stækkun á 4. hæð til suðurs húsi nr. 30 við Bræðraborgarstíg samkvæmt uppdrætti, dags. 9. október 2009. Lagt fram samþykki meðlóðarhafa, mótt. 17. desember 2009. Grenndarkynning stóð frá 6. janúar til og með 3. febrúar 2010. Athugasemd barst frá Kjartani Jónssyni fyrir sína hönd og f.h. Húsfélagsins Bræðraborgarstíg 32. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. febrúar 2010.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 90332
471103-2330 Matfugl ehf
Völuteigi 2 270 Mosfellsbær
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
5.
Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkþings f.h. Matfugls ehf., dags. 17. sept. 2009, um breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi skv. uppdrætti, dags. 23. nóvember 2009. Sótt er um fjölgun alifuglahúsa á lóðinni. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Efla, dags. 23. nóvember 2009. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 22. október 2009 og umsögn Umhverfisstofnunar, dags, 17. nóvember 2009. Umhverfisskýrsla fylgdi með uppdrættinum í auglýsingu. Auglýsing stóð frá 16. desember 2007 til 27. janúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Lögmenn við Austurvöll, dags. 26. janúar 2010, f.h. eigenda Ártúns og Bakka. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. febrúar 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90396 (04.2)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
500299-2319 Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
6.
Elliðaárdalur, breytt deiliskipulag vegna lóða Orkuveitunnar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. nóvember 2009, um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóða fyrir borholuhús Orkuveitunnar í dalnum. Einnig lagt fram bréf Landslags ehf., dags. 4. nóv. 2009 ásamt uppdrætti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvubréfi Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 25. nóvember 2009. Erindi er nú lagt fram að nýju að lokinni auglýsingu sem stóð frá 23. desember 2009 til og með 3. febrúar 2010. Athugasemd barst frá Sesselju Traustadóttur, dags. 17. janúar 2010, sem svarað var af verkefnisstjóra með tölvupósti þann 18. janúar 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. febrúar 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90009 (01.11)
660805-1250 Eignarhaldsfélagið Portus ehf
Pósthólf 709 121 Reykjavík
7.
Austurhöfn, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Portus ehf. dags. 14. nóvember 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar TRH vegna gatna- og stígatengsla á svæðinu milli Hafnarstrætis og Tónlistahússins samkvæmt uppdrætti Batterísins dags. 14. desember 2009. Einnig lagt fram bréf Faxaflóahafna dags., 5. febrúar 2010
Sigurður Einarsson, arkitekt kynnti.

Umsókn nr. 41023
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 574 frá 9. febrúar 2010.


Umsókn nr. 40980 (01.19.310.1)
710304-3350 Álftavatn ehf
Kringlunni 7 103 Reykjavík
9.
Barónsstígur 47, (fsp) breyta í hótel
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. janúar þar sem spurt er hvort leyft verði að innrétta húsnæði áður Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sem hótel fyrir Icelandair Hótel á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg. Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda dags. 21. janúar 2010. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. febrúar 2010.
Frestað.
Skipulagsráð óskar eftir því að fyrirspyrjendur leggi fram nánari gögn vegna erindisins þ.m.t. greinargerð vegna reksturs hótels þar sem fram kemur á hvaða hátt þarf að breyta húsinu, fjölda hótelherbergja auk almennra upplýsinga.


Umsókn nr. 100039 (01.13.60)
671005-1710 Basalt ehf
Pósthólf 806 121 Reykjavík
600169-3359 Arnarós hf
Pósthólf 353 121 Reykjavík
12.
Garðastræti 2, (fsp) hækkun þaks
Á fundi skipulagsstjóra 29. janúar 2010 var lögð fram fyrirspurn Basalt arkitekta, dags. 28. janúar 2010, um hækkun þaks á húsi nr. 2 við Garðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 5. febrúar 2010.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 100017 (01.40.7)
540206-2010 N1 hf
Dalvegi 10-14 201 Kópavogur
580609-0230 Bifreiðaskoðun Íslands ehf
Skógarhlíð 12 105 Reykjavík
15.
Vatnagarðar 40, málskot
Lagt fram málskot N1 og Bifreiðaskoðunar Íslands, dags. 7. jan. 2010, vegna synjunar embættisfundar skipulagsstjóra 4. des. 2009 á erindi um viðbyggingu við Vatnagarða 40. Einnig lögð fram eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 17. desember 2009. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 2. febrúar 2010.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra dags. 2. febrúar 2010.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 41027 (01.27.300.6)
19.
Bólstaðarhlíð 12, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 5. febrúar 2010 vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 12 við Bólstaðarhlíð.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt

Umsókn nr. 41009 (01.19.720.7)
20.
Laufásvegur 68, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 1. febrúar 2010, varðar lóð nr. 68 við Laufásveg. Bréfinu fylgir afrit af bréfi dags. 9. desember 2009, bréfi dags. 22. desember 2009, bréfi dags. 22 desember 2009 og bréfi dags. 5. janúar 2010.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt

Umsókn nr. 80373 (01.0)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
21.
Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni

Verðlaunatillaga Graeme Massie úr hugmyndasamkeppni Faxaflóahafna sf. um Gömlu höfnina liggur fyrir og hefur verið kynnt stjórn Faxalfóahafna sf. og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Stjórn Faxaflóahafna sf. telur mikilvægt að lykilniðurstöður vinningstillögunnar verði hafðar til hliðsjónar skipulagsvinnu á samkeppnissvæðinu og taki mið af þeim þar sem það er mögulegt. Að auki eru áhugaverðar lausnir í þeim öðrum verðlaunatillögum sem nauðsynlegt er að fara yfir og eftir atvikum að fella inn í framtíðarsýn og frekari þróunarvinnu fyrir hafnarsvæðið. Lagt er til að skipaður verði fimm manna starfshópur, með þremur fulltrúum stjórnar Faxaflóahafna sf. og tveimur fulltrúum skipulagsyfirvalda í Reykjavík sem hefur það hlutverk að vinna úr niðurstöðum hugmyndasamkeppninnar. Tillögurnar verði skoðaðar með tilliti til hversu raunhæfar þær eru, hvernig megi áfangaskipta þeim og áhrif þeirra á þegar samþykkt skipulagsáform. Starfsmenn Faxaflóahafna sf. og skipulags- og byggingarsviðs vinni með starfshópnum.
Samþykkt.

Umsókn nr. 100045 (01.32)
22.
">Laugarnestangi, kynning
Kynnt gildandi deiliskipulag Laugarness.
Formaður skipulagsráðs Júlíus Vífill Ingvarsson, lagði fram eftirfarandi tillögu;

"Skipulagsráð leggur til að farið verði yfir deiliskipulag og framtíðarsýn fyrir Laugarnes sem byggir á verndun náttúru og varðveislu fornminja. Möguleikar til nýtingar svæðisins til útivistar og fræðslu eru margvíslegir en einkenni svæðisins í borgarlandinu er hin óspillta náttúra og óhreyfð strandlengja. Þá er saga Laugarness merkileg og mikilvægt að hún sé aðgengileg þeim sem svæðið sækja.

Lagt er til að skipulagsstjóri tilnefni fulltrúa af sínu sviði sem heldur utan um þessa vinnu og óski jafnframt eftir því að sviðsstjórar Menningar- og ferðamálasviðs og Umhverfis- og samgöngusviðs tilnefni fulltrúa frá sínum sviðum.

Niðurstöður verði kynntar í skipulagsráði, menningar- og ferðamálaráði og umhverfis og samgönguráði."

Samþykkt.


Umsókn nr. 90372 (01.19)
23.
Nýr Landspítali við Hringbraut, skipulag svæðis
Kynnt staða vinnu.


Umsókn nr. 100020 (01.22)
561000-2550 Húsfélagið Sætúni 1
Sætúni 1 105 Reykjavík
24.
Túnahverfi, ný götuheiti, bréf stjórnar húsfélagsins að Sætúni 1
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjóra, dags. 4. febrúar 2010, ásamt bréfi Húsfélagsins að Skúlatúni 2, dags. 2. febrúar 2010, þar sem gerð er athugasemd við breytingu á götunöfnum í Túnahverfi.


Umsókn nr. 100004
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
25.
Norðlingabraut 5, breyting á deilsikipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. febrúar 2010 um samþykki Borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðar númer við Norðlingabraut.


Umsókn nr. 90240 (01.73.8)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26.
Bústaðavegur 9, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 28. janúar 2010, vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs frá 22. apríl 2009 á byggingarleyfisumsókn frá Veðurstofu Íslands vegna byggingar smáhýsi úr timbri fyrir Geislavarnir ríkisins á lóðinni nr. 9 við Bústaðaveg. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 22. apríl 2009, sem borgarráð staðfesti 24. sama mánaðar, um að veita leyfi fyrir smáhýsi úr timbri á lóð Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 9 í Reykjavík.