Austurstræti 6, Egilsgata 3, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Barónsstígur 47, Laufásvegur 58, Sóleyjargata 2, Kjalarnes, Móar, Vatnagarðar 40, Kleifarsel 28 - Seljaskóli, Skipulagsráð, Grensásvegur 26, Klapparstígur 17, Baldursgata 32, Laufásvegur 68, Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2011, Gervilíf,

Skipulagsráð

197. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 3. febrúar kl. 09:00, var haldinn 197. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Stefán Benediktsson, Torfi Hjartarson og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Ólafur Bjarnasons Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Edvardsson, Margrét Þormar, Bragi Bergsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 100012 (01.14.04)
291246-4519 Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
1.
Austurstræti 6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Guðna Pálssonar, dags. 7. janúar 2010, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á efstu hæð, samkvæmt uppdrætti GP Arkitekta, dags. 7. janúar 2010.
Frestað

Umsókn nr. 90336 (01.19.32)
690486-1139 Domus Medica,húsfélag
Egilsgötu 3 101 Reykjavík
2.
Egilsgata 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Domus Medica dags. 23. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Egilsgötu. Í breytingunni felst að að byggð er þriggja hæða viðbygging norðvestan við núverandi hús Domus Medica ásamt bílgeymslu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 22. september 2009. Auglýsing stóð frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hverfisráð Miðborgar dags. 4. nóvember 2009, Þorsteinn Steingrímsson f.h. Álftavatns ehf., mótt. 4. desember 2009, Jóhann Friðbjörnsson og Regína Sveinsdóttir, mótt. 11. desember 2009, Hermann Bridde, Anna Ármansdóttir og Vilhelmína Kristinsdóttir f.h. húseigenda Egilsgötu 12 og fleiri húseigendum við Egilsgötu, mótt. 11. desember 2009, Karl Kristjánsson og Steinunn Helgadóttir, dags. 13. desember 2009.
Frestað

Umsókn nr. 41006
3.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 573 frá 2. febrúar 2010.


Umsókn nr. 40980 (01.19.310.1)
710304-3350 Álftavatn ehf
Pósthólf 4108 124 Reykjavík
4.
Barónsstígur 47, (fsp) breyta í hótel
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. jan. 2010. Spurt er hvort leyft verði að innrétta húsnæði áður Heilsuverndarstöð Reykjavíkur sem hótel fyrir Icelandair Hótel á lóðinni nr. 47 við Barónsstíg. Málinu fylgir bréf fyrirspyrjanda dags. 21. janúar 2010.
Frestað

Umsókn nr. 100027 (01.19.72)
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
5.
Laufásvegur 58, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn Úti og Inni arkitekta, dags. 19. janúar 2010, varðandi breytta notkun 1. hæðar að Laufásvegi 58 úr verslunar- og skrifstofurými í íbúðir. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 26. janúar 2010.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið með þeim fyrirvörum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra. Óskað er eftir því að umsókn um byggingarleyfi verði kynnt fyrir skipulagsráði þegar hún berst.

Umsókn nr. 100011 (01.14.39)
6.
Sóleyjargata 2, afmörkun lóðar fyrir Hljómskálann
Á fundi skipulagsstjóra 8. janúar 2010 var lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 4. jan. 2010, varðandi lóðarafmörkun fyrir Hljómskálann. Lagt er til að lóðin verði skráð nr. 2 við Sóleyjargötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt tillögu skipulags- og byggingarsviðs dags. 28. janúar 2010 að lóðarafmörkun.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu að lóðarafmörkun fyrir eigendum Hljómskálans.

Umsókn nr. 100024
200645-3759 Guðmundur Lárusson
Bergstaðastræti 52 101 Reykjavík
7.
Kjalarnes, Móar, afmörkun lóðar o.fl.
Lagt fram erindi Guðmundar Lárussonar, dags. 14. janúar 2010, varðandi afmörkun lóðarspildu í landi Móa á Kjalarnesi samkvæmt loftmynd, dags. desember 2009, ásamt því að byggja smábýli. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19, janúar 2010.
Frestað

Umsókn nr. 100017 (01.40.7)
540206-2010 N1 hf
Dalvegi 10-14 201 Kópavogur
580609-0230 Tékkland bifreiðaskoðun ehf
Borgartúni 24 105 Reykjavík
8.
Vatnagarðar 40, málskot
Lagt fram málskot N1 og Bifreiðaskoðunar Íslands, dags. 7. jan. 2010, vegna synjunar embættisfundar skipulagsstjóra 4. des. 2009 á erindi um viðbyggingu við Vatnagarða 40. Einnig er lögð fram eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 17. desember 2009.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Frestað.

Umsókn nr. 100038 (04.96.52)
9.
Kleifarsel 28 - Seljaskóli, endurgerð á lóð
Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 28. janúar 2010 og tillaga skrifstofustjóra mannvirkjastofu Framkvæmda- og eignasviðs um endurgerð lóðar fyrir Kleifarsel 28, lóð Seljaskóla. Framkvæmda- og eignaráð samþykkti að vísa erindi til Skipulags- og byggingarsviðs.
Vísað til skoðunar hjá embætti skipulagsstjóra

Umsókn nr. 100035
10.
Skipulagsráð, tillaga um stofnun starfshóps
Á fundi skipulagsráðs þann 27. janúar 2010 lagði fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Sóley Tómasdóttir, fram eftirfarandi tillögu:
"Skipulagsráð samþykkir að setja á laggirnar starfshóp sem kanni möguleika skipulagsyfirvalda til að stuðla að eflingu og fjölgun smærri verslana í íbúðahverfum. Starfshópurinn verði skipaður kjörnum fulltrúum og embættismönnum og skili niðurstöðum til ráðsins fyrir 1. maí 2010."
Tillagan var samþykkt á fundinum er er nú lagt fram að nýju.
Skipulagsráð samþykkir að starfshópinn skipi eftirtaldir aðilar:
Sóley Tómasdóttir, Ásgeir Ásgeirsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.


Umsókn nr. 41005 (01.80.121.3)
11.
Grensásvegur 26, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 2. febrúar 2010 vegna óleyfisgáms á lóð nr. 26 við Grensásveg. Málinu fylgir bréf byggingarfulltrúa frá 5. janúar og Míns bakarís ehf dags. 15. desember 2009.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 41007 (01.15.240.2)
12.
Klapparstígur 17, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 1. febrúar 2010 vegna brunarústa á lóðinni nr. 17 við Klapparstíg.
Frestað.
Samþykkt að óska eftir athugasemdum lóðarhafa að Klapparstíg 17 vegna tillögu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 41008 (01.18.632.1)
13.
Baldursgata 32, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 1. febrúar 2010 vegna ástands hússins á lóðinni nr. 32 við Baldursgötu.
Frestað.
Samþykkt að óska eftir athugasemdum lóðarhafa að Baldursgötu 32 vegna tillögu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 41009 (01.19.720.7)
14.
Laufásvegur 68, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 1. febrúar 2010, varðar lóð nr. 68 við Laufásveg. Bréfinu fylgir afrit af bréfi dags. 9. desember 2009, bréfi dags. 22. desember 2009, bréfi dags. 22 desember 2009 og bréfi dags. 5. janúar 2010.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90213
15.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2011,
Drög að þriggja ára fjárhagsáætlun Skipulags- og byggingarsviðs kynnt.


Umsókn nr. 100040
16.
Gervilíf, kynning
Kynning á rýni Listaháskólans í Reykjavík.