Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Egilsgata 3, Melar, reitur 1.540, Norðlingabraut 5, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bergþórugata 21, Laufásvegur 58, Norðlingaholt - Árbær, Aðalskipulag Reykjavíkur endurskoðun, Skotfélag Reykjavíkur og Skotreyn, Kjalarnes, Móar, Ársskýrsla byggingarfulltrúa, Vatnagarðar 40, Götuheiti, Fasteignasala, Miðborg Reykjavíkur, Njálsgata 28, Njálsgötureitur 3, reitur 1.190.3, Hverafold 130, Skipulagsráð,

Skipulagsráð

196. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 27. janúar kl. 09:05, var haldinn 196. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Sóley Tómasdóttir og fáheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Edvardsson, Margrét Þormar, Bragi Bergsson og Haraldur Sigurðsson Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 15. janúar 2010 og 21. janúar 2010.


Umsókn nr. 90336 (01.19.32)
690486-1139 Domus Medica,húsfélag
Egilsgötu 3 101 Reykjavík
2.
Egilsgata 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Domus Medica dags. 23. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Egilsgötu. Í breytingunni felst að að byggð er þriggja hæða viðbygging norðvestan við núverandi hús Domus Medica ásamt bílgeymslu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 22. september 2009. Auglýsing stóð frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hverfisráð Miðborgar dags. 4. nóvember 2009, Þorsteinn Steingrímsson f.h. Álftavatns ehf., mótt. 4. desember 2009, Jóhann Friðbjörnsson og Regína Sveinsdóttir, mótt. 11. desember 2009, Hermann Bridde, Anna Ármansdóttir og Vilhelmína Kristinsdóttir f.h. húseigenda Egilsgötu 12 og fleiri húseigendum við Egilsgötu, mótt. 11. desember 2009, Karl Kristjánsson og Steinunn Helgadóttir, dags. 13. desember 2009.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.



Brynjar Fransson tók sæti á fundinum kl. 9:15, mál 2, Egilsgata 3, var þá til umræðu.

Umsókn nr. 90134
3.
Melar, reitur 1.540, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Gláma Kím að deiliskipulagi Mela reitur 1.540 móttekin 3. desember 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel. Einnig er lögð fram forsögn að deiliskipulagi Mela dags. apríl 2009 og ábendingar sem bárust við forkynningunni.
Frestað.

Umsókn nr. 100004
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
4.
Norðlingabraut 5, breyting á deilsikipulagi
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. janúar 2010, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 5 við Norðlingabraut. Í breytingunni felst að lóðin er stækkuð og gerðir eru tveir nýjir byggingareitir samkvæmt uppdrætti Landslags, dags. 4. janúar 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40942
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 571 frá 19. janúar 2010 og nr. 572 frá 26. janúar 2010.


Umsókn nr. 40794 (01.19.021.7)
700392-2449 Samhugur ehf
Langagerði 116 108 Reykjavík
6.
Bergþórugata 21, breyta í flokk III
Á fundi skipulagsstjóra 15. janúar 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2010 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu veitingahúss á 1. hæð í flokk III í húsi nr. 21 við Bergþórugötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 21. janúar 2010.
Erindi fylgir bréf eiganda dags. 8. desember 2009 og greinargerð um hljóðvist frá verkfræðistofunni Önn ehf. dags. 22. desember 2009.
Gjald kr. 7.700
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 100027 (01.19.72)
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
7.
Laufásvegur 58, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn Úti og Inni arkitekta, dags. 19. janúar 2010, varðandi breytta notkun 1. hæðar að Laufásvegi 58 úr verslunar- og skrifstofurými í íbúðir.
Frestað.

Umsókn nr. 100032 (04.79)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
8.
Norðlingaholt - Árbær, fsp. göngu- og hjólaleið, breyting á skipulagi
Lagt fram bréf samgöngustjóra, dags. 25. janúar 2010, varðandi göngu- og hjólaleiða milli Norðlingaholts og Árbæjar/Seláshverfa.
Ráðið fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum við göngu- og hjólaleið á svæðinu og beinir því til embættis skipulagsstjóra að vinna að nauðsynlegum breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur og deiliskipulagi í samvinnu við Umhverfis- og samgöngusvið.

Umsókn nr. 90373
9.
Aðalskipulag Reykjavíkur endurskoðun, hverfafundir
Kynntar niðurstöður samráðsfunda í hverfum borgarinnar vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur.
Haraldur Sigurðsson kynnti.
Samþykkt að kynna framlagðar niðurstöður í fagráðum Reykjavíkurborgar og fyrir hverfisráðum.


Umsókn nr. 90429 (04.1)
440687-1809 Skotveiðifélag Reykjav og nágr
Pósthólf 8485 128 Reykjavík
10.
Skotfélag Reykjavíkur og Skotreyn, skotsvæði
Á fundi skipulagsstjóra 27. nóvember 2009 var lagt fram bréf Fannars Bergssonar f.h. Skotveiðifélags Reykjavíkur, mótt. 23. nóvember 2009, varðandi framtíðar skotsvæði félagsins í nágrenni Reykjavíkur. Erindið var kynnt og er nú lagt fram að nýju ásamt úttekt skipulagsstjóra dags. í janúar 2010.
Kynnt.

Umsókn nr. 100024
200645-3759 Guðmundur Lárusson
Bergstaðastræti 52 101 Reykjavík
11.
Kjalarnes, Móar, afmörkun lóðar o.fl.
Lagt fram erindi Guðmundar Lárussonar, dags. 14. janúar 2010, varðandi afmörkun lóðarspildu í landi Móa á Kjalarnesi samkvæmt loftmynd, dags. desember 2009, ásamt því að byggja smábýli. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19, janúar 2010.
Frestað.

Umsókn nr. 40972
12.
Ársskýrsla byggingarfulltrúa,
Lögð fram ársskýrsla byggingarfulltrúa um byggingarframkvæmdir í Reykjavík árið 2008.
Kynnt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100017 (01.40.7)
540206-2010 N1 hf
Dalvegi 10-14 201 Kópavogur
580609-0230 Tékkland bifreiðaskoðun ehf
Borgartúni 24 105 Reykjavík
13.
Vatnagarðar 40, málskot
Lagt fram málskot N1 og Bifreiðaskoðunar Íslands, dags. 7. jan. 2010, vegna synjunar embættisfundar skipulagsstjóra 4. des. 2009 á erindi um viðbyggingu við Vatnagarða 40. Einnig er lögð fram eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 17. desember 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 100020 (01.22)
561000-2550 Húsfélagið Sætúni 1
Sætúni 1 105 Reykjavík
14.
Götuheiti, Túnahverfi, bréf stjórnar húsfélagsins að Sætúni 1
Lagt fram bréf stjórnar húsfélagsins að Sætúni 1, dags. 12. janúar 2010, varðandi ný götuheiti í Túnum sem samþykkt voru í skipulagsráði 19 desember sl.


Umsókn nr. 40973
15.
Fasteignasala, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa til Eftirlitsnefndar Félags fasteignasala dags. 25. janúar 2010.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 40974
16.
Miðborg Reykjavíkur, minnisblað byggingarfulltrúa
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa vegna fimm fasteigna á miðborgarsvæði, dags. 25. janúar 2010.
Frestað.

Umsókn nr. 90178 (01.19.02)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
78">Njálsgata 28, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 18. janúar 2010 vegna kæru á veitingu byggingarleyfis fyrir sólpalli á lóðinni nr. 28 við Njálsgötu.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 80013 (01.19.03)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18.
Njálsgötureitur 3, reitur 1.190.3, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar frá 21. janúar 2010, vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs frá 13. júní 2007 á deiliskipulagi fyrir reit 1.190.3, Njálsgötureit 3. Úrskurðarorð: Vísað er frá kröfu kærenda um breytingar á hinu kærða deiliskipulagi. Felld er úr gildi samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá 21. júní 2007 um deiliskipulag Njálsgötureits 3, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda hinn 19. júlí 2007.



Umsókn nr. 90421 (02.86.27)
060169-2259 Krystian Karol Gralla
Hverafold 130 112 Reykjavík
240760-2079 Ewa Krystyna Krauz
Hverafold 130 112 Reykjavík
19.
Hverafold 130, málskot
Á fundi skipulagsstjóra, dags. 27. nóvember 2009 var lagt fram málskot Krystian Gralla dags. 19. nóvember 2009 vegna neikvæðar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 15. maí 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja bílskúr 35 ferm. að stærð við parhúsið á lóð nr. 130 við Hverafold. Einnig lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 26. nóvember 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. janúar 2010.
Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsráðs þann 13. janúar sl.
Rétt bókun er: Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra staðfest með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 15. janúar 2010.
Ráðið felur jafnframt embætti skipulagsstjóra að funda með fyrirspyrjendum í því skyni að reyna að finna aðra og betri lausn á uppbyggingu innan lóðarinnar.


Umsókn nr. 100035
20.
Skipulagsráð, tillaga um stofnun starfshóps
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Sóley Tómasdóttir, lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Skipulagsráð samþykkir að setja á laggirnar starfshóp sem kanni möguleika skipulagsyfirvalda til að stuðla að eflingu og fjölgun smærri verslana í íbúðahverfum. Starfshópurinn verði skipaður kjörnum fulltrúum og embættismönnum og skili niðurstöðum til ráðsins fyrir 1. maí 2010."
Samþykkt
Vísað til embættis skipulagsstjóra til frekari útfærslu.