Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, Lambhagaland - 189563, Vínlandsleið 1, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Tryggvagata 10, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Þjóðhildarstígur, Laugavegur 46B, Skipholt 17, Göngustígar í Reykjavíkur - Nafngiftir., Nýtt götuheiti, Ný götuheiti, Gamla höfnin, Svæðisskipulag, Nýr Landspítali við Hringbraut, Kjalarnes, Melavellir, Árvað 5, Lokastígsreitir 2, 3 og 4, Fróðengi 1-11, Spöngin 43, Bensínstöðvar og bensínsölur,

Skipulagsráð

194. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 16. desember kl. 10:10, var haldinn 194. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Guðmundsson, Stefán Þór Björnsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, og áheyranarfulltrúinn Magnús Skúlason Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Bragi Bergsson, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Haraldur Sigurðsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 11. desember 2009.


Umsókn nr. 90442 (04.14)
580169-7409 Golfklúbbur Reykjavíkur
Pósthólf 12067 132 Reykjavík
2.
Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Golfklúbbs Reykjavíkur, dags. 3. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur. Í breytingunni felst að byggingareitir eru færðir til og að byggingamagn vélargeymslu og efnislagers eru stækkaðir samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti Ark_land, dags. 25. nóvember 2009.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

Umsókn nr. 80630 (02.68.41)
3.
Lambhagaland - 189563, nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landforms dags. 4. desember 2009 að deiliskipulagi Lambhagalands við Vesturlandsveg. Einnig lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2008.
Oddur Hermannsson og Svanhildur Gunnlaugsdóttir kynntu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að óska eftir umsögn Veiðimálastofnunar um erindið.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir og fulltrúar Samfylkingarinnar Björk Vilhelmsdóttir og Stefán Benediktsson óskuðu bókað: "Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýsingu tillögunnar á þessu stigi með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu að auglýsingu lokinni"




Umsókn nr. 90452 (04.11.14)
671197-2919 Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
520171-0299 Húsasmiðjan ehf
Holtavegi 10 104 Reykjavík
4.
Vínlandsleið 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Arkís, dags. 9. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, athafnasvæðis vegna lóðarinnar nr. 1 við Vínlandsleið. Breytingin felur í sér að koma fyrir byggingarreit fyrir timburlager á suðausturhorni lóðarinnar samkvæmt uppdrætti, dags. 2. desember 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40808
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 568 frá
15. desember 2009.


Umsókn nr. 40686 (01.13.210.1)
421105-1380 Cent ehf
Suðurlandsbraut 52 108 Reykjavík
6.
Tryggvagata 10, niðurrif
Sótt er um leyfi til að rífa iðnaðar- og verslunarhúsið á lóð nr. 10 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir ástandsskýrsla dags. 7. júlí, bréf hönnuðar til Húsafriðunarnefndar dags. 2. október, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 9. nóvember og bréf hönnuðar dags. 10. nóvember, 2009 ásamt umsögnum Minjasafns Reykjavíkur dags. 16. september og 24. nóvember 2009
Stærð niðurrifs: Fastanr. 200-0547 Mhl.01 merkt 0101 verslunarhús 346 ferm., fastanr. 200-0548 Mhl.02 merkt 0101 iðnaðarhús 163 ferm.
Samtals niðurrif: 509 ferm. Gjald kr 7.700

Júlíus Vífill Ingvarsson tók sæti á fundinum kl. 10:17, þá var búið að afgreiða mál 1, 2, 4, og 5 á dagskránni.
Frestað.
Skipulagsráð leggst ekki gegn niðurrifi á húsinu nr. 10 við Tryggvagötu en gerir það að skilyrði að áður liggi fyrir samþykktir aðaluppdrættir af nýbyggingu á lóðinni ásamt tímaáætlun framkvæmda.


Umsókn nr. 70730 (01.63)
7.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, (fsp) heildaruppbygging lóðar
Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2008 var lögð fram fyrirspurnartillaga Ask arkitekta, dags. 8. október 2008, að heildaruppbyggingu lóðar Vísindagarða ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2008.
Erindið nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði ASK arkitekta dags. 6. febrúar 2009 og ódags uppdráttum.
Helgi Már Halldórsson arkitekt kynnti.

Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlagða fyrirspurn.


Umsókn nr. 80548 (04.11)
590602-3610 Atlantsolía ehf
Lónsbraut 2 220 Hafnarfjörður
8.
Þjóðhildarstígur, (fsp) lóð fyrir sjálfsafgreiðslustöð
Á fundi skipulagsstjóra dags. 22. ágúst 2008 var lögð fram fyrirspurn Atlantsolíu ehf dags. 21. ágúst 2008 þar sem spurt er hvort leyft sé að koma fyrir lóð við Þjóðhildarstíg fyrir sjálfsafgreiðslustöð með tvær til þrjár dælur. Óskað er einnig eftir því að útbúin verði ný innkeyrsla frá Reynisvatnsvegi sem einnig getur nýst fyrir hverfisstöð og bílastæði sem gert er ráð fyrir að komið verði þar fyrir. Meðfylgjandi eru uppdrættir dags.19. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkur. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. október 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 20. október 2008.
Frestað.

Umsókn nr. 40809 (01.17.310.4)
9.
Laugavegur 46B, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 12. desember 2009 vegna ástands hússins nr. 46B við Laugaveg.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40813 (01.24.221.2)
10.
Skipholt 17, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 14. desember 2009 vegna lokaúttektar á lóðinni nr. 17 við Skipholt.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40807
11.
Göngustígar í Reykjavíkur - Nafngiftir.,
Lögð fram til kynningar tillögur nafnanefndar um nafngiftir á aðalgöngustíga í Reykjavík, ásamt greinagerð dags. 12. des. 2009.
Kynnt.

Umsókn nr. 40795
12.
Nýtt götuheiti, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 8. desember 2009 með tillögu um nýtt götuheiti norðan Keldnaholts.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs


Umsókn nr. 90003
13.
Ný götuheiti, Túnahverfi
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. nóvember 2009 þar sem gerð er tillaga að nýjum götuheitum í Túnahverfi.


Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð bókaði eftirfarandi: "Í tilefni af samþykkt skipulagsráðs um ný götunöfn í Túnahverfi, til að minnast nafna þeirra fjögurra kvenna sem fyrst voru kjörnar í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1908, óskar ráðið eftir því við borgarráð að það hlutist til um að settar verði upp menningarmerkingar sem skýra nafngiftirnar og sögu þessa brautryðjenda í borgarstjórn."


Umsókn nr. 80373 (01.0)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
14.
Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni, stýrihópur
Kynnt niðustaða varðandi hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri.

Stefán Þór Björnsson og Björk Vilhelmsdótir véku af fundi kl. 11:45 þá átti eftir að fjalla um mál nr. 7, 8 og 13 dagskránni
Ásdís Ingþórsdóttir arkitekt kynnti.

Umsókn nr. 90436
15.
>Svæðisskipulag, athafnasvæðið Tungumelum
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 30. nóvmeber 2009 ásamt erindi Mosfellsbæjar varðandi tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna stækkunar á athafnasvæðinu á Tungumelum. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 14. desember 2009.
Umsögn skipulags- og byggingarssviðs samþykkt.

Umsókn nr. 90372 (01.19)
16.
Nýr Landspítali við Hringbraut, skipulag svæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2009 vegna svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa samfylkingarinnar s.d.: "Lagt er til að Reykjavíkurborg taki forystu um samstarf nýs Landspítala, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík sem hafi að markmiði að tryggja að þau sóknarfæri sem skapist með kröftugri uppbyggingu þekkingarstarfsemi í Vatnsmýri verði nýtt til fullnustu". Borgarráð vísaði málinu til skipulagsráðs.

Vísaðt til umsagnar skipulagsstjóra

Umsókn nr. 90332
471103-2330 Matfugl ehf
Völuteigi 2 270 Mosfellsbær
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
17.
Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi jarðarinnar Melavalla á Kjalarnesi.


Umsókn nr. 90422 (04.73.1)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
18.
Árvað 5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðar nr. 5 við Árvað.


Umsókn nr. 80688
19.
Lokastígsreitir 2, 3 og 4, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um breytt deiliskipulag Lokastígsreita 2, 3 og 4.


Umsókn nr. 90259 (02.37.6)
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
20.
Fróðengi 1-11, Spöngin 43, breyting á deiliskipulagi vegna bílastæða
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um breytt deiliskipulag Spangarinnar vegna Fróðengis 1-11 og Spangar 43.


Umsókn nr. 80673
21.
Bensínstöðvar og bensínsölur, stýrihópur um orkustöðvar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. desember 2009 um samþykkt borgarráðs 10. desember um niðurstöðu stýrihóps um orkustöðvar í Reykjavík.