Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Lokastígsreitir 2, 3 og 4,
Árvað 5,
Haðaland 26, Fossvogsskóli,
Kjalarnes, Melavellir,
Elliðaárdalur,
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Tryggvagata 10,
Austurstræti 6,
Skipulagsráð,
Austurstræti 20,
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins,
Aðalskipulag Reykjavíkur,
Svæðisskipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu,
Bústaðavegur 9,
Hverfisgata 78,
Iðnskólareitur, Skólavörðuholt,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð
192. fundur 2009
Ár 2009, miðvikudaginn 2. desember kl. 10:05, var haldinn 192. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Ásgeir Ásgeirsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Þór Björnsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Lilja Grétarsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Björn Ingi Edvardsson, Björn Axelsson og Bragi Bergsson
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 27. nóvember 2009.
Umsókn nr. 80688
2. Lokastígsreitir 2, 3 og 4, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Dennis og Hjördísar ehf. að deiliskipulagi Lokastígsreita dags. í maí 2009, ásamt greinargerð og skilmálum dags. í september 2009. Tillagan var auglýst frá 7. september til og með 19. október 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigurður H. Þorsteinsson dags. 16. október, íbúasamtök miðborgar dags. 16. október, Ásgeir Guðjónsson og Loftur Ásgeirsson, dags. 18. október, Lilja Gunnarsdóttir og Eyjólfur I. Ásgeirsson dags. 18. október, Friðþjófur Árnason og Líney Símonardóttir, dags. 18. október, Anna D. Steinþórsdóttir, dags. 18. október, Þórólfur Antonsson, dags. 19. október, Dýrleif Bjarnadóttir, dags. 19. október, Bjarni R. Bjarnason, dags. 19. október, Jóhann Gunnar Jónsson dags. 19. október og Zeppelín arkitektar dags. 19. október 2009. Einnig lagt fram bréf Hverfisráðs miðborgar dags. 23. september 2009 og umsögn skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2009.
Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins
Júlíus Vífill Ingvarsson tók sæti á fundinum kl. 10:23
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra Magnúsi Skúlasyni: "Nýtt deiliskipulag fyrir Lokastígsreiti er vandað og vel unnið og flestar þær breytingar sem þar koma fram til bóta. Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista telja þó fyrirhugaða uppbyggingu á efsta hluta Skólavörðustígs vera of mikla og telja æskilegt að halda byggingum þar áfram misháum. Jafnframt hefðu fulltrúarnir viljað koma til móts við athugasemdir íbúa og hverfisráðs vegna íbúðarhótels við Baldursgötu."
Umsókn nr. 90422 (04.73.1)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3. Árvað 5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 5 við Árvað. Í breytingunni er gert ráð fyrir staðsetningu boltagerðis í austurhluta lóðarinnar samkvæmt uppdrætti, dags. 26. nóvember 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um auglýsingu tillögunnar með bréfi.
Umsókn nr. 90423 (01.86.39)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
4. Haðaland 26, Fossvogsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 26 við Haðaland, lóð Fossvogsskóla. Í breytingunni felst að heimilt verður að staðsetja boltagerði í suðvesturhluta lóðar, að byggingarreitur fyrir færanlegar stofur verði staðsettur á núverandi boltavelli og færslu og fækkun á bílastæðum samkvæmt uppdrætti, dags. 26. nóvember 2009
Frestað.
Umsókn nr. 90332
471103-2330
Matfugl ehf
Völuteigi 2 270 Mosfellsbær
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
5. ">Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra, dags. 18. september 2009 var lögð fram umsókn Arkþings f.h. Matfugls ehf., dags. 17. sept. 2009, um breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi skv. uppdrætti, dags. 23. nóvember 2009. Sótt er um fjölgun alifuglahúsa á lóðinni. Einnig er lögð fram umhverfisskýrsla verkfræðistofunnar Efla, dags. 23. nóvember 2009. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 22. október 2009 og umsögn Umhverfisstofnunar, dags, 17. nóvember 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 90396 (04.2)
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
500299-2319
Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
6. Elliðaárdalur, breytt deiliskipulag vegna lóða Orkuveitunnar
Á fundi skipulagsstjóra 6. nóvember 2009 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. nóv. 2009, um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóða fyrir borholuhús Orkuveitunnar í dalnum. Einnig lagt fram bréf Landslags ehf., dags. 4. nóv. 2009 ásamt uppdrætti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvubréfi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. nóvember 2009.
Frestað.
Umsókn nr. 90131 (04.36.3)
470199-3189
Teiknistofan Storð ehf
Sunnuvegi 11 220 Hafnarfjörður
7. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, deiliskipulag, grasæfingasvæði
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 10. júlí 2009 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af gervigrasvelli og lóð Árbæjarsundlaugar til norðurs, göngustíg neðan við Klapparás til austurs og göngustíg meðfram Elliðaám til vesturs samkvæmt uppdrætti dags. 10. júlí 2009. Einnig eru lagðar fram umsagnir Veiðimálastofnunar dags. 19. ágúst 2009 og 23. nóvember 2009 ásamt umsögn Umhverfisstofnunar dags. 30. september 2009.
Frestað.
Umsókn nr. 40751
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 566 frá 1. desember 2009.
Umsókn nr. 40686 (01.13.210.1)
421105-1380
Cent ehf
Suðurlandsbraut 52 108 Reykjavík
9. Tryggvagata 10, niðurrif
Sótt er um leyfi til að rífa iðnaðar- og verslunarhúsið á lóð nr. 10 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir ástandsskýrsla dags. 7. júlí, bréf hönnuðar til Húsafriðunarnefndar dags. 2. október, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 9. nóvember og bréf hönnuðar dags. 10. nóvember, 2009 ásamt umsögnum Minjasafns Reykjavíkur dags. 16. september og 24. nóvember 2009
Stærð niðurrifs: Fastanr. 200-0547 Mhl.01 merkt 0101 verslunarhús 346 ferm., fastanr. 200-0548 Mhl.02 merkt 0101 iðnaðarhús 163 ferm.
Samtals niðurrif: 509 ferm. Gjald kr 7.700
Frestað.
Umsókn nr. 90380 (01.14.04)
610593-2919
Lindarvatn ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
291246-4519
Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
10. Austurstræti 6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 6. nóvember 2009 var lögð fram fyrirspurn Lindarvatns ehf. dags. 27. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á 6. hæð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 23. nóvember 2009
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
Umsókn nr. 90431
11. Skipulagsráð, fyrirkomulag funda í desember 2009
Kynnt tillaga formanns skipulagsráðs dags. 2. desember 2009 um fyrirkomulag funda skipulagsráðs um jól og áramót 2009.
Samþykkt.
Umsókn nr. 40760 (01.14.050.3)
13. Austurstræti 20, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 2. nóv. 2009 vegna samkomutjalds í bakgarði Hressingarskálans á lóð nr. 20 við Austurstræti. Jafnframt er lagt fram bréf lögfræðinga Hressingarskálans dags. 27. nóv., bréf lögfræði- og stjórnsýslu dags. 27. nóv. og tölvubréf dags. 27. og 30. nóv. 2009.
Bréf lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 90432
15. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, framfyld
Kynnt skýrsla Verkís dags. september 2009 um framfylgd svæðisskipulags höfðuborgarsvæðisins.
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir frá Verkís kynnti.
Umsókn nr. 90430
16. Aðalskipulag Reykjavíkur, vinsvæn byggð og byggingar, stefnumótun
Kynnt drög að stefnu fyrir vistvæna byggð og byggingar í tengslum við endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur
Björn Guðbrandsson frá Arkís kynnti.
Umsókn nr. 90416
700169-3759
Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
17. Svæðisskipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, breyting á mörkum grannsvæðis í landi Kópavogs
Lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogsbæjar, dags. 15. nóvember 2009, varðandi breytingu á mörkum grannsvæðis vatnsverndar í landi Kópavogs. Einnig lagður fram uppdráttur að breytingu á svæðisskipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 3. nóv. 2009.
Umsókn nr. 90240 (01.73.8)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18. Bústaðavegur 9, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 22. júní 2009 ásamt kæru vegna samþykkis skipulagsráðs frá 22. apríl 2009 á byggingarleyfisumsókn frá Veðurstofu Íslands vegna byggingar smáhýsi úr timbri fyrir Geislavarnir ríkisins á lóðinni nr. 9 við Bústaðaveg. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 25. nóvember 2009.
Umsögn lögfræði- og stjórnasýslu samþykkt.
Umsókn nr. 70399 (01.17.3)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
19. Hverfisgata 78, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 10. nóvember 2009 þar sem fyrir er tekin kæra á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 18. október 2006 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0, er varðar lóðina að Hverfisgötu 78 í Reykjavík.
Úrskurðarorð:
Felld er úr gildi ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 18. október 2006 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0, er varðar lóðina að Hverfisgötu 78 í Reykjavík.
Umsókn nr. 80012 (01.19)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20. Iðnskólareitur, Skólavörðuholt, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 10. nóvember 2009 kæra á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 23. ágúst 2007 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts.
Úrskurðarorð: Ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 23. ágúst 2007, um breytt deiliskipulag Skólavörðuholts, Iðnskólareits, sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda hinn 12. október 2007, er felld úr gildi.
Umsókn nr. 90439
21. Skipulagsráð, tillaga, verndun gróðurs, götutrjáa og götumynda
Lögð fram eftirfarandi tillaga;
"Skipulagsráð felur skipulags- og byggingarsviði að ljúka við gerð heildrænnar stefnu , í samstarfi við umhverfis- og samgöngusvið, um verndun gróðurs, götutrjáa og götumynda í borgarumhverfinu á grunni stefnu sem mótuð var í þessum málaflokki við gerð Þróunaráætlunar miðborgarinnar."
Samþykkt.