Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Klapparstígur 17,
Húsahverfi svæði C,
Sólvallagata 67,
Nauthólsvík,
Öskjuhlíð,
Urðarstígsreitir,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Alþingisreitur,
Kjalarnes, Norðurkot,
Aðalskipulag Reykjavíkur,
Ægisíða, Grímsstaðavör,
Skipulagsráð,
Láland 17-23,
Laugavegur 87,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð
189. fundur 2009
Ár 2009, miðvikudaginn 4. nóvember kl. 09:05, var haldinn 189. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Torfi Hjartarson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson og Bragi Bergsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 30. október 2009.
Umsókn nr. 90321 (01.15.24)
110272-3169
Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson
Kjartansgata 10 105 Reykjavík
121066-5809
Kjartan Ólafur Sigurðsson
Grundarhvarf 17 203 Kópavogur
2. Klapparstígur 17, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Hafsteins Gunnars Hafsteinssonar dags. 10. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 17. við Klapparstíg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit samkvæmt uppdrætti es Teiknistofunnar dags. 20. ágúst 2009. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. sept. til og með 16. okt. 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Seth, dags, 17. sept. 2009, Guðmundur Pétursson og Jóna E. Jónsdóttir, dags. 16. okt. 2009 og Gyða Jónsdóttir, dags. mótt. 19. október 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 29. október 2009.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra og með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók sæti á fundinum kl. 9:11
Umsókn nr. 90006 (02.84)
3. Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. janúar 2009 breytt 2. júní 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Húsahverfi Grafarvogur III svæði C", vegna húsagerðarinnar E8 og E9. Breytingin felst í því að hækkun heimildar vegna hámarks byggingarmagns og heimildum til útbygginga er breytt. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Lex Lögmannstofa f.h. eigenda að Suðurhúsum 2, dags. 17. febrúar 2009 og 12. mars, Björn Z. Ásgrímsson og Jónína Sóley Ólafsdóttir, dags. 16. mars 2009. Einnig er lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 10. ágúst 2009 og ný tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 10. ágúst 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Húsahverfi Grafarvogur III svæði C", vegna húsagerðarinnar E8 og E9.
Tillagan var auglýst frá 26. ágúst til og með 7. október 2009.
Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Björn A. Bjarnason og Sigurbjörg Hjörleifsdóttir dags. 3. október, Ólafur Bergmann, 3. október, Bryndís Helgadóttir og Baldur P. Erlingsson, dags. 4. október, Elvar M. Ríkharðsson og Valgerður Hilmarsdóttir, dags. 4. október, Lex lögmansstofa, dags. 5. október, Elísabet H. Einarsdóttir og Reynir Elíeserson, dags. 5. október, Bjarni Snorrason og Kristín L. Steingrímsdóttir, dags. 6. október, Guðjón Þorbjörnsson og Christine Savard, dags. 8. október 2009, Inga M. Guðmundsdóttir og Elvar Hallgrímsson, dags. 7. október 2009, einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. október 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusi Vífli Ingvarssyni , Ragnari Sæ Ragnarssyni , og fulltrúum Framsóknarflokksins Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Brynjari Franssyni.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Torfi Hjartarson og fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, og Björk Vilhelmsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 90382 (01.13.82)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
4. Sólvallagata 67, breyting á deiliskipulagi v/ boltagerði
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 28. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarskóla. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir boltagerði við Vesturbæjarskóla samkvæmt uppdrætti, dags. 28. október 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 90383 (01.68)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
5. Nauthólsvík, breyting á deiliskipulagi svæði C
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 29. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna svæði C, stríðsminjasafns. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 12. júní 2009.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni Reykjavíkurborgar.
Umsókn nr. 90381 (01.76)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
6. Öskjuhlíð, göngu- og hjólastígar
Lögð fram umsókn Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur dags. 28. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna göngu- og hjólastíga frá Nauthólsvík til að Suðurhlíðum samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 22. september 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék af fundi kl. 9:58 og tók Ásgeir Ásgeirsson sæti á fundinum í hans stað
Umsókn nr. 70727 (01.18.6)
420409-1250
Adamsson ehf-arkitektastofa
Laugavegi 32b 101 Reykjavík
7. Urðarstígsreitir, tillaga að deiliskipulagi. Reitir 1.186.0 og 1.186.4
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga ADAMSSON hf - teiknistofa að deiliskipulagi Urðarstígsreita, reitir 1.186.0 og 1.186.4, dags. 13. júlí 2009. Auglýsing stóð frá 14. ágúst til og með 25. september 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Birna Eggertsdóttir og Rúnar H. Ingimarsson, dags. 22. september 2009, Jósef Halldórsson, dags. 25. september 2009. Einnig lagt fram bréf Hverfisráðs miðborgar dags. 23. september 2009 og umsögn skipulagsstjóra dags. 2. nóvember 2009. Einnig er lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs til hverfisráðs miðborgar dags. 3. nóvember 2009.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Umsókn nr. 40635
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 561 frá 3. nóvember 2009.
Umsókn nr. 39779 (01.14.110.6)
420169-3889
Alþingi
Kirkjustræti 150 Reykjavík
9. Alþingisreitur, flutningur á húsi ofl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að flytja hús af sökkli sínum á lóð nr. 12 við Vonarstræti yfir á nýjan, hærri sökkul á fornleifauppgreftri við Kirkjustræti nr. 4, Mhl. 03, að endurbyggja Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti Mhl. 04, til að byggja steinsteypta nýbyggingu Mhl.07 á milli þessara tveggja húsa og tengja öll húsin ásamt Kirkjustræti 8B og 10 við þjónustubyggingu Alþingis á Alþingisreit.
Jafnframt er erindi BN039619 dregið til baka.
Erindi fylgir fyrirspurn BN039505 dags. 24. febrúar 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2009, Húsafriðunarnefndar dags. 3. mars 2009 og skýrsla um brunavarnir dags. 6. janúar 2009. Meðfylgjandi er bréf Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. apríl 2009, einnig ný umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009, einnig bréf hönnuða dags. 17. apríl 2009 og brunaskýrsla útgáfa 2 dags. 20. apríl 2009. Lagðir fram nýjir uppdrættir Batterísins dags. 20. október 2009, breytt 2. nóvember (útgáfa 7). Stærðir nýbyggingar, Mhl. 07: Kjallari 381,5 ferm., 1. hæð 212 ferm., 2. hæð 287,1 ferm., 3. hæð 162,7 ferm.Samtals 1.043,3 ferm., 3.844,8 rúmm.
Gjald kr: 7.700 + 296.050
Sigurður Einarsson arkitekt kynnti.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Magnús Skúlason óskaði bókað "Geri alvarlegar athugasemdir við tillögur að innra skipulagi húsanna, hótel Skjaldbreiðar, Kirkjustrætis 8 og flutningshússins Vonarstrætis 12 sem verður Kirkjustræti 4, þar sem ekki er tekið nægilegt tillit til upphaflegrar gerðar húsanna. Má þar m.a. nefna að utan breyttrar herbergjaskipanar í báðum húsum, er lagt til að stigi í fyrrgreindu húsi verði fjarlægður og upphaflegur inngangur að Kirkjustræti lagður niður. Þá eru gerðar athugasemdir við væntanlegar tengingar við húsin sem leysa þarf betur. Á framlögðum teikningum er enn gert ráð fyrir byggingu meðfram suðurhlið hótel Skjaldbreið sem gerðar hafa verið ítrekað athugasemdir við. Má heita lítt skiljanlegt að ekki hafi orðið við óskum um breytingar þar á."
Leggst því eindregið á móti því að málið verði afgreitt úr skipulagsráði við svo búið.
Umsókn nr. 90205
100658-5429
Sigurbjörn Hjaltason
Kiðafell 2 270 Mosfellsbær
10. Kjalarnes, Norðurkot, framkvæmdaleyfi fyrir malarnám
Á fundi skipulagsstjóra 12. júní 2009 var lögð fram umsókn Sigurbjörns Hjaltasonar og Bergþóru Andrésdóttur, dags. 25. maí 2009, um framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Norðurkots á Kjalarnesi. Erindinu var vísað til umsagnar Umhverfisstofnunar og umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 19. júní 2009 og Umhverfisstofnunar dags. 26. október 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. nóvember 2009.
Synjað með vísan til framlagðra umsagna.
Umsókn nr. 90389
11. Aðalskipulag Reykjavíkur, kynnt staða
Kynnt staða vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur
Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri kynnti stöðu vinnunar.
Umsókn nr. 90392 (01.53)
12. Ægisíða, Grímsstaðavör, kynning
Kynnt tillaga að deiliskipulagi Grímsstaðavarar við Ægisíðu.
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt kynnti.
Umsókn nr. 90391
13. Skipulagsráð, reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. október 2009 ásamt reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar dags. 29. október 2009.
Umsókn nr. 90231 (01.87.41)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14. Láland 17-23, kæra, umsögn , úrskurður vegna nr. 21
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 29. október 2009 vegna kæru á samþykkt byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 26. maí 2009 um að veita leyfi til að byggja við húsið að Lálandi 21.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi samþykkt byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 26. maí 2009 um að veita leyfi til að byggja við húsið að Lálandi 21.
Umsókn nr. 90364 (01.17.41)
15. Laugavegur 87, dómur Hæstaréttar
Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 8. október 2009, vegna kvaðar í deiliskipulagi um umferð ökutækja um lóðina við hús nr. 87 við Laugaveg inn á lóð hússins nr. 85.
Umsókn nr. 90378
16. Skipulagsráð, fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur.
"Frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosinn í skipulagsráð sem fulltrúi Framsóknarflokksins 21. ágúst á síðasta ári hefur hann lítið sést á fundum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skipulagsráði óska eftir upplýsingum um á hvaða fundi Sigmundur Davíð hefur mætt og á hvaða fundi ekki. Þá er óskað upplýsinga um launakjör hans fyrir umræddan tíma og kostnað við að kalla inn varamenn."
Lagt fram svar skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 2. nóvember 2009.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Torfi Hjartarson og fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir óskuðu bókað: "Nú er ljóst að Sigmundur Davíð hefur mætt á 19 fundi frá því í ágúst 2008, verið í leyfi frá fundarstörfum í 7 fundi og verið fjarverandi og kallað út varamann á 19 fundi á tímabilinu.
Út frá upplýsingum um laun fyrir setu í skipulagsráði má reikna að Sigmundur Davíð hefur haft 1.006.276 í tekjur fyrir tímabilið. Þar sem hann hefur mætt á 19 fundi gerir það 52.962 kr. fyrir hvern fund.
Viðbótar kostnaður Reykjavíkurborgar við að kalla út varamenn á sama tíma eru rétt tæpar 200 þúsund þar sem greitt er 10.140 - 11.240 fyrir hvern fund (mismunandi eftir tímabilum eins og sjá má í svari).
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Ragnar Sær Ragnarsson og fulltrúar Framsóknarflokksins Ásgeir Ásgeirsson og Brynjar Fransson óskuðu bókað: "Eins og flestum er kunnugt hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nefndarmaður í Skipulagsráði Reykjavíkur tekið að sér formennsku í stjórnmálaflokki og hefur af þeim sökum mætt minna á fundi en efni stóðu til í upphafi. Það er hins vegar hefð fyrir því í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar að fulltrúar gegna trúnaðarstörfum víða og hafa ekki verið gerðar athugasemdir við það fyrr en núna. Nýjasta dæmið er án efa fjarvera oddvita Samfylkingarinnar, Dags B Eggertssonar síðastliðið ár þar sem hann hefur tekið virkan þátt í stjórn landsmála á meðan hann var á launum hjá borginni. Ef Samfylkingin er að leggja til að reglur verði skýrari en verið hefur er réttast að hún byrji á sjálfri sér."
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Torfi Hjartarson og fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir óskuðu bókað: "Fjarvera formanns Framsóknarflokksins í skipulagsráði er einsdæmi í borginni og full ástæða í framhaldi af því að endurskoða reglur borgarinnar. Fjarvera oddvita Samfylkingarinnar eru í engu samræmi við það sem til umræðu er í máli Sigmundar Davíðs. "