Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Fossvogur, endurskoðun deiliskipulags, Melar, reitur 1.540, Húsahverfi svæði C, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Alþingisreitur, Skipulagslög, Skipulagsráð, Aðalskipulag Reykjavíkur 2008-2032, Bensínstöðvar og bensínsölur, Verslunarhúsnæði, Nýr Landspítali við Hringbraut, Skáldastígur, Barðastaðir 61, Dugguvogur 8-10, Traðarland 1, Víkingur, Langholtsvegur 168, Nýlendugata 24c, Skipulagsráð,

Skipulagsráð

188. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 28. október kl. 09:05, var haldinn 188. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Brynjar Fransson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Gunnhildur S Gunnarsdóttir og Margrét Þormar Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 16 og 23. október 2009.


Umsókn nr. 90166 (01.85)
2.
Fossvogur, endurskoðun deiliskipulags, forsögn
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. maí 2009 að deiliskipulagi Fossvogshverfis. Svæðið afmarkast af staðgreinireitum 1.849-1.871, Fossvogsdal, Eyrarlandi, Bústaðavegi og Stjörnugróf. Kynning stóð til 18. september. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar: Pétur Guðjónsson, dags. 1. sept. 2009, Sigurbjörn Búi Sigurðsson, dags. 2 sept. 2009, Anna og Árni Norðfjörð dags. 3. sept. 2009, Stefán Svavarsson dags. 7. sept. 2009, Sigrún Þórðardóttir f.h. 32 íbúa við Markland, dags. 10. sept. 2009, Þröstur Olaf Sigurjónsson dags. 12. sept. 2009, Bæring Bjarnar Jónsson, dags. 17. sept. 2009, Þorgeir H. Níelsson og Sigrún Þórðardóttir dags. 18. sept. 2009, eigendur að Kúrlandi 7, 9 ,11 og 13, dags. 17. sept. 2009, Gylfi Guðmundsson, dags .18. sept. 2009, Katrín Olga Jóhannesdóttir, dags. 19. sept. 2009.
Richard Briem arkitekt kynnti stöðu vinnunnar.

Umsókn nr. 90134
3.
Melar, reitur 1.540, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur að deiliskipulagi Mela dags. apríl 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel. Hagsmunaaðilakynningin stóð til og með 10. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar: Ásdís R. Magnúsdóttir, dags. 28. maí, Ólafur Jónsson, dags. 30. maí, Jón Torfason dags. 3. júni, Guðrún Jóhannesdóttir dags 10.júní.
Bæring Bjarnar Jónsson og Sigbjörn Kjartansson arkitektar kynntu stöðu vinnunnar.

Umsókn nr. 90006 (02.84)
4.
Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. janúar 2009 breytt 2. júní 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Húsahverfi Grafarvogur III svæði C", vegna húsagerðarinnar E8 og E9. Breytingin felst í því að hækkun heimildar vegna hámarks byggingarmagns og heimildum til útbygginga er breytt. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Lex Lögmannstofa f.h. eigenda að Suðurhúsum 2, dags. 17. febrúar 2009 og 12. mars, Björn Z. Ásgrímsson og Jónína Sóley Ólafsdóttir, dags. 16. mars 2009. Einnig er lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 10. ágúst 2009 og ný tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 10. ágúst 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Húsahverfi Grafarvogur III svæði C", vegna húsagerðarinnar E8 og E9.
Tillagan var auglýst frá 26. ágúst til og með 7. október 2009.
Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Björn A. Bjarnason og Sigurbjörg Hjörleifsdóttir dags. 3. október, Ólafur Bergmann, 3. október, Bryndís Helgadóttir og Baldur P. Erlingsson, dags. 4. október, Elvar M. Ríkharðsson og Valgerður Hilmarsdóttir, dags. 4. október, Lex lögmansstofa, dags. 5. október, Elísabet H. Einarsdóttir og Reynir Elíeserson, dags. 5. október, Bjarni Snorrason og Kristín L. Steingrímsdóttir, dags. 6. október, Guðjón Þorbjörnsson og Christine Savard, dags. 8. október 2009, Inga M. Guðmundsdóttir og Elvar Hallgrímsson, dags. 7. október 2009, einnig lögð fram drög að umsögn skipulagsstjóra dags. 14. október 2009.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 40584
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 559 frá 20. október 2009 og nr 560 frá 27. október 2009.


Umsókn nr. 39779 (01.14.110.6)
420169-3889 Alþingi
Kirkjustræti 150 Reykjavík
6.
Alþingisreitur, flutningur á húsi ofl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að flytja hús af sökkli sínum á lóð nr. 12 við Vonarstræti yfir á nýjan, hærri sökkul á fornleifauppgreftri við Kirkjustræti nr. 4, Mhl. 03, að endurbyggja Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti Mhl. 04, til að byggja steinsteypta nýbyggingu Mhl.07 á milli þessara tveggja húsa og tengja öll húsin ásamt Kirkjustræti 8B og 10 við þjónustubyggingu Alþingis á Alþingisreit.
Jafnframt er erindi BN039619 dregið til baka.
Erindi fylgir fyrirspurn BN039505 dags. 24. febrúar 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2009, Húsafriðunarnefndar dags. 3. mars 2009 og skýrsla um brunavarnir dags. 6. janúar 2009. Meðfylgjandi er bréf Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. apríl 2009, einnig ný umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009, einnig bréf hönnuða dags. 17. apríl 2009 og brunaskýrsla útgáfa 2 dags. 20. apríl 2009. Stærðir nýbyggingar, Mhl. 07: Kjallari 381,5 ferm., 1. hæð 212 ferm., 2. hæð 287,1 ferm., 3. hæð 162,7 ferm.Samtals 1.043,3 ferm., 3.844,8 rúmm.
Gjald kr: 7.700 + 296.050
Lagðir fram nýjir uppdrættir Batterísins dags. 20. október 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 80167
7.
Skipulagslög, frumvarp
Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 26. október 2009 til Umhverfisráðuneytisins vegna frumvarps til skipulagslaga.
Bréf skipulags- og byggingarsviðs samþykkt

Umsókn nr. 90374
8.
Skipulagsráð, siðareglur kjörna fulltrúa
Lagðar fram siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem staðfestar voru í borgarráði 20. október 2009.


Umsókn nr. 90118
9.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2008-2032, stofnun vinnuhópa
Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkur dags. 22. október 2009 um stofnun vinnuhóps vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur : Vinnuhópur um heildarskipulag útivistarsvæða.
Samþykkt.

Umsókn nr. 80673
10.
Bensínstöðvar og bensínsölur, stýrihópur um orkustöðvar
Á fundi skipulagsstjóra 3. júlí 2009 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2009 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsráðs á niðurstöðu stýrihóps um orkustöðvar í Reykjavík dags. 29. maí 2009. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 30. september 2009.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.

Umsókn nr. 90359
11.
Verslunarhúsnæði, úttekt á auðu verslunarhúsnæði
Lögð fram skýrsla starfshóps um úttekt á auðu verslunarhúsnæði, dags, 25. september 2009
Sóley Tómasdóttir kynnti

Umsókn nr. 90372 (01.19)
12.
Nýr Landspítali við Hringbraut, skipulag svæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. okt. 2009, vegna svohljóðandi tillögu í borgarráði s.d.: "Borgarráð samþykkir að skipulags- og byggingarsviði verði falið að hraða vinnu við skipulag svæðis nýs Landspítala. Yfir standa viðræður ríkisins og lífeyrissjóða um að ráðist verði í byggingu spítalans og framkvæmdum flýtt til að mæta erfiðu atvinnustigi. Deiliskipulagi fyrir spítalann er ólokið og mikilvægt að markvisst verði unnið að málinu til að óvissa um skipulag tefji ekki hönnun og annan framgang málsins. Jafnframt verði hugað að þeim fjölmörgu sóknarfærum sem skapast geta með návígi spítalans, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri, sbr. fyrri tillögur Samfylkingarinnar í því efni". Borgarráð óskar umsagnar skipulagsstjóra um tillöguna.
Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 26. október 2009.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Skipulagsráð óskar eftir því að verkefnisstjórn nýs háskólasjúkrahúss kynni stöðu skipulagsmála á næsta fundi skipulagsráðs sem haldinn verður þann 4. nóvember nk.


Umsókn nr. 90365
13.
Skáldastígur, bréf
Lögð fram orðsending borgarstjóra ásamt bréfi Kristins E. Hrafnssonar dags. 8. okt. 2009 varðandi Skáldastíg í Grjótaþorpi.
Frestað.

Umsókn nr. 90371 (02.40.43)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14.
Barðastaðir 61, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 19. október 2009 ásamt kæru dags. 8. október 2009 þar sem kærð er gróðursetning trjáa og breyting landslags í landi borgarinnar í grennd við Barðastaði 61 og 63.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 90360 (01.45.40)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15.
Dugguvogur 8-10, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 9. október 2009 ásamt kæru dags. 4. september 2009, vegna synjunar á umsókn um innréttingu áður gerðra íbúða að Dugguvogi 8-10.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 90361 (01.87.59)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16.
Traðarland 1, Víkingur, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 9. október 2009 ásamt kæru dags. 9. september 2009, vegna deiliskipulagsbreytingar að Traðarlandi 1, íþróttasvæði knattspyrnufélagsins Víkings í Fossvogi.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 90003 (01.44.13)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Langholtsvegur 168, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. des. 2008 ásamt kæru vegna synjunar á byggingarleyfisumsókn vegna fasteignarinnar að Langholtsvegi 168. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 22. okt. 2009.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 90004 (01.13.11)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18.
Nýlendugata 24c, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. desember 2008 ásamt kæru vegna breytingar á deiliskipulagi vegna Nýlendugötu 24c. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9. október. 2009.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 90378
19.
Skipulagsráð, fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur.
"Frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosinn í skipulagsráð sem fulltrúi Framsóknarflokksins 21. ágúst á síðasta ári hefur hann lítið sést á fundum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skipulagsráði óska eftir upplýsingum um á hvaða fundi Sigmundur Davíð hefur mætt og á hvaða fundi ekki. Þá er óskað upplýsinga um launakjör hans fyrir umræddan tíma og kostnað við að kalla inn varamenn."