Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, Aðalskipulag Reykjavíkur endurskoðun,

Skipulagsráð

187. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 21. október kl. 09:15, var haldinn 187. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Ásgeir Ásgeirsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Torfi Hjartarson, Sigurður Kaiser Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerði eftirtalin embættismaður grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson Fundarritari var Marta Grettisdóttir.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 60424
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, endurskoðun, skipun stýrihóps
Nýr fulltrúi Samfylkingarinnar skipaður í stýrihóp um endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur í stað Dags B. Eggertssonar.
Samþykkt að fulltrúi Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson taki sæti í Aðalskipulagshópnum.

Umsókn nr. 90373
2.
Aðalskipulag Reykjavíkur endurskoðun, áætlun um hverfafundi
Kynnt áætlun um hverfafundi vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur.