Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Heiðmörk, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Mímisvegur 6, Skipulagsráð, Frakkastígur 27, Skólavörðustígur 8, Staðahverfi, golfvöllur, Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2010, Skipulagslög, Sogavegur 144, Silfurteigur 2, Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, Starengi 6, Egilsgata 3, Áland / Furuborg,

Skipulagsráð

186. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 14. október kl. 09:05, var haldinn 186. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Brynjar Fransson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarni Þ Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Margrét Þormar og Bragi Bergsson Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 2. og 9. október 2009


Umsókn nr. 90348 (08.1)
2.
Heiðmörk, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landmótunar, að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk samkvæmt meðfylgjandi greinargerð og uppdráttar dags. í september 2009.
Einnig lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 2. júlí 2009.

Áheyrnarfulltrúinn Gunnar Hólm Hjálmarsson tók sæti á fundinum kl. 9:17
Kynnt

Umsókn nr. 40524
3.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 557 frá 6. október 2009 og nr. 558 frá 13. október 2009.


Umsókn nr. 90355 (01.11.96)
480206-1500 Arkitektastofa Pálma Guðm ehf
Hafnarstræti 20 101 Reykjavík
210954-3339 Holberg Másson
Mímisvegur 6 101 Reykjavík
4.
Mímisvegur 6, (fsp) endurgerð á þaki, kvistir og norðursvalir
Lögð fram fyrirspurn Arkitektastofu Pálma Guðmundssonar f.h. Holbergs Mássonar, dags. 6. okt. 2009, varðandi endurgerð á þaki, kvisti og norðursvalir á Mímisvegi 6 skv. uppdrætti, dags. 30. sept. 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 13. október 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið, með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

Umsókn nr. 90362
5.
Skipulagsráð, nýjir varamenn í skipulagsráði
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. október 2009 vegna samþykktar í í borgarstjórn 6. október 2009 um að Ásgeir Ásgeirsson taki sæti varamanns í skipulagráði í stað Brynjars Franssonar og jafnframt var samþykkt að Brynjar Fransson taki sæti varamanns í stað Fannýjar Gunnarsdóttur. Einnig lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. október 2009 vegna samþykktar í borgarstjórn s.d. um að Sigurður Kaiser Guðmundsson taki sæti varamanns í skipulagsráði í stað Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur.


Umsókn nr. 90342 (01.19.20)
531202-3410 Tækniskólinn ehf
Skólavörðuholti 101 Reykjavík
6.
Frakkastígur 27, málskot
Lagt fram málskot Tækniskólans, dags. 24. ágúst 2009, vegna synjunar embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra þ. 18. sept. 2009 á erindi um aðgangsstýrt aðgangshlið við innkeyrslu frá Vitastíg að bílastæðum starfsmanna Tækniskólans.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

Umsókn nr. 90344 (01.17.12)
650809-0760 Núðluskálin ehf
Bergstaðastræti 19 101 Reykjavík
7.
Skólavörðustígur 8, málskot
Lagt fram málskot Núðluskálarinnar ehf., dags. 29. sept. 2009, vegna synjunar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 29. sept. 2009 á leyfi til að opna skyndibitastað í verslunarhúsinu á lóð nr. 8 við Skólavörðustíg.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi.

Umsókn nr. 90350 (02.4)
580169-7409 Golfklúbbur Reykjavíkur
Pósthólf 12067 132 Reykjavík
8.
Staðahverfi, golfvöllur, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Golfklúbbs Reykjavíkur dags. 1. október 2009 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna stækkunar á Korpúlfsstaðagolfvelli.
Samþykkt með vísan til e-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 90333
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2010,
Kynnt drög að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2010.


Umsókn nr. 80167
10.
Skipulagslög, frumvarp
Lögð fram orðsending Borgarlögmanns, dags. 7. júlí 2008 ásamt frumvarpi til skipulagslaga ásamt bréfi Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarpið. Einnig er lögð fram umsögn yfirlögfræðings skipulags- og byggingarsviðs, dags. 31. mars 2008 og bréf borgarstjóra dags. 11. apríl 2008 vegna samþykktar borgarráðs á afgreiðslu skipulagsráðs.
Skipulagsráð Reykjavíkurborgar tekur í megindráttum undir þau sjónarmið sem liggja til grundvallar í fyrirliggjandi frumvarpi til skipulagslaga. Ráðið telur þó nauðsynlegt að fá frumvarpið, eins og því hefur væntanlega verið breytt eftir að umsagnir hagsmunaaðila bárust, til umsagnar að nýju.

Umsókn nr. 40441 (01.83.010.6)
11.
Sogavegur 144, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram afrit af bréfi byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2009 og 16. september 2009 til eigenda Sogavegar 144. Í bréfunum er lagt til að gefinn verði tímafrestur að viðlögðum dagsektum til þess að fjarlægja þann hluta stoðveggjar sem nær út í innkeyrslu að lóð nr. 140 við Sogaveg. Málinu fylgir andmælabréf annars eigandans dags. 31. ágúst sl. og bréf byggingarfulltrúa vegna andmæla dags. 14. september 2009.
Lagt er til að skipulagsráð samþykki tillögu byggingarfulltrúa
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 90343 (01.36.22)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
12.
Silfurteigur 2, kæra, umsögn
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar skipulags og byggingarmála, dags. 20. sept. 2009, vegna byggingarleyfis byggingarfulltrúa frá 28. ágúst 2009, mál BN040095 Silfurteigur 2. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 7. okt. 2009.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 60676
671197-2919 Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
13.
Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. október 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði á Hólmsheiði.


Umsókn nr. 90320 (02.38)
210267-3959 Ásdís Ingþórsdóttir
Beykihlíð 6 105 Reykjavík
540169-4119 Félagsmálaráðuneyti
Tryggvag Hafnarhúsi 150 Reykjavík
14.
Starengi 6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. október 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjahverfi vegna Starengi 6.


Umsókn nr. 90336 (01.19.32)
690486-1139 Domus Medica,húsfélag
Egilsgötu 3 101 Reykjavík
15.
Egilsgata 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. október 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Heilsuverndarreit vegna Egilsgötu 3.


Umsókn nr. 90093
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
16.
Áland / Furuborg, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. október 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Borgarspítala vegna leikskólans Furuborg við Áland.