Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Egilsgata 3, Úlfarsárdalur, miðsvæði við Leirtjörn, Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Austurstræti 16, Lækjargata 2/ Austurstræti 22, Lokastígur 28, Frakkastígur 16, Skipulagsráð, tillaga.,

Skipulagsráð

185. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 30. september kl. 09:08, var haldinn 185. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðs sal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Stefán Benediktsson og Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Ann Andreasen. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Haraldur Sigurðsson og Örn Þór Halldórsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 25. september 2009.


Umsókn nr. 90336 (01.19.32)
690486-1139 Domus Medica,húsfélag
Egilsgötu 3 101 Reykjavík
2.
36">Egilsgata 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Domus Medica dags. 23. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Egilsgötu. Í breytingunni felst að að byggð er þriggja hæða viðbygging norðvestan við núverandi hús Domus Medica ásamt bílgeymslu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 22. september 2009.

Björk Vilhelmsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:20.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.
Vísað til borgarráðs


Umsókn nr. 90324 (02.6)
3.
Úlfarsárdalur, miðsvæði við Leirtjörn, forsögn 2009
Lögð fram drög að forsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. sept. 2009. Miðsvæðið markast af Skyggnisbraut í suður og vestur og Úlfarsfellsbraut í norðaustur.
Kynnt.
Vísað til kynningar i umhverfis- og samgönguráði og framkvæmda- og eignaráði


Umsókn nr. 60676
671197-2919 Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
4.
Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, deiliskipulag
Á fundi skipulagsráðs 14. maí 2008 var lögð fram ný tillaga Arkís að deiliskipulagi athafnasvæðis á Hólmsheiði við Suðurlandsveg dags. í maí 2008. Einnig lagðar fram umsagnir umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. júlí 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90116 (01.18.40)
610906-0790 KRADS ehf
Hafnarstræti 19 101 Reykjavík
690402-5720 Laug ehf
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
5.
Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, breyting á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Krads f.h. Lauga ehf., dags. 18. mars 2009 um breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits vegna lóðanna nr. 16,18 og 20 við Bergstaðastræti og lóðarinnar nr. 6B við Spítalastíg samkvæmt uppdrætti Krads, dags. 8 júní 2009 . Í breytingunni felst að breyta heimild til að hafa hótelíbúðir. Einnig lagt fram samkomulag BHB byggingarfélags og Festar frá 18. des. 2008 og bókun húsafriðunarnefndar frá 15. maí 2008. Tillagan var auglýst frá 26. júni til og með 28. september 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Regína Eiríksdóttir dags. 26. júní, Egill Þórðarson og Sara McMahon dags. 5. ágúst 2009, Hilmir Víglundsson og Jón Rafn Antonsson fh. ORO ehf. dags. 6. ágúst 2009, Ingibjörg Friðriksdóttir dags. 5. ágúst 2009, og Bryndís Jónsdóttir, Baldur Björnsson, Einar Árnason, Kári Halldór, Stefán Þór Steindórsson, dags. 3. ágúst og 2. sept. 2009, Ingibjörg Stefánssdóttir, dags. 7. ágúst 2009, íbúasamtök miðborgar dags. 29. júlí 2009. Þóra Andrésdóttir, dags. 6. sept. 2009, Katrín Fjeldsted, dags. 7. sept. 2009, Vésteinn Valgarðsson, dags. 8. sept. 2009.
Samþykkt að framlengja frest til að gera athugasemdir við auglýsta tillögu til 28. október nk.

Umsókn nr. 40485
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 556 frá 29. september 2009.


Umsókn nr. 40328 (01.14.050.1)
680504-3260 Toppmál ehf
Naustabryggju 27 110 Reykjavík
630304-2450 A 16 fasteignafélag ehf
Kirkjutorgi 4 101 Reykjavík
7.
Austurstræti 16, breyta innra skipulagi
Sótt er um leyfi til að skipta í tvo hluta, annarsvegar skemmtistað með 250 gesti og í flokki III og hinsvegar bar með 100 gesti og í flokki III, með því að koma fyrir millivegg og bæta við tveimur snyrtingum í núverandi skemmtistað á jarðhæð verslunarhússins á lóð nr. 16 við Austurstræti.
Málinu fylgir bréf Aðalmálunnar sf, dags. 16. sept. 2009, ódagsett yfirlýsing Gunnars Traustasonar og bréf frá Húsafriðunarnefnd dags. 28 sept.2009.
Gjald kr. 7.700
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði og þegar skilyrðum samkvæmt bókun skipulagsráðs frá 14. nóvember 2007, hefur verið fullnægt. Skipulagsráð beinir því til byggingarfulltrúa að öll sömu skilyrði verði sett við útgáfu byggingarleyfisins auk þess sem þeim verði endurþinglýst á eignina.
Málinu er vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 40447 (01.14.050.6)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
8.
Lækjargata 2/ Austurstræti 22, byggja timburhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. september 2009 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja timburhúsin Austurstræti 22 á steyptri 1. hæð og Lækjargötu 2 og að byggja steinsteypta álmu aftan við og sambyggt Lækjargötu 2 í stað Nýja Bíós, sem þarna stóð, jafnframt er sótt um leyfi fyrir kjallara undir húsunum á sameinaðri lóð nr. 2 við Lækjargötu og nr. 22 við /Austurstræti.
Stærðir: xxxxxxx ferm., 9.118,4 rúmm.
Gjald: 7.700 + 702.117
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu er vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 40294 (01.18.130.9)
300857-3539 Þórólfur Már Antonsson
Lokastígur 28 101 Reykjavík
080661-6309 Hrönn Vilhelmsdóttir
Lokastígur 28 101 Reykjavík
511105-0800 Loki 28 ehf
Lokastíg 28 101 Reykjavík
9.
Lokastígur 28, breyting á notkun
Sótt er um leyfi til að breyta flokkun úr flokki I í flokk II í veitingahúsinu á lóð nr. 28 við Lokastíg.
Erindi fylgir bréf umsækjanda dags. 9. júlí og umboð meðeiganda dags. 19. janúar 2006 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 18. september 2009. Tillagan var kynnt frá 31. ágúst 2009 til og með 17. september 2009. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 7.700

Björk Vilhelmsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 40489 (01.18.212.5 03)
10.
Frakkastígur 16, minnisblað byggingarfulltrúa
Lagt fram að nýju minnisblað byggingarfulltrúa frá 20. júní 2009 þar sem gerð er tillaga um aðgerðir vegna byggingarmála á lóð nr. 16 við Frakkastíg ásamt bréfi byggingarfulltrúa dags. 30. september 2009
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 90058
12.
Skipulagsráð, tillaga., Glaðari gaflar / Gengið að göflunum
Lögð fram tillaga skipulagsráðs dags. 18. febrúar 2009 um glaðari gafla /gengið að göflunum. Einnig er lögð fram forsögn dómnefndar að hugmyndaleit ásamt niðurstöðu dómnefndar.
Kynnt.