Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Gufunes, útivistarsvæði, Túngötureitur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Alþingisreitur, Bergstaðastræti 24B, Gæðastefna Reykjavíkur, Ný götuheiti, Borgartún, Höfði, Skipulagsráð, Skipulagsráð, Grundarstígur 10, Búrfellslína, Kolviðarhólslína, suðvesturlínur, Grandagarður/Geirsgata, Græni trefillinn, útmörk höfuðborgarsvæðisins, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Lokastígsreitir 2, 3 og 4,

Skipulagsráð

183. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 9. september kl. 09:09, var haldinn 183. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Brynjar Fransson, Stefán Þór Björnsson, Kristján Guðmundsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Bragi Bergsson og Margrét Þormar Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 4. september 2009.


Umsókn nr. 90170 (02.2)
650602-4470 Fjörefli ehf
Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík
050268-4709 Eyþór Kristján Guðjónsson
Mánabraut 7 200 Kópavogur
2.
Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 26. júní 2009 var lagt fram erindi Fjöreflis ehf. mótt. 7. maí 2009 um breytingu á deiliskipulagi Gufunes útivistarsvæði vegna skemmtigarðs. Í breytingunni felst að færa og stækka byggingarreit samkvæmt uppdrætti Landarks dags. 5. maí 2009. Einnig var lögð fram eldri umsögn umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. apríl 2009, fundargerð af samráðsfundi dags. 11. júní 2009, lagfærðir uppdrættir dags. 16. júní 2009, breytt 19. ágúst 2009 og umsögn umhverfis - og samgöngusviðs dags. 12. júní 2009. Einnig lögð fram bókun Hverfaráðs Grafarvogs dags. 3. september 2009
Vísað til kynningar hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur.

Umsókn nr. 80622 (01.13.74)
3.
Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 25. maí 2009 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. tillagan var kynnt frá 5. júní til og með 22. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Haraldur Ólafsson dags. 20. júní, 9 athugasemdaaðilar dags 20. júní, Edda Einarsdóttir dags. 20. júní, Áshildur Haraldsdóttir dags. 22. júní, Katrín Karlsdóttir dags. 22. júní, Stefán Snær Grétarsson dags. 22. júní. Einnig lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 4. september 2009.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 40390
4.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 553 frá fundi 8. september 2009.


Umsókn nr. 39779 (01.14.110.6)
420169-3889 Alþingi
Kirkjustræti 150 Reykjavík
5.
Alþingisreitur, flutningur á húsi ofl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að flytja hús af sökkli sínum á lóð nr. 12 við Vonarstræti yfir á nýjan, hærri sökkul á fornleifauppgreftri við Kirkjustræti nr. 4, Mhl. 03, að endurbyggja Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti Mhl. 04, til að byggja steinsteypta nýbyggingu Mhl.07 á milli þessara tveggja húsa og tengja öll húsin ásamt Kirkjustræti 8B og 10 við þjónustubyggingu Alþingis á Alþingisreit.
Jafnframt er erindi BN039619 dregið til baka.
Erindi fylgir fyrirspurn BN039505 dags. 24. febrúar 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2009, Húsafriðunarnefndar dags. 3. mars 2009 og skýrsla um brunavarnir dags. 6. janúar 2009. Meðfylgjandi er bréf Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. apríl 2009, einnig ný umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009, einnig bréf hönnuða dags. 17. apríl 2009 og brunaskýrsla útgáfa 2 dags. 20. apríl 2009. Stærðir nýbyggingar, Mhl. 07: Kjallari 381,5 ferm., 1. hæð 212 ferm., 2. hæð 287,1 ferm., 3. hæð 162,7 ferm.Samtals 1.043,3 ferm., 3.844,8 rúmm.
Gjald kr: 7.700 + 296.050


Frestað.

Náið og gott samráð hefur átt sér stað við meðferð skipulagsráðs Reykjavíkur á byggingarleyfisumsókn Alþingis vegna uppbyggingar á Alþingisreit. Þó almennt sé samstaða um að áorðnar breytingar séu til bóta, þykir enn ríkja talsverð óvissa um framtíðaruppbyggingu á reitnum í heild sinni.

Í umsögn Fornleifaverndar ríkisins, sem er hluti af gögnum málsins kemur fram að enn er unnið að rannsóknum á reitnum og að fyrirhugaðar framkvæmdir eru unnar í fullu samráði við stofnunina. Þrátt fyrir þetta er talið æskilegt að nýskipaður starfshópur menntamálaráðherra um varðveislu og meðferð fornleifa á Alþingisreit, sem skila á niðurstöðum sínum 1. nóvember nk., fái svigrúm til að ljúka vinnu sinni áður en fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi á reitnum er samþykkt. Þetta þykir æskilegt m.a. vegna þess að niðurstaða hópsins getur haft áhrif á endanlega útfærslu bygginga við Kirkjustræti sem getur kallað á breytingu á núgildandi deiliskipulagi Alþingisreits, sér í lagi ef ákveðið verður að gera ráð fyrir fornleifasýningu í kjallara flutningshússins á lóð Kirkjustræti 4.

Í ljósi ofangreinds er samþykkt umsóknarinnar frestað og ítrekuð sú niðurstaða ráðsins frá síðasta fundi, að leggja til stofnun starfshóps á vegum Alþingis og embættis skipulagsstjóra Reykjavíkur um hugsanlega endurskoðun á deiliskipulagi Alþingisreits. Í þeirri endurskoðun skal m.a. taka tillit til lokaniðurstöðu starfshópsins og setja fram tillögu að áfangaskiptingu uppbyggingar. Ofangreind frestun skal þó ekki koma í veg fyrir að hafist verði handa við endurgerð Skjaldbreiðar, að höfðu samráði við embætti byggingarfulltrúa.

Skipulagsráð fagnar jafnframt faglegum vinnubrögðum Alþingis, vegna fornleifafunda á reitnum og uppbyggingu til framtíðar.


Umsókn nr. 40178 (01.18.431.3)
140165-4179 Júlíana Rún Indriðadóttir
Bergstaðastræti 24b 101 Reykjavík
6.
Bergstaðastræti 24B, viðbygging, kvistur
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að hækka veggi, gafla, byggja nýtt anddyri, setja kvist úr steinsteypu og hækka timburþak sbr. fsp.BN038508 á einbýlishúsi á lóð nr. 24B. Grenndarkynning stóð frá 22. júlí til og með 20. ágúst 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Inga Jóhannsdóttir, dags. 11. ágúst og Guðrún Margrét Árnadóttir, dags. 18. ágúst 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 4. september 2009.
Stærðir stækkun: xx ferm., xx rúmm. Samtals eftir stækkun. Gjald kr. 7.700 + xx

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar uppdrættir hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði og með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúi Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson óskaði bókað;
"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson samþykkir með þeim fyrirvara að tryggt verði að gluggar hússins verði í samræmi við upprunalega hönnun, þ.e. viðargluggar í réttum hlutföllum og að gengið verði þannig frá gafli hússins að það styrki fremur en skerði umgjörð steinbæjarins við Bergstaðastræti 24."


Umsókn nr. 90312
7.
Gæðastefna Reykjavíkur, kynning
Halldóra Vífilsdóttir arkitekt kynnti drög að stefnu Reykjavíkurborgar um gæði í manngerðu umhverfi.

Kynnt.

Stefán Þór Björnsson vék af fundi kl. 10:10 og tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sæti hans á fundinum. Þá höfðu verið afgreidd mál nr. 1- 4 á dagskrá.


Umsókn nr. 40389
8.
Ný götuheiti, Vatnsmýri og Grafarholt
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. september 2009 þar sem gerð er tillaga að nýjum götuheitum.
Samþykkt.

Umsókn nr. 90315 (01.21.76)
9.
Borgartún, Höfði, menningarmerkingar
Lögð fram tillaga að staðsetningu upplýsingarskiltis við Höfða.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við staðsetningu upplýsingaskiltis.

Umsókn nr. 90313
10.
Skipulagsráð, starfsdagur 2009
Lögð fram drög að dagskrá starfsdags skipulagsráðs Reykjavíkur árið 2009.
Formaður skipulagsráðs lagði fram tillögu um starfsdag skipulagsráðs þann 21. október 2009.

Umsókn nr. 90317
11.
Skipulagsráð, tillaga v/ bótaskyldu
Formaður skipulagsráðs, Júlíus Vífill Ingvarsson, lagði fram eftirfarandi tillögu;

"Skipulagsráð felur Skipulagsstjóra að gera samantekt á þeirri bótaskyldu sem sveitarfélög geta skapað sér samkvæmt núgildandi skipulags- og byggingarlögum nr. 73 frá 1997 vegna minnkunar byggingarmagns eða annarra breytinga á gildandi deiliskipulagsáætlunum. Ber í því sambandi að líta sérstaklega til aukinnar áherslu á verndun húsa, byggðarmynsturs, kvarða og samfellu nýrrar og eldri byggðar. Í samantektinni komi fram framkvæmd laganna og dómafordæmi.

Til samanburðar verði í sömu greinargerð skipulagsstjóra til ráðsins einnig gerð úttekt á sambærilegum ákvæðum í nærliggjandi löndum, einkum á norðurlöndunum, og hvernig þau hafa verið framkvæmd.

Skipulagsstjóri geri jafnframt tillögu að leiðum sem skapað geta skipulagsyfirvöldum meira frelsi við gerð skipulagsáætlana.
Hugsanleg bótaskylda sveitarfélaga heftir frelsi þeirra til þess að laga deiliskipulagsáætlanir að nýrri sýn og leiðrétta það sem ekki á við lengur og ekki er vilji til að haldi gildi sínu."
Samþykkt

Umsókn nr. 90316
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
12.
Grundarstígur 10, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 31. ágúst 2009 ásamt kæru dags. 19. ágúst 2009, þar sem kært er byggingarleyfi fyrir breytingum á fasteigninni nr 10. við Grundarstíg.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70190
630204-3480 Landsnet ehf
Krókhálsi 5c 110 Reykjavík
13.
Búrfellslína, Kolviðarhólslína, suðvesturlínur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. ágúst 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna suðvesturlína, Búrfellslínu og Kolviðarhólslína.


Umsókn nr. 90056
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
14.
Grandagarður/Geirsgata, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. ágúst 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Grandagarðs og Geirsgötu.


Umsókn nr. 80612
15.
Græni trefillinn, útmörk höfuðborgarsvæðisins, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.2001-2024, breyting
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. ágúst 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins innan Græna trefilsins.


Umsókn nr. 80691 (05.18)
16.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. ágúst 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna aðstöðu til bráðabirgða fyrir Fisfélag Reykjavíkur.


Umsókn nr. 80048 (04.4)
560389-1089 Fisfélag Reykjavíkur
Pósthólf 8702 128 Reykjavík
17.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. ágúst 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna deiliskipulags fyrir Hólmsheiði, bráðabirgða athafnasvæðis Fisfélags Reykjavíkur.


Umsókn nr. 80570 (05.8)
18.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. ágúst 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna jarðvegsfyllinga í Hólmsheiði.


Umsókn nr. 80657 (05.8)
19.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, endurauglýsing deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. ágúst 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna deiliskipulags í Hólmsheiði, afmörkun svæðis vegna jarðvegsfyllinga.


Umsókn nr. 80688
20.
Lokastígsreitir 2, 3 og 4, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. ágúst 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á tillögu að deiliskipulagi fyrir Lokastígsreiti 2, 3 og 4.