Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Starhagi, Gufunes, útivistarsvæði, Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Alþingisreitur, Austurstræti 16, Hverfisgata 61, Efnistaka og efnislosun, Dofraborgir 3, Laugateigur 24, Stýrimannastígur 14, Úlfarsfell, Viðey, Útilistaverk, Hringbraut 35-49, Gvendargeisli 106, Húsahverfi svæði C, Háskóli Íslands, sunnan Brynjólfsgötu, Fróðengi 1-11, Spöngin 43,

Skipulagsráð

182. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 2. september kl. 09:05, var haldinn 182. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Þór Björnsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Marta Grettisdóttir, Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson og Guðfinna Ósk Erlingsdóttir Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 21. og 28. ágúst 2009.


Umsókn nr. 90211 (01.55.5)
700169-3919 Knattspyrnufélag Reykjavíkur
Frostaskjóli 2 107 Reykjavík
2.
Starhagi, æfingasvæði KR
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Storð dags. 5. júní 2009 varðandi deiliskipulag við Starhaga vegna æfingasvæði fyrir KR samkvæmt uppdrætti dags. 5. júní 2009 og greinargerð . Einnig lögð fram greinargerð Fornleifaskráningu Þormóðsstaða dags. 2009. Tillagan var auglýst frá 24. júní til og með 5. ágúst 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ögmundur Skarphéðinsson dags. 5. ágúst 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. ágúst 2009 og minnispunktar frá vinnufundi dags. 20. ágúst 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90170 (02.2)
650602-4470 Fjörefli ehf
Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík
050268-4709 Eyþór Kristján Guðjónsson
Mánabraut 7 200 Kópavogur
3.
Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 26. júní 2009 var lagt fram erindi Fjöreflis ehf. mótt. 7. maí 2009 um breytingu á deiliskipulagi Gufunes útivistarsvæði vegna skemmtigarðs. Í breytingunni felst að færa og stækka byggingarreit samkvæmt uppdrætti Landarks dags. 5. maí 2009. Einnig var lögð fram eldri umsögn umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. apríl 2009, fundargerð af samráðsfundi dags. 11. júní 2009, lagfærðir uppdrættir dags. 16. júní 2009, breytt 19. ágúst 2009 og umsögn umhverfis - og samgöngusviðs dags. 12. júní 2009.
Samþykkt að vísa tillögunni til kynningar hjá hverfisráði Grafarvogs.

Umsókn nr. 60676
671197-2919 Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
4.
Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, deiliskipulag
Á fundi skipulagsráðs 14. maí 2008 var lögð fram ný tillaga Arkís að deiliskipulagi athafnasvæðis á Hólmsheiði við Suðurlandsveg dags. í maí 2008. Einnig lagðar fram umsagnir umhverfis- og samgöngusviðs dags. 13. júlí 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 40336
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerði þessari er fundargerð nr. 551 frá 25. ágúst 2009 og nr. 552 frá 1. september 2009.


Umsókn nr. 39779 (01.14.110.6)
420169-3889 Alþingi
Kirkjustræti 150 Reykjavík
6.
Alþingisreitur, flutningur á húsi ofl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að flytja hús af sökkli sínum á lóð nr. 12 við Vonarstræti yfir á nýjan, hærri sökkul á fornleifauppgreftri við Kirkjustræti nr. 4, Mhl. 03, að endurbyggja Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti Mhl. 04, til að byggja steinsteypta nýbyggingu Mhl.07 á milli þessara tveggja húsa og tengja öll húsin ásamt Kirkjustræti 8B og 10 við þjónustubyggingu Alþingis á Alþingisreit.
Jafnframt er erindi BN039619 dregið til baka.
Erindi fylgir fyrirspurn BN039505 dags. 24. febrúar 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2009, Húsafriðunarnefndar dags. 3. mars 2009 og skýrsla um brunavarnir dags. 6. janúar 2009. Meðfylgjandi er Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. apríl 2009, einnig ný umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009, einnig bréf hönnuða dags. 17. apríl 2009 og brunaskýrsla útgáfa 2 dags. 20. apríl 2009. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 1. september 2009.
Stærðir nýbyggingar, Mhl. 07: Kjallari 381,5 ferm., 1. hæð 212 ferm., 2. hæð 287,1 ferm., 3. hæð 162,7 ferm.Samtals 1.043,3 ferm., 3.844,8 rúmm.
Gjald kr: 7.700 + 296.050


Frestað.
Minnisblað skipulagsstjóra samþykkt.

Áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Magnús Skúlason óskaði bókað: Umfang og útlit millibyggingar er óviðunandi þar sem hún fer m.a. fyrir suðurhlið Kirkjustrætis 12, "Hótel Skjaldbreiðar". Aukin notkun glers breytir litlu þar um. Þá er mælikvarði millibyggingar ekki í takt við þau hús sem hún tengist. Ekki er fallist á að lausn ferlimála kalli á framangreinda gerð byggingar. Ekki er því mótmælt að farið er eftir samþykktu deiliskipulagi. Því þarf hins vegar að breyta m.a. að fella niður ofanjarðar tengigang við Alþingisskála. Því ber hins vegar að fagna að við flutning Vonarstrætis 12 skuli takast að varðveita prentsmiðju Þjóðviljans og flytja hana einnig.


Umsókn nr. 40328 (01.14.050.1)
680504-3260 Toppmál ehf
Naustabryggju 27 110 Reykjavík
630304-2450 A 16 fasteignafélag ehf
Kirkjutorgi 4 101 Reykjavík
7.
Austurstræti 16, breyta innra skipulagi
Sótt er um leyfi til að skipta í tvo hluta, annarsvegar skemmtistað með 250 gesti og í flokki III og hinsvegar bar með 100 gesti og í flokki III, með því að koma fyrir millivegg og bæta við tveimur snyrtingum í núverandi skemmtistað á jarðhæð verslunarhússins á lóð nr. 16 við Austurstræti.
Gjald kr. 7.700
Frestað.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék af fundi kl. 9:55, Brynjar Fransson tók sæti á fundinum í hans stað


Umsókn nr. 39928 (01.15.251.5)
421001-2350 Vatn og land I ehf
Laugavegi 71 101 Reykjavík
8.
Hverfisgata 61, endurnýjun á byggingarleyfi bn037817
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN037817 til að rífa fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 61 við Hverfisgötu.
Niðurrif: Fastanúmer 200-3352 merkt 01 0101 íbúð 48,1 ferm., fastanúmer 200-3353 merkt 01 0201íbúð 47,5 ferm. og geymsla merkt 03 0101 58,8 ferm., fastanúmer 200-3354 merkt 02 0001 vörugeymsla 126,4 ferm., og vörugeymsla merkt 02 0102 86,4 ferm., fastanúmer 200-3355 merkt 02 0101 verslun 40 ferm. Samtals 407,2 ferm. Var fyrst samþykkt 16.maí. 2006 og 4. mars 2008
Gjald kr. 7.700
Synjað.
Á fundi skipulagsráðs þann 24. júní sl. var óskað eftir upplýsingum um tímasett uppbyggingaráform á lóðinni. Slíkar upplýsingar hafa ekki borist.


Umsókn nr. 90281
9.
Efnistaka og efnislosun, stofnun vinnuhóps
Lagt fram erindisbréf fyrir vinnuhóp um mótun heildstæðrar stefnu um efnistöku og efnislosun í nýju aðalskipulagi.
Samþykkt.

Umsókn nr. 90298 (02.34.4)
300856-5789 Ellert Már Jónsson
Miðhús 32 112 Reykjavík
10.
Dofraborgir 3, málskot
Lagt fram málskot Ellerts Más Jónssonar, móttekið 24. ágúst 2009, vegna neikvæðrar afgreiðslu embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra þ. 3. júlí 2009 á umsókn um breytingu á deiliskipulagi Borgahverfis vegna lóðar nr. 3 við Dofraborgir.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að lóðarhafi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, sem síðar verður grenndarkynnt.

Umsókn nr. 40369 (01.36.430.6)
11.
Laugateigur 24, bréf skilmálafulltrúa
Lagt fram bréf skilmálafulltrúa dags. 28. ágúst 2009 vegna stöðvunar framkvæmda án byggingarleyfis á lóð nr. 24 við Laugateig.
Bréf skilmálafulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 40313 (01.13.540.8)
12.
Stýrimannastígur 14, bréf Umhverfisráðuneytisins
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 25. maí 2009 þar sem óskað er eftir umsögn byggingarfulltúa Reykjavíkur vegna beiðni um undanþágu frá ákvæðum ákvæða 78. gr. um lofthæð í kjallara á Stýrimannastíg 14. Einnig eru lagðar fram umsagnir heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 8. júní 2009, byggingarfulltrúa dags. 8. júní 2009 og skipulagsráðs dags. 2. september 2009.


Umsókn nr. 90305 (02.6)
561000-3520 Fjarski ehf
Tangarhöfða 7 110 Reykjavík
13.
Úlfarsfell, fjarskiptabúnaður, bráðabirgðarleyfi
Lagt fram erindi Guðmundar Daníelssonar fh. Fjarska ehf. dags. 28. ágúst 2009 þar sem sótt er um bráðabirgðarleyfi á uppsetningu fjarskiptabúnaðar á Úlfarsfelli samkvæmt ódags. uppdrætti og korti.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Sækja þarf um stöðuleyfi til tveggja ára til embættis byggingarfulltrúa.

Umsókn nr. 90279 (02.0)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
14.
Viðey, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 29. júlí 2009, um framkvæmdaleyfi í Viðey. Ætlunin er að nota námu í landi Ólafs Stephensens til að laga malarstíga á eynni. Einnig lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 6. ágúst 2009.
Samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 90270
470678-0119 Knattspyrnufélagið Þróttur
Engjavegi 7 104 Reykjavík
15.
Útilistaverk, minnisvarði um stofnun Knattspyrnufélagsins Þróttar
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Þróttar, dags. 21. júlí 2009, með ósk um að reisa minnisvarða um stofnun Knattspyrnufélagsins Þróttar við Ægissíðu/Skerjafjörð. Um er að ræða þrjá sexhyrnda stuðlabergssteina, 30-40 cm. á breidd og 80-120 cm. á hæð. Einnig lögð fram umsögn borgarminjavarðar dags. 29. júlí 2009 og minnisblað dags. 31. ágúst 2009.


Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í minnisblaði umhverfisstjóra.

Fulltrúi Samfylkingarinnar Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins


Umsókn nr. 40362 (01.54.100.1)
16.
Hringbraut 35-49, friðun
Lagt fram afrit af bréfi Húsafriðunarnefndar ríkisins til menntmálaráðherra, dags. 20. ágúst 2009, þar sem Húsafriðunarnefnd gerir tillögu um friðun á ytra byrði atvinnu- og fjölbýlishúsanna nr. 35-49 við Hringbraut.


Umsókn nr. 80067 (05.13.5)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Gvendargeisli 106, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 27. ágúst 2009 vegna afgreiðslu skipulagsráðs Reykjavíkurborgar varðandi fjölgun bílastæða við Gvendargeisla 106.




Umsókn nr. 90006 (02.84)
18.
Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. ágúst 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um að auglýsa breytingu á skilmálum í deiliskipulagi fyrir Húsahverfi.


Umsókn nr. 90249 (01.55.2)
600169-2039 Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
19.
Háskóli Íslands, sunnan Brynjólfsgötu, breyting á deiliskipulagi reits A1 vestan Suðurgötu
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. ágúst 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Háskóla Íslands sunnan Brynjólfsgötu.


Umsókn nr. 90259 (02.37.6)
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
20.
Fróðengi 1-11, Spöngin 43, breyting á deiliskipulagi vegna bílastæða
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. ágúst 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Spöngina.