Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Græni trefillinn, útmörk höfuðborgarsvæðisins, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Grandagarður/Geirsgata, Búrfellslína, Kolviðarhólslína, suðvesturlínur, Lokastígsreitir 2, 3 og 4, Reykjavíkurflugvöllur 106748, afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Lækjargata 2A, Skipulagsráð, Fálkagötureitur, Kjalarnes, Útkot, Nönnugata 10, Eddufell 8, Laugavegur 76A, Bryggjuhverfi, Urðarstígsreitir,

Skipulagsráð

181. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 19. ágúst kl. 09:07, var haldinn 181. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Brynjar Fransson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Björn Axelsson og Lilja Grétarsdóttir Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 14. ágúst 2009.


Umsókn nr. 80612
2.
Græni trefillinn, útmörk höfuðborgarsvæðisins, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.2001-2024, breyting
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Græna trefilsins. Tillagan felur í sér breytingar á skilgreiningu varðandi græna trefilinn sem settar eru fram í greinargerð svæðisskipulagsins á bls. 59-61. Tilgangur breytinganna er að einfalda orðalag og undirstrika að frekari útfærsla stefnumörkunar og nánari skilgreining landnotkunar innan trefilsins sé í höndum sveitarfélagana og sett fram í viðkomandi aðal-og deiliskipulagsáætlunum. Einnig er bætt inn nýrri setningu varðandi heimild um tímabundna losun ómengaðs jarðvegs á svæðinu, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Tillagan felur ekki í sér breytingar á meginmarkmiðum um græna trefilinn né breytingar á landfræðilegri afmörkun hans. Auglýsing stóð yfir frá 8. maí til 6. júlí 2009. Athugasemdir bárust frá: Þórir Einarssonar og Guðbjörn Eggertssonar dags, 12. júní, Helga Kristjánsdóttir, f.h. fjögurra landeigenda, dags. 6. júlí 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. ágúst 2009.
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til . 14. gr. 2. mgr.. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs


Umsókn nr. 80691 (05.18)
3.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. maí 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna aðstöðu fyrir fisflug á Hólmsheiði samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 5. maí 2009, ásamt umhverfisskýrslu dags. 31. janúar 2009. Einnig lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu, dags. 12. júní 2009. Athugasemdarfrestur var framlengdur til 6. júlí 2009. Athugasemdir bárust frá: Þóri Einarssyni dags. 21. júní, Lögmál f.h. Græðis félags landeigenda, dags. 19. júní, Kristínu Harðardóttur og Herði Jónssyni dags. 25. júní 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. ágúst 2009.
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 3. mrg. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 sbr. einnig 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80048 (04.4)
560389-1089 Fisfélag Reykjavíkur
Pósthólf 8702 128 Reykjavík
4.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Fisfélags Reykjavíkur, dags. 18. janúar 2008, um deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins á Hólmsheiði skv. uppdrætti Skapa og Skerpa arkitekta, dags. 6. mars 2009. Í tillögunni er gert ráð fyirr tímabundinni afmörkun svæðis fyrir starfsemi Fisfélags Reykjavíkur. Um er að ræða þrískipt svæði, flugbrautir og æfingaaðstaða fyrir vélknúin fis, svæði fyrir bílastæði og flugskýli og svæði fyrir félagsheimili og útivist. Samhljóða tillaga var áður auglýst frá 13. febrúar 2007 til og með 28. mars 2008. Lagt er fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 16. júní 2008 þar sem gerð er athugasemd við birtingu á samþykkt deiliskipulagsins, eldri athugasemdir vegna fyrri auglýsingar: Orkuveita Reykjavíkur, dags. 30. janúar, Fjáreigendafélag Reykjavíkur, dags. 17. mars 2008, hestamannafélagið Fákur, dags. 25. mars 2008, Flugmálastjórn Íslands, dags. 26. mars 2008, Lögmál f.h. Græðis, dags. 26. mars 2008, Þórir Einarsson Skaftahlíð 38, dags. 27. mars 2008 og umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. apríl 2008. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. ágúst 2008 og umsagnir Flugmálastjórnar Íslands dags. 29. júlí og 23. október 2008. Auglýsing stóð frá 8. maí til 22. júni 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Orkuveita Reykjavíkur, dags. 8. maí, Sigurjón Fjeldsted og Ragnheiður Fjeldsted dags 7. júní, Lögmál f.h. Græðis félags landeigenda, dags. 19. júní 2009, Árni Ingason dags. 19. júní, Þórir Einarsson dags. 21. júní, Kristín Harðardóttir og Hörður Jónsson dags 25. júní, Þóri J. Einarssyni og Guðbjarna Eggertssyni hdl. dags. 2. júlí og Helga Kristjánsdóttir, f.h. 4 landeigenda, dags. 6. júlí 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. ágúst 2009.
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð leggur sérstaka áherslu á að samkvæmt fyrirliggjandi tillögu hefur ætíð verið gert ráð fyrir því að nýting svæðisins fyrir aðstöðu Fisfélags Reykjavíkur sé tímabundin. Í ljósi þess er því beint til Framkvæmda- og eignasviðs að huga að slíkum fyrirvörum við gerð afnotasamnings um svæðið auk þess sem ítreka skal skilmála í deiliskipulagi um útlit og frágang bráðabirgðamannvirkja á svæðinu.


Umsókn nr. 80570 (05.8)
5.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur dags. 29. ágúst 2008. Í breytingunni felst afmörkun á svæði til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði fyrir tímabundna losun á ómenguðum jarðvegi samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 29. ágúst 2008. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 29. október 2008 og bréf Skógræktarfélags Garðabæjar dags. 24. nóvember 2008. Auglýsing stóð yfir frá 8. maí til 6. júlí 2009. Athugasemdir bárust frá: Lögmál f.h. Græðis félags landeigenda, dags. 19. júní, íbúasamtök Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 6. júlí 2009 og Þóri J. Einarssyni og Guðbjarna Eggertssyni hdl. dags. 2. júlí 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. ágúst 2009.

Ragnar Sær Ragnarsson tók sæti á fundinum kl. 9:40
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 3. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.



Umsókn nr. 80657 (05.8)
6.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, endurauglýsing deiliskipulags
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju tillaga Landmótunar, að deiliskipulagi á Hólmsheiði dags. 22. vegna afmörkunar á svæði til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði fyrir tímabundna losun á ómenguðum jarðvegi. Samhljóða deiliskipulag var fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. júlí 2008. Tillagan var auglýst frá 8. maí til og með 6. júlí 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigurjón Fjeldsted dags. 22. maí 2009, Lögmál f.h. Græðis félags landeigenda, dags. 19. júní, Helga Kristjánsdóttir, f.h. 4 landeigenda, dags. 6. júlí, íbúasamtök Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 6. júlí 2009 og Þóri J. Einarssyni og Guðbjarna Eggertssyni hdl. dags. 2. júlí 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. ágúst 2009.
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð felur skipulagsstjóra að gera tillögu að stofnun vinnuhóps sem skal hafa það verkefni að móta stefnu um skipulag efnistöku og efnislosunar innan borgarinnar og geri tillögur um reglur þar að lútandi, með vísan til umfjöllunar í umsögn skipulagsstjóra. Skipulagsráð beinir því jafnframt til stýrihóps um endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur, þar sem m.a. er verið að endurskoða stígakerfi á Hólmsheiði, að gera tillögu að nýrri legu göngustígs frá Reynisvatni að Hólmsheiði á þann hátt að hann verði færður til vesturs í samræmi við tillögu í umsögn skipulagsstjóra.


Umsókn nr. 90056
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
7.
Grandagarður/Geirsgata, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Faxaflóahafna dags. 16. febrúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í breytingunni felst breytt landnotkun verbúða við Grandagarð 13a til og með 35, samkvæmt uppdrætti dags. 12. febrúar 2009. Auglýsing stóð frá 26. júní með athugasemdarfresti til 7. ágúst 2009. Engar athugasemdir bárust.
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 3. mrg. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 sbr. einnig 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70190
630204-3480 Landsnet ehf
Krókhálsi 5c 110 Reykjavík
8.
Búrfellslína, Kolviðarhólslína, suðvesturlínur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, breyting
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. s.br. 11. júní 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, ásamt umhverfisskýrslu dags. 11.júní 2009. Ennfremur eru lögð fram bréf Landsnets dags. 10. nóvember og 3. desember 2008. Einnig er lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. desember 2008 ásamt bréfi Landsnets dags. 1. desember 2008 og bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. desember 2008. Auglýsing stóð frá 12. júní með athugasemdarfresti til 27. júlí 2009. Engar athugasemdir bárust.
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 3. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 sbr. einnig 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80688
9.
Lokastígsreitir 2, 3 og 4, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Dennis og Hjördísar ehf. að deiliskipulagi Lokastígsreita dags. í maí 2009. Tillagan var í hagsmunaaðilakynningu frá 3. júní til og með 18. júní 2009
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Árni Þór Árnason dags 6. júní, Orri Árnason dags. 12. júní, Þormóður Sveinsson f. hönd eiganda Lokastíg 21 dags 15. júní, Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson dags. 14. júní, Dýrleif Bjarnadóttir dags. 17. júní, Lilja Gunnarsdóttir og Eyjólfur Ingi Ásgeirsson dags. 17. júní, Friðþjófur Árnason og Líney Símonardóttir dags. 17. júní, Bjarni Rúnar Bjarnason dags. 18. júní, Erna Sigurbaldursdóttir og Pétur Örn Sigurðsson dags 18. júní, Sigtryggur Magnússon og Bergljót Haraldsdóttir dags. 18. júní, Jóhann Gunnarsson, Ellert Finnbogason og Linda Jóhannsdóttir dags 18. júní og Loftur Ásgeirsson dags. 17. júní. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 10. júli 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með þeim breytingum sem fram koma í samantekt skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Sóley Tómasdóttir óskaði bókað:
Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýsingu tillögunnar á þessu stigi með hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu að auglýsingu lokinni


Umsókn nr. 90291 (01.6)
670706-0950 Flugstoðir ohf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
020753-4989 Bjarni Snæbjörnsson
Fagraberg 14 221 Hafnarfjörður
10.
Reykjavíkurflugvöllur 106748, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Bjarna Snæbjörnssonar ark. f.h. Flugstoða, dags. 14. ágúst 2009, um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar skv. uppdrætti dags. 11. ágúst 2009. Breytingin snýst um nýja staðsetningu á bráðabirgðavélageymslu.


Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa


Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Sóley Tómasdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40315
11.
afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 550 frá 18. ágúst 2009.


Umsókn nr. 40317 (01.14.050.5)
621205-1100 Hugmyndasmiðjan ehf
Sólvallagötu 74 101 Reykjavík
12.
Lækjargata 2A, auglýsingadúkur
Sótt er um leyfi til þess að setja upp auglýsingadúk vegna kvikmyndar á norðurgafl húss nr. 2A við Lækjargötu frá 21. ágúst í nokkrar vikur.
Samþykki Iðanda ehf. dags. 17. ágúst 2009 og Landic Property dags. 18. ágúst 2009 fylgir erindinu.

Frestað.

Umsókn nr. 90295
13.
Skipulagsráð, tillaga
Lögð fram eftirfarandi tillaga skipulagsráðs;
" Skipulagsráð samþykkir að láta fara fram úttekt á gistirými í Reykjavík, nýtingu þess og áætlaða þörf fyrir frekari uppbyggingu. Tekið verði mið af þróun ferðamannaiðnaðarins og uppbyggingu hótela og gistiheimila á undanförnum árum. Úttektin verði notuð í þeirri vinnu sem framundan er við endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkurborgar."

Samþykkt.
Tillögunni er vísað til vinnslu við endurskoðun á aðalskipulagi Reykjavíkur.


Umsókn nr. 90288 (01.55)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14.
Fálkagötureitur, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 7. ágúst 2009 ásamt kæru frá 31. júlí 2008 á ákvörðun borgarráðs þ. 28. maí 2008 um samþykkt deiliskipulags fyrir Fálkagötureit.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 90287
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15.
Kjalarnes, Útkot, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 30. júlí 2009 ásamt kæru frá 9. s.m. á synjun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa þ. 9. júní 2009 á umsókn um sameiningu spildna D og E í landi Útkots í Kjalarnesi.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 90286 (01.18.65)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16.
Nönnugata 10, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 29. júlí 2009 ásamt kæru frá 7. s.m. á ákvörðun skipulagsráðs 10. júní 2009 um afturköllun byggingarleyfis vegna Nönnugötu 10.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 90275 (04.68.30)
17.
Eddufell 8, dómur Héraðsdóms Reykjavíkur
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 14. júlí 2009 varðandi Eddufell 8.


Umsókn nr. 90274 (01.17.42)
18.
Laugavegur 76A, dómur Héraðsdóms Reykjavíkur
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 16. júlí 2009 varðandi bílastæðaréttindi á lóð nr. 76A við Laugaveg.


Umsókn nr. 80666 (04.0)
460169-7399 Björgun ehf
Sævarhöfða 33 110 Reykjavík
19.
Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. ágúst 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Bryggjuhverfi.


Umsókn nr. 70727 (01.18.6)
420409-1250 Adamsson ehf-arkitektastofa
Laugavegi 32b 101 Reykjavík
20.
Urðarstígsreitir, tillaga að deiliskipulagi. Reitir 1.186.0 og 1.186.4
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. ágúst 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á tillögu að deiliskipulagi fyrir Urðarstígsreiti.