Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Lokastígsreitir 2, 3 og 4, Bryggjuhverfi, Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, Urðarstígsreitir, Kjalarnes, Mógilsá, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bræðraborgarstígur 3, Kleppsvegur 118-120, Mímisvegur 6, Fegrunarviðurkenningar, Láland 17-23, Bergþórugata 1, Skipholt 17, Bústaðavegur 130, söluskýli, Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, Laugavegur 50, Suðurlandsvegur, tvöföldun,

Skipulagsráð

179. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 15. júlí kl. 09:05, var haldinn 179. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Kristján Guðmundsson, Stefán Þór Björnsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Ólafur Bjarnason, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Margrét Þormar og Gunnhildur S Gunnarsdóttir Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 3. og 10. júlí 2009.


Umsókn nr. 80688
2.
Lokastígsreitir 2, 3 og 4, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Dennis og Hjördísar ehf. að deiliskipulagi Lokastígsreita dags. í maí 2009. Tillagan var í hagsmunaaðilakynningu frá 3. júní til og með 18. júní 2009
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Árni Þór Árnason dags 6. júní, Orri Árnason dags. 12. júní, Þormóður Sveinsson f. hönd eiganda Lokastíg 21 dags 15. júní, Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson dags. 14. júní, Dýrleif Bjarnadóttir dags. 17. júní, Lilja Gunnarsdóttir og Eyjólfur Ingi Ásgeirsson dags. 17. júní, Friðþjófur Árnason og Líney Símonardóttir dags. 17. júní, Bjarni Rúnar Bjarnason dags. 18. júní, Erna Sigurbaldursdóttir og Pétur Örn Sigurðsson dags 18. júní, Sigtryggur Magnússon og Bergljót Haraldsdóttir dags. 18. júní, Jóhann Gunnarsson, Ellert Finnbogason og Linda Jóhannsdóttir dags 18. júní og Loftur Ásgeirsson dags. 17. júní. Einnig lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 10. júli 2009.

Fulltrúi Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og fulltrúi Samfylkingarinnar Björk Vilhelmsdóttir véku af fundi við umfjöllun málsins
Athugasemdir kynntar
Frestað.


Umsókn nr. 80666 (04.0)
460169-7399 Björgun ehf
Sævarhöfða 33 110 Reykjavík
3.
Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Björgunar ehf. um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis. Í breytingunni felst tillaga að stækkun svæðisins til vesturs samk. meðfylgjandi uppdrætti Björns Ólafs ásamt greinargerð og skilmálum dags. 28. nóvember 2008. Tillagan var auglýst frá 11. mars til og með 22. apríl 2009. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemd við erindið: Íbúasamtök Bryggjuhverfis dags. 20. apríl 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 13. júlí 2009.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90131 (04.36.3)
470199-3189 Teiknistofan Storð ehf
Sunnuvegi 11 220 Hafnarfjörður
4.
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, deiliskipulag, grasæfingasvæði
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 10. júlí 2009 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af gervigrasvelli og lóð Árbæjarsundlaugar til norðurs, göngustíg neðan við Klapparás til austurs og göngustíg meðfram Elliðaám til vesturs samkvæmt uppdrætti dags. 10. júlí 2009.
Frestað.
Vísað til umsagnar Veiðimálastofnunar og Umhverfisstofnunar.


Umsókn nr. 70727 (01.18.6)
420409-1250 Adamsson ehf-arkitektastofa
Laugavegi 32b 101 Reykjavík
5.
Urðarstígsreitir, tillaga að deiliskipulagi. Reitir 1.186.0 og 1.186.4
Lögð er fram tillaga ADAMSSON hf - teiknistofa að deiliskipulagi Urðarstígsreita, reitir 1.186.0 og 1.186.4, dags. 13. júlí 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90258
6.
Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Ólafs Axelssonar dags. 13. júlí 2009 að breytingu á deiliskipulagi Mógilsár. Í breytingunni felst óveruleg breyting á byggingarreit samkvæmt uppdrætti dags. 13. júlí 2009.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 40130
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 545 frá 7. júlí og fundargerð 546 frá 14. júlí 2009.


Umsókn nr. 39750 (01.13.501.4)
641105-1550 HVH Verk ehf
Þverholti 14 105 Reykjavík
250864-4859 Gunnar Bergmann Stefánsson
Logafold 66 112 Reykjavík
8.
Bræðraborgarstígur 3, gistiheimili
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að breyta kjallara og 1. hæð í gistiheimili í fjölbýlishúsi á lóð nr. 3 við Bræðraborgarstíg. Grenndarkynning stóð frá 15. maí til og með 16. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ingibjörg Helgadóttir og Árni Björnsson dags. 25. maí 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 13. júlí 2009.
Ekki gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 90238
160944-2699 Baldur Ágústsson
Kleppsvegur 118 104 Reykjavík
9.
Kleppsvegur 118-120, (fsp) ofanábygging
Á fundi skipulagsstjóra 26. júní 2009 var lögð fram fyrirspurn Baldurs Ágústssonar dags. 26. júní 2009 varðandi leyfi til að byggja eina inndregna hæð ofaná húsið nr. 118-120 við Kleppsveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 10. júlí 2009.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 90244 (01.11.96)
480206-1500 Arkitektastofa Pálma Guðm ehf
Hafnarstræti 20 101 Reykjavík
210954-3339 Holberg Másson
Mímisvegur 6 101 Reykjavík
10.
Mímisvegur 6, (fsp) ofanábygging, svalir
Lögð fram fyrirspurn Arkitektastofu Pálma Guðmundssonar f.h. Holbergs Mássonar, dags. 30. júní 2009, varðandi ofanábyggingu og svalir á Mímisvegi 6 skv. uppdrætti, dags. 28. júní 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. júlí 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 90227
11.
Fegrunarviðurkenningar, tilnefningar 2009
Kynntar tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur dags. 15. júlí 2009 að tilnefningum til viðurkenninga fyrir árið 2009 vegna endurbóta á eldri húsum og vegna lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana.
Samþykkt.

Umsókn nr. 90231 (01.87.41)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
12.
Láland 17-23, kæra, umsögn vegna nr. 21
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þar sem kærð er veiting byggingarleyfis vegna fasteignarinnar að Lálandi 21 í Reykjavík.  Í kærunni er gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 13. júlí 2009.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt

Umsókn nr. 90257 (01.19.02)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
13.
Bergþórugata 1, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 10. júlí 2009, vegna kæru á byggingarleyfi fyrir þegar gerðum breytingum og á embættisfærslu byggingarfulltrúa varðandi framkvæmdir að Bergþórugötu 1. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 90176 (01.24.22)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14.
Skipholt 17, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 30. júní 2009 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 15. apríl 2009 um að hafna kröfu kæranda um stöðvun framkvæmda við Skipholt 17 í Reykjavík og að synja kröfu hans um að fella niður byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum.
Úrskurðarorð:
Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.



Umsókn nr. 90128 (01.87.10)
690586-1509 JARL ehf
Krókabyggð 3a 270 Mosfellsbær
150152-4619 Sævar Þór Geirsson
Hrólfsstaðir 560 Varmahlíð
15.
Bústaðavegur 130, söluskýli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. júlí 2009 um samþykkt borgarráðs 2. júlí 2009 á synjun skipulagsráðs vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir Bústaðaveg 130.


Umsókn nr. 90117
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
16.
Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. júlí 2009 um samþykkt borgarráðs 2. júlí 2009 á afgreiðslu skipulagsráðs á breytingu á deiliskipulagi fyrir Pósthússtrætisreit.


Umsókn nr. 80755 (01.17.31)
621097-2109 Zeppelin ehf
Laugavegi 39 101 Reykjavík
411206-0250 ELL-50 ehf
Bæjarlind 6 201 Kópavogur
17.
Laugavegur 50, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. júlí 2009 um samþykkt borgarráðs 2. júlí 2009 á afgreiðslu skipulagsráðs vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir reit 1.173.1, vegna lóðarinnar að Laugavegi 50.


Umsókn nr. 80668 (05.8)
18.
Suðurlandsvegur, tvöföldun, breyting á svæðisskipulagi höfðuborgarsvæðisins
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. júlí 2009 um samþykkt borgarráðs 2. júlí 2009 á afgreiðslu skipulagsráðs vegna breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, Suðurlandsbraut tvöföldun.