Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Kjalarnes, Brautarholtsvegur, Kirkjusandur, Úlfarsárdalur, Húsahverfi svæði C, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Hlíðarfótur 7, Alþingisreitur, Starhagi 3, Háteigsvegur 1, Hlíðarfótur, Bústaðavegur 9, Hrefnugata 3,

Skipulagsráð

178. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 1. júlí kl. 09:10, var haldinn 178. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Stefán Þór Björnsson, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Bragi Bergsson, Gunnhildur S Gunnarsdóttir , Lilja Grétarsdóttir, Örn Þór Halldórsson og Björn Kristleifsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 26. júní 2009.


Umsókn nr. 90106
561204-2760 Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
2.
Kjalarnes, Brautarholtsvegur, lega stofnstígs
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar ehf. að deiliskipulagi vegna legu stofnstígs meðfram Brautarholtsvegi samkvæmt uppdrætti dags. 2. mars 2009. Tillagna var auglýst 29. apríl til og með 12. juní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Eygló Gunnarsdóttir dags,12.júní, Ólafur S. Guðbjartsson dags, 11. júní. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 26.júní 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90232 (01.34)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3.
Kirkjusandur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 24. júní 2009, um breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðar nr. 41 við Borgartún samkvæmt uppdrætti Batterísins dags. 29. júní 2009. Um er að ræða breytingu á lóðarmörkum á suðvestur-horni lóðarinnar.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að fella niður grenndarkynningu þar sem breytingin hefur eingöngu áhrif á hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 90133 (02.6)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
4.
Úlfarsárdalur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 19. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals hverfi 4. Í breytingunni felst að sameiginlegar aðkomu- og bílastæðalóðir við Gefjunar-, Iðunnar-, og Friggjarbrunn verði nú borgarland samkv. uppdrætti VA- arkitekta dags. 19. mars 2009. Tillagan var auglýst frá 29. apríl til og með 12. júní 2009. Athugasemdir bárust frá Árna Jón Sigfússyni, Annettu Scheving og Helgu Margrét Reykdal dags 12. júní 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. júní 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90006 (02.84)
5.
Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. janúar 2009 breytt 2. júní 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Húsahverfi Grafarvogur III svæði C", vegna húsagerðarinnar E8 og E9. Breytingin felst í því að hækkun heimildar vegna hámarks byggingarmagns og heimildum til útbygginga er breytt. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Lex Lögmannstofa f.h. eigenda að Suðurhúsum 2, dags. 17. febrúar 2009 og 12. mars, Björn Z. Ásgrímsson og Jónína Sóley Ólafsdóttir, dags. 16. mars 2009. Einnig er lagt fram minnisblað lögfræði og stjórnsýslu dags. 21. mars 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 40130
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 544 frá 30. júní 2009.


Umsókn nr. 40071 (01.75.520.3)
540599-2039 Hjallastefnan ehf
Vífilsstaðavegi 123 210 Garðabær
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
7.
Hlíðarfótur 7, leikskóli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. júní 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja leikskóla úr timbri og útveggir klæddir annarsvegar með liggjandi bárustálsklæðningu og álklæðningu á lóð nr. 7 við Hlíðarfót.Stærðir: Þjónustukjarni 101,3 ferm. 321,7 rúmm.
Kennsluálma 498,3 ferm. 1987,7 rúmm. Samtals: 599,6 ferm og 2309.4 rúmm.Gjald kr. 7.700 + 177.824
Kynnt.

Umsókn nr. 39779 (01.14.110.6)
420169-3889 Alþingi
Kirkjustræti 150 Reykjavík
8.
Alþingisreitur, flutningur á húsi ofl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að flytja hús af sökkli sínum á lóð nr. 12 við Vonarstræti yfir á nýjan, hærri sökkul á fornleifauppgreftri við Kirkjustræti nr. 4, Mhl. 03, að endurbyggja Skjaldbreið á lóð nr. 8 við Kirkjustræti Mhl. 04, til að byggja steinsteypta nýbyggingu Mhl.07 á milli þessara tveggja húsa og tengja öll húsin ásamt Kirkjustræti 8B og 10 við þjónustubyggingu Alþingis á Alþingisreit.
Jafnframt er erindi BN039619 dregið til baka.
Erindi fylgir fyrirspurn BN039505 dags. 24. febrúar 2009, umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 2. mars 2009, Húsafriðunarnefndar dags. 3. mars 2009 og skýrsla um brunavarnir dags. 6. janúar 2009.
Meðfylgjandi er Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. apríl 2009, einnig ný umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 26. mars 2009, einnig bréf hönnuða dags. 17. apríl 2009 og brunaskýrsla útgáfa 2 dags. 20. apríl 2009.
Stærðir nýbyggingar, Mhl. 07: Kjallari 381,5 ferm., 1. hæð 212 ferm., 2. hæð 287,1 ferm., 3. hæð 162,7 ferm.
Samtals 1.043,3 ferm., 3.844,8 rúmm.
Gjald kr: 7.700 + 296.050
Frestað.

Umsókn nr. 90049 (01.55.53)
101069-5249 Davíð Kristján Chatham Pitt
Skildinganes 11 101 Reykjavík
270667-3769 Ásgeir Árni Ragnarsson
Klapparstígur 7 101 Reykjavík
9.
Starhagi 3, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Davíðs Pitt arkitekts dags. 2. feb. 2009 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Starhaga 3 skv skýringarmyndum og mæliblaði. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 22. júní 2009.
Kynnt.

Umsókn nr. 90235 (01.24.42)
501007-0720 Háteigsvegur 1 ehf
Brekkutanga 1 270 Mosfellsbær
10.
Háteigsvegur 1, málskot
Lagt fram málskot Valdimars Jóhannessonar f.h. Háteigsvegar 1 ehf., dags. 21. júní 2009 vegna synjunar afgreiðslufundar skipulagsstjóra 14. maí 2009 á fyrirspurn sama aðila um stækkun hússins að Háteigsvegi 1.

Fulltrúi Samfylkingarinnar, Stefán Benediktsson sat hjá við afgreiðslu málsins
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 15. maí 2009 staðfest með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

Umsókn nr. 90241 (01.7)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
11.
Hlíðarfótur, framkvæmdaleyfi 2009
Lagt fram bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu Framkvæmda- og eignasviðs dags. 29. júní 2009, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir bráðabirgðagötu í götustæði Hlíðarfótar.
Samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð

Umsókn nr. 90240 (01.73.8)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
12.
Bústaðavegur 9, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 22. júní 2009 ásamt kæru vegna samþykkis skipulagsráðs frá 22. apríl 2009 á byggingarleyfisumsókn frá Veðurstofu Íslands vegna byggingar smáhýsi úr timbri fyrir Geislavarnir ríkisins á lóðinni nr. 9 við Bústaðaveg.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 90210 (01.24.72)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
13.
Hrefnugata 3, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 22. júní 2009 ásamt kæru vegna samþykktar skipulagsráðs frá 22. apríl 2009 á byggingarleyfi fyrir bílskúr og stækkun rishæðar að Hrefnugötu 3.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.