Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Bústaðavegur 130, söluskýli, Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, Laugavegur 50, Urðarstígsreitir, Húsahverfi svæði C, Fossvogshverfi, Vogar sunnan Skeiðarvogs, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Hverfisgata 61, Austurstræti 7, Laugavegur 21, Skólavörðustígur 14, Laugavegur 12, Mímisvegur 6, Sætún 8, Bensínstöðvar og bensínsölur, Skipulagsráð, tillaga., Skipulagsráð, Frakkastígur 16, Láland 17-23, Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkur, Vatnsmýrin, Lokastígur 28, Borgartúnsreitir- Norður, Logafold 1, Foldaskóli, Traðarland 1, Víkingur, Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, Fossvogsdalur,

Skipulagsráð

177. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 24. júní kl. 09:10, var haldinn 177. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Þór Björnsson, Torfi Hjartarson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Bragi Bergsson og Örn Þór Halldórsson Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 12. og 19. júní 2009.


Umsókn nr. 90128 (01.87.10)
690586-1509 JARL ehf
Krókabyggð 3a 270 Mosfellsbær
150152-4619 Sævar Þór Geirsson
Hrólfsstaðir 560 Varmahlíð
2.
Bústaðavegur 130, söluskýli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Jarl ehf. dags. 31. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 130 við Bústaðaveg. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar að Bústaðavegi 130 auk þess sem gert verður ráð fyrir hringakstri samkvæmt uppdrætti VH verkfræðistofunnar dags. 26. mars 2009. Tillagna var auglýst frá 29 . apríl 2009 til og með 12. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Stefán Svavarsson dags. 10.júní, Linda Wiium dags. 10. júní, Þorgeir Hjörtur Nielsen og Sigrún Þórðardóttir dags 11.júní, Bryndís Pétursdóttir dags. 11. júní, undirskriftalisti 22 íbúa, dags. 6. maí 2009 og undirskriftalisti 60 íbúa, dags. 9. júní 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19. júní 2009.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90117
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3.
Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Studio Granda dags. 10. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Pósthússtrætisreits vegna lóðanna Lækjargötu 2 og Austurstræti 20 og 22 samkvæmt uppdrætti dags. 10. mars 2009. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 4. mars 2009.
Tillagan var auglýst frá 8. apríl til og með 10. júní 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Örn V. Kjartansson fh. Landic Property dags, 27. maí 2009.
Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. júní 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80755 (01.17.31)
621097-2109 Zeppelin ehf
Laugavegi 39 101 Reykjavík
411206-0250 ELL-50 ehf
Bæjarlind 6 201 Kópavogur
4.
Laugavegur 50, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Zeppelin arkitekta f.h. Ell-50 ehf., dags. 18. des. 2008 um breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.173.1 vegna lóðarinnar nr. 50 við Laugaveg skv. uppdrætti, dags. 16. des. 2008. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 25. nóvember 2008 og nýjum uppdrætti dags. 23. febrúar 2009. Tillagan var auglýst frá 11. mars til og með 22. apríl 2009. Bréf barst frá Hverfisráði Miðborgar dags. 16. apríl, íbúasamtökum miðborgar dags 21. apríl , Hlín Gunnarsdóttur og Sigurgeir Þorbjörnsson mótt. 22. apríl, undirskrifarlisti 23. íbúa á Timburhúsareit dags. 15. apríl 2009 undirskrifarlisti 26. íbúa á Timburhúsareit dags. 15. apríl 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. maí 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70727 (01.18.6)
5.
Urðarstígsreitir, tillaga að deiliskipulagi. Reitir 1.186.0 og 1.186.4
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð er fram tillaga ADAMSSON hf - teiknistofa að deiliskipulagi Urðarstígsreita, reitir 1.186.0 og 1.186.4, dags. 14. maí 2009. Athugasemdarfrestur var frá 18. maí til 8. júní 2009. Athugasemdarbréf sendu; Helgi Jónsson dags. 7. júní 2009, Úlfur H. Hróbjartsson og Sjöfn Evertsdóttir dags 8. júní 2009, Birna Eggertsdóttir og Rúnar Hrafn Ingimarsson dags 8. júní 2009, Bragi L. Hauksson dags 8.júní 2009, Jósef Halldórsson, dags. 8. júní 2009. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 16. júní 2009.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók sæti á fundinum kl. 10:50 þá hafði einnig verið fjallað um lið nr.10 í fundargerðinni.
Athugasemdir kynntar
Frestað.


Umsókn nr. 90006 (02.84)
6.
Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. janúar 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Húsahverfi Grafarvogur III svæði C", vegna húsagerðarinnar E8 og E9. Breytingin felst í því að hækkun heimildar vegna hámarks byggingarmagns og heimildum til útbygginga er breytt. Tillagan var auglýst frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Lex Lögmannstofa f.h. eigenda að Suðurhúsum 2, dags. 17. febrúar 2009 og 12. mars, Björn Z. Ásgrímsson og Jónína Sóley Ólafsdóttir, dags. 16. mars 2009. Einnig er lagt fram minnisblað lögfræði og stjórnsýslu dags. 21. mars 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 90166 (01.85)
7.
Fossvogshverfi, forsögn
Lögð fram drög skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur að forsögn deiliskipulags Fossvogshverfis dags. maí 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af staðgreinireitum 1.849-1.871. Svæðið afmarkast af Fossvogsdal, Eyrarlandi, Bústaðavegi og Stjörnugróf.
Tillaga skipulags- og byggingarsviðs að forsögn samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða forsögn fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.


Umsókn nr. 90101 (01.4)
8.
Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn 2009
Lögð fram drög að forsögn að deiliskipulagi Voga sunnan Skeiðarvogs dags. 18. júní 2009.
Tillaga skipulags- og byggingarsviðs að forsögn samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða forsögn fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.


Umsókn nr. 40049
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 542 frá 16. júní 2009 og nr. 543 frá 23. júní 2009.


Umsókn nr. 39928 (01.15.251.5)
421001-2350 Vatn og land ehf
Sigtúni 42 105 Reykjavík
10.
Hverfisgata 61, endurnýjun á byggingarleyfi bn037817
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. maí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja byggingarleyfi BN037817 til að rífa fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 61 við Hverfisgötu.
Niðurrif: Fastanúmer 200-3352 merkt 01 0101 íbúð 48,1 ferm., fastanúmer 200-3353 merkt 01 0201íbúð 47,5 ferm. og geymsla merkt 03 0101 58,8 ferm., fastanúmer 200-3354 merkt 02 0001 vörugeymsla 126,4 ferm., og vörugeymsla merkt 02 0102 86,4 ferm., fastanúmer 200-3355 merkt 02 0101 verslun 40 ferm. Samtals 407,2 ferm. Var fyrst samþykkt 16.maí. 2006 og 4. mars 2008
Gjald kr. 7.700
Frestað.
Skipulagsráð óskar eftir upplýsingum um tímasett uppbyggingaráform á lóðinni, þannig að unnt sé að taka afstöðu til umsóknar um niðurrif bygginga.


Umsókn nr. 39832 (01.14.020.6)
590902-3730 Eik fasteignafélag hf
Sóltúni 26 105 Reykjavík
11.
Austurstræti 7, breyting inni
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. júní 2009 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta veitingastað í flokki III á 1. 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 7 við Austurstræti.Meðfylgjandi er staðfesting burðarvirkishönnuðar dags. 3. júní 2009 og bréf Eikar fasteignafélags hf. dags. 15. júní 2009.
Gjald kr. 7.700
Ekki gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 39568 (01.17.110.8)
430491-1059 Festar ehf
Klapparstíg 29 101 Reykjavík
12.
Laugavegur 21, breyting inni
Á fundi skipulagsstjóra 6. mars 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. mars 2009 þar sem sótt er um leyfi fyrir fyrirkomulagsbreytingu innanhúss á verslun með kaffisölu í kaffihús þar sem boðið verður uppá ýmsan varning til sölu í húsi á lóð nr. 21 við Laugaveg.Gjald kr. 7.700 Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra miðborgar og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. júní 2009.
Ekki gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 39755 (01.18.030.2)
291056-3939 Þröstur Kristbjörn Ottósson
Langholtsvegur 113 104 Reykjavík
460495-2459 Kína ehf
Skólavörðustíg 16 101 Reykjavík
13.
Skólavörðustígur 14, kaffihús
Á fundi skipulagsstjóra 24. apríl 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. apríl 2009 þar sem sótt er um leyfi til að breyta bakarí/kaffihúsi í Café/Bistró og endurnýjun á veitingaleyfi II í kjallara og á 1. hæð í húsi á lóð nr. 14 við Skólavörðustíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. júní 2009. Gjald kr. 7.700

Fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, og Björk Vilhelmsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Ekki gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 40038 (01.17.140.1)
230468-4519 María Björk Stefánsdóttir
Langahlíð 19 105 Reykjavík
14.
Laugavegur 12, (fsp) veitingahús
Lögð fram fyrirspurn frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. júní 2009 þar sem spurt er hvort innrétta megi veitingastað í flokki III í húsi á lóð nr. 12 við Laugaveg.
Sjá meðfylgjandi bréf dags. 27. maí 2009 frá skipulagsstjóra.
Neikvætt.

Umsókn nr. 90220 (01.11.96)
210954-3339 Holberg Másson
Mímisvegur 6 101 Reykjavík
200258-3719 Pálmi Guðmundsson Ragnars
Garðastræti 17 101 Reykjavík
15.
Mímisvegur 6, (fsp) portbyggð þakhæð, svalir
Á fundi skipulagsstjóra 12. júní 2009 var lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 10. júní 2009 varðandi portbyggða þakhæð, stækkun svala og gerð nýrra svala til austurs samkvæmt uppdrætti Arkitektastofu Pálma Guðmundssonar, dags. 3. júní 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 18. júní 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 90201 (01.21.63)
440805-0270 Landfestar ehf
Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík
200258-3719 Pálmi Guðmundsson Ragnars
Garðastræti 17 101 Reykjavík
16.
Sætún 8, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Landfesta ehf. dags. 22. maí 2009 varðandi hækkun hússins nr. 8 við Sætún.
Frestað. Fyrirspurninni vísað til skoðunar í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu á reitnum.

Umsókn nr. 80673
17.
Bensínstöðvar og bensínsölur, stýrihópur um orkustöðvar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2009 , þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsráðs á niðurstöðu stýrihóps um orkustöðvar í Reykjavík dags. 29. maí 2009.
Vísað til skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 90058
18.
Skipulagsráð, tillaga., Glaðari gaflar / Gengið að göflunum
Kynnt drög að forsögn dómnefndar að hugmyndaleit að glaðari göflum.
Kynnt.
Samþykkt.


Umsókn nr. 90219
19.
Skipulagsráð, nýr fulltrúi og varafulltrúi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. júní 2009 vegna samþykktar borgarstjórnar 2. júní að Sóley Tómasdóttir taki sæti í skipulagsráði til loka kjörtímabilsins í stað Svandísar Svavarsdóttur og Torfi Hjartarson taki sæti sem varamaður í skipulagsráði í stað Álfheiðar Ingadóttur.


Umsókn nr. 40088 (01.18.212.5 03)
20.
Frakkastígur 16, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dag. 20. júní 2009 vegna málefna Frakkastígs 16.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 90231 (01.87.41)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
21.
Láland 17-23, kæra vegna nr. 21
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þar sem kærð er veiting byggingarleyfis vegna fasteignarinnar að Lálandi 21 í Reykjavík.  Í kærunni er gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda.
Lagt fram.

Umsókn nr. 30308
22.
Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkur, skipan fulltrúa
Skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að viðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og uppgerð eldri húsa árið 2008.
Samþykkt að Þórólfur Jónsson deildarstjóri garðyrkjudeildar og Bragi Bergsson starfsmaður skipulags- og byggingarsviðs skipi vinnuhóp varðandi lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnanna og Margrét Þormar hjá embætti hjá embætti skipulagsstjóra auk fulltrúa frá Minjasafni Reykjavíkur skipi vinnuhóp vegna eldri húsa.

Umsókn nr. 80123 (01.6)
23.
Vatnsmýrin, tilnefning fulltrúa í stýrihóp
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. maí 2009, vegna samþykktar borgarráðs s.d. að endurskipa í stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Samþykkt var að skipa fimm fulltrúa í hópinn: Júlíus Vífill Ingvarsson formaður, Gísli Marteinn Baldursson, Óskar Bergsson, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir.

Fulltrúi Samfylkingarinnar Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi kl: 12:30.


Umsókn nr. 90223 (01.18.13)
24.
Lokastígur 28, rekstrarleyfi fyrir Cafe Loka
Á fundi skipulagsstjóra 12. júní 2009 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. júní 2009, vegna samþykktar borgarráðs frá 4. s.m. að vísa erindi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 22. apríl s.l. um rekstrarleyfi fyrir Cafe Loka til skipulagsráðs til skoðunar út frá skipulagslegum forsendum. Einnig lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. maí 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá embætti skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. júní 2009.


Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 80568
25.
Borgartúnsreitir- Norður, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. varðandi drög að deiliskipulagi Borgartúnreits norður verði höfð að leiðarljósi varðandi uppbyggingu á svæðinu.


Umsókn nr. 90077 (02.87.50)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
26.
Logafold 1, Foldaskóli, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júní 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um samþykkt á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Foldaskóla að Logafold 1.


Umsókn nr. 90028 (01.87.59)
27.
Traðarland 1, Víkingur, bílastæði breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2009 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs 10. s.m. vegna breytts deiliskipulags á athafnasvæði Víkings að Traðarlandi 1.


Umsókn nr. 70721 (01.14.04)
28.
Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2009 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs 10. s.m. vegna auglýsingar á breyttu deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðanna að Thorvaldensstræti 2, Vallarstræti 2 og Aðalstræti 7.


Umsókn nr. 90116 (01.18.40)
610906-0790 KRADS ehf
Hafnarstræti 19 101 Reykjavík
690402-5720 Laug ehf
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
29.
Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, breyting á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2009 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs 10. s.m. vegna auglýsingar á breyttu deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits vegna lóða nr. 16, 18 og 20 við Bergstaðastræti.


Umsókn nr. 90019
510402-2940 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
30.
Fossvogsdalur, deiliskipulag v/stíga
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júní 2009 varðandi samþykkt borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs 10. s.m. vegna samþykktar á deiliskipulagi Fossvogsdals vegna lagningar stíga.