Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Túngötureitur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Óðinsgata 24A, Skipulagsráð, Skipulagsráð, tillaga., Úlfarsfell, Skipulagsráð,

Skipulagsráð

172. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 29. apríl kl. 09:08, var haldinn 172. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Guðlaugur G Sverrisson, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Bragi Bergsson, Margrét Þormar, Örn Þór Halldórsson, Björn Axelsson og Haraldur Sigurðsson Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 24 apríl 2009.


Umsókn nr. 80622 (01.13.74)
2.
Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 19 mars 2009 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. Einnig er lögð fram forsögn skipulagsstjóra dags. í desember 2007 og athugasemdir úr forkynningu sem stóð yfir frá 17. des. 2007 til 8. janúar 2008 frá Áshildi Haraldsdóttur, Túngötu 44, Guðrúnu Bjarnadóttur og Ingólfi Hannessyni Hávallagötu 36, Geir Svanssyni Bræðraborgarstíg 23a, Irmu Erlingsdóttur Bræðraborgarstíg 23a, Eddu Einarsdóttur Hávallagötu 48, Haraldi Ólafssyni Hávallagötu 48, Arthur Bogasyni o.fl. Túngötu 40, Elísabetu Þórðardóttur og Einari Gunnarsyni Hávallagötu 34. Einnig er lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 22. apríl 2008.

Svandís Svavarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 09:15
Frestað.

Umsókn nr. 39736
4.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 535 frá 28 apríl 2009.


Umsókn nr. 39535 (01.18.443.4)
201142-6289 Ólína Torfadóttir
Hafnarstræti 100 600 Akureyri
100863-4649 Kristín Haralda Cecilsdóttir
Óðinsgata 24a 101 Reykjavík
5.
Óðinsgata 24A, endurnýjun á byggingarleyfi BN031413
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. febrúar 2009 þar sem sótt er um endurnýjun á erindi BN031413 þar sem veitt var leyfi til að byggja kvisti á norður- og vesturþekju, byggja svalir að suðurhlið, breyta stiga milli annarrar hæðar og rishæðar, endurnýja útveggjaklæðningu og breyta eignamörkum íbúða hússins á lóðinni nr. 24A við Óðinsgötu. Erindið var grenndarkynning frá 5. mars til og með 2. apríl 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Listasafn Hótel Holt og Hausta ehf. dags. 30. mars. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. apríl 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 90152
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
6.
Skipulagsráð, menningarmerkingar
Lagt fram bréf frá Menningar- og ferðamálasviðs dags. 16. apríl 2009 varðandi menningarmerkingar í Reykjavík.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 90058
7.
Skipulagsráð, tillaga., Glaðari gaflar / Gengið að göflunum
Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2008 var lögð fram eftirfarandi tillaga skipulagsráðs; "Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsstjóra að undirbúa hugmyndaleit meðal almennings um leiðir og möguleika til að gæða gafla miðborgarinnar lífi. Slík hugmyndaleit felur í sér margskonar sóknarfæri og möguleika fyrir skapandi fólk, listamenn og arkitekta, unga og aldna, handverksfólk og iðnaðarmenn og gæti þannig orðið atvinnuskapandi. Um gæti verið að ræða gróður, myndlist eða nýja og óvænta efnisnotkun".
Tillögunni var vísað til nánari meðferðar embættis skipulagsstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt forsögn að hugmyndaleit dags. 5. apríl 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 60733 (02.6)
590269-1829 Skíðasamband Íslands
Glerárgötu 26 600 Akureyri
8.
Úlfarsfell, skíðahús
Á fundi skipulagsstjóra 13. júlí 2007 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2007, varðandi samþykkt borgarráðs frá 14. s.m. að vísa umsókn formanns og stjórnarformanns Skíðasambands Íslands, dags. 11. júní 2007, um lóð í hlíðum Úlfarsfells til byggingar á skíðahúsi til skipulagsráðs.

Skipulagsráð vísar erindinu til forsagnarvinnu um miðsvæðið í Úlfarsárdal.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Svandís Svavarsdóttur og fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, og Björk Vilhelmsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað: "Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar hafa miklar efasemdir um að vísa erindinu til forsagnarvinnu við þau ytri skilyrði sem nú ríkja. Tímasetningin orkar verulega tvímælis og eru jafnframt settir fullir fyrirvarar við afstöðu til málsins á síðari stigum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson , Ragnar Sær Ragnarsson og fulltrúi framsóknarflokksins Stefán Þór Björnsson óskuðu bókað: Umsókn stjórnarformanns Skíðasambands Íslands, dags. 11. júní 2007, var vísað frá borgarráði til skipulagsráðs14. júlí sama ár. Þessu erindi hefur ekki enn verið svarað. Í byrjun þessa mánaðar var óskað eftir því að erindið fengið afgreiðslu. Ekki er tekin efnisleg afstaða til umsóknarinnar á þessum fundi skipulagsráðs en því er vísað inn í forsagnarvinnu um miðsvæði í Úlfarsárdal. Erindi Skíðasambandsins kemur aftur fyrir ráðið þegar það hefur fengið faglega umfjöllun og þá verður tekin efnisleg afstaða til þess.



Umsókn nr. 90159
9.
Skipulagsráð, gerð skipulags í Reykjavík 1924-1966
Gerð skipulags í Reykjavík 1924-1966
-nokkur sögubrot-

Guðlaugur G. Sverrisson vék af fundi kl.10:20
Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur kynnti.