Skipulagsráð, Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Bíldshöfði 9, Bíldshöfði 20, Heiðargerði 76, Áland / Furuborg, Rofabær 34, Árbæjarskóli, Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Starfs- og fjárhagsáætlun 2009, Skúlagata 40, Hlyngerði 6, Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, Hólatorg 2, Kárastígsreitur austur Reitur 1.182.3, Kirkjuteigur 21, Langholtsvegur/Drekavogur,

Skipulagsráð

167. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 11. mars kl. 09:05, var haldinn 167. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Ingvar Jónsson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Örn Þór Halldórsson, Lilja Grétarsdóttir, Björn Axelsson, Haraldur Sigurðsson og Þórarinn Þórarinsson Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 90092
1.
Skipulagsráð, leyfi frá nefndarsetu nýr nefndarfulltrúi 2009
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. mars 2009, vegna samþykktar borgarráðs frá 3. mars að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fái leyfi frá nefndarsetu í skipulagsráði frá og með 3. mars 2009 og út apríl. Brynjar Fransson tekur sæti í hans í ráðinu á meðan.
Formaður skipulagsráðs lagði fram tillögu um að Brynjar Fransson yrði kjörinn varaformaður skipulagsráðs.

Tillagan var samþykkt einróma.


Umsókn nr. 10070
2.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 6. mars 2009.


Umsókn nr. 80756 (04.06.20)
451004-4680 Eyrarland ehf
Urriðakvísl 18 110 Reykjavík
170242-4599 Einar V Tryggvason
Miðdalur 270 Mosfellsbær
3.
Bíldshöfði 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar f.h. Eyrarlands ehf., dags. 18. desember 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Bíldshöfða. Sótt er um aukningu á byggingarmagni og breytta aðkomu að lóð í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti dags. 13. janúar 2009. Einnig lagt fram samþykki meðeigenda dags. 13. janúar 2009 og orðsending borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 ásamt meðfylgjandi bréfi Eyrarlands ehf. dags. 19. febrúar 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 80590 (04.06.51)
600269-2599 Smáragarður ehf
Hlíðasmára 11 201 Kópavogur
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
4.
Bíldshöfði 20, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Smáragarðs ehf. dags. 15. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 20 við Bíldshöfða. Í breytingunni felst að gert ráð fyrir 7. hæða viðbyggingu til austurs, auk 3 hæða viðbyggingu til suðurs, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta mótt. 24.febrúar 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. febrúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrætti hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80753 (01.80.22)
270631-4529 Guðmundur Ó. Eggertsson
Heiðargerði 76 108 Reykjavík
5.
Heiðargerði 76, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðmundar Eggertssonar, mótt. 17. desember 2008, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 76 við Heiðargerði samkvæmt uppdrætti Húss og skipulags dags. í janúar 2006. Í breytingunni felst tillaga að hækkun á nýtingarhlutfalli. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 24. júlí 2008 þar sem samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 15. mars 2006, um að synja um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar að Heiðargerði 76, er felld úr gildi. Erindi var samþykkt í grenndarkynningu á fundi skipulagsráðs þann 14. janúar 2009 og er nú lagt fram að nýju. Grenndarkynning stóð frá 19. janúar til og með 16. febrúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Steinunn Ásg. Frímannsdóttir, Heiðargerði 90, dags. 13. febrúar, Ásberg M. Einarsson, Heiðargerði 90, dags. 13. febrúar, María Hlinadóttir og Magnús Halldórsson, Heiðargerði 88, dags. 16. febrúar og Edith Nicolaidóttir dags. 13. febrúar 2009. Einnig er lagt fram bréf Marteins Mássonar hrl. f.h. lóðarhafa dags. 10. mars 2009.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 90093
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
6.
Áland / Furuborg, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 5. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgarspítalans vegna lóðar leikskólans Furuborgar. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits, auk fjölgunar á bílastæðum, samkvæmt uppdrætti dags. 3. mars 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 80741
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
7.
Rofabær 34, Árbæjarskóli, breyting á deiliskipulagi, Árbær-Selás
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 11. desember 2008, um breytingu á deiliskipulagi Árbær-Selás vegna lóðarinnar nr. 34 við Rofabæ. Í breytingunni felst m.a. staðsetning boltagerðis og breyting á bílastæðum samkvæmt uppdrætti dags. 11. desember 2008. Erindið var í auglýsingu frá 19. janúar til og með 2. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Stefán Thors, Hábæ 41, dags. 26. jan. 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. mars 2009.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80612
8.
Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.2001-2024
Lögð fram að lokinni kynningu drög skipulags- og byggingarsviðs dags. í september 2008 og breytt 21. október 2008 að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Einnig lögð fram bréf Mosfellsbæjar dags. 29. október 2008, Hafnarfjarðarbæjar dags. 10. nóvember 2008, Kjósarhrepps dags. 10. nóvember 2008, Kópavogsbæjar dags. 21. nóvember 2008, Seltjarnarnesbæjar dags. 10. desember 2008 og Garðabæjar dags. 26. febrúar 2009.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80570 (05.8)
9.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur dags. 29. ágúst 2008. Í breytingunni felst afmörkun á svæði til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði fyrir tímabundna losun á ómenguðum jarðvegi samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 29. ágúst 2008. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 29. október 2008 og bréf Skógræktarfélags Garðabæjar dags. 24. nóvember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu .
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80657 (05.8)
10.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, endurauglýsing deiliskipulags
Lagt fram að nýju tillaga Landmótunar, að deiliskipulagi á Hólmsheiði dags. 22. vegna afmörkunar á svæði til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði fyrir tímabundna losun á ómenguðum jarðvegi. Samhljóða deiliskipulag var fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. júlí 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu .
Vísað til borgarráðs.

Jafnframt er samþykkt að tilkynna þeim aðilum sem áður gerðu athugasemdir við tillöguna um nýja auglýsingu.


Umsókn nr. 80691 (05.18)
11.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 23. janúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna aðstöðu fyrir fisflug á Hólmsheiði samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 23. janúar 2009, ásamt umhverfisskýrslu dags. í janúar 2009. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. desember 2008, bréf skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. febrúar 2009, umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 11. febrúar 2009, umsögn Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 18. febrúar 2009 og umsögn Fornleifaverndar dags. 5. mars 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu .
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80048 (04.4)
560389-1089 Fisfélag Reykjavíkur
Pósthólf 8702 128 Reykjavík
12.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins
Lögð fram umsókn Fisfélags Reykjavíkur, dags. 18. janúar 2008, um deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins á Hólmsheiði skv. uppdrætti Skapa og Skerpa arkitekta, dags. 6. mars 2009. Í tillögunni er gert ráð fyirr tímabundinni afmörkun svæðis fyrir starfsemi Fisfélags Reykjavíkur. Um er að ræða þrískipt svæði, flugbrautir og æfingaaðstaða fyrir vélknúin fis, svæði fyrir bílastæði og flugskýli og svæði fyrir félagsheimili og útivist. Samhljóða tillaga var áður auglýst frá 13. febrúar 2007 til og með 28. mars 2008. Lagt er fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 16. júní 2008 þar sem gerð er athugasemd við birtingu á samþykkt deiliskipulagsins, eldri athugasemdir vegna fyrri auglýsingar: Orkuveita Reykjavíkur, dags. 30. janúar, Fjáreigendafélag Reykjavíkur, dags. 17. mars 2008, hestamannafélagið Fákur, dags. 25. mars 2008, Flugmálastjórn Íslands, dags. 26. mars 2008, Lögmál f.h. Græðis, dags. 26. mars 2008, Þórir Einarsson Skaftahlíð 38, dags. 27. mars 2008 og umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. apríl 2008. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 6. ágúst 2008 og umsagnir Flugmálastjórnar Íslands dags. 29. júlí og 23. október 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu .
Vísað til borgarráðs.

Jafnframt er samþykkt að tilkynna þeim aðilum sem áður gerðu athugasemdir um nýja málsmeðferð og auglýsingu en eldri athugasemdir falla úr gildi við auglýsingu tillögunar nú.


Umsókn nr. 39596
13.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 529 frá 10. mars 2009.


Umsókn nr. 90094
14.
Starfs- og fjárhagsáætlun 2009, endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009
Kynntar tillögur að endurskoðun fjárhagsáætlunar skipulags- og byggingarsviðs 2009.
Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri kynnti.

Umsókn nr. 39605 (01.15.440.1 09)
15.
Skúlagata 40, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. mars 2009 vegna óleyfisskilta á lóðinni nr. 40 við Skúlagötu.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 90088 (01.80.62)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16.
Hlyngerði 6, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kæru þar sem kærð er samþykkt á deiliskipulagi vegna Hlyngerði 6
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 60424
17.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, endurskoðun, skipun stýrihóps
Nýr fulltrúi skipaður í stýrihóp Aðalskipulags Reykjavíkur
Samþykkt að í stýrihópi um endurskoðun aðalskipulags sitji af hálfu Framsóknarflokksins, Ásgeir Ásgeirsson í stað Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem er í leyfi.

Umsókn nr. 90086 (01.16.03)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18.
Hólatorg 2, kærur
Lögð fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kærum þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna Hólatorgs 2 og vegna byggingarleyfis.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 90089 (01.18.23)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
19.
Kárastígsreitur austur Reitur 1.182.3, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kæru þar sem kærð er samþykkt á deiliskipulagi fyrir reit 1.182.3 Kárastígsreitur austur.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 90091 (01.36.11)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20.
Kirkjuteigur 21, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kæru þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Teigahverfis vegna Kirkjuteigs 21.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 90090 (01.41.40)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
21.
Langholtsvegur/Drekavogur, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kæru þar sem kærð er samþykkt deiliskipulags fyrir Langholtsveg /Drekavog.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.