Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Álfsnes, Álfsnes, Sorpa, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Samgöngumiðstöð, Bíldshöfði 20, Logafold 1, Foldaskóli, Öldusel 17, Ölduselsskóli, Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, Fossvogsdalur, Fossvogsdalur, miðlunartjarnir, Traðarland 1, Víkingur, Urðarstígsreitir, Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Næfurás 10-14, Bústaðavegur 9, Skúlagata 13, Úlfarsárdalur, Halla- og Hamarhlíðarlönd, Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, Víðidalur, Fákur, Laugavegur 50,

Skipulagsráð

166. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 4. mars kl. 09:05, var haldinn 166. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Örn Þór Halldórsson, Bragi Bergsson og Margrét Þormar Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 27. febrúar 2009.


Umsókn nr. 80399
2.
Álfsnes, höfn og iðnaðarsvæði
Lagt fram að nýju minnisblað skipulags- og byggingarsviðs, dags. 30. maí 2008 varðandi höfn og iðnaðar- og athafnasvæði á norðvestanverðu Álfsnesi vestan Sundabrautar. Einnig er lagt fram kynningarefni skipulags- og byggingarsviðs dags. 27. febrúar 2009.

Svandís Svavarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:10
Samþykkt að fela skipulagsstjóra að undirbúa viðeigandi breytingar á svæðis- og aðalskipulagi, í samvinnu við Faxaflóahafnir ásamt umhverfismati. Við vinnslu breytingartillagna verði höfð hliðsjón af mótun framtíðarstefnu um Álfsnesið í yfirstandandi heildarendurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur

Umsókn nr. 70320
510588-1189 SORPA bs
Gufunesi 112 Reykjavík
3.
Álfsnes, Sorpa, framtíðarvinnslusvæði
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2007 varðandi umsókn Sorpu bs. um lóð undir framtíðarvinnslusvæði fyrirtækisins í Álfsnesi. Einnig lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs, dags. 27. júní 2008. Einnig er lagt fram kynningarefni skipulags- og byggingarsviðs dags. 27. febrúar 2009.
Samþykkt að fela skipulagsstjóra að undirbúa viðeigandi breytingar á svæðis- og aðalskipulagi í samvinnu við Sorpu bs. ásamt umhverfismati. Við vinnslu breytingartillagna verði höfð hliðsjón af mótun framtíðarstefnu um Álfsnesið í yfirstandandi heildarendurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur.

Umsókn nr. 80691 (05.18)
4.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 23. janúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna aðstöðu fisflugs á Hólmsheiði samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 23. janúar 2009, ásamt umhverfisskýrslu dags. í janúar 2009. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. desember 2008, bréf skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. febrúar 2009, umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 11. febrúar 2009 og umsögn Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 18. febrúar 2009.
Kynnt.
Frestað


Umsókn nr. 80589
5.
Samgöngumiðstöð, matslýsing
Lögð fram matslýsing (1 drög) dags. í september 2008 vegna umhverfismats deiliskipulags samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri. Einnig er lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 13. okt. 2008.
Staða málsins kynnt.

Umsókn nr. 80590 (04.06.51)
600269-2599 Smáragarður ehf
Hlíðasmára 11 201 Kópavogur
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
6.
Bíldshöfði 20, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Smáragarðs ehf. dags. 15. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 20 við Bíldshöfða. Í breytingunni felst að gert ráð fyrir 7. hæða viðbyggingu til austurs, auk 3 hæða viðbyggingu til suðurs, samkv. meðfylgjandi uppdrætti ASK arkitekta mótt. 24.febrúar 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 25. febrúar 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 90077 (02.87.50)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
7.
Logafold 1, Foldaskóli, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 26. febrúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis, fyrsta áfanga, vegna lóðarinnar nr. 1 við Logafold. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir boltagerði við Foldaskóla samkvæmt uppdrætti, dags. 15. janúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila að Logafold 3 og 5 um tillöguna.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90076 (04.9)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
8.
Öldusel 17, Ölduselsskóli, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 26. febrúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðarinnar nr. 17 við Öldusel. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður, bílastæðum fjölgað og gert er ráð fyrir boltagerði við Ölduselsskóla skv. meðfylgjandi uppdrætti, dags, 24. febrúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90081 (04.14)
580169-7409 Golfklúbbur Reykjavíkur
Pósthólf 12067 132 Reykjavík
280245-4889 Garðar Eyland Bárðarson
Bakkastaðir 49 112 Reykjavík
9.
Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Golfklúbbs Reykjavíkur dags. 18. febrúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur. Í breytingunni felst að gert verði ráð fyrir vélageymslu í suð-austur horni golfvallarins samkv. meðfylgjandi uppdrætti Björns Axelssonar dags. 8. febrúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90019
510402-2940 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
10.
Fossvogsdalur, deiliskipulag v/stíga
Á fundi skipulagsráðs 28. janúar 2009 var lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngusviðs ódags. móttekið 19. janúar 2009 að deiliskipulagi í Fossvogsdal vegna stíga. Í tillögunni er gert ráð fyrir hjólastíg frá Kringlumýrarbraut að Reykjanesbraut samk. meðfylgjandi uppdrætti Landmótunar dags. 7. janúar 2009. Einnig lagt fram bréf umhverfis-og samgöngusviðs dags. 14. janúar 2009. Erindinu var vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs og er nú lagt fram að nýju ásamt bókun skipulagsnefndar Kópavogs dags. 17. febrúar 2009 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90027 (01.85.5)
11.
">Fossvogsdalur, miðlunartjarnir, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsráðs 28. janúar 2009 var lagður fram uppdráttur Landmótunar dags. 16. desember 2008 vegna niðurfellingar á hluta deiliskipulags Fossvogsdalur miðlunartjarnir. Erindinu var vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs og er nú lagt fram að nýju ásamt bókun skipulagsnefndar Kópavogs dags. 17. febrúar 2009 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90028 (01.87.59)
12.
Traðarland 1, Víkingur, bílastæði breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsráðs 28. janúar 2009 var lögð fram tillaga THG arkitekta dags. 22. janúar 2009 að breytingu á deiliskipulagi Traðarland 1, athafnasvæði Víkings. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulagssvæðisins. Erindinu var vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs og er nú lagt fram að nýju ásamt bókun skipulagsnefndar Kópavogs dags. 17. febrúar 2009 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70727 (01.18.6)
13.
Urðarstígsreitir, tillaga að deiliskipulagi. Reitir 1.186.0 og 1.186.4
Lögð er fram tillaga Arkitekta Gunnars og Reynis sf. að deiliskipulagi Urðarstígsreita, reitir 1.186.0 og 1.186.4, dags. 15. janúar 2009. Einnig er lögð fram forsögn skipulagsstjóra dags. í nóvember 2007 og athugasemdir við forkynningu frá Sigurði Áss Grétarssyni, Braga L. Haukssyni, Rúnari Ingimarssyni og Birnu Eggertsdóttur.
Reynir Adamsson arkitekt kynnti tillöguna.
Frestað.


Umsókn nr. 50697 (01.14.05)
14.
Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Kynntar tillögur Argos, Gullinsniðs og Studio Granda að frumhönnun á horni Lækjargötu og Austurstrætis.
Hjörleifur Stefánsson og Kristín Einarsdóttir kynntu.

Umsókn nr. 39575
15.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 528 frá 3. mars 2009.


Umsókn nr. 39548 (04.38.140.2)
16.
Næfurás 10-14, lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 28. janúar 2009 með tillögu til aðgerða vegna óleyfisframkvæmda í kjallaraíbúð, ásamt rafpósti eiganda íbúðarinnar og svari byggingarfulltrúa hvortveggja frá 3. febrúar 2009 ásamt bréfi byggingarfulltrúa frá 2. mars 2009.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt

Umsókn nr. 90057 (01.73.8)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Bústaðavegur 9, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 26. febrúar 2009 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 6. maí 2008 um að veita leyfi fyrir smáhýsi úr timbri á lóðinni nr. 9 við Bústaðaveg. Ennfremur er kærð synjun byggingarfulltrúans frá 8. janúar 2009 á beiðni kærenda um grenndarkynningu vegna ofangreinds byggingarleyfis.
Úrskurðarorð: Byggingarleyfi fyrir smáhýsi úr timbri á lóðinni að Bústaðavegi 9 í Reykjavík, er byggingarfulltrúi veitti hinn 6. maí 2008 og staðfest var í borgarráði hinn 15. maí sama ár, er fellt úr gildi.




Umsókn nr. 80687 (01.15.4)
690174-0499 Nýborg ehf
Súlunesi 19 210 Garðabær
080657-7819 Gunnlaugur Johnson
Nesbali 74 170 Seltjarnarnes
18.
Skúlagata 13, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs vegna deiliskipulagsbreytingar að Skúlagötu 13. Erindinu var synjað.


Umsókn nr. 80709 (02.6)
19.
Úlfarsárdalur, Halla- og Hamarhlíðarlönd, breyting á deiliskipulagi vegna íþróttahúss
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs vegna breytinga á deiliskipulagi svæðis fyrir íþróttahús í Úlfarsárdal,


Umsókn nr. 80707 (02.6)
561204-2760 Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
491070-0139 Knattspyrnufélagið Fram
Safamýri 28 108 Reykjavík
20.
Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Úlfarsárdal.


Umsókn nr. 80409 (04.76)
500299-2319 Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
21.
Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs vegna breytinga á deiliskipulagi á svæði Fáks í Víðidal.


Umsókn nr. 80755 (01.17.31)
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
411206-0250 ELL-50 ehf
Bæjarlind 6 201 Kópavogur
22.
Laugavegur 50, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi vegna Laugavegar 50.