Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Víðidalur, Fákur,
Grandagarður/Geirsgata,
Skúlagata 13,
Laugavegur 50,
Blikastaðavegur 2-8,
Úlfarsárdalur, Halla- og Hamarhlíðarlönd,
Úlfarsárdalur, útivistarsvæði,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Ánanaust, landfyllingar,
Ánanaust landfyllingar,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð, tillaga.,
Dugguvogur 8-10,
Bústaðavegur 9,
Skipulagsráð
164. fundur 2009
Ár 2009, miðvikudaginn 18. febrúar kl. 09:05, var haldinn 164. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Kristján Guðmundsson, Brynjar Fransson, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Guðrún Erla Geirsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson, Haraldur Sigurðsson og Margrét Þormar.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 13. febrúar 2009.
Umsókn nr. 80409 (04.76)
500299-2319
Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
2. Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf., dags. 6. júní 2008 að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis hestamannafélagsins Fáks í Víðidal. Tillagan var auglýst frá 23. október til og með 4. desember 2008. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 22. október 2008 þar sem gerðar eru athugasemdir við tillöguna. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Valgeirsson, Melbæ 12, dags. 25. nóvember 2008, Veiðimálastofnun dags. 25. nóvember 2008, Ágúst Úlfar Sigurðsson, Lágabergi 3, dags. 30. nóvember 2008, Þórólfur Jónsson f.h. ráðgjafahóps um málefni Elliðaáa, dags. 3. desember 2008, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, dags. mótt. 4.desember 2008, Versus lögm. f.h. Hallgerður Hauksdóttir dags. 4. desember 2008. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis- og samgönguráðs dags. 14. janúar 2009 og umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 16. febrúar 2009.
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins, Sif Sigfúsdóttir tók sæti á fundinum í hans stað
Svandís Svavarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:10
Samþykkt með vísan til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins
Umsókn nr. 90056
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
531200-3140
Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
3. Grandagarður/Geirsgata, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 16. febrúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í breytingunni felst breytt landnotkun verbúða við Grandagarð 13a til og með 35, samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 12. febrúar 2009.
Samþykkt að forkynna framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.
Umsókn nr. 80687 (01.15.4)
690174-0499
Nýborg ehf
Súlunesi 19 210 Garðabær
080657-7819
Gunnlaugur Johnson
Nesbali 74 170 Seltjarnarnes
4. Skúlagata 13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Nýborgar ehf fasteignafélags dags. 11. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 13 við Skúlagötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til austurs og suðurs, einnig er sótt um vöruaðkomu af Sæbraut samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti Gunnlaugs Ó. Johnson dags. 26. ágúst 2008. Einnig er lögð fram eldri umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 10. júní 2008. Tillagan var auglýst frá 3. desember til og með 19. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Gísli Alfreðsson, Klapparstíg 1, dags. 18. janúar 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. janúar 2009.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80755 (01.17.31)
621097-2109
Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
411206-0250
ELL-50 ehf
Bæjarlind 6 201 Kópavogur
5. Laugavegur 50, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 19. desember 2008 var lögð fram umsókn Zeppelin arkitekta f.h. Ell-50 ehf., dags. 18. des. 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 50 við Laugaveg skv. uppdrætti, dags. 16. des. 2008. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 25. nóvember 2008 og nýjum uppdrætti dags. 2. febrúar 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrætti hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80674 (02.4)
701205-2510
Stekkjarbrekkur ehf
Smáratorgi 3 201 Kópavogur
280972-5419
Arnar Hallsson
Kaplaskjólsvegur 65 107 Reykjavík
6. Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagsskilmálum
Á fundi skipulagsráðs 3. desember 2008 var lagt fram erindi lóðarhafa dags. 4. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðveg. Í erindinu felst að breyta skilmálum deiliskipulagsins vegna stærðar eininga. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 26. nóvember 2008. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. febrúar 2009.
Frestað. Ráðið gerir ekki athugasemdir við að umsækjandi láti vinna nýja tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.
Umsókn nr. 80709 (02.6)
7. Úlfarsárdalur, Halla- og Hamarhlíðarlönd, breyting á deiliskipulagi vegna íþróttahúss
Að lokinn auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta dags. 21. nóvember að breytingu á deiliskipulaginu við Halla- og Hamrahlíðalönd, Úlfarsárdalur hverfi 4. Í breytingunni felst að fella út af uppdrætti reit fyrir íþróttahús samkv. meðfylgjandi uppdrætti. Tillagan var auglýst frá 10. desember 2008 til og með 26. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ágúst Steindórsson, dags. 15. janúar 2009, Erlingur Þorkelsson og Ásbjörg Magnúsdóttir, Langholtsvegi 2, dags. 26. janúar 2009. Einnig lögð fram umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 13. febrúar 2009.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80707 (02.6)
561204-2760
Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
491070-0139
Knattspyrnufélagið Fram
Safamýri 28 108 Reykjavík
8. Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar fh. knattspyrnufélagsins Fram dags. 20. nóvember 2008 að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdal útivistarsvæði. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæði, stækkun á byggingarreit auk þess sem hámarkshæð á íþróttahúsi er hækkuð, nýr byggingarreitur fyrir geymslu, þakskýli yfir áhorfendur og flóðlýsing keppnisvallar samkv. meðfylgjandi uppdrætti Landmótunar dags. 24. nóvember 2008. Tillagan var auglýst frá 10. desember 2008 til og með 26. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ágúst Steindórsson, dags. 15. janúar 2009, Erlingur Þorkelsson og Ásbjörg Magnúsdóttir, Langholtsvegi 2, dags. 26. janúar 2009. Einnig lögð fram umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 13. febrúar 2009
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 39512
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 526 frá 17. febrúar 2009.
Umsókn nr. 70358 (01.13.0)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
10. Ánanaust, landfyllingar, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 18. feb. 2009 um framlengingu framkvæmdaleyfis vegna landfyllingar við Ánanaust.
Frestað.
Umsókn nr. 80734 (01.13.0)
11. Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 17. febrúar 2009.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Svandís Svavarsdóttur og fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, og Guðrún Erla Geirsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
Í ljósi þess að verulega hefur nú dregið úr framkvæmdum í borginni er ljóst að þörf fyrir losunarstaði hlýtur að vera umtalsvert minni en verið hefur. Jafnframt liggur fyrir að brýnt er að borgin nýti það svigrúm sem skapast hefur til stefnumótunar og ígrundunar. Með ofangreindum rökum er lagt til að gerð sé heildstæð úttekt og áætlun fyrir uppfyllingar, efnistöku á hafsbotni og þau sjónarmið sem lúta að varðveislu strandlengjunnar, landmótun og uppbyggingu á uppfyllingum. Nú er lag að skoða þessi málefni heildstætt í þágu borgar og náttúru. Boðuð er tillaga í þessa veru í borgarráði.
Umsókn nr. 90050
12. Skipulagsráð, stefnumótun og aðgerðaráætlun í innflytjendamálum
Lögð fram stefnumótun og aðgerðaráætlun Reykjavíkur í innflytjendamálum.
Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkur kynnti.
Umsókn nr. 90058
13. Skipulagsráð, tillaga., Glaðari gaflar./ Gengið að göflunum
Lögð fram eftirfarandi tillaga skipulagsráðs; "Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsstjóra að undirbúa hugmyndaleit meðal almennings um leiðir og möguleika til að gæða gafla miðborgarinnar lífi. Slík hugmyndaleit felur í sér margskonar sóknarfæri og möguleika fyrir skapandi fólk, listamenn og arkitekta, unga og aldna, handverksfólk og iðnaðarmenn og gæti þannig orðið atvinnuskapandi. Um gæti verið að ræða gróður, myndlist eða nýja og óvænta efnisnotkun".
Samþykkt.
Vísað til nánari meðferðar embættis skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 80393 (01.45.40)
14. Dugguvogur 8-10, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 10. febrúar 2009 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. mars 2008 um að hafna umsókn um breytta notkun tiltekinna eignarhluta í atvinnuhúsinu nr. 10 við Dugguvog í Reykjavík. Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 4. mars 2008 um að synja umsókn kæranda um að breyta notkun eignarhluta 0206, 0207 og 0211 á annarri hæð, ásamt eignarhluta 0107 og 0111 á fyrstu hæð, í húsinu nr. 10 við Dugguvog, úr atvinnuhúsnæði í gistiheimili.
Umsókn nr. 90057 (01.73.8)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15. Bústaðavegur 9, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 13. febrúar 2009, vegna kæru á samþykkt byggingarfulltrúa frá 6. maí 2008 á leyfi fyrir smáhýsi úr timbri fyrir Geislavarnir ríkisins á lóð Veðurstofunnar nr. 9 við Bústaðaveg og til vara á synjun byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2009 á að verða við kröfu um grenndarkynningu vegna framkvæmda á lóð Veðurstofu Íslands við Bústaðarveg 9.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.