Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Kringlan, Laugavegur 50, Háskóli Íslands, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Grundarstígur 10, Laugavegur 12, Ánanaust landfyllingar, Baldursgata 33, Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Gnoðarvogur 43, Menntaskólinn við Sund,

Skipulagsráð

163. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 11. febrúar kl. 09:10, var haldinn 163. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Zakaria Elías Anbari, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Bragi Bergsson og Margrét Þormar. Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 6. febrúar 2009.


Umsókn nr. 40228 (01.72.1)
2.
Kringlan, vinnsla forsagnar
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra dags. 11. ágúst 2008 að vinnslu forsagnar fyrir Kringlusvæði.
Kynnt.

Umsókn nr. 80755 (01.17.31)
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
411206-0250 ELL-50 ehf
Bæjarlind 6 201 Kópavogur
3.
Laugavegur 50, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 19. desember 2008 var lögð fram umsókn Zeppelin arkitekta f.h. Ell-50 ehf., dags. 18. des. 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 50 við Laugaveg skv. uppdrætti, dags. 16. des. 2008. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni. Erindinu var frestað þar sem lagfæra þarf uppdrætti. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 25. nóvember 2008 og nýjum uppdrætti dags. 2. febrúar 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 90053 (01.6)
600169-2039 Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
4.
Háskóli Íslands, afmörkun lóðar
Lögð fram umsókn Háskóla Íslands dags. 10. febrúar 2009 að afmörkun lóðar milli Suðurgötu og Sæmundargötu samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. dags. 5. febrúar 2009.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráðs. Samþykkt að fella niður grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

Umsókn nr. 39483
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 525 frá 10. febrúar 2009.


Umsókn nr. 39424 (01.18.330.8)
551007-0220 1904 ehf
Kársnesbraut 64 200 Kópavogur
6.
Grundarstígur 10, (fsp) breyting inni og úti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2009 þar sem spurt er hvort byggja megi sal við kjallara einbýlishúss á lóð nr. 10 við Grundarstíg og breyta nýtingu þessa fyrrum íbúðarhúss Hannesar Hafstein í blandaða atvinnustarfsemi.
Bréf frá hönnuði dags 26.jan. 2009
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa.

Umsókn nr. 37836 (01.17.140.1)
701293-5419 Laugaberg hf
Burknabergi 8 221 Hafnarfjörður
671291-3289 Mörkin Lögmannsstofa hf
Suðurlandsbraut 4 108 Reykjavík
7.
Laugavegur 12, vísað til byggingarfulltrúa
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn BN037678 frá Laugabergi hf. þar sem sótt er um leyfi til að setja upp tvo veggi með hurðum til að mynda 21,2 ferm. lokað port með þaki úr segldúk að þremur fjórðuhluta milli húsana á lóð nr. 1 við Bergstaðarstræti (sbr. fyrirspurn nr. BN37445) og Laugavegar 12. hurðirnar eru ekki læsanlegar og eru 1,0 meter á breidd til að tryggja flóttaleiðir úr portinu á lóðinni nr. 12 við Laugaveg. Lagt fram bréf eiganda Laugavegar 12b dags. 7. febrúar 2008 , bréf byggingarfulltrúa til borgarráðs dags. 7. febrúar 2008 og bréf borgarráðs dags. 22. febrúar 2008 þar sem samþykkt er að vísa málinu að nýju til meðferðar byggingarfulltrúa. Jafnframt lagt fram bréf Tryggva Þórhallssonar hdl. dags. 21. mai 2008, umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 8. júlí 2008, bréf borgarráðs dags. 7. ágúst 2008 og tölvupóstur Tryggva Þórhallssonar hdl. dags. 26. ágúst 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 11. desember 2008 til og með 14. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Magnús Þráinsson f.h. Laugavegs 12b ehf., dags. 14. janúar 2009 og bréf Tryggva Þórhallssonar dags. 3. febrúar 2009, f.h. eigenda að Laugavegi 12/Bergstaðastræti 1. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. janúar 2009.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 80734 (01.13.0)
8.
Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs.
Frestað.

Umsókn nr. 80757 (01.18.42)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
9.
Baldursgata 33, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 22. janúar 2009, um kæru vegna synjunar á afturköllun byggingarleyfis fyrir sorptunnuskýli að Baldursgötu 33.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 80612
10.
Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Græna trefilsins.


Umsókn nr. 90017 (01.44.01)
460269-2969 Menntamálaráðuneyti
Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
11.
Gnoðarvogur 43, Menntaskólinn við Sund, breyting á deiliskipulagi Vogaskóla, Ferjuvogi 2
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. febrúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna Gnoðarvogar 43, Menntaskólans við Sund.