Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Kjalarnes, Melavellir, Víðidalur, Fákur, Holtsgöng, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Slippa- og Ellingsenreitur, Gamla höfnin, Skúlagata 12-16, Gufunes, landfyllingar, Ánanaust landfyllingar, Hólatorg 2, Vesturgata 24, Suður Mjódd, Borgartún - Skúlatún, Húsahverfi svæði C, Skipulagsráð,

Skipulagsráð

162. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 4. febrúar kl. 09:08, var haldinn 162. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Brynjar Fransson, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:Bragi Bergsson, Björn Axelsson og Haraldur Sigurðsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 30. janúar 2009.


Umsókn nr. 70734
471103-2330 Matfugl ehf
Völuteigi 2 270 Mosfellsbær
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
2.
Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Matfugls, dags. 21. nóv. 2007, um breytingu á deiliskipulagi á jörðinni Melavellir í Kjalarnesi skv. uppdr. Arkþings, dags. 20. feb. 2008. Í breytingunni felst að heimila byggingu fjögurra alifuglahúsa sunnan við þegar samþykkt alifuglahús á lóðinni. Lagt fram bréf Umhverfissviðs, dags. 25. janúar 2008, bréf Skipulagsstofnunar, dags. 28. janúar 2008, skýrsla Línuhönnunar, dags. janúar 2008, bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. okt. 2007 ásamt umsögn umhverfissviðs frá 23. s.m, bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. mars 2008. Auglýsing stóð yfir frá 23. apríl til og með 7. júní 2008. Athugasemdir bárust frá ábúendum á Bakka, dags. 19. maí 2008 og Íbúasamtökum Kjalarness, dags. 21. maí 2008. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 8. október 2008, bréfi Þrastar Grétarssonar f.h. Efla, verkfræðiskrifstofu dags. 6. nóvember 2008 og tölvubréf Svövu S. Steinarsdóttur heilbrigðisfulltrúa f.h. heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. janúar 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. janúar 2009.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80409 (04.76)
500299-2319 Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
4.
Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landslags ehf., dags. 6. júní 2008 að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis hestamannafélagsins Fáks í Víðidal. Tillagan var auglýst frá 23. október til og með 4. desember 2008. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 22. október 2008 þar sem gerðar eru athugasemdir við tillöguna. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Valgeirsson, Melbæ 12, dags. 25. nóvember 2008, Veiðimálastofnun dags. 25. nóvember 2008, Ágúst Úlfar Sigurðsson, Lágabergi 3, dags. 30. nóvember 2008, Þórólfur Jónsson f.h. ráðgjafahóps um málefni Elliðaáa, dags. 3. desember 2008, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, dags. mótt. 4.desember 2008, Versus lögm. f.h. Hallgerður Hauksdóttir dags. 4. desember 2008. einnig er lögð fram umsögn Umhverfis- og samgönguráðs dags. 14. janúar 2009.

Svandís Svavarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:15
Frestað.

Umsókn nr. 80245
5.
Holtsgöng, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram drög skipulags- og byggingarsviðs dags. 29. janúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna færslu Holtsganga.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.

Fulltrúi Vinstri grænna gerir ekki athugasemdir við kynningu á framlagðri tillögu um breytingu á aðalskipulagi. Þó er gerður fyrirvari um síðari tíma afstöðu í ljósi þeirrar heildarsýnar sem brýnt er að hafa á samgöngulausnir í aðalskipulagi til lengri framtíðar.


Umsókn nr. 39437
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 524 frá 3. febrúar 2009.


Umsókn nr. 90031 (01.11.53)
151037-4969 Magnús Skúlason
Klapparstígur 1a 101 Reykjavík
9.
Slippa- og Ellingsenreitur, bréf íbúasamtaka Vesturbæjar og Miðbæjar
Lagt fram bréf íbúasamtaka Vesturbæjar og Miðbæjar dags. í janúar 2009 varðandi skipulag Slippareits.


Umsókn nr. 80373 (01.0)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
10.
Gamla höfnin, hugmyndasamkeppni, stýrihópur
Lögð fram bréf Faxaflóahafna, dags. 19. maí 2008 og 11. júní 2008 varðandi hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 19. janúar 2009, varðandi mögulega breytingu á afmörkun skipulagssvæðisins.

Stefán Þór Björnsson vék af fundi kl. 10:15, Zakaria Elías Anbari tók sæti á fundinum í hans stað.
Ásdís Ingþórsdóttir, arkitekt, kynnti.

Umsókn nr. 90025 (01.15.22)
111255-4239 Elín Ebba Ásmundsdóttir
Laugavegur 53a 101 Reykjavík
11.
Skúlagata 12-16, sjónlína niður Frakkastíg
Á fundi skipulagsstjóra 23. janúar 2009 var lagt fram bréf Jon Kjell Seljeseth og Elínar Ebbu Ásmundsdóttur, dags. 22. desember 2008, varðandi skerðingu á sjónlínu frá Skólavörðuholti niður Frakkastíg vegna fyrirhugaðs háhýsis að Skúlagötu 12-16. Erindi var lagt fram að nýju á fund á skipulagsstjóra þann 30. janúar 2009 og vísað til skipulagsráðs.
Kynnt.

Umsókn nr. 80736 (02.2)
12.
6">Gufunes, landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum, framkvæmdaleyfi
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs kynnti erindið.

Umsókn nr. 80734 (01.13.0)
13.
Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs kynnti erindið.

Umsókn nr. 80444 (01.16.03)
081264-5039 Katrín Lovísa Ingvadóttir
Hólatorg 2 101 Reykjavík
450297-2759 Arkitektar Ólöf & Jón ehf
Mjóuhlíð 4 105 Reykjavík
280953-7099 Páll Baldvin Baldvinsson
Hólatorg 2 101 Reykjavík
14.
Hólatorg 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju samþykkt tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hólatorgsreits vegna lóðarinnar að Hólatorgi 2. Einnig er lagt fram bréf Sigrúnar Björnsdóttur dags. 6. nóvember 2008 f.h. 8 hagsmunaaðila við Hólatorg þar sem gerðar eru athugasemdir við afgreiðslu skipulagsráðs á erindi ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 23. október 2008 þar sem gerðar eru athugasemdir við að erindi verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Kynnt.

Umsókn nr. 60664 (01.13.20)
15.
Vesturgata 24, kæra, umsögn. úrskurður
Lagður er fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 29. janúar 2009 í máli 57/2006, kæra á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 17. maí 2006 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.132.0, svonefnds Norðurstígsreits, er varðar lóðina nr. 24 við Vesturgötu í Reykjavík. Úrskurðarorð: Hin kærða ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 17. maí 2006, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.132.0, svonefnds Norðurstígsreits, er varðar lóðina nr. 24 við Vesturgötu í Reykjavík, er felld úr gildi.


Umsókn nr. 70148 (04.91)
410604-3370 Erum Arkitektar ehf
Grensásvegi 3-5 108 Reykjavík
16.
Suður Mjódd, nýtt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs 22. janúar 2009 á nýju deiliskipulagi fyrir Suður Mjódd.


Umsókn nr. 80579
17.
Borgartún - Skúlatún, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs 22. janúar 2009 vegna auglýsingar á breytingu á aðalskipulagi fyrir Borgartún, aukið byggingarmagn.


Umsókn nr. 90006 (02.84)
18.
Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs 22. janúar 2009 vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir Húsahverfi svæði C.


Umsókn nr. 90035
19.
Skipulagsráð, nýr fulltrúi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. janúar 2009 vegna samþykktar borgarstjórnar 20. s.m. að Ragnar Sær Ragnarsson taki sæti í skipulagsráði til loka kjörtímabilsins í stað Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur.