Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Bíldshöfði 9, Gnoðarvogur 43, Menntaskólinn við Sund, Fossagata 3, Njálsgata 33, Fossvogsdalur, Fossvogsdalur, miðlunartjarnir, Traðarland 1, Víkingur, Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Ánanaust landfyllingar, Gufunes, landfyllingar, Almannavarnir, Fannafold 160, Laugavegur 60A, Skipholt 40, Skúlagata 40,

Skipulagsráð

161. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 28. janúar kl. 09:08, var haldinn 161. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð, Ráðssal. Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Brynjar Fransson, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Magnús Skúlason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir, Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Margrét Þormar, Björn Axelsson og Haraldur Sigurðsson Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 23. janúar 2009.


Umsókn nr. 80756 (04.06.20)
451004-4680 Eyrarland ehf
Urriðakvísl 18 110 Reykjavík
170242-4599 Einar V Tryggvason
Miðdalur 270 Mosfellsbær
2.
Bíldshöfði 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar f.h. Eyrarlands ehf., dags. 18. desember 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Bíldshöfða. Sótt er um aukningu á byggingarmagni og breytta aðkomu að lóð í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti dags. 13. janúar 2009. Einnig lagt fram samþykki meðeigenda dags. 13. janúar 2009.

Frestað.

Umsókn nr. 90017 (01.44.01)
460269-2969 Menntamálaráðuneyti
Sölvhólsgötu 4 150 Reykjavík
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
3.
Gnoðarvogur 43, Menntaskólinn við Sund, breyting á deiliskipulagi Vogaskóla, Ferjuvogi 2
Lagt fram erindi Menntamálaráðuneytisins dags. 16. janúar 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogaskóla Ferjuvogi 2 vegna lóðarinnar nr. 43 við Gnoðarvog, Menntaskólans við Sund. Í breytingunni felst niðurrif núverandi húsa að hluta og nýbyggingar í þeirra stað samkv. meðfylgjandi uppdrætti Glámu Kím dags.15. janúar 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um tillöguna. Erindinu er einnig vísað til umsagnar Húsafriðunarnefndar ríkisins.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80715 (01.63.66)
160366-5089 Gísli Jónasson
Fossagata 3 101 Reykjavík
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
4.
Fossagata 3, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 28. nóvember 2008 var lagt fram erindi Gísla Jónssonar dags. 21. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3 við Fossagötu. Í breytingunni felst að byggja við húsið samk. meðfylgjandi uppdrætti Zeppelin arkitekta dags. 29. október 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. desember 2008 til og með 21. janúar 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Margeirsson dags. 14. janúar 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 23. janúar 2008.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 90030 (01.19.00)
680504-2880 PK-Arkitektar ehf
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
5.
Njálsgata 33, breyting á deiliskipulagi Njálsgötureits 1
Lögð fram umsókn PK Arkitekta dags. 26. janúar 2009 um breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits 1 vegna lóðanna nr. 33 og 33A við Njálsgötu. Í breytingunni felst að lóðirnar nr. 33 og 33A verða sameinaðar samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags. 15. janúar 2009.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 90019
510402-2940 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
6.
Fossvogsdalur, deiliskipulag v/stíga
Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngusviðs ódags. móttekið 19. janúar 2009 að deiliskipulagi í Fossvogsdal vegna stíga. Í tillögunni er gert ráð fyrir hjólastíg frá Kringlumýrarbraut að Reykjanesbraut samk. meðfylgjandi uppdrætti Landmótunar dags. 7. janúar 2009. Einnig lagt fram bréf umhverfis-og samgöngusviðs dags. 14. janúar 2009.
Vísað til kynningar og samþykktar í auglýsingu hjá skipulagsnefnd Kópavogs.

Umsókn nr. 90027 (01.85.5)
7.
Fossvogsdalur, miðlunartjarnir, breyting á deiliskipulagi
Lagður fram uppdráttur Landmótunar dags. 16. desember 2008 vegna niðurfellingar á hluta deiliskipulags Fossvogsdalur miðlunartjarnir.
Vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs.

Umsókn nr. 90028 (01.87.59)
8.
Traðarland 1, Víkingur, bílastæði breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga THG arkitekta dags. 22. janúar 2009 að breytingu á deiliskipulagi Traðarland 1, athafnasvæði Víkings. Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulagssvæðisins.
Vísað til kynningar hjá skipulagsnefnd Kópavogs.

Umsókn nr. 80612
9.
Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.2001-2024
Lögð fram að lokinni kynningu drög skipulags- og byggingarsviðs dags. í september 2008 og breytt 21. október 2008 að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Einnig lögð fram bréf Mosfellsbæjar dags. 29. október 2008, Hafnarfjarðarbæjar dags. 10. nóvember 2008, Kjósarhrepps dags. 10. nóvember 2008, Kópavogsbæjar dags. 21. nóvember 2008 og Seltjarnarnesbæjar dags. 10. desember 2008.

Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80691 (05.18)
10.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs dags. 23. janúar 2009 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna aðstöðu fisflugs á Hólmsheiði samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 23. janúar 2009, ásamt umhverfisskýrslu dags. í janúar 2009. Einnig er lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 12. desember 2008.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 39418
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 523 frá 27. janúar 2009.


Umsókn nr. 80734 (01.13.0)
12.
Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs. Erindinu var vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 26. janúar 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 80736 (02.2)
13.
Gufunes, landfyllingar, umsókn um framkvæmdaleyfi
Á fundi skipulagsráðs 17. desember 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi vegna landfyllinga við Gufunes til umsagnar skipulagsráðs. Erindinu var vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 26. janúar 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 10067
690500-2130 Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs
Skógarhlíð 14 105 Reykjavík
14.
Almannavarnir, áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið
Lagt fram bréf slökkviliðsstjóra, dags. 22. des. 2008, varðandi áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið en það felur í sér úttekt á helstu áhættum sem steðja að íbúum, eignum og umhverfi.


Umsókn nr. 39422 (02.85.260.7)
15.
Fannafold 160, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 26. janúar 2009 vegna beitingu þvingunarúrræða vegna lóðarfrágangs á lóð nr. 160 við Fannafold.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.


Umsókn nr. 39416 (00.00.000.0)
16.
Laugavegur 60A, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 19. janúar 2009 vegna stöðvun framkvæmda á lóð nr. 60A við Laugaveg.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.


Umsókn nr. 39415 (01.25.300.6 01)
17.
Skipholt 40, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 19. janúar 2009 vegna stöðvunar framkvæmda á lóð nr. 40 við Skipholt.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.


Umsókn nr. 39417 (01.15.440.1 09)
18.
Skúlagata 40, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 19. janúar 2009 vegna stöðvunar framkvæmda á lóð nr. 40 við Skúlagötu.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.