Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Heiðargerði 76,
Smáragata 13,
Suður Mjódd,
Húsahverfi svæði C,
Borgartún - Skúlatún,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Egilsgata 3,
Kjalarnes, Saurbær,
Starengi 82 og 106,
Sogavegur 76,
Friðun húsa,
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Trjágróður og skipulag,
Menningar- og ferðamálaráð,
Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli,
Norðurfell 17-19, Fellaskóli,
Bryggjuhverfi,
Vættaborgir 9, Borgaskóli,
Skálafell,
Aðalstræti 9,
Baldursgata 33,
Barmahlíð 54,
Langholtsvegur 168,
Neshagi 14,
Nýlendugata 24c,
Sóltún 2-4,
Skipulagsráð
159. fundur 2009
Ár 2009, miðvikudaginn 14. janúar kl. 09:10, var haldinn 159. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru:
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 19. desember 2008 og 9. janúar 2009.
Umsókn nr. 80753 (01.80.22)
270631-4529
Guðmundur Ó. Eggertsson
Heiðargerði 76 108 Reykjavík
2. ">Heiðargerði 76, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Guðmundar Eggertssonar, mótt. 17. desember 2008, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 76 við Heiðargerði samkvæmt uppdrætti Húss og skipulags dags. í janúar 2006. Í breytingunni felst tillaga að hækkun á nýtingarhlutfalli. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 24. júlí 2008 þar sem samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 15. mars 2006, um að synja um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar að Heiðargerði 76, er felld úr gildi.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að nýju fyrir hagsmunaaðilum að Heiðargerði 72, 74, 78, 80, 88, 90, 92 og 94 með vísan til niðurstöðu úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í máli 27/2006.
Umsókn nr. 80695 (01.19.73)
040558-5199
Stefán Einar Matthíasson
Smáragata 13 101 Reykjavík
3. Smáragata 13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Stefáns E. Matthíassonar dags. 26. ágúst varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 13 við Smáragötu. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrir viðbyggingu við aðalhús og bílskúr er breytt samkv. meðfylgjandi uppdráttum arkitektur.is dags. 11. nóvember 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. nóvember til og með 18. desember 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Skrifstofa Forseta Íslands dags. 17. desember 2008 og Forsætisráðuneytið dags. 18. desember 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 9. janúar 2009.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 70148 (04.91)
410604-3370
Erum Arkitektar ehf
Grensásvegi 3-5 108 Reykjavík
4. Suður Mjódd, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Erum arkitekta, dags. 6. febrúar 2008, að deiliskipulagi Suður Mjóddar. Í tillögunni felst uppbygging íbúða fyrir eldri borgara, verslun, þjónusta ásamt íþróttahúsi og stúku fyrir Íþróttafélag Reykjavíkur. Einnig er lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 22. febrúar 2008. Tillagan var auglýst frá 4. apríl til og með 9. júní 2008. Athugasemdir bárust frá: Arndísi Ólafsdóttur, dags. 7. maí 2008, Íþróttafélagi Reykjavíkur, dags. 15. maí 2008, Hirti Hjartarsyni og Steinunni Káradóttur, dags. 28. maí 2008, Óskari Maríussyni dags. 29. maí 2008, Skógarbær, hjúkrunarheimili dags. 6. júní 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir, dags. 27. júní 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Skipulagsráð bókaði:
Gert hefur verið ráð fyrir að á reit C-2 verði skólabygging sem verður arftaki Öskjuhlíðaskóla og Safamýraskóla. Skipulagsstjóra er falið að vera í sambandi við fulltrúa skólanna um þarfir og uppbyggingaráform þegar það er tímabært.
Umsókn nr. 90006 (02.84)
5. Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. janúar 2009 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Húsahverfi Grafarvogur III svæði C" , vegna húsagerðarinnar E8 og E9. Breytingin felst í því að hækkun heimildar vegna hámarks byggingarmagns og heimildum til útbygginga er breytt.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80579
6. Borgartún - Skúlatún, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni kynningu á vef skipulags- og byggingarsviðs er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. september 2008 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna aukins byggingarmagns við Borgartún
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 39364
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir byggingarfulltrúa nr. 519 frá 23. desember 2008, nr. 520 frá 6. janúar 2009 og nr. 521 frá 13. janúar 2009.
Umsókn nr. 80675 (01.19.32)
690486-1139
Domus Medica,húsfélag
Egilsgötu 3 101 Reykjavík
8. Egilsgata 3, (fsp) breyting a deiliskipulagi Heilsuverndarstöðvarreits
Á fundi skipulagsstjóra 12. desember 2008 var lögð fram fyrirspurn húsfélagsins Domus Medica dags. 4. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarstöðvarreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Egilssgötu. Í breytingunni felst að byggð er þriggja hæða viðbygging norð-vestan við núverandi hús Domus Medica ásamt bílgeymslu á tveimur hæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 4. nóvember 2008.
Kynnt.
Umsókn nr. 80664
210754-4749
Inga Magnúsdóttir
Skógarás 116 Reykjavík
9. Kjalarnes, Saurbær, afmörkun lands
Lagt fram erindi Ingu Magnúsdóttur, dags. 28. október 2008, um afmörkun lands í landi Saurbæjar á Kjalarnesi samk. meðfylgjandi gögnum.
Frestað.
Byggingarfulltrúa er falið að láta útbúa yfirlýsingu um framlengingu bráðabirgðaleyfis til 5 ára fyrir skemmu á landinu. Umsækjandi skal þinglýsa yfirlýsingunni áður en ráðið samþykkir umsótta skiptingu.
Umsókn nr. 80662
261070-4059
Elísabet Stefánsdóttir
Starengi 82 112 Reykjavík
160471-2989
Þóra Þórsdóttir
Starengi 106 112 Reykjavík
10. Starengi 82 og 106, stækkun á lóð
Lagt fram erindi lóðarhafa, dags. 30. desember 2008 varðandi stækkun á lóðunum nr 82 og 106 við Starengi. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. janúar 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 80539 (01.81.50)
250453-7449
Grétar J Guðmundsson
Sogavegur 76 108 Reykjavík
130158-2269
Katrín Guðmundsson
Sogavegur 76 108 Reykjavík
11. Sogavegur 76, málskot
Lagt fram málskot lóðarhafa Sogavegar 76 dags. 4. ágúst 2008 þar sem óskað er eftir því að erindi frá 5. júní 2008 þar sem sótt var um byggja kvist á norðurþekju hússins nr. 76 við Sogaveg, og var hafnað, verði tekið til endurskoðunar. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. janúar 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að erindið með vísan til skilyrða sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
Umsókn nr. 70161
12. Friðun húsa, fasteignagjöld, niðurfelling
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. des. 2008, vegna samþykktar borgarráðs frá 20. s.m., varðandi niðurfellingu fasteignagjalda af friðuðum húsum til ársloka 2009. Jafnframt felur borgarráð skipulagsráði að ljúka tillögu um framtíðarfyrirkomulag fasteignagjalda vegna friðaðra húsa að höfðu samráði við Minjasafn Reykjavíkur og menningar- og ferðamálaráð.
Frestað.
Umsókn nr. 90008
13. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Úthlutun styrkja 2009
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 9. janúar 2009 að auglýsingu um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur.
Samþykkt.
Af hálfu skipulagsráðs voru tilnefndir í vinnuhóp Stefán Benediktsson og Stefán Þór Björnsson.
Umsókn nr. 80759
14. Trjágróður og skipulag, skýrsla
Lögð fram skýrsla dags. 1. desember 2008 frá Storð landslagsarkitektum um hvernig nýta megi gróður í skipulagi. Afrakstur af skýrslu þeirra fyrir deiliskipulag neðan Sléttuvegar.
Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt kynnti.
Umsókn nr. 80006
15. Menningar- og ferðamálaráð, breyting á samþykkt
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17. desember 2008, vegna samþykktar borgarstjórnar 16. s.m. á breytingu á samþykkt fyrir menningar og ferðamálaráð. Jafnframt var sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs og skipulagsstjóra falið að vinna að tillögum að verklagsreglum, þar sem kveðið er nánar á um framkvæmd og málsmeðferð um hvenær leita skuli umsagnar ráðsins.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 80745 (01.27.12)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
16. Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi fyrir boltagerði
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Háteigsskóla að Bólstaðarhlíð 47.
Umsókn nr. 80746 (04.66.68)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
17. Norðurfell 17-19, Fellaskóli, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis o.fl.
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Fellaskóla að Norðurfelli 17 - 19.
Umsókn nr. 80666 (04.0)
460169-7399
Björgun ehf
Sævarhöfða 33 110 Reykjavík
18. Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Bryggjuhverfi.
Umsókn nr. 80744 (02.34.5)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
19. Vættaborgir 9, Borgaskóli, breyting á deiliskipulagi Borgahverfis A-hluta
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Borgaskóla að Vættaborgum 9.
Umsókn nr. 80731
521286-1569
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
20. Skálafell, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæði í Skálafelli.
Jafnframt var samþykkt að vísa erindi til umsagnar Íþrótta- og tómstundaráðs og stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á auglýsingatímanum þar sem fram komi framtíðarsýn þeirra á uppbyggingu skíðasvæða.
Umsókn nr. 80604 (01.14.04)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
21. Aðalstræti 9, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2008 ásamt kæru dags. 22. ágúst 2008 ásamt fylgigögnum þar sem kærð er synjun byggingarleyfisumsóknar vegna hússins að Aðalstræti 9. Einig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 14. janúar 2009, vegna kæru á synjun byggingarleyfisumsóknar vegna hússins að Aðalstræti 9.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 80757 (01.18.42)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
22. Baldursgata 33, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 16. des. 2008 ásamt kæru, dags. 27. nóv. 2008, þar sem kærð er synjun á afturköllun byggingarleyfis fyrir sorptunnuskýlis að Baldursgötu 33.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 80517 (01.71.01)
070777-4879
Ómar R. Valdimarsson
Barmahlíð 54 105 Reykjavík
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
23. Barmahlíð 54, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. des. 2008 ásamt kæru vegna synjunar á byggingarleyfisumsókn vegna hússins að Barmahlíð 54.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 90003 (01.44.13)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
24. Langholtsvegur 168, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. des. 2008 ásamt kæru vegna synjunar á byggingarleyfisumsókn vegna fasteignarinnar að Langholtsvegi 168.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 90005 (01.18.66)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
25. Neshagi 14, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. des. 2008 ásamt kæru vegna byggingarleyfis fyrir svalaskýli að Neshaga 14.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 90004 (01.13.11)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26. Nýlendugata 24c, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. des. 2008 ásamt kæru vegna breytingar á deiliskipulagi vegna Nýlendugötu 24c.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 90002
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
27. Sóltún 2-4, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. des. 2008 ásamt kæru vegna samþykktar borgarráðs 9. okt. 2008 á breyttu deiliskipulagi vegna Sóltúns 2-4.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.