Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Skúlagata 13, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Lokastígsreitir 2, 3 og 4, Landakot, Bíldshöfði 20, Alþingisreitur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Freyjubrunnur 29, Ingólfsstræti 20, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Suðurhús 4, Njálsgata 74, Götu- og torgsala, Hraunbær 51-67, Götuheiti - Tillaga um ný götuheiti, Klapparstígsreitur 1.182.0,

Skipulagsráð

155. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 09:08, var haldinn 155. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Stefán Þór Björnsson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Magnús Skúlason, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir, Haraldur Sigurðsson, Margrét Þormar, Jóhannes Kjarval, Örn Þór Halldórsson, Margrét Leifsdóttir og Gunnhildur S Gunnarsdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 14. nóvember 2008.


Umsókn nr. 80687 (01.15.4)
690174-0499 Nýborg ehf
Súlunesi 19 210 Garðabær
080657-7819 Gunnlaugur Johnson
Nesbali 74 170 Seltjarnarnes
2.
Skúlagata 13, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Nýborgar ehf fasteignafélags dags. 11. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 13 við Skúlagötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til austurs og suðurs, einnig er sótt um vöruaðkomu af Sæbraut samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti Gunnlaugs Ó. Johnson dags. 26. ágúst 2008. Einnig er lögð fram eldri umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 10. júní 2008.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:13


Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu um tillöguna sérstaklega.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80691 (05.18)
3.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram drög að matsskýrslu dags. 14. nóvember 2008 vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.
Samþykkt að senda matslýsingu til umsagnar á Skipulagsstofnun, sbr. 6. gr laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Umsókn nr. 80688
4.
Lokastígsreitir 2, 3 og 4, forsögn
Lögð fram drög að forsögn að deiliskipulagi Lokastígsreita 2, 3 og 4 dags. í nóvember 2008
Tillaga skipulags- og byggingarsviðs að forsögn samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða forsögn fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.


Umsókn nr. 80534 (01.16.01)
680169-4629 Kaþólska kirkjan á Íslandi
Pósthólf 490 121 Reykjavík
270274-3239 Silja Traustadóttir
Lynghagi 4 107 Reykjavík
5.
Landakot, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kaþólsku kirkjunnar dags.um breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóðar Landakotskirkju samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Silju Traustadóttur arkitekts dags. 12. ágúst 2008 vegna byggingarreits fyrir opið Maríugerði. Maríugerði er opið hringlaga svæði sem fellt verður niður fyrir jarðvegsyfirborð um tvö þrep og gert úr steinsteyptum súlum og bogum að austan, norðan og vestan en syðri hluti verður hlaðinn úr náttúrusteini utan á steinsteypta hvelfingu. Gerðið er að mestu opið til himins og lýst upp með mildri raflýsingu. Tillagan var auglýst frá19. september 2008 til og með 31. október 2008. Athugasemd barst frá Stefáni Stefánssyni, dags. 30.október 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. nóvember 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins Júlíusi Vífli Ingvarssyni , Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, og fulltrúum framsóknarflokksins Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Stefáni Þór Björnssyni.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Svandís Svavarsdóttur og fulltrúi Samfylkingarinnar Björk Vilhelmsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins, fulltrú Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson greiddi atkvæði á móti tillögunni og óskaði bókað: Einkenni bygginga Guðjóns Samúelsson er að þær bera oft umhverfi sitt ofurliði á sinn hátt smbr. Þjóðleikhúsið, Háskóli Íslands og Landakotskirkja. Þetta þýðir að mannvirki sem sett eru niður nærri þeim trufla útlit þeirra. Fyrirhugað Maríugerði er að mínu mati of nærri kirkjunni.


Umsókn nr. 80590 (04.06.51)
600269-2599 Smáragarður ehf
Hlíðasmára 11 201 Kópavogur
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
6.
Bíldshöfði 20, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 19. september 2008 var lögð fram umsókn Smáragarðs ehf. dags. 15. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 20 við Bíldshöfða. Í breytingunni er gert ráð fyrir 9. hæða viðbyggingu ásamt kjallara samkv. meðfylgjandi uppdrætti ASK arkitekta dags. 5. september 2008. Einnig er lögð fram eldri umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 4. júní 2008 og eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 20 ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra Höfðahverfis og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 26. september 2008. Einnig eru lagðir fram nýjir uppdrættir ASK arkitekta mótt. 24. október 2008.
Kynnt.

Umsókn nr. 80659 (01.14.11)
420169-3889 Alþingi
Kirkjustræti 150 Reykjavík
521291-1259 Batteríið ehf
Trönuhrauni 1 220 Hafnarfjörður
7.
Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Alþingis dags. 22. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits. Í breytingunni felst að færa götuhlið nýbyggingar Kirkjustrætis 6 út í sömu línu og eldri hús. Einnig er sótt um að rýmka byggingarreit fyrir göngubrú samkv. meðfylgjandi uppdrætti Batterísins dags. 22. október 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 39211
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 514 frá 18. nóvember 2008.


Umsókn nr. 39155 (02.69.550.3)
660504-3030 Fasteignafélagið Hlíð ehf
Lágmúla 6 108 Reykjavík
9.
Freyjubrunnur 29, stækkun og breyting 4. hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. nóvember 2008 þar sem sótt er um leyfi til að stækka og breyta efstu hæð fjölbýlishúss úr steyptum einingum á lóð nr. 29 við Freyjubrunn.
Stærðir: Stækkun 41,9 ferm., 315,9 rúmm.
Eftir stækkun samtals 874,3 ferm., 2.909 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 23.060
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar uppdrættir hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 38604 (01.18.011.1)
261258-2349 Sigríður Erla Gunnarsdóttir
Ingólfsstræti 20 101 Reykjavík
10.
Ingólfsstræti 20, rífa bílskúr, byggja viðbyggingu með kjallar hæð og risi. einnig er sótt um nýja kvisti á rishæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. ágúst 2008 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja í staðinn viðbyggingu með kjallara, hæð og risi og setja nýja kvisti á rishæðina á einbýlishúsi á lóð nr. 20 við Ingólfsstræti. Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 11. ágúst 2008 fylgir erindinu.
Erindið var tekið fyrir á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 22. ágúst 2008. Eftirfarandi var bókað: ,,Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Þingholtsstræti nr. 21 og 23 og Ingólfsstræti nr. 18, 21, 22, og 23 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir í samræmi við umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 11. ágúst 2008." Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt beiðni Guðspekifélags Íslands dags. 29. ágúst 2008 þar sem óskað er eftir framlengingu grenndarkynningar. Tillagan var grenndarkynnt frá 1. ágúst til og með 1. október 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðspekifélag Íslands dags. 17. september 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. nóvember 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að byggingarleyfi verði gefið út þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 70730 (01.63)
11.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, (fsp) heildaruppbygging lóðar
Lögð fram fyrirspurnartillaga Ask arkitekta, dags. 8. október 2008, að heildaruppbyggingu lóðar Vísindagarða ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2008.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir gerði skipulagsráði grein fyrir að hún væri fulltrúi Menntamálaráðherra í Háskólaráði. Ráðið gerði ekki athugasemd við það.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir vék af fundi kl. 11:45 þá höfðu allir liðir fundarins verið afgreiddir nema liður 11.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Stefán Þór Björnsson véku af fundi kl. 11:55 þá höfðu allir liðir fundarins verið afgreiddir nema liður 11.
Kynnt.

Umsókn nr. 80698 (02.84.88)
12.
Suðurhús 4, dómur Hæstaréttar
Lagður fram dómur Hæstaréttar dags. 6. nóvember 2008 þar sem dæmt er í máli Arngunnar Jónsdóttur og Helga Rafnssyni gegn Reykjavíkurborg.
Dómsorð: Viðurkennt er að útgáfa byggingarleyfisins af hálfu stefndu Reykjavíkurborgar til stefnda Björns Andrésar Bjarnasonar 28. júlí 2006 hafi verið ólögmætt.


Umsókn nr. 80697 (01.19.11)
13.
Njálsgata 74, heimili fyrir heimilislausa
Lögð fram tillaga velferðarráðs frá 12. nóvember 2008 þar sem lagt er til að staðsetning heimilis fyrir heimilislausa að Njálsgötu 74 verði óbreytt í ljósi þeirrar reynslu sem fengin er. Einnig lögð fram starfsskýrsla dags. 5. nóvember 2008.


Umsókn nr. 80682
14.
Götu- og torgsala, Götu- og torgsala
Lögð fram til kynningar samþykkt Borgarstjórnar frá 4. nóvember 2008 um götu- og torgsölu í Reykjavík


Umsókn nr. 39210 (04.33.170.2 05)
15.
Hraunbær 51-67, Lagt fram bréf (nr. 59)
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa dags. 16. nóvember 2008 vegna opins bréfs byggingarleyfishafa frá 27. október sl. vegna byggingarleyfis í húsi nr. 59 á lóðinni nr. 51-67 við Hraunbæ.
Minnisblað byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 39172
16.
Götuheiti - Tillaga um ný götuheiti,
Lögð fram að nýju tillaga nafnanefndar frá 10. þ.m. um götu- og torgaheiti á Slippasvæði.
Tillaga nafnanefndar samþykkt.

Umsókn nr. 70503 (01.18.20)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Klapparstígsreitur 1.182.0, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 12. nóvember 2008 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs á tillögu að deiliskipulagi fyrir reit 1.182.0.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.