Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, Ofanleiti 14, Hverfisgata 103, Sóleyjarimi 13, Búrfellslína, Kolviðarhólslína, Sundahöfn, Skarfabakki, Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Ofanleiti 2, Listaháskóli Íslands 1.172.1, Lækjargata 2 og Austurstræti 22, Laugavegur/Vatnsstígur, Suðurlandsbraut 8 og 10, Vesturgata 5B, Hallveigarstígur 1, Kjalarnes, Saurbær, Gufunes, Bauganes 22, Hlíðarendi, Bólstaðarhlíð 12,

Skipulagsráð

153. fundur 2008

Ár 2008, föstudaginn 7. nóvember kl. 08:40, var haldinn 153. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir, Jóhannes Kjarval og Margrét Leifsdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 24. október 2008 og 31. október 2008.


Umsókn nr. 80601 (01.17.11)
430491-1059 Festar ehf
Klapparstíg 29 101 Reykjavík
270151-2999 Benedikt T Sigurðsson
Sunnuvegur 1 104 Reykjavík
2.
Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Festa ehf. dags. 18. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hljómalindarreits 1.171.1. Í breytingunni felst aukin uppbygging breyttar götumyndir og fyrirkomulag á opnu torgi á miðju reitsins, samkv. meðfylgjandi deiliskipulagsuppdráttum og skýringaruppdr. arkitektur.is dags. 15. september 2008, ásamt greinargerð og skilmálar dags. 15. september 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 6. nóvember 2008

Ráðið samþykkir umsögn skipulags- og byggingarsviðs og beinir því til hönnuða að láta gera breytingar á tillögunni í samræmi við þær leiðbeiningar sem koma þar fram áður en tillagan verður endanlega samþykkt í auglýsingu.
Frestað.


Umsókn nr. 80435 (01.74.62)
411203-3790 Hamborgarabúlla Tómasar ehf
Pósthólf 131 121 Reykjavík
660702-2530 GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
3.
Ofanleiti 14, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn GP arkitekta f.h. Hamborgarabúllu Tómasar ehf., dags. 19. júní 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 14 við Ofanleiti skv. uppdrætti, dags. 19. júní 2008. Breytingin gengur út á að í stað söluturns verði reist tveggja hæða raðhús á lóðinni. Tillagan var auglýst frá 13. ágúst 2008 til og með 21. október 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Undirskriftarlisti dags. 20. október 2008
fh. 48 íbúa við Miðleiti 8-12 , Neðstaleiti 1-3, og Miðleiti 2-6, ábyrgðarmaður Júlíus Sigurbjörnsson Neðstaleiti 3. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. október 2008
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80637 (01.15.44)
660504-2060 Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
4.
Hverfisgata 103, Breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 24. október 2008 var lögð fram tillaga Plúsarkitekta dags. 9. október 2008 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að rífa núverandi byggingar og randbyggja lóðina samanber meðfylgjandi uppdrætti Plúsarkitekta dags. 9. október 2008.
Frestað.

Umsókn nr. 80428 (02.53.4)
420502-5830 Laugarnes ehf - fasteignarfélag
Lækjartorgi 5 101 Reykjavík
480206-1500 Arkitektastofa Pálma Guðm ehf
Hafnarstræti 20 101 Reykjavík
5.
Sóleyjarimi 13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Pálma Guðmundssonar ark. f.h. Laugarnes ehf., dags. 16. júní 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 13 við Sóleyjarima skv. uppdrætti dags. 10. júlí 2008. Tillagan var auglýst frá 13. ágúst til og með 24. september 2008. Á fundi skipulagsstjóra 26. september 2008 var athugasemdafresturinn framlengdur til 14. október 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Kristín Sigmarsdóttir Sóleyjarrima 15 dags. 20. ágúst 2008, Adolf Haraldsson og Erna Eyjólfsdóttir f.h. íbúa í Sóleyjarima 15 og 17 dags. 25. ágúst, Björn J. Guðmundsson f.h. íbúa að Sóleyjarima 1 dags. 7. sept, Kristbjörg Steingrímsdóttir og Baldur Sigurðsson, Sóleyjarima 1, dags. 18. sept.2008, húsfélagið að Sóleyjarima 9, Lárus Örn Óskarsson form., f.h. íbúa, dags. mótt. 19.sept. 2008 (mótt. í Ráðhúsi), Sveinn Blöndal f.h. íbúa í Sóleyjarima mótt. þann 26. sept. 2008, Þórdís T. Þórarinsdóttir, Laufrima 34, dags. 14. okt. 2008. Bréf dags mótt. 29.október 2008 frá 26 íbúum við Sóleyjarima 15 og 17. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. október 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.


Umsókn nr. 70190
630204-3480 Landsnet ehf
Krókhálsi 5c 110 Reykjavík
6.
Búrfellslína, Kolviðarhólslína, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram ný matslýsing vegna umhverfismats dags. í október 2008.
Samþykkt að vísa framlagðri matslýsingu til umsagnar Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvæði laga um mat um umhverfisáhrifum.


Umsókn nr. 80667 (01.33.2)
7.
Sundahöfn, Skarfabakki, svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 31. október 2008 að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 ásamt umhverfismati vegna landfyllingar við Sundahöfn- Skarfabakka.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu með vísan til 14. gr. l. nr. 73/1997.

Umsókn nr. 80671 (05.8)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
8.
Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 1. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi á Hólmsheiði Fjárborg. Í breytingunni felst að lóðamörkum Fjárborgar er breytt samkv. meðfylgjandi uppdrætti Landslags dags. 31. október 2008. Einnig lagt fram bréf Fjáreigendafélags Reykjavíkur dags. 4. nóvember 2008.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að fella niður grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.


Umsókn nr. 32814
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 512 frá 4. nóvember 2008.


Umsókn nr. 39158 (01.74.310.1)
621199-2699 Háskólinn í Reykjavík
Ofanleiti 2 103 Reykjavík
10.
Ofanleiti 2, skilti
Sótt er um leyfi til að setja upp tímabundið auglýsingaskilti 9x6 m, eða 54 ferm á vesturgafl Háskólans í Reykjavík á lóðinni nr. 2 við Ofanleiti.
Bráðabirgðastaðsetning samþykkt m.v.t. ákvæða l. Nr. 73/1997.

Umsókn nr. 80654 (01.34.01)
660504-2060 Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
11.
Listaháskóli Íslands 1.172.1, (fsp) breyting á deiliskipulagi Frakkastígsreits
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta dags. 20. október 2008, um breytingu á deiliskipulagi Frakkastígsreits vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar Listaháskóla Íslands. Einnig lagt fram bréf Samson properties ehf dags. 5. nóvember 2008 varðandi áform og tímasetningar uppbyggingar Listaháskólans.
Frestað.

Umsókn nr. 80670
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
12.
Lækjargata 2 og Austurstræti 22, (fsp) breyting á deiliskipulagi Kvos Pósthússtrætisreitur
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkur dags. 29. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, Pósthússtrætisreitur vegna lóðanna nr. 2 við Lækjargötu og nr. 22 við Austurstræti.
Í fyruirspurninni felst að heimilt verði að lyfta húsinu að Lækjargötu 2 þannig aðfyrsta hæð hússins verði steypt og elsti hluti hússins sett ofaná fyrstu hæðina. Jafnframt að heimilt verði að byggja kjallara undir báðum húsunum.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samráði við embætti skipulagsstjóra, Húsafriðunarnefnd ríkisins og Minjasafn Reykjavíkurborgar.

Umsókn nr. 80580 (01.22.00)
13.
Laugavegur/Vatnsstígur, Kynning
Lagðar fram samanburðartillögur arkitektastofu Dennis og Hjördís, Arkibúllunar og VA arkitekta að mögulegri uppbyggingu á horni Laugavegs og Vatnsstígs.
Lögð fram tillaga formanns skipulagsráðs: " Að undangenginni kynningu þriggja arkitektastofa á grunnhugmyndum að uppbyggingu á Laugavegi/Vatnsstíg og að höfðu samráði við lóðarhafa mælir skipulagsráð með því að lóðarhafi vinni áfram að tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við þær meginhugmyndir sem fram koma í tillögu Arkibúllunar þar sem húsvernd er hluti tillögunar þar sem húsvernd er hluti tillögunnar."

Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þeim Júlíusi Vífli Ingvarssyni og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur ásamt fulltrúum Framsóknarflokksins þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Brynjari Franssyni.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Svandís Svavarsdóttur og fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, og Björk Vilhelmsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra, Magnús Skúlasyni:

"Þrátt fyrir það að sú tillaga sem lögð er hér sé að hluta til í þágu varðveislu götumyndar Laugavegarins greiða fulltrúarnir atkvæði gegn henni. Ástæðan er sú að tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu við Vatnsstíg þar sem æskilegt væri að varðveita húsið númer 33 b við Laugaveg sem er gamalt steinhús með steyptu þaki og torgi fyrir framan. Það er ljóst að sérkennum Vatnsstígsins er fórnað með þeirri uppbyggingu við götuna sem tillagan gerir ráð fyrir. Við allar ákvarðanir um uppbyggingu og skipulag í miðborginni ber að virða anda miðborgarinnar og samhengi sögunnar eftir því sem framast er nokkur kostur.


Umsókn nr. 80569 (01.26.21)
170242-4599 Einar V Tryggvason
Miðdalur 270 Mosfellsbær
14.
Suðurlandsbraut 8 og 10, Málskot
Lagt fram málskot Einars V. Tryggvasonar fh. Avion properties dags. 24. júlí 2008 vegna afgreiðslu skiplagsstjóra 6. júní 2008 á erindi vegna Suðurlandsbrautar 8 og 10. Einnig er lagt fram tölvupóstur Einars V. Tryggvasonar dags. 25. ágúst 2008 og endurbætt tillaga Einars Tryggvasonar og Avion properties dags. 1. september 2008. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 9. október 2008.
Minnisblað skipulagsstjóra samþykkt

Umsókn nr. 70806 (01.13.61)
15.
Vesturgata 5B, breyting á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Gröndalshúss
Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. apríl 2008 vegna samþykktar skipulagsráðs frá 9. apríl 2008 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Gröndalshús ásamt mótmælum 7 nágranna dags. 22. apríl 2008. Einnig lagt fram bréf dags. 27. júní 2008 sem 34 nágrannar Gröndalshússlóðar skrifa undir og lýsa ánægju sinni með framkvæmdina.
Frestað.

Umsókn nr. 80443 (01.17.12)
450199-3389 Bónus
Skútuvogi 13 104 Reykjavík
470673-0369 Arko sf
Langholtsvegi 109 104 Reykjavík
16.
Hallveigarstígur 1, verslun á 1. hæð
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 22. október 2008 ásamt undirskriftarlista 29 íbúa í nágrenni Hallveigarstígs dags. 19. október 2008 þar sem mótmælt er áformum opnunar Bónusverslunar við Hallveigarstíg og athugasemd frá Huldari Breiðfjörð, Hallveigarstíg 6, dags. 23. október.


Umsókn nr. 80664
210754-4749 Inga Magnúsdóttir
Skógarás 116 Reykjavík
17.
Kjalarnes, Saurbær, afmörkun lands
Lagt fram erindi Ingu Magnúsdóttur, dags. 28. október 2008, um afmörkun lands í landi Saurbæjar á Kjalarnesi samk. meðfylgjandi gögnum.
Frestað.

Umsókn nr. 80646 (02.2)
510291-1749 Moldarblandan-Gæðamold ehf
Gylfaflöt 20 112 Reykjavík
18.
Gufunes, afmörkun lóðar Moldarblöndunnar
Á fundi skipulagsstjóra 17. október 2008 var lagt fram erindi Moldarblöndunnar-Gæðamold, dags. 27. apríl 2008, varðandi vegstæði og afmörkun lóðar Moldarblöndunnar á Gufunesi samkv. uppdrætti dags. 31. október 2008.
Samþykkt.

Umsókn nr. 80518 (01.67.42)
220639-3209 Guðjón Ólafsson
Kjalarland 10 108 Reykjavík
19.
Bauganes 22, kæra, umsögn
Lögð fram endurbætt umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 20. október 2008, vegna kæru á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Bauganesi 22. Jafnframt er umsögn sú sem lögð var fram í skipulagsráði 8. október s.l. felld úr gildi.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 80010 (01.6)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20.
Hlíðarendi, kærur, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 23. október 2008 vegna kæru dags. 20. september 2008 um breytingu á deiliskipulagi á lóð knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 39149 (01.27.300.6)
21.
Bólstaðarhlíð 12, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 3. nóv. 2008 vegna stöðvunar framkvæmda í Bólstaðarhlíð 12.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.