Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Heilsuverndarstöðvarreitur, Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Tillaga vegna óvæntrar stöðvunar byggingarframkvæmda, Lautarvegur 2-16, Listaháskóli Íslands, Laugavegur/Vatnsstígur, Suðurlandsbraut 8 og 10, Skipulagsráð, Baldursgötureitur 1, Háskólinn í Reykjavík, Laugavegur 4-6, Nauthólsvík, Sóltún 2-4, Sundahöfn, Skarfabakki, Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Gerðuberg / Hólaberg, Furugerði 1, Stóragerði 40-46, Reykjavíkurborg, Geirsgata, stokkur,

Skipulagsráð

151. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 15. október kl. 09:05, var haldinn 151. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Kristján Guðmundsson, Stefán Þór Björnsson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
0">Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 10. október 2008.


Umsókn nr. 80329 (01.19.3)
710304-3350 Álftavatn ehf
Kringlunni 7 103 Reykjavík
060346-2249 Páll V Bjarnason
Laufásvegur 7 101 Reykjavík
480269-1609 Domus Medica ehf
Egilsgötu 3 101 Reykjavík
2.
Heilsuverndarstöðvarreitur, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.193. Egilsgata 3, Barónsstígur 47
Á fundi skipulagsstjóra 16. maí 2008 var lögð fram tillaga P. ARK teiknistofu fh. Álftavatns ehf. og Domus Medica að breyttu deiliskipulagi Heilsuverndarstöðvarreits dags. 8. maí 2008. Í breytingunni felst að byggja fimm hæða hús fyrir heilbrigðisstarfsemi ásamt þriggja hæða bílakjallara samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum dags. 7. maí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. september 2008.

Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
Frestað.

Skipulagsráð samþykkti neðangreinda tillögu og vísaði til meðferðar skipulagsstjóra:
"Vegna deiliskipulagsvinnu á reit Heilsuverndarstöðvarinnar samþykkir skipulagsráð að gert verði ráð fyrir sundlaug á lóðinni sunnan við Sundhöllina".


Umsókn nr. 80601 (01.17.11)
430491-1059 Festar ehf
Klapparstíg 29 101 Reykjavík
270151-2999 Benedikt T Sigurðsson
Sunnuvegur 1 104 Reykjavík
3.
Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Festa ehf. dags. 18. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hljómalindarreits 1.171.1. Í breytingunni felst aukin uppbygging breyttar götumyndir og fyrirkomulag á opnu torgi á miðju reitsins, samkv. meðfylgjandi deiliskipulagsuppdráttum og skýringaruppdr. arkitektur.is dags. 15. september 2008. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 15. september 2008.

Kristján Guðmundsson vék af fundi kl.9:30, Snorri Hjaltason tók sæti á fundinum í hans stað.
Kynnt.

Umsókn nr. 39051
4.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 509 frá 14. október 2008.


Umsókn nr. 39052
5.
Tillaga vegna óvæntrar stöðvunar byggingarframkvæmda,
Lögð fram tillaga byggingarfulltrúa dags. 9. október 2008 að vinnureglum um óvæntrar stöðvunar byggingarframkvæmda.
Samþykkt.

Umsókn nr. 80631 (01.79.4)
170454-7749 Inga Björk Dagfinnsdóttir
Laufásvegur 44 101 Reykjavík
6.
Lautarvegur 2-16, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Ingu Dagfinnsdóttur dags. 6. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðarinnar nr. 2-16 við Lautarveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til vesturs og norðurs, hámarkshæð lækkar og nýtingarhlutfalla lækkar lítillega samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 8. október 2008. Samþykki lóðarhafa Skógarvegar 12-14 liggur fyrir. Einnig er lagt fram eldra minnisblað skipulagsstjóra dags. 14. apríl 2008, breytt 15. október 2008.

Stefán Þór Björnsson vék af fundi kl. 11:55 en þá höfðu öll má verið afgreidd nema mál nr. 6 Lautarvegur 2-16.
Neikvætt með vísan til minnisblaðs skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 70792 (01.34.01)
7.
Listaháskóli Íslands, Vinningstillaga
Vinningstillaga +Arkitekta í hönnunarsamkeppni Listaháskóla Íslands og Samson Properties kynnt.
Páll Hjaltason arkitekt kynnti.

Umsókn nr. 80580 (01.22.00)
8.
Laugavegur/Vatnsstígur, Kynning
Kynntar hugmyndir að uppbyggingu á Laugaveg/Vatnsstíg.

Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi kl. 10:55 þá höfðu verið afgreidd mál 1-4 og mál nr. 7.
Frestað.

Umsókn nr. 80569 (01.26.21)
170242-4599 Einar V Tryggvason
Miðdalur 270 Mosfellsbær
9.
Suðurlandsbraut 8 og 10, Málskot
Lagt fram málskot Einars V. Tryggvasonar fh. Avion properties dags. 24. júlí 2008 vegna afgreiðslu skiplagsstjóra 6. júní 2008 á erindi vegna Suðurlandsbrautar 8 og 10. Einnig er lagt fram tölvupóstur Einars V. Tryggvasonar dags. 25. ágúst 2008 og endurbætt tillaga Einars Tryggvasonar og Avion properties dags. 1. september 2008. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 9. október 2008.
Frestað.

Umsókn nr. 80638
10.
Skipulagsráð, verkefni + Arkitekta
Lagt fram bréf +Arkitekta dags. 1. október 2008 varðandi verkefni á vegum stofunnar.


Umsókn nr. 70031 (01.18.63)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
11.
Baldursgötureitur 1, deiliskipulag, reitur 1.186.3
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. okt. 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna samþykktar skipulagsráðs frá 17.s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.3, Baldursgötureitur 1.


Umsókn nr. 80603 (01.75.1)
510105-4190 Háskólinn í Reykjavík ehf
Ofanleiti 2 103 Reykjavík
050341-2169 Einar E Sæmundsen
Birkigrund 11 200 Kópavogur
12.
Háskólinn í Reykjavík, Breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. okt. 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna samþykktar skipulagsráðs frá 24.s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi svæðis Háskólans í Reykjavík.


Umsókn nr. 80475 (01.17.13)
13.
Laugavegur 4-6, breyting á deiliskipulagi reits 1.171.3
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. okt. 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna samþykktar skipulagsráðs frá 17.s.m. um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.3, vegna Laugavegar 4 og 6.


Umsókn nr. 80600 (01.66)
510105-4190 Háskólinn í Reykjavík ehf
Ofanleiti 2 103 Reykjavík
050341-2169 Einar E Sæmundsen
Birkigrund 11 200 Kópavogur
14.
Nauthólsvík, Breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. okt. 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna samþykktar skipulagsráðs frá 24.s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna veitingaskála.


Umsókn nr. 60710
530201-2280 Nexus Arkitektar ehf
Ægisíðu 52 107 Reykjavík
670700-2320 Frumafl hf
Thorvaldsenstræti 6 101 Reykjavík
15.
Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi Ármannsreit
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. okt. 2008 vegna samþykki borgarráðs sama dag um breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna Sóltúns 2-4.


Umsókn nr. 80446 (01.33.2)
16.
Sundahöfn, Skarfabakki, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. okt. 2008 vegna samþykki borgarráðs sama dag um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna Skarfabakka við Sundahöfn.


Umsókn nr. 80611
17.
Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. okt. 2008 vegna samþykki borgarráðs sama dag um auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna Græna trefilsins, Hólmsheiði, losunarstaður fyrir jarðefni.


Umsókn nr. 70686 (04.67.43)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
18.
Gerðuberg / Hólaberg, breytt deiliskipulag vegna þjónustuíbúða
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. okt. 2008 vegna samþykki borgarráðs sama dag um breytingu á deiliskipulagi vegna Gerðubergs/Hólabergs.


Umsókn nr. 80252 (01.80.70)
510497-2799 Félagsbústaðir hf
Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
19.
Furugerði 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. okt. 2008 vegna samþykki borgarráðs sama dag um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar númer 1 við Furugerði.


Umsókn nr. 80395 (01.80.31)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20.
Stóragerði 40-46, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 22. september 2008, vegna kæru á breytingu á deiliskipulagi Stóragerðis 40-46 sem var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 16. janúar 2008 og staðfest í borgarráði 7. febrúar s.á..
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 80639
21.
Reykjavíkurborg, aðgerðaáætlun í fjármálum
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. október 2008, vegna samþykktar borgarstjórnar 7. s.m. á tillögu að aðgerðaáætlun í fjármálum Reykjavíkurborgar.


Umsókn nr. 80415 (01.11.8)
22.
Geirsgata, stokkur, umferðarskipulag við TRH
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. október 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á tillögu um að fresta fyrirhuguðum framkvæmdum við svokallaðar stokkalausnir við Geirsgötu og Mýrargötu.
Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri, kynnti.