Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Langholtsvegur/Drekavogur, Kirkjuteigur 21, Lambhagaland - 189563, Víðidalur, Fákur, Ármúli 1, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Esjugrund 24, Sifjarbrunnur 10-16, Bryggjuhverfi, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Hverfisgata 103, Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, Snorrabraut 60, Bauganes 22, Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, Vesturgata 24, Árbæjarkirkja, Spöngin 3-5, Suður Mjódd,

Skipulagsráð

150. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 8. október kl. 09:05, var haldinn 150. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð, Ráðsalur Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Brynjar Fransson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 3. október 2008.


Umsókn nr. 80418 (01.41.40)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
2.
Langholtsvegur/Drekavogur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkþing, mótt. 10. júní 2008, að deiliskipulagi vegna Langholtsvegar/Drekavogs. Innan svæðisins eru lóðirnar 109-115 við Langholtsveg og 4, 4a og 4b við Drekavog. Tillagan var auglýst frá 2. júlí til og með 13. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Íbúum að Langholtsvegi 105 dags. 11. ágúst 2008, Bergljótu Einarsdóttur og Magnúsi Guðmundssyni dags. 10. ágúst 2008 og Ómari Hillers Langholtsvegi 105 dags. 12. ágúst 2008, Einari Páls Tamimi hdl. fh. húsfélagsins að Langholtsvegi 109-111 dags. 5. ágúst 2008, Kjartani F. Jónssyni fh.íbúa Drekavogi 4a og húsfélagsins Drekavogs 4a-b dags. 12. ágúst 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. október 2008 ásamt lagfærðum uppdráttum mótt. 2. október 2008.
Samþykkt með vísan til og með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80426 (01.36.11)
260355-4069 Ragnhildur Ingólfsdóttir
Tjarnarstígur 20 170 Seltjarnarnes
3.
Kirkjuteigur 21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Ragnhildar Ingólfsdóttur ark. f.h. lóðarhafa Kirkjuteigs 21, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðar nr. 21 við Kirkjuteig skv. uppdrætti, dags. 6. júní 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. júní til og með 24. júlí 2008. Athugasemdir bárust frá eftritöldum aðilum: Leó E. Löve hrl. fh. lóðarhafa Hraunteigs 16 dags. 16 og 18. júlí, 13 íbúar Kirkjuteigs 18, 19, 23 og Hraunteigs 16 og 18 dags. 21. júlí 2008. Einnig er lögð fram drög að umsögn skipulagsstjóra dags. 1. október 2008.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók sæti á fundinum kl. 9:35
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð, með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 80630 (02.68.41)
4.
Lambhagaland - 189563, Forsögn að deiliskipulagi
Lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. ágúst 2008 að deiliskipulagi Lambhagalands við Vesturlandsveg.
Framlögð forsögn samþykkt.
Samþykkt að kynna forsögnina fyrir hagsmunaaðilum á skipulagssvæðinu.


Umsókn nr. 80409 (04.76)
5.
Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi
Lögð er fram tillaga Landslags ehf., dags. 6. júní 2008 að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis hestamannafélagsins Fáks í Víðidal.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Erindinu er jafnframt vísað til umsagnar Umhverfis-og samgöngusviðs.


Umsókn nr. 60368 (01.26.14)
420605-0480 Immobilia ehf
Borgartúni 29 105 Reykjavík
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
6.
Ármúli 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Úti og inni arkitekta, dags. 18. maí 2006 síðast breytt 10. ágúst 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Ármúla. Einnig lagt fram skuggavarp, mótt. 4. ágúst 2006. Auglýsing stóð yfir frá 11. september 2006 til og með 23. október 2006. Athugasemdabréf barst frá eftirtöldum: Steen Henriksen, dags. 20. okt. 2006, Valgerði S. Pálsdóttur, dags. 20. október 2006, Ólafi Ö. Haraldssyni, dags. 20. október 2006, Gunnari S. Magnússyni, dags. 20. október 2006, Arndísi Arnarsdóttur, dags. 20. október 2006, Geirmundi Einarssyni, dags. 20. október 2006, Kristjáni Jónssyni f.h. eigenda í Lágmúla 9, dags. 20. október 2006, Birgi Björnssyni f.h. samráðshóps foreldraráðs Álftamýrarskóla, Álfborgar og Múlaborgar, dags. 23. október 2006, Þórhildi H. Jónsdóttur, dags. 20. október 2006, Snæbirni Jónssyni, dags. 20. október 2006, Steinunni I. Stefánsdóttur, dags. 21. október 2006, Baldínu Ólafsdóttur, dags. 22. október 2006, Árna Gunnarssyni, dags. 22. október 2006, Soffíu Jónsdóttur og Helga Þ. Helgasyni, dags. 22. október 2006, Gunnari Ævarssyni, dags. 23. október 2006, Sigríði Björnsdóttur, dags. 23. október 2006, Birnu Sigurðardóttur, dags. 23. október 2006, Sif Cortes, dags. 23. október 2006, Brynju Birgisdóttur, dags. 23. október 2006, Sigrúnu S. Hafstein, dags. 23. október 2006, Kolbrúnu Ólafsdóttur, dags. 23. október 2006, Ingu H. Kristjánsdóttur, dags. 23. október 2006, Kristínu Þ. Kristjánsdóttur, dags. 23. október 2006, Sæmundi I. Jónssyni, dags. 23. október 2006, Gróu Másdóttur, dags. 22. október 2006, Berglindi Snorradóttur og Birgi Eiríksson, dags. 20. október 2006, Bryndísi Gunnlaugsdóttur, dags. 23. október 2006, Ástu G. Guðbrandsdóttur, dags. 23. október 2006, Magnúsi Smith, dags. 23. október 2006, Súsönnu G. Hreiðarsdóttur, dags. 23. október 2006, Kristínu L. Árnadóttur, dags. 23. október 2006, Gunnari Ingimarssyni, dags. 23. október 2006, Siggeiri Þorsteinssyni og Björk I. Arnórsdóttur, dags. 23. október 2006, Maríu Pálsdóttur og Jóni B. Valssyni, dags. 23. október 2006, Helgu Lárusdóttur og Arnari M. Ólafssyni, dags. 23. október 2006, Birgi Björnssyni og Björk Alfreðsdóttur, dags. 23. október 2006, fjórum íbúum að Háaleitisbraut 75, dags. 23.1 október 2006 og undirbúningshópi fyrir stofnun íbúasamtaka Háaleitishverfis, dags. 23. október 2006. Að loknum athugasemdafresti barst bréf frá Sigurði Kristjánssyni, dags. 24. október 2006, Hrefnu Stefánsdóttur, dags. 24. október 2006, Gunnari Hilmarssyni, dags. 24. október 2006 og Lindu S. Þórisdóttur, dags. 27. október 2006. Einnig lögð fram fundargerð Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 18. október 2006 og tölvupóstur lóðarhafa um fundi Skýrr og Immobilia, dags. 20. október 2006. Lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 14. nóvember 2006, umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. nóvember 2006 og bréf Sigurbjarnar Þorbergssonar f.h. Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, dags. 9. desember 2006. Jafnframt er lagður fram nýr uppdr. Úti og inni arkitekta, dags. 18. maí 2006 síðast breyttur 10. janúar 2007 ásamt minnisblaði framkvæmdasviðs vegna umferðar á Háaleitisbraut, dags. 1. okt. 2007. Lagðir fram lagfærðir uppdrættir Úti og Inni arkitekta mótt. 3. október 2008.
Kynnt.

Umsókn nr. 39026
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 508 frá 7. október 2008.


Umsókn nr. 39030 (32.47.331.0)
8.
Esjugrund 24, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. október 2008 vegna óleyfisframkvæmda á lóð nr. 24 við Esjugrund.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 38976 (05.05.530.1)
641005-0880 ORK ehf
Lágmúla 6 108 Reykjavík
9.
Sifjarbrunnur 10-16, stækkun húsanna
Sótt er um leyfi til stækkunar nýsamþykkts raðhúss á lóð nr. 10-16 við Sifjarbrunn, sbr. BN035860 dags. 5. júní 2008.
Stækkun: 125 ferm., 417,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 30.470
Samþykkt
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.



Umsókn nr. 80425 (04.0)
10.
Bryggjuhverfi, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 11. júlí 2008 var lögð fram fyrirspurn Björgunar ehf., dags. 30. maí 2008 um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna stækkunar svæðisins til vesturs. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur dags. 29. ágúst 2008, umsögn Mennta og leikskólasviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. ágúst 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 3. október 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi. á eigin kostnað, í samræmi við erindið.
Tillagan verður auglýst.


Umsókn nr. 70730 (01.63)
11.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, (fsp) heildaruppbygging lóðar
Lögð fram fyrirspurnartillaga Ask arkitekta, mótt. 19. nóv. 2007, að heildaruppbyggingu lóðar Vísindagarða. Einnig lagður fram tölvupóstur Eiríks Hilmarssonar dags. 18. mars 2008.
Fulltrúar Ask arkitekta Helgi Már Halldórsson og Þorsteinn Helgason arkitektar og Eiríkur Hilmarsson frá Háskóla Íslands Vísindagörðum HÍ kynntu.

Umsókn nr. 80623 (01.15.44)
460406-0130 Hverfishlíð ehf
Hverfisgötu 103 101 Reykjavík
660504-2060 Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
12.
Hverfisgata 103, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn +Arkitekta ásamt greinargerð dags. 2. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að rífa núverandi byggingar og randbyggja lóðina samanber meðfylgjandi uppdrætti dags. 25. september 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi. á eigin kostnað, í samræmi við erindið. Tillagan verður auglýst.

Umsókn nr. 60424
13.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, endurskoðun
Skipað í stýrihóp Aðalskipulags Reykjavíkur
Samþykkt að í stýrihópi um endurskoðun aðalskipulags, sitji af hálfu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þau Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson , af hálfu Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og af hálfu Vinstri Grænna; Svandís Svavarsdóttir.




Umsókn nr. 80484 (01.19.34)
100261-3249 Helgi Konráð Thoroddsen
Hjarðarhagi 19 107 Reykjavík
410606-1510 Snorrabraut 60 ehf
Pósthólf 17 121 Reykjavík
14.
Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 30. september 2008 varðandi úttekt á gönguleiðum skólabarna við Austurbæjarskóla samkvæmt beiðni skipulagsráðs 24. september 2008.
Frestað.

Umsókn nr. 80518 (01.67.42)
220639-3209 Guðjón Ólafsson
Kjalarland 10 108 Reykjavík
15.
Bauganes 22, kæra
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu vegna kæru á breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Bauganesi 22.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 80560 (01.53.93)
16.
Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 2. október 2008 vegna kæru Kristjáns Kristjánssonar dags. 16. ágúst 2008 þar sem kærð ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík að aðhafast ekki vegna breytinga á gluggum hússins Lambhóls við Starhaga í Reykjavík.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 60664 (01.13.20)
17.
Vesturgata 24, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. mars 2008 vegna kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna samþykktar skipulagsráðs 17. maí 2006 á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna Vesturgötu 24. Einnig lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 5. september 2008.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 80306 (04.36.0)
420169-4429 Árbæjarkirkja
Rofabæ safnaðarheim 110 Reykjavík
450400-3510 VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
18.
Árbæjarkirkja, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra um samþykkt borgarráðs dags, 18. sept. 2008 vegna samþykktar skiplagsráðs frá 10. sept. 2008 á breytingu á deiliskipulagi Árbæjarkirkju.


Umsókn nr. 70280 (02.37.6)
510497-2799 Félagsbústaðir hf
Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík
19.
Spöngin 3-5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. september 2008, um samþykkt borgarráðs s.d., á afgreiðslu skipulagsráðs frá 10. september 2008, um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 3-5 við Spöngina.


Umsókn nr. 70580 (04.91)
20.
Suður Mjódd, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. september 2008, um samþykkt borgarráðs s.d., á afgreiðslu skipulagsráðs frá 10. september 2008, um breytingu á aðalskipulagi Suður-Mjóddar.