Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Kleppsvegur 90, Lækjargata 12, Sóleyjarimi 13, Sléttuvegur- Hrafnista, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Lambhóll V/ Þormóðsst 106111, Barmahlíð 54, Lækjargata 12, Laugavegur 12,

Skipulagsráð

142. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 16. júlí kl. 09:05, var haldinn 142. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Einar Eiríksson, Snorri Hjaltason, Hermann Valsson, Stefán Benediktsson, Dofri Hermannsson og áheyrnarfulltrúi Brynjar Fransson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Elín Ósk Helgadóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur 11. júlí 2008.


Umsókn nr. 80290 (01.35.22)
081241-4499 Gestur Ólafsson
Garðastræti 15 101 Reykjavík
2.
Kleppsvegur 90, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf. dags. 22. maí 2008 f.h. Félagsbústaða að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 90 við Kleppsveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður í samræmi við meðfylgjandi teikningar. Grenndarkynningin stóð frá 30. maí til og með 7. júlí 2008. Lagt fram bréf frá Magneu Jóhannsdóttur dags. 19. júní 2008 f.h. íbúa að Kambsvegi 2 og Kleppsvegi 88 þar sem óskað er eftir að athugasemdafrestur verði framlengdur.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Undirskriftalisti 11 íbúa við Kambsveg 2 og Kleppsveg 82, 84, 88 og 92, dags. 26. júní 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 10. júlí 2008.
Kynnt tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra, með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 80082 (01.14.12)
601202-3280 Eignarhaldsfélagið Fasteign hf
Bíldshöfða 9 110 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
3.
Lækjargata 12, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. dags. 10. apríl 2007 um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 12 við Lækjargötu skv. uppdráttum teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 3. febrúar 2008, breytt 18. mars 2008. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýbyggingu á lóðinni og sameiningu lóðanna Lækjargata 12 og Vonarstræti 4 og 4B. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 19. mars 2008. Tillagan var auglýst frá 21. apríl til og með 3. júní 2008.
Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Karl Steingrímsson fh. Kirkjuhvols dags. 15. maí 2008, Sigurður Sigurðarson f.h. Eignasögu ehf., dags. 23. maí 2008, Inga Sigurjónsdóttir f.h. Eignasögu ehf., dags. 2. júní 2008,Hallfríður Jakobsdóttir, Herbert Haraldsson, Hólmfríður Garðarsdóttir og Karl Sólnes Jónsson dags. 2. júní 2008, Emma Furuvik, dags. 3. júní 2008, Kári Halldór f.h. íbúasamtaka Reykjavíkur, dags. 3. júní 2008. Einnig lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 5. júní 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. júlí 2008.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

Ráðið fagnar tillögu að uppbyggingu hótels á lóðinni Lækjargötu 12 og Vonarstræti 4-4b eins og hún birtist í auglýstri tillögu um deiliskipulag á reitnum. Tillagan er vel unnin og telur ráðið að vel hafi til tekist með að koma til móts við athugasemdir nálægra íbúa með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á tillögunni eftir auglýsingu m.a. með því að draga úr byggingarmagni á þeim hluta nýbyggingarinnar sem snýr að nálægri íbúðabyggð. Ráðið leggur sérstaka áherslu á þá mikilvægu skilmála sem er að finna í deiliskipulaginu um vandað útlit byggingarinnar á þessum áberandi stað í miðborginni auk þess sem áskilið er að götuhæð hótelsins fari að mestu leyti undir almenningsrými s.s. veitingahús og kaffihús.


Umsókn nr. 80428 (02.53.4)
420502-5830 Laugarnes ehf - fasteignarfélag
Lækjartorgi 5 101 Reykjavík
480206-1500 Arkitektastofa Pálma Guðm ehf
Hafnarstræti 20 101 Reykjavík
4.
Sóleyjarimi 13, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 11. júlí 2008 var lögð fram umsókn Pálma Guðmundssonar ark. f.h. Laugarnes ehf., dags. 16. júní 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 13 við Sóleyjarima skv. uppdrætti, dags. 17. júní 2008. Lögð fram ný tillaga dags. 10. júlí 2008
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu um tillöguna sérstaklega.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80486 (01.79)
5.
Sléttuvegur- Hrafnista, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 11. júlí 2008 var lögð fram umsókn Naustavarar ehf. dags. 11. júlí 2008 fh. Hrafnistu varðandi breytingu á deilskipulagi við Sléttuveg. Í breytingunni felst fækkun bílastæða neðanjarðar breyting á byggingarreit fyrir bílageymslu neðanjarðar. Fjölda innkeyrsla í bílageymslu neðanjarðar fækkað úr 4 í 2 og staðsetningu þeirra breytt. Kótasetningu íbúðabygginga er breytt lítillega frá gildandi deiliskipulagi.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 38649
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 497 frá 15. júlí 2008.


Umsókn nr. 38518 (01.53.--9.3)
7.
Lambhóll V/ Þormóðsst 106111, lagt fram bréf
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa dags. 16. júní 2008 vegna óleyfisframkvæmda við Lambhól við Starhaga. Lagt fram bréf Kristjáns Kristjánssonar til byggingarfulltrúa dags. 2. júlí 2008. Lagt fram minnisblað lögfræði- og stjórnsýslu dags. 8. júlí 2008 vegna óleyfisframkvæmda við Lambhól við Starhaga.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 38517 (01.71.011.1)
8.
Barmahlíð 54, lagt fram bréf
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa dags. 16. júní 2008 vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 54 við Barmahlíð. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 14. júlí 2008 óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 54 við Barmahlíð.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 38650 (01.14.120.3)
550500-3530 Glitnir banki hf
Kirkjusandi 2 155 Reykjavík
9.
Lækjargata 12, skilti
Lagt fram tölvubréf Glitnis dags. 13. júlí 2008 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp tímabundnar merkingar á húsið á lóðinni nr. 12 við Lækjargötu, þar sem auglýst er Reykjavíkurmaraþon.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið. Uppsetning leyfð frá 1. ágúst til 1. september.

Umsókn nr. 80458 (01.17.14)
701293-5419 Laugaberg hf
Burknabergi 8 221 Hafnarfjörður
200662-7419 Tryggvi Þórhallsson
Drápuhlíð 13 105 Reykjavík
10.
Laugavegur 12, málskot
Lagt fram erindi frá Tryggva Þórhallsonar hdl. dags. 27. júní 2008 varðandi afgreiðslu byggingarfulltrúa 10. júní á erindi vegna; Laugavegur 12. Lagt fram minnisblað lögfræði- og stjórnsýslu dags. 8. júlí 2008 vegna Laugavegs 12.
Samþykkt að framsenda erindið borgarráði Reykjavíkur til ákvörðunar um endurupptöku með vísan til niðurstöðu í minnisblaði lögfræði og stjórnsýslu.