Naustareitur-Vesturhluti, Eiríksgata 36, Höfðatorg, Laugavegur 46, Fossvogur, raðhús, Nethylur 2, Fossvogsdalur, Úlfarsárdalur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Kambsvegur 8, Vesturgata 64, Vegamótastígur 9, Ásgarður 34-40, Ný götuheiti, Skipulagslög, Fiskislóð og Hólmaslóð, Lóðir fyrir slökkvistöðvar, Suður Mjódd, Suður Mjódd, Skipulagsráð, Skipulagsráð, Geirsgata, stokkur, Skipulagsráð, Byggingarfulltrúi,

Skipulagsráð

127. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 12. mars kl. 09:10, var haldinn 127. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen, Sóley Tómasdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Óskar Bergsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson, Jóhannes Kjarval, Helga Björk Laxdal, Marta Grettisdóttir og Jón Árni Halldórsson Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 70593
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
1.
Naustareitur-Vesturhluti, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Glámu Kím dags. í september 2007 að breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst m.a. að lóðir eru sameinaðar og byggingarmagn aukið á sameiginlegri lóð. Einnig lögð fram umsögn húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 23. okt. 2007. Auglýsing stóð yfir frá 28. nóvember 2007 til 11. janúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Áshildur Haraldsdóttir Túngötu 44, dags. 8. jan. 2008, Stefán S. Grétarsson Túngötu 44, dags. 8. janúar 2008, Ragnhildur Ásvaldsdóttir og Arnar Þórisson Vesturgötu 20, dags. 10. janúar 2008, Guðríður A. Ragnarsdóttir, dags. 11. janúar, Þórdís Gísladóttir Karlagötu 14, dags. 11. janúar, Vigdís Eva Líndal Tjarnargötu 28, dags. 11. janúar, Jón Óskarsson Norðurstíg 3, dags. 10. janúar, 4 íbúar Vesturgötu 20, dags. 8. janúar, Þorgerður Sigurðardóttir Ránargötu 5a, dags. 11. janúar, Óskar Jónasson, dags. 11. janúar, Marinó Þorsteinsson Vesturgötu 19, dags. 11. janúar, Björg E. Finnsdóttir, dags. 11. janúar, Þórður Magnússon, Bryndís H. Gylfadóttir og Guðjón I. Guðjónsson, dags. 11. janúar 2008, Torfusamtökin, dags.11. janúar 2008, Júlíana Gottskálksdóttir, mótt. 11. janúar, Sif Knudsen Vesturgötu 26b, dags. 12. janúar, Árný Ásgeirsdóttir, Stóragerði 23, dags. 12. janúar, María Sigfúsdóttir, dags. 11. janúar, Sigurlaug Stefánsdóttir Vesturgötu 26b, dags. 11. janúar, Jónína Óskarsdóttir Hagamel 28, mótt. 11. janúar, Pjetur Lárusson, dags. 11. janúar, Þráinn Guðbjörnsson Vesturgötu 26b, dags. 11. janúar, Einar Ólafsson Trönuhjalla 13, dags. 11. janúar, Margrét Aðalsteinsdóttir Laufásvegi 43, dags. 11. janúar, Þorgrímur Gestsson Austurgötu 17, dags. 11. janúar, Lára Einarsdóttir Vesturgötu 23, dags. 11. janúar, Jón Bergþórsson og Halla Önnudóttir Norðurstíg 5, dags. 11. janúar, Vésteinn Snæbjarnarson, dags. 11. janúar, Andrea Jónsdóttir Öldugranda 3, dags. 11. janúar 2008. Einnig lögð fram hljóðvistarskýrsla VGK HÖNNUN dags. í desember 2007 og umsögn skipulagsstjóra, dags. 10. mars 2008.

Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:18
Frestað. Skipulagsráð fagnar þeirri uppbyggingu sem lögð er til í auglýstri tillögu og þeim metnaði sem einkennir málið en felur hönnuðum að draga úr byggingarmagni við Norðurstíg í því skyni að auka uppbrot hússins götumegin.

Umsókn nr. 80146 (01.19.89)
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
2.
Eiríksgata 36, breyting á deiliskipulagi Landspítalalóðar
Á fundi skipulagsstjóra 29. febrúar 2008 var lögð fram umsókn teiknistofu THG f.h. Landspítalans, dags. 27. febrúar 2008, um breytingu á deiliskipulagi Landspítalalóðar vegna Eiríksgötu 36. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði ofan á núverandi kjallara tveggja hæða nýbygging. Einnig lögð fram umsögn húsafriðunarnefndar, dags. 2. janúar 2008. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir á þann hátt að þeir beri með sér að byggingin muni víkja þegar heildaruppbygging Landspítalalóðar hefst. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 80177 (01.22.01)
3.
Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga pk- arkitekta dags. 4. mars 2008 að breyttu deiliskipulagi Höfðatorgs. Í breytingunni felst að heimilaður verði að koma fyrir fyrirlestra- og kvikmyndasölum neðanjarðar.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80033 (01.17.31)
280465-4459 Sturla Þór Jónsson
Þorláksgeisli 29 113 Reykjavík
450493-2959 Laki ehf
Þingvað 35 110 Reykjavík
4.
Laugavegur 46, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sturlu Jónssonar ark. f.h. Laka ehf., dags. 8. jan. 2008, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 46 við Laugaveg skv. uppdrætti, dags. 8. jan. 2008. Sótt er um að byggja kjallara undir húseignina. Grenndarkynningin stóð frá 31. janúar til og með 28. febrúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum: Guðni Stefánsson Laugavegi 46A , Barböra Haage Laugavegi 48 og Guðbrandur J. Jezorski Laugavegi 48B dags. 22. febrúar 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. mars 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra og með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 80156 (01.8)
5.
Fossvogur, raðhús, breyting á skilmálum deiliskipulags
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2008 að breytingu á skilmálum deiliskipulags Fossvogshverfis til að heimila glugga á göflum raðhúsa í Fossvogi..
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80169 (04.23.28)
710500-2820 Gallerý Fiskur
Nethyl 2 110 Reykjavík
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
6.
Nethylur 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Ask arkitekta dags. 4. mars 2008 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Nethyl. Í breytingunni felst að nýr byggingarreitur er gerður fyrir viðbygginu. Auk þess er felldur niður byggingareitur sunnan hússins.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð þegar samþykki meðlóðarhafa liggur fyrir. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 80171 (01.85.5)
700169-3759 Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
7.
Fossvogsdalur, breytt deiliskipulag vegna Fagralundar
Lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogs, dags. 5. mars 2008, vegna breytts deiliskipulags íþróttasvæðis HK í Fossvogsdal. Deiliskipulagið nær yfir Fagralund, lóð HK í Fossvogi, sem afmarkast af landi Reykjavíkur í norðri, skólagörðum í vestri, fjölbýlishúsalóðum við Furugrund og Daltún í suðri og opnu grassvæði í austri skv. uppdrætti, dags. 25. febrúar 2008. Breytingin felst m.a. í breyttum byggingarreitum og stækkun íþróttavallar. Um er að ræða sameiginlegt deiliskipulag Kópavogs og Reykjavíkur og óskað er samþykkis borgaryfirvalda fyrir breytingunni.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við auglýsta tillögu og samþykkir breytinguna að því er varðar hagsmuni Reykjavíkurborgar.
Vísað til borgarráðs.



Umsókn nr. 30406 (02.6)
560994-2069 Fasteignafélagið Landmótun ehf
Hamraborg 12 5h 200 Kópavogur
8.
Úlfarsárdalur, deiliskipulag útivistarsvæðis
Lögð fram tillaga Landmótunar ehf., dags. 2. október 2007 br. 1. febrúar 2008 að deiliskipulagi útivistarsvæði Úlfarsárdals, ásamt greinargerð, dags. 6. júlí 2007. Einnig lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2004. Einnig er lögð fram orðsending borgarstjóra, dags. 6. nóvember 2007. Lögð fram umsögn Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 22. febrúar 2008.


Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 37921
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 483 frá 11. mars 2008.


Umsókn nr. 36241 (01.35.260.3)
260769-4489 Egill Þorgeirsson
Kambsvegur 8 104 Reykjavík
180971-3009 Eva Ström
Kambsvegur 8 104 Reykjavík
10.
Kambsvegur 8, einbýlishús á tveimur hæðum
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. júní 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús svipaðrar stærðar og það sem fyrir er með sameiginlega innkeyrslu og staðsett vestar á lóð nr. 8 við Kambsveg. Grenndarkynningin stóð frá 27. ágúst til og með 24. september 2007. Athugasemdir bárust frá íbúum og eigendum Kambsvegi 6 dags. 23. september 2007 og Ástu J Barker mótt. 24. september 2007, einnig lögð fram drög að umsögn skipulagsstjóra dags. 4. október 2007 og bréf hönnuðar dags. 11. mars 2008.
Stærð: Íbúð 1. hæð xxx ferm., 2. hæð xxx ferm., samtals xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxx
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 37632 (01.13.010.8)
560905-0330 Héðinsreitur ehf
Hlíðasmára 2 201 Kópavogur
11.
Vesturgata 64, Íbúðarhús fyrir aldraða
Á fundi skipulagsstjóra 8. febrúar 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús fyrir eldri borgara. Byggingin er staðsteypt einangruð að utan og klætt með náttúrusteini í dempuðum mismunandi litum húsið er 7 hæðir og á 1. hæð er bílgeymsla fyrir 200 bíla, 2. hæð eru 15 íbúðir og ýmisleg þjónusta og á 3. og 4. hæð eru 31 íbúð á 5 til 7. hæð eru 33 íbúðar á hæð eða samtals 176 íbúðir í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 64 við Vesturgötu. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt greinargerð lóðarhafa dags. XXXXX
Stærðir 1. hæð 6495,2 ferm., 2. hæð 2341,9 ferm 3. hæð 3775,2 ferm., 4. hæð 3826,7 ferm., 5. hæð 4047,9 ferm., 6. hæð 4047,9 ferm., 7. hæð 4047,9 ferm. Samtals 31673,2 ferm. og 104167,8 rúmm. Gjald kr. 7.300 + 7.604.249

Frestað.

Umsókn nr. 70095 (01.17.15)
490597-3289 Stúdíó Granda ehf
Smiðjustíg 11b 101 Reykjavík
12.
Vegamótastígur 9, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Studio Granda ehf., dags. 12. des. 2007, breytt í mars 2008 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Vegamótastíg. Breytingin felur í sér nýbyggingu upp á þrjár hæðir og kjallara og endurbyggingu gamla hússins sem turnbyggingu á horninu.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjendur láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, í samræmi við erindið. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

Umsókn nr. 80166 (01.83.42)
180958-4799 Hreinn Sesar Hreinsson
Ásgarður 40 108 Reykjavík
13.
Ásgarður 34-40, 40, málskot vegna svalalokunar
Lagt fram málskot Hreins Hreinssonar, dags. mótt. 4. mars 2008, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra þann 7. desember 2007 á umsókn um svalalokun að Ásgarði 40.
Ráðið staðfestir afgreiðslu skipulagsstjóra á málinu. Skipulagsstjóra er falið að leiðbeina umsækjanda um nauðsynlegar breytingar á uppdráttum..

Umsókn nr. 37929
14.
Ný götuheiti, lagt fram bréf
Lagt fram bréf nafnanefndar dags. 10. mars 2008 með tillögu um ný gatnaheiti og um að tekin verði upp heiti á megingöngustígum í Reykjavík.
Samþykkt.

Umsókn nr. 80167
15.
Skipulagslög, frumvarp
Lögð fram orðsending Borgarlögmanns, dags. 29. febrúar 2008 ásamt frumvarpi til skipulagslaga ásamt bréfi Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarpið.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra og yfirlögfræðings skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 70769 (01.08.7)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
16.
Fiskislóð og Hólmaslóð, breyting á deiliskipulagi Vesturhafnar
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 27. s.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna Fiskislóðar og Hólmaslóðar.


Umsókn nr. 70805
690500-2130 Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs
Skógarhlíð 14 105 Reykjavík
660701-3030 SHS Fasteignir ehf
Skógarhlíð 14 105 Reykjavík
17.
Lóðir fyrir slökkvistöðvar, staðsetning nýrra slökkvistöðva
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. að skipulagssvið og eignasjóður hefji viðræður og vinnu við staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar í Reykjavík. Borgarráð leggur áherslu á að samhliða þeirri vinnu verði haft samráð við og leitað álits íbúa og íbúasamtaka á svæðinu.


Umsókn nr. 70580 (04.91)
18.
Suður Mjódd, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 27. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Suður Mjódd.


Umsókn nr. 70148 (04.91)
410604-3370 Erum Arkitektar ehf
Grensásvegi 3-5 108 Reykjavík
19.
Suður Mjódd, nýtt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 27. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Suður Mjódd.


Umsókn nr. 80141
20.
Skipulagsráð, fyrirspurn um færanleg smáhýsi
Lagt fram svar skipulags- og byggingarsviðs dags. 11. mars 2008 við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur á fundi skipulagsráðs 27. febrúar 2008 um færanleg smáhýsi.


Umsókn nr. 80142
21.
Skipulagsráð, fyrirspurn um lóðaúthlutun til Félags eldri borgara og Félagsstofnunar stúdenta.
Lagt fram svar skipulags- og byggingarsviðs dags. 11. mars 2008 ásamt minnisblaði skipulagsstjóra dags. í mars 2008 við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur ásamt áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokksins, Óskari Bergssyni í skipulagsráði 27. febrúar 2008 um lóðaúthlutun til Félags eldri borgara og Félagsstofnunar stúdenta.


Umsókn nr. 80002
22.
Geirsgata, stokkur, kynning
Lagt fram minnisblað Hnit og VGK Hönnun dags, 10. mars 2008 um umferðarlausnir í norðurhluta miðborgarinnar.
Stefán Hermannsson frá Austurhöfn TRH og Steve Christer kynntu tillögur að lagningu Geirsgötu í stokk.

Umsókn nr. 80186
23.
Skipulagsráð, fyrirspurn vegna deiliskipulags útivistarsvæðis í Úlfarsárdal.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Sóley Tómasdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, og Björk Vilhelmsdóttir ásamt áheyrnarfulltrúanum Óskari Bergssyni lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Í fyrri deiliskipulagstillögu fyrir útivistarsvæði Úlfarsárdals sem skipulagsráð samþykkti í auglýsingu 10. 10. 2007 var gert ráð fyrir vatnagarði í Úlfársárdal. Nú ber svo við að búið er að taka vatnagarðinn út úr þeirri tillögu sem hér er verið að samþykkja í auglýsingu. Því er spurt hvort meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks sé að hverfa frá áformum um uppbyggingu vatnagarðs í Úlfarsárdal ?"

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þau Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir ásamt fulltrúa Frjálslyndra og óháða, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir lögðu fram eftirfarandi svar;
"Sú tillaga sem vísað er til var dregin til baka af 100 daga meirihlutanum til að endurskoða ákveðna þætti hennar. Sú endurskoðun hefur sýnt fram á að vatnagarður á nákvæmlega þessu svæði rúmast illa þarna samhliða annarri íþrótta- og útivistaraðstöðu. Sú tillaga sem nú fer í auglýsingu felur því ekki í sér neina stefnubreytingu á fyrri ákvörðunum, heldur endurspeglar aðeins að umræddur hluti Úlfarsárdalsins þolir ekki meiri uppbyggingu og mun farsælla er að skoða staðsetningu vatnagarðs annars staðar í Úlfarsárdalnum. Sú vinna er þegar hafin í samráði við önnur svið borgarinnar og verður kynnt fljótlega á vettvangi skipulagsráðs.


Umsókn nr. 80163
24.
Byggingarfulltrúi, byggingarstjóramappa
Lögð fram til kynningar byggingarstjóramappa sem afhent verður byggingarstjórum

Jórunn Frímannsdóttir, Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir véku af fundi kl. 11:50.
Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi, kynnti.

Skipulagsráð óskaði bókað:
Ráðið lýsir yfir ánægju sinni með þá miklu og góðu vinnu sem birtist í þessari vönduðu möppu sem augljóslega mun auðvelda þeim aðilum sem starfa við uppbyggingu í borginni að uppfylla þær kröfur sem lög gera til alls frágangs og skila á gögnum. Allt frumkvæði byggingarfulltrúa í máli þessu er til fyrirmyndar og eru honum og hans starfsfólki færðar bestu þakkir ráðsins