Hverfisgata 41, Sóltún 2-4, Veghúsastígur 1, Rangársel 15, Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, Stakkholt 2 - 4 og 3, Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, Laugarnestangi 70, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Gerðarbrunnur 24-26, Sifjarbrunnur 32, Lækjargata 12, Arnarbakki 1-3, Breiðholtsskóli, Lindargata 28-32, Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, Reykjavíkurflugvöllur, lóðarumsókn fyrir flugskýli, Vesturberg 195, Vesturlandsvegur landnúmer 195206,

Skipulagsráð

126. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 5. mars kl. 09:10, var haldinn 126. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Þór Björnsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Jóhannes Kjarval og Björn Axelsson Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 80121 (01.15.24)
480699-2629 Arkhúsið ehf
Barónsstíg 5 101 Reykjavík
410206-0480 M. Hlíðdal ehf
Brekkuhjalla 10 200 Kópavogur
1.
Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkhússins f.h. M. Hlíðdal ehf., dags. 18. febrúar 2008, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 41 við Hverfisgötu skv. uppdrætti, dags. 5. febrúar 2008. Sótt er um að bæta við inndreginni rishæð og breyta fyrirkomulagi bílakjallara og hækka nýtingarhlutfall í 3,7 í stað 2,88. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 7. des. 2007.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Ráðið er jákvætt gagnvart mörgum atriðum í fyrirliggjandi tillögu t.d. að gert sé ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð við Hverfisgötu. Ráðið telur þó ekki hægt að fallast á tillöguna eins og hún liggur fyrir m.a. með vísan til hæðar hússins.


Umsókn nr. 60710
530201-2280 Nexus Arkitektar ehf
Ægisíðu 52 107 Reykjavík
670700-2320 Frumafl hf
Thorvaldsenstræti 6 101 Reykjavík
2.
Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi Ármannsreit
Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Nexus arkitekta, dags. 9. mars 2007 að breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna Sóltúns 2-4 skv. nýjum uppdr., dags. 11. mars 2007, br. 25. febrúar 2008. Einnig lagðir fram minnispunktar framkvæmdastjóra Öldungs hf, mótt. 4. júní 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að nýju samkvæmt uppdráttum br. 25. febrúar 2008.
Ráðið samþykkir jafnframt að upplýsa þá hagsmunaaðila sem áður gerðu athugasemdir við erindið um endurauglýsingu tillögunnar þar sem eldri athugasemdir falla niður.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80083 (01.15.242.1)
600269-0979 Ottó ehf
Skipholti 33 105 Reykjavík
671197-2919 Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
3.
Veghúsastígur 1, Klapparstígur 19, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ottó ehf, dags. 18. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi skv. uppdrætti Arkís, dags. 21. janúar 2008. Um er að ræða uppskipti lóðar Veghúsastíg 1 frá Veghúsastíg 1a. Jafnframt er óskað eftir sameiningu lóðar Veghúsastíg 1 við lóð Klapparstígs 19.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 80149 (04.93.81)
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
4.
Rangársel 15, breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi Framkvæmdsviðs dags. 28. febrúar 2008 ásamt uppdráttum varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 15 við Rangársel. Í breytingunni felst stækkun lóðar og aukið byggingarmagn við leikskólann Seljakot.

Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:23.
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:34.


Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.







Umsókn nr. 50697 (01.14.05)
5.
Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna Pósthússtrætisreits. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í febrúar 2004.
Margrét Harðardóttir, arkitekt og Hjörleifur Stefánsson, arkitekt kynntu tillöguna.
Frestað.


Umsókn nr. 70439 (01.24.11)
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
581198-2569 Þ.G. verktakar ehf
Fossaleyni 16 112 Reykjavík
6.
Stakkholt 2 - 4 og 3, breyting á deiliskipulagi Hampiðjureits
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga KRark ehf. að breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 2-4 og 3 við Stakkholt, dags. 29. nóv. 2007. Auglýsingin stóð yfir frá 2. janúar 2007 til og með 21. febrúar 2008. Eftirtaldir aðilar gerðu athugasemdir: Húsfélagið Laugavegi 136, dags. 10. febrúar 2008, Húsfélagið Laugavegi 138, dags. 11. febrúar 2008, Eiríkur Guðmundsson, dags. 19. febrúar, Jón Sigurðsson Laugavegi 140, dags. 21. febrúar 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir, dags. 26. febrúar 2008.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

Skipulagsráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra að því er varðar skilmála um þjónustu og verslun á fyrstu hæð auk þess sem áhersla er lögð á að þær breytingar á deiliskipulagi sem nú er verið er að samþykkja skal ætíð skoða sem hámarksheimildir. Skipulagsráð leggur líka mikla áherslu á að ekki verður heimilað að gera ráð fyrir útbyggingum, stigagöngum eða svölum utan byggingarreits. Skipulagsráð leggur nú sem endranær áherslu á að sérstaklega sé vandað til hönnunar og frágangs hússins og að tekið verði fullt tillit til nærliggjandi byggðar og til umhverfisins og tekur undir þá niðurstöðu skipulagsstjóra að binda skuli skýringarmyndir í deiliskipulagsskilmálunum og að hámarkshæðir verði tilgreindar í metrum við endanlegan frágang uppdrátta.

Björk Vilhelmsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 70101 (04.77.23)
471205-0280 Strengur Byggingar ehf
Lágmúla 6 108 Reykjavík
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
7.
Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju umsókn og tillaga KRark, dags. 13. febrúar 2007, br. 20. nóvember 2007 að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 4-12 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði er breytt í íbúðarhúsnæði. Einnig lögð fram endurskoðuð hljóðvistarskýrsla Línuhönnunar, dags. 5. nóv. 2007 ásamt minnisblaði dags. 4. október 2007 vegna tillögu VBV ehf að nýrri legu rampa. Lögð fram skýringarmynd vegna hljóðskermunar veggja.. Ennfremur lagðar fram umsagnir skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs dags. 10. apríl 2007, Menntasviðs, dags. 15. maí 2007 og Umhverfissviðs, dags. 16. janúar 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 5. mars 2008.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 70575 (01.31.42)
490885-0809 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Laugarnestanga 70 105 Reykjavík
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
8.
Laugarnestangi 70, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar dags. 17. september 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 70 við Laugarnestanga skv. uppdrætti Ask arkitekta dags. 6. nóvember 2007. Í breytingunni felst breyting á byggingarskilmálum listaverkageymslu fyrir safnið. Grenndarkynningin stóð yfir frá 21. nóvember til og með 19. des. 2007. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Ingólfi Hjartarsyni hrl. f.h. Guðmundu Bergsveinsdóttur, dags. 11. des. 2007, Hrafni Gunnlaugssyni, dags. 16. des. 2007 og Eyþóri Guðjónssyni, dags. 19. des. 2007. Lögð fram bréf Birgittu Spur, dags. 21. febrúar 2008 og Ask arkitekta, dags. 22. febrúar 2008. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 4. mars 2008.
Kynnt tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

Ráðið tekur undir þau skilyrði sem koma fram í umsögn skipulagsstjóra og leggur ríka áherslu á að þess verði gætt við hönnun listaverkageymslunnar, sem gert hefur verið ráð fyrir í deiliskipulagi svæðisins frá árinu 1996, að byggingin taki mið af umhverfi sínu og að leitast verði við að því að húsið falli vel að landi og náttúru. Að auki telur ráðið mikilvægt að hafin verði undirbúningur að heildarskipulagi þessa mikilvæga svæðis t.d. með hliðsjón af þeirri vinnu sem þegar er hafin á vettvangi skipulagssviðs.


Umsókn nr. 37887
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerði þessari er fundargerð nr. 482 frá 4. mars 2008.


Umsókn nr. 37555 (05.05.640.5)
091167-3959 Ólafur Þór Smárason
Engjasel 83 109 Reykjavík
121277-5309 Víkingur Þórir Víkingsson
Suðurhólar 6 111 Reykjavík
10.
Gerðarbrunnur 24-26, Nýbygging - parhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. febrúar 2008 þar sem Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt parhús á tveimur hæðum, einn mhl., með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 24-26 við Gerðarbrunn.
Stærðir: 1. hæð íbúðir 223 ferm., 2. hæð íbúðir 168,5 ferm., bílgeymslur 48,5 ferm.
Samtals 440 ferm. og 1455 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 106.215
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.



Umsókn nr. 37777 (05.05.540.5)
280378-3999 Friðgeir Kemp
Eskivellir 9b 221 Hafnarfjörður
050180-5229 Hulda Hákonardóttir
Eskivellir 9b 221 Hafnarfjörður
11.
Sifjarbrunnur 32, einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. febrúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu, steinsteypt og klætt að utan með keramikflísum og sedrusviði, á lóðinni nr. 32 við Sifjarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 103,5 ferm., bílgeymsla 35,8 ferm., 2. hæð íbúð 150,8 ferm.Samtals 290,1 ferm., 949,5 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 69.314
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 40624 (01.14.12)
601202-3280 Eignarhaldsfélagið Fasteign hf
Bíldshöfða 9 110 Reykjavík
140548-2439 Halldór Guðmundsson
Laugalækur 14 105 Reykjavík
12.
Lækjargata 12, (fsp) uppbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. apríl 2007 var lögð fram fyrirspurn Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. dags. 10. apríl 2007 varðandi leyfi til að byggja hótel á lóðinni nr. 12 við Lækjargötu. Byggt verður við núverandi byggingu og óskað eftir að lóðirnar Lækjargata 12 og Vonarstræti 4 verði sameinaðar og að Lækjargata 12 byggist upp að gafli Vonarstrætis 12. Á fundinum var erindið lagt fram að nýju ásamt tillögu teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 25. september 2007.
Ráðið fagnar þeim metnaðarfullu hugmyndum sem verið hafa í vinnslu um alllangt skeið um uppbyggingu á lóð Lækjargötu 12. Ráðið er jákvætt gagnvart tillögunum eins og þær hafa nú verið kynntar og gerir ekki athugasemdir við að unnið verði að deiliskipulagi reitsins í samræmi við þær hugmyndir, en þó með því skilyrði að umsækjendur leiti leiða til að draga úr byggingarmagni þannig að hæð hússins lækki. Tillagan verður auglýst þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda ráðsins.


Umsókn nr. 80094 (04.63.22)
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
14.
Arnarbakki 1-3, Breiðholtsskóli, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 13. s.m. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóðinni nr. 1-3 við Arnarbakka, lóð Breiðholtsskóla.


Umsókn nr. 70569 (01.15.24)
441105-1340 Lindarbyggð ehf
Krókhálsi 5A 110 Reykjavík
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
15.
Lindargata 28-32, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 13. s.m. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna nr. 28-32 við Lindargötu.


Umsókn nr. 10070
16.
Afgreiðslufundir Skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerðir
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 15. til og með 29. febrúar 2008.


Umsókn nr. 80096 (01.64)
460206-2940 Norðurflug ehf
Kringlunni 4-6 103 Reykjavík
17.
Reykjavíkurflugvöllur, lóðarumsókn fyrir flugskýli, Norðurflug ehf.
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. febrúar 2008, ásamt bréfi byggingarfulltrúa frá 29. f.m. og umsókn Norðurflugs ehf. frá 28. s.m. um tvær lóðir fyrir flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Erindinu er vísað f.h. borgarráðs til meðferðar skipulags- og byggingarsviðs og skrifstofustjóra framkvæmdasviðs.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 80131 (04.66.08)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18.
Vesturberg 195, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 28. febrúar 2008, vegna kæru á samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 18. september 2007 að veita leyfi til að byggja við hús á lóðinni nr. 195 við Vesturberg.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 80132 (5..17)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
19.
Vesturlandsvegur landnúmer 195206, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 28. febrúar 2008, um kæru á samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2008 að veita leyfi til að byggja dælustöð úr steinsteypu á lóð með landnúmer 195206 við Vesturlandsveg og kröfu um stöðvun framkvæmda .
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.