Skuggahverfi, Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi, Blesugróf 27, Kleifarvegur, bílgeymslulóð, Kvistaland 10-16, Grjótháls, Vesturlandsvegur, Gylfaflöt, Grafarvogi, Suður Mjódd, Suður Mjódd, Fiskislóð og Hólmaslóð, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,, Höfðatorg, Ingólfsstræti 12, Sæviðarsund 41, Brekknaás, Gæðastefna í skipulagi og byggingarlist fyrir Reykjavík, Hádegismóar, Lóðir fyrir slökkvistöðvar, Reynisvatnsland 53, Bergstaðastræti 12B, Laufásvegur 73, Vesturberg 195, Vesturlandsvegur landnúmer 195206, Boðagrandi 9, Búðavað 1-23, Grófartorg, Zimsen hús, Hellisheiðaræð, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Ráðning skipulagsstjóra skipulags-og byggingarsviðs, Skipulagsráð, Stóragerði 40-46, Vatnsmýrin, Sundagöng, Sundagöng, 1. áfangi Sundabrautar, Sundagöng 1. áfangi Sundabrautar, Skipulags- og byggingarsvið, Skipulagsráð, Skipulagsráð,

Skipulagsráð

125. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 27. febrúar kl. 09:10, var haldinn 125. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Stefán Benediktsson, Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Óskar Bergsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Helga Björk Laxdal, Marta Grettisdóttir, Jón Árni Halldórsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Jóhannes Kjarval og Björn Axelsson Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 60541 (01.15.2)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
1.
Skuggahverfi, Lindargata 21, 23 og 25, breyting á deiliskipulagi r. 1.152.2
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Hornsteina arkitekta ehf., dags. 22. ágúst 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 21, 23 og 25 við Lindargötu. Auglýsing stóð yfir frá 20. september 2006 til og með 1. nóvember 2006. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hrefna Smith, dags. 11. október 2006, Kristinn Gunnarsson formaður húsfélagsins Völundar, dags. 23. október 2006, Gunnar F. Guðmundsson, dags. 30. október 2006, Áshildur Haraldsdóttir, dags. 30. október 2006, Pétur H. Ármannsson, dags. 30. október 2006, Einar Þórðarson, dags. 30. október 2006, Guðjón Ragnar Jónasson, mótt. 31. október 2006, Birgir Þórarinsson, dags. 31. október 2006, Þórey Morthens og Jónas Þór Steinarsson, dags. 1. nóvember 2006, Þórður Magnússon, dags. 31. október 2006 og Geir A. Gunnlaugsson f.h. húsfélagsins 101 Skuggahverfi, dags. 4. nóvember 2006. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 3. nóvember 2006.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 70213 (01.11.74)
660269-5929 Ungmennafélag Íslands
Laugavegi 170 105 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
2.
Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi, höfuðstöðvar Ungmennafélags Íslands
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Arkþings mótt. 28 mars 2007, að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu. Gert er ráð fyrir því að á lóðinni rísi höfuðstöðvar Ungmennafélags Íslands. Einnig lögð fram að nýju eldri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. október 2006. Auglýsing stóð yfir frá 28. desember 2007 til og með 8. febrúar 2008. Athugasemd barst frá forstöðumönnum þriggja stofnana Reykjavíkurborgar í Grófarhúsi Tryggvagötu 15, dags. 7. febrúar 2008 ásamt tölvupósti sviðsstjóra Eignarsjóðs dags. 14. febrúar 2008. Lagt fram bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 21. febrúar 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra 26. febrúar 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70700 (01.88.54)
3.
Blesugróf 27, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingasviðs, dags. 27. nóvember 2007, að breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 27 við Blesugróf. Auglýsing stóð yfir frá 28. desember 2007 til og með 8. febrúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Pálína Guðlaugsdóttir og Höskuldur Sæmundsson Blesugróf 26, dags. 14. janúar 2008, Gunnlaugur Pétursson og Arndís Guðmundsdóttir Blesugróf 24, dags. 8. febrúar 2008, Sigríður Pétursdóttir og Sigurður Friðriksson Blesugróf 20, dags. 8. febrúar 2008. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 26. febrúar 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70668 (01.38.21)
660504-2060 Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
190347-8269 Karl Steingrímsson
Laugarásvegur 35 104 Reykjavík
010343-4029 Jón Ögmundur Þormóðsson
Laugarásvegur 29 104 Reykjavík
4.
Kleifarvegur, bílgeymslulóð, breyting á deiliskipulagi bílgeymslulóðar fyrir Laugarásveg
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta f.h. Karls Steingrímssonar, dags. 13. desember 2007, um breytingu á deiliskipulagi bílageymslulóðar fyrir Laugarásveg 27-37 skv. uppdrætti, dags. 13. desember 2007. Í tillögunni er meðal annars gert ráð fyrir stækkun lóðarinnar og bílastæða innan hennar. Grenndarkynning stóð yfir frá 18. des. 2007 til 5. febrúar 2008. Athugasemd bárust frá eigendum hússins að Laugarásvegi 37, dags. 13. janúar 2008, Aðalbirni Jóakimssyni Laugarásveg 31, dags. 21. janúar 2008 og Þórhildi Sandholt Laugarásvegi 33, dags. 21. janúar 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15, febrúar 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.


Umsókn nr. 70697 (01.86.31)
691195-2369 PK-hönnun sf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
130568-4329 Björn K Sveinbjörnsson
Bakkaflöt 8 210 Garðabær
5.
Kvistaland 10-16, nr. 12, stækkun byggingarreits
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn PK-arkitekta f.h. Björns Sveinbjörnssonar, dags. 7. og 21. nóv. 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 10-16 við Kvistaland vegna húss nr. 12 skv. uppdrætti, dags. 21. nóv. 2007. Sótt er m.a. um stækkun á byggingarreit. Grenndarkynning stóð yfir frá 4. des. 2007 til 4. jan. 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Berglind Ólafsdóttir, dags. 13. des. 2007, Grétar Gunnarsson Kúrlandi 11, dags. 6. jan. 2008, Lilja Grétarsdóttir og Bjarni Kjartansson Kúrlandi 9, dags. 4. jan. 2008. Lögð fram umsögn hönnuða, dags. 23. janúar 2008. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 26. febrúar 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.


Umsókn nr. 70599
6.
>Grjótháls, Vesturlandsvegur, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 28. september 2007 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 . Gert er ráð fyrir að opið svæði til sérstakra nota, milli Vesturlandsvegar og Grjótháls breytist í miðsvæði. Svæðið er um 0,4 ha að stærð og kemur í beinu framhaldi af þjónustulóð bensínstöðvar við Vesturlandsveginn. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir þjónustu við bíla og vegfarendur, s.s. bílaþvottastöð. Gert er ráð fyrir sambærilegu nýtingarhlutfalli og á þjónustulóðinni austan við. Aðkoma að svæðinu verður um Grjótháls. Tillagan var auglýst frá 2. janúar 2008 til og með 13. febrúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum: Vegagerðin, dags. 14. janúar 2008, Auðhumla, dags. 4. febrúar 2008, Logos f.h. Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, dags. 7. febrúar 2008, Gunnari F. Birgissyni fh. eigenda Fossháls 17-25 og Dragháls 18-26, dags. 13. febrúar 2008. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs , dags. 22. febrúar 2008.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70598
7.
Gylfaflöt, Grafarvogi, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 28. september 2007 að breyttu aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í breytingunni felst tillaga um að opnu svæði til sérstakra nota við Hallsveg verði breytt í athafnasvæði. Lögð fram umsögn Íþrótta- og tómstundaráðs frá 30. október 2007. Tillagan var auglýst frá 2. janúar til og með 13. febrúar 2008. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Vignir Bjarnason Hrísrima 30, dags. 9. janúar 2008. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs , dags. 22. febrúar 2008.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70580 (04.91)
8.
Suður Mjódd, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 18. febrúar 2008 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Suður- Mjóddar. Í tillögunni er gert ráð fyrir breyttri landnotkun og aukningu á byggingarmagni.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70148 (04.91)
410604-3370 Erum Arkitektar ehf
Grensásvegi 3-5 108 Reykjavík
9.
Suður Mjódd, nýtt deiliskipulag
Lögð fram tillaga Erum arkitekta, dags. 6. febrúar 2008, að deiliskipulagi Suður Mjóddar. Í tillögunni felst uppbygging íbúða fyrir eldri borgara, verslun, þjónusta ásamt íþróttahúsi og stúku fyrir Íþróttafélag Reykjavíkur.
Einnig er lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 22. febrúar 2008.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70769 (01.08.7)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
10.
Fiskislóð og Hólmaslóð, breyting á deiliskipulagi Vesturhafnar
Að lokinni auglýsingu er lagt fram bréf skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna, dags. 5. desember 2007, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna Fiskislóðar og Hólmaslóðar skv. uppdrætti Teiknistofu Arkitekta, dags. 5. desember 2007. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingar á götu og gangstétt Fiskislóðar 23-31, götu Fiskislóðar 33-43, lóðunum Fiskislóð 23-25, 27, 29, 31, 37 og 43, aðkomugötu að Hólmaslóð 1 og 3 og lóðunum Hólmaslóð 1 og 3. Auglýsingin stóð yfir frá 28. desember 2007 til og með 8. febrúar 2008. Eftir að athugasemdarfresti lauk barst ábending frá Kanon arkitektum vegna lóðar nr. 43 við Fiskislóð, dags. 19. febrúar 2008.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í ábendingum Kanon arkitekta dags. 19. febrúar 2008.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 37780
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 480 frá 19. febrúar 2008 ásamt fundargerði nr. 481 frá 26. febrúar 2008.


Umsókn nr. 80093 (01.22.01)
681205-3220 Höfðatorg ehf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
680504-2880 PK-Arkitektar ehf
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
12.
Höfðatorg, (fsp) fyrirlestra- og kvikmyndasalir
Lögð fram fyrirspurn PK arkitekta f.h. Höfðatorgs ehf., dags. 7. febrúar, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Höfðatorgs til að leyfa þar rekstur fyrirlestra- og kvikmyndasala.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjendur láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samræmi við erindið. Málsmeðferð verður ákveðin þegar tillagan berst.

Umsókn nr. 37834 (01.18.010.7)
13.
Ingólfsstræti 12, lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 19. febrúar 2008 vegna stöðvunar á óleyfisframkvæmdum í húsi nr. 12 við Ingólfsstræti, bréf Minjasafns Reykjavíkur dags. 22. febrúar 2008 fylgir.
Stöðvun byggingarfulltrúa staðfest.

Umsókn nr. 37835 (01.41.120.3)
14.
Sæviðarsund 41, lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 22. febrúar 2008 vegna óleyfisgirðinga á lóð nr. 41 við Sæviðarsund.
Kynnt.

Umsókn nr. 70390
590499-3829 Berg byggingafélag ehf
Grettisgötu 96 105 Reykjavík
580377-0339 Samtök aldraðra
Hafnarstræti 20 101 Reykjavík
650169-1829 Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík
Borgartúni 35 105 Reykjavík
580169-1209 Grund,elli- og hjúkrunarheimili
Hringbraut 50 107 Reykjavík
15.
Brekknaás, reitur 4.723 , umsókn um lóð
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. jan. 2008 ásamt bréfi dvalarheimilisins Grundar, Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur, byggingafélagsins Bergs ehf. og Samtaka aldraðra frá 13. f.m. varðandi úthlutun lands í Seláshverfi (Brekknaás). Erindinu er vísað til skipulagsráðs.
Frestað.

Umsókn nr. 70153
16.
Gæðastefna í skipulagi og byggingarlist fyrir Reykjavík, skipun í starfshóp
Lagt fram bréf Arkitektafélags íslands, dags. 12. febrúar 2008, með tilnefningu Jóhanns Sigurðssonar, arkitekt FAÍ í starfshóp um gæðastefnu í skipulagi og byggingarlist.


Umsókn nr. 70519 (04.1)
540169-3739 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Rv
Pósthólf 5135 125 Reykjavík
17.
Hádegismóar, lóðarumsókn fyrir Hvítasunnukirkjuna Fíladelfía
Lögð fram umsókn Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, dags. 23. ágúst 2007, um 15.000 fm. lóð við Hádegismóa.


Umsókn nr. 70805
690500-2130 Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs
Skógarhlíð 14 105 Reykjavík
660701-3030 SHS Fasteignir ehf
Skógarhlíð 14 105 Reykjavík
18.
Lóðir fyrir slökkvistöðvar, staðsetning nýrra slökkvistöðva
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. desember 2007 vegna samþykktar borgarráðs 13. s.m. að vísa erindi slökkviliðsstjóra og framkvæmdastjóra SHS fasteigna ehf. frá 22. f.m. um staðsetningu nýrra slökkvistöðva til umsagnar skipulagsráðs og umhverfisráðs. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 4. janúar 2008.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 80076 (05.17.81)
090171-3649 Ingvi Þór Hjörleifsson
Lágmói 4 260 Njarðvík
19.
Reynisvatnsland 53, land í fóstur
Á fundi skipulagsstjóra 1. febrúar 2008 var lagt fram bréf Ingva Hjörleifssonar, dags. 29. janúar 2008, með ósk um að fá að fóstra land sem liggur austan og sunnan megin við Reynisvatnsland 53. Erindinu var vísað til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 26. febrúar 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um skilmála samþykktarinnar.


Umsókn nr. 80130 (01.18.02)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20.
Bergstaðastræti 12B, kæra
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 4. febrúar 2008, vegna ákvörðunar um að veita leyfi til að endurnýja byggingarleyfi að Bergstaðastræti 12b og krafa um bráðabirgðarúrskurð um stöðvun framkvæmda.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70505 (01.19.71)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
21.
Laufásvegur 73, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 21. febrúar 2008 vegna kæru á synjun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 6. júní 2007 á umsókn um byggingarleyfi fyrir framkvæmdum við fasteignina að Laufásvegi 73 er lutu m.a. að byggingu tvöfalds bílskúrs ásamt niðurrifi eldri skúrs, viðbyggingu við íbúðarhús og breyttu skipulagi lóðar. Úrskurðarorð: Hin kærða synjun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 6. júní 2007 á byggingarleyfisumsókn kæranda fyrir framkvæmdum við fasteignina að Laufásvegi 73, er borgarráð staðfesti hinn 7. júní 2007, er felld úr gildi.
Kröfu kæranda um að lagt verði fyrir skipulagsráð að taka umsókn hans til lögboðinnar meðferðar er leiði til útgáfu byggingarleyfis honum til handa, er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 80131 (04.66.08)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
22.
Vesturberg 195, kæra
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 29. janúar 2008, vegna samþykktar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 18. september 2007 að veita leyfi til að byggja við hús á lóðinni nr. 195 við Vesturberg.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu

Umsókn nr. 80132 (5..17)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
23.
Vesturlandsvegur landnúmer 195206, kæra
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála á samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 5. febrúar 2008 að veita leyfi til að byggja dælustöð úr steinsteypu á lóð með landnúmer 195206 við Vesturlandsveg og krafa um stöðvun framkvæmda .
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu

Umsókn nr. 80064 (01.52.14)
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
24.
Boðagrandi 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 30. f.m., varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Boðagranda.


Umsókn nr. 80065 (04.79.18)
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
25.
Búðavað 1-23, breyting á deiliskipulagi Norðlingaholts
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 6. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar að Búðavaði 1-23.


Umsókn nr. 70699 (01.14.00)
700485-0139 Minjavernd hf
Pósthólf 1358 121 Reykjavík
421199-2569 Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
26.
Grófartorg, Zimsen hús, breyting á deiliskipulagi vegna Vesturgötu 2A
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 16. f.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi Grófartorgs vegna staðsetningar Zimsenhússins á lóð nr. 2A við Vesturgötu.


Umsókn nr. 70278 (08.2)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
27.
Hellisheiðaræð, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 6. s.m., varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna hitaveitulagnar frá Hellisheiðarvirkjun.


Umsókn nr. 80048 (04.4)
560389-1089 Fisfélag Reykjavíkur
Pósthólf 8702 128 Reykjavík
28.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 30. f.m., varðandi auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis Fisfélags Reykjavíkur á Hólmsheiði.


Umsókn nr. 80124
29.
Ráðning skipulagsstjóra skipulags-og byggingarsviðs,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. febrúar 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um ráðningu Ólafar Örvarsdóttur sem skipulagsstjóra á skipulags- og byggingasviði.


Umsókn nr. 50005
30.
Skipulagsráð,
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. febrúar 2008, varðandi nokkrar meginreglur varðandi fundi og fundarsetur í nefndum og ráðum borgarinnar.


Umsókn nr. 70039 (01.80.31)
550903-4150 Festing ehf
Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík
231054-3919 Trausti S Harðarson
Brekkusel 20 109 Reykjavík
31.
Stóragerði 40-46, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 16. f.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 40-46 við Stóragerði.


Umsókn nr. 80123 (01.6)
32.
Vatnsmýrin, tilnefning fulltrúa í stýrihóp
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. febrúar 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um tilnefningu fulltrúa í stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar.


Umsókn nr. 80102 (02.8)
33.
Sundagöng, umhverfismat
Kynnt staða mála.
Ólafur Bjarnason kynnti tillögur að Sundabraut í göngum, áfanga 1 og 2.

Umsókn nr. 80101 (02.8)
34.
Sundagöng, 1. áfangi Sundabrautar, breyting á svæðisskipulagi
Lögð fram drög að tillögu skipulags- og byggingasviðs að breytingu á svæðisskipulagi vegna Sundagangna, 1. áfanga Sundabrautar.
Kynnt.

Umsókn nr. 80055 (02.8)
35.
Sundagöng 1. áfangi Sundabrautar, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram drög að tillögu skipulags- og byggingasviðs að breytingu á aðalskipulagi vegna Sundagangna, 1. áfanga Sundabrautar.
Kynnt.

Umsókn nr. 80137
36.
Skipulags- og byggingarsvið, Þriggja ára áætlun, 2009-2011
Lögð fram þriggja ára áætlun Skipulags- og byggingarsviðs ásamt greinargerð.


Umsókn nr. 80141
37.
Skipulagsráð, fyrirspurn um færanleg smáhýsi
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Sóleyjar Tómasdóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur
Borgarráð vísaði til Skipulagssviðs 13. desember sl. að finna hentuga staðsetningu fyrir 6 færanleg smáhýsi sem ætluð eru utangarðsfólki. Hafði í tillögu til velferðarráðs verið óskað eftir því að staðsetning lægi fyrir í janúar. Nú spyrja fulltrúar Samfylkingar og Vinstri - grænna hvar málið sé statt hjá Skipulagssviði.

Umsókn nr. 80142
38.
Skipulagsráð, fyrirspurn um lóðaúthlutun til Félags eldri borgara og Félagsstofnunar stúdenta.
Lagðar fram fyrirspurnir fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Sóleyjar Tómasdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar Stefáns Benediktssonar og Bjarkar Vilhelmsdóttur ásamt áheyrnarfulltrúa Framsóknarflokksins, Óskari Bergssyni.
Borgarráð vísaði til Skipulagssviðs viljayfirlýsingum um lóðaúthlutunar til Félags eldri borgara og Félagsstofnunar stúdenta. Hvenær er von á því að Skipulagssvið afgreiði umrædd erindi ?