Keilugrandi 1, Keilugrandi 1, Baldursgötureitur 1, Fiskislóð og Hólmaslóð, Ingólfstorg, Stakkholt 2-4, Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi, Túngötureitur, Austurbrún 26, Blesugróf 27, Dverghamrar 9, Kjalarnes, Fitjar, Holtavegur 10, Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, Þingvað 37-59, Nesjavallalína 2, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Árvað 3, Brautarholt 8, Brekkugerði 10, Fjölnisvegur 9, Funahöfði 19, Gerðarbrunnur 32-34, Gerðarbrunnur 44, Hlíðarfótur 107483, Kambsvegur 22, Krókháls 10, Lambhagavegur 2-4, Lækjarmelur 18, Sjafnarbrunnur 11-19, Skólavörðustígur 46, Suðurlandsbraut 58-64, Úlfarsbraut 2-4, Úlfarsbraut 80, Vesturgata 2A, Þingholtsstræti 21, Naustavogur 15 - Snarfari, Sóleyjarimi 51-63, Vættaborgir 84-96, Brautarholt 20, Einholt-Þverholt, deiliskipulag., Malarhöfði 10, Vesturgata 16b, Gröndalshús, Álfabakki 14A, Álftanes, svæðisskipulag, Grófartorg, Zimsen hús, Gufunes, útivistarsvæði, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Naustareitur-Vesturhluti, Norðurbrún 1, Reynisvatnsheiði, Orkuveita Reykjavíkur, Öskjuhlíð,

Skipulagsráð

118. fundur 2007

Ár 2007, miðvikudaginn 12. desember kl. 09:10, var haldinn 118. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Ásta Þorleifsdóttir, Óskar Bergsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon, Júlíus Vífill Ingvarsson, Birgir Hlynur Sigurðsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir, Jóhannes Kjarval og Jón Árni Halldórsson Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 70064 (01.51.33)
1.
Keilugrandi 1, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. maí 2007 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í tillögunni felst að skilgreina nýjan þéttingarreit við Keilugranda þar sem gert er ráð fyrir allt að 130 íbúðum. Auglýsingin stóð yfir frá 13. júlí til 24. ágúst 2007. Eftritaldir aðilar sendu inn athugasemdir: 6 íbúar við Fjörugranda 14, 16 og 18, dags. 10. ágúst 2007, Margrét Magnúsdóttir og Valgeir Pálsson Boðagranda 10, dags. 21. ágúst 2007, Salvör Jónsdóttir og Jón Atli Árnason Fjörugranda 2, dags. 23. ágúst 2007, Guðrún Kristinsdóttir Bárugranda 11, dags. 22. ágúst 2007, Ingibjörg Sigurðardóttir og Örn Halldórsson Boðagranda 8, dags. 23. ágúst 2007, skólastjóri Grandaskóla, dags. 23. ágúst 2007, Kristjana Kjartansdóttir og Björgvin Bjarnason Frostaskjóli 15, dags. 24. ágúst 2007, Gunnar Finnsson ásamt undirskriftarlista 395 íbúa, dags. 23. ágúst 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. september 2007. Einnig er lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. desember 2007 ásamt nýrri tillögu skipulags- og byggingarsviðs dags. 29. nóvember 2007 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 50610 (01.51.33)
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
500501-2350 Rúmmeter ehf
Suðurlandsbraut 4a 108 Reykjavík
2.
Keilugrandi 1, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 1. des. 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Keilugranda. Einnig er lögð fram umsögn ÍTR, dags. 22. desember 2006 og umsögn KR, dags. 16. janúar 2007, samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir dags. 25. janúar 2007, umsögn Menntasviðs, dags. 6. febrúar 2007 og umsagnir Framkvæmdasviðs, dags. 13. febrúar og 8. júní 2007. Tillagan var í auglýst frá 13. júlí til og með 10. september 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Vilhelm Steinsen Nesvegi 56, dags. 4. júlí, Margrét Magnúsdóttir og Valgeir Pálsson Boðagranda 10, dags. 21. ágúst 2007, Gunnar Finnsson ásamt undirskriftarlista 419 íbúa, dags. 23. ágúst 2007, Salvör Jónsdóttir og Jón Árnason Fjörugranda 2, dags. 1. september 2007, Eiríkur Sigurgeirsson Fjörugranda 18 dags. 9. september 2007 fh. eigenda að Fjörugranda 14, 16 og 18, Ingibjörg B. Sigurðardóttir og Örn Halldórsson Boðagranda 8, dags. 6. september 2007, Halldór Jóhannsson Fjörugranda 8 dags. 28. ágúst 2007. Einnig er lögð fram ný tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 1. desember 2007 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Keilugranda.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 70031 (01.18.63)
3.
Baldursgötureitur 1, deiliskipulag, reitur 1.186.3
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Traðar dags. 29. nóvember 2007, breytt að deiliskipulagi Baldursgötureits. Reiturinn afmarkast af Freyjugötu, Baldursgötu, Þórsgötu og Njarðargötu. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2007 á athugasemdum sem bárust við forkynningu.

Frestað.
Óskað er eftir að skipulagsstjóri afli frekari gagna um skuggavarp á reitnum.


Umsókn nr. 70769 (01.08.7)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
4.
Fiskislóð og Hólmaslóð, breyting á deiliskipulagi Vesturhafnar
Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna, dags. 5. desember 2007, varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar vegna Fiskislóðar og Hólmaslóðar skv. uppdrætti Teiknistofu Arkitekta, dags. 5. desember 2007. Um er að ræða deiliskipulagsbreytingar á götu og gangstétt Fiskislóðar 23-31, götu Fiskislóðar 33-43, lóðunum Fiskislóð 23-25, 27, 29, 31, 37 og 43, aðkomugötu að Hólmaslóð 1 og 3 og lóðunum Hólmaslóð 1 og 3.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Skipulagsráð beinir því til hafnarstjórnar Faxaflóahafna að leita ávalt umsagnar skipulagsráðs þegar ákvörðun er tekin um skipulagsvinnu á hafnarsvæðum. Jafnframt er skipulagsstjóra falið að skýra verklag í samskiptum hafnar- og borgarskipulags í samráði við hafnarstjóra.


Umsókn nr. 70721 (01.14.0)
5.
Ingólfstorg, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Björns Ólafs ark., dags. 26. október 2007, að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7.
Tillaga kynnt, frestað.

Umsókn nr. 70439 (01.24.11)
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
581198-2569 Þ.G. verktakar ehf
Fossaleyni 16 112 Reykjavík
6.
Stakkholt 2-4, breytt deiliskipulag Hampiðjureits
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga KRark ehf að breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 2-4 og 3 við Stakkholt, dags. 10. ágúst 2007. Auglýsingin stóð yfir frá 12. september til 24. október 2007. Lögð fram athugasemd Hanza hópsins Þverholti 11, dags. 24. október 2007. Einnig er lögð fram breytt tillaga KRark ehf. dags. 29. nóv. 2007 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. desember 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í breyttri tillögu dags. 29. nóvember 2007.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70213 (01.11.74)
660269-5929 Ungmennafélag Íslands
Laugavegi 170 105 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
7.
Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi, höfuðstöðvar Ungmennafélags Íslands
Lögð fram tillaga Arkþings mótt. 28 mars 2007, að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13 við Tryggvagötu. Gert er ráð fyrir því að á lóðinni rísi höfuðstöðvar Ungmennafélags Íslands. Einnig lögð fram að nýju eldri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. október 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70771
8.
Túngötureitur, forsögn að skipulagi
Lögð fram drög skipulagsstjóra að forsögn fyrir deiliskipulagi Túngötureits, dags. í desember 2007. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Hofsvallagötu, Hávallagötu og Bræðraborgarstíg.

Kjartan Magnússon vék af fundi við umfjöllun málsins.
Drög skipulagsstjóra að forsögn samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða forsögn fyrir hagsmunaaðilum á reitnum.


Umsókn nr. 70655 (01.38.16)
470105-2160 Plan 21 ehf
Álakvísl 134 110 Reykjavík
9.
Austurbrún 26, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Guðnýjar Valdimarsdóttur ark. f.h. lóðarhafa, dags. 18. okt. 2007, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Austurbrún 26, skv. uppdrætti, dags. 15. október 2007. Breytingin gengur út á stækkun lóðarinnar úr 385 fm í 404 fm. Grenndarkynning stóð yfir frá 25. okt. til 22. nóv. 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ingibjörg Bernhöft og Bjarnþór Aðalsteinsson Austurbrún 14, dags. 11. nóvember 2007, undirskriftarlisti frá íbúum Austurbrúnar 8, 10, 20, 22, 24, 28 og 34 ódags. móttekin 21. nóvember 2007. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 7. des. 2007.
Frestað.

Umsókn nr. 70700 (01.88.54)
10.
Blesugróf 27, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingasviðs, dags. 27. nóvember 2007, að breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 27 við Blesugróf.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Einnig var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila á svæðinu og hverfisráðs Laugardals og Háaleitis sérstaklega um tillöguna.


Umsókn nr. 70542 (02.29.95)
070640-4819 Geir Ólafsson
Dverghamrar 9 112 Reykjavík
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
11.
Dverghamrar 9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn úti og Inni f.h. Geirs Ólafssonar, dags. 4. september 2007, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 9 við Dverghamra skv. uppdrætti, dags. 30. ágúst 2007. Grenndarkynningin stóð frá 30. október til og með 27. nóvember 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 60665
460502-6320 Einar Ingimarsson arkitekt ehf
Lynghálsi 3 110 Reykjavík
030763-5489 Guðjón Júlíus Halldórsson
Fitjar 116 Reykjavík
12.
Kjalarnes, Fitjar, deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Einars Ingimarssonar, dags. 30. nóvember 2006, að deiliskipulagi lóðarinnar Fitjar á Kjalarnesi vegna brúar yfir Leirvogsá skv. uppdrætti, dags. 29. nóvember 2006. Einnig lögð fram umsögn veiðifélags Leirvogsár, dags. 22. nóvember 2006, umsögn umhverfisráðs, dags. 27. nóvember 2006, greinargerð Arkþings og Hnit, dags. 8. nóvember 2006 og umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 12. febrúar 2007. Tillagan var auglýst frá 9. mars til 25. apríl 2007. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: f.h. Veiðifélagsins Leirvogsá, Bjarni Sv. Guðmundsson og Guðmundur Magnússon dags. 12. apríl 2007, einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 1. maí 2007. Tillagan var endurauglýst frá 18. október til og með 26. nóvember 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Veiðifélag Leirvogsár dags. 21. nóvember 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 30. nóv. 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70472 (01.40.81)
450599-3529 Landic Property hf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
13.
Holtavegur 10, auglýsingaskilti, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn teiknistofu Halldórs Guðmundssonar f.h. fasteignafélagsins Stoða, dags. 3. ágúst 2007, um breytingu á deiliskipulagi Holtavegar. Í tillögunni felst að komið verði fyrir auglýsingaskiltum á húsi og lóð nr. 10 við Holtaveg skv. uppdrætti, dags. 31. júlí 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 31. ágúst 2007. Tillagan var auglýst frá 12. október til og með 23. nóvember 2007. Athugasemd barst frá Fanney Evu Vilbergsdóttur Kleppsvegi 140, dags. 23. nóvember 2007 ásamt undirskriftalista 78 íbúa í nágrenninu.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 60676
671197-2919 Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
14.
Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Ark.ís að deiliskipulagi athafnasvæðis í Hólmsheiði við Suðurlandsveg, dags. í ágúst 2007. Lögð fram umsögn umhverfisráðs frá 25. september 2007. Auglýsingin stóð yfir frá 12. september til 24. október 2007. Lagðar fram athugasemdir eftirtaldra aðila: Vegagerðin, dags. 10. september 2007, Valtýr Sigurðsson f.h. Fangelsismálastofnunar, dags. 19. október 2007, Orkuveita Reykjavíkur, dags. 22. október 2007, formaður Fjáreigendafélags Reykjavíkur, dags. 23. okt. 2007, stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 24. okt. 2007, Skógrækt ríkisins, dags. 20. okt. 2007, Veiðimálastofnun, dags. 22. okt. 2007, Kristín Kristjánsdóttir, dags. 24. okt. 2007. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs til borgarstjóra, dags. 3. desember 2007 um fangelsislóð í Hólmsheiði ásamt bréfi stjórnar Skógræktarfélags Reykjavíkur, dags. 10. desember 2007.

Kartan Magnússon vék af fundi kl. 11:38
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 11:45.
Hanna Birna Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 11:50]
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 70763 (04.79.14)
471005-1340 Kjarni Byggingar ehf
Hátúni 6A 105 Reykjavík
231256-2539 Davíð Karl Karlsson
Næfurás 2 110 Reykjavík
15.
Þingvað 37-59, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Davíðs Karlssonar f.h. Kjarna bygginga, dags. 4. des. 2007, um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna nr. 37-59 við Þingvað skv. uppdrætti, dags. 23. nóv. 2007.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin er aðeins talin varða hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 70123 (05.8)
580804-2410 Landsnet hf
Gylfaflöt 9 112 Reykjavík
621079-0189 Línuhönnun hf
Suðurlandsbraut 4a 108 Reykjavík
16.
Nesjavallalína 2, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni kynningu á vef Skipulags- og byggingasviðs er lagt fram að nýju bréf Landsnets h.f., dags. 22. febrúar 2007, varðandi aðalskipulagsbreytingu vegna lagningu jarðstrengs og ljósleiðara frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi ásamt umhverfisskýrslu Landmótunar, mótt. 10. ágúst 2007. Einnig lagðar fram umsagnir eftirtalinna aðila: Fornleifavernd ríkisins, dags. 23. ágúst 2007, Framkvæmdasviðs, dags. 28. ágúst 2007, Mosfellsbæjar, dags. 5. september og 3. október 2007, umhverfisráðs frá 25. september 2007, Umhverfisstofnunar, dags. 20. sept. 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 37379
17.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 471 frá 4. desember 2007, ásamt fundargerð nr. 472 frá 11. desember 2007.


Umsókn nr. 37329 (04.73.110.1)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
18.
9">Árvað 3, leik- og grunnskóli
Sótt er um leyfi til að byggja leik og grunnskóli staðsteyptan á tveimur hæðum auk lagna og tæknirýma í kjallara.
Meðfylgjandi er brunahönnun dags. 20. nóvember 2007.
Einnig fylgir minnisblað um hljóðvist dags. 1. október 2007 og gátlisti vegna ferlihönnunar í almenningsbyggingum, undirritaður og dags. 7. desember 2007
Stærðir: 7.233,7 ferm., 36.857,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 2.506.317
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 37017 (01.24.120.5)
560178-0939 S.Waage sf
Hlíðarbyggð 19 210 Garðabær
19.
Brautarholt 8, endurnýjun á byggingarleyfi BN034400
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. október 2007 þar sem sótt er um leyfi fyrir endurnýjun á byggingaleyfi erindi nr. BN034400 frá 4. október 2006, þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýja hæð úr stálgrind klæddri múr ofan á húsið á lóðinni nr. 8 við Brautarholt. Grenndarkynning stóð yfir frá 25. október til og með 22. nóvember 2007. Eftirtalir aðilar sendu inn athugasemdir: Ólafur Gunnarsson og Erla Erlendsdóttir Skipholti 7, dags. 13. nóvember 2007, Sigurbjörg Valsdóttir Skipholti 7, dags. 21. nóvember 2007, Eðvarð Ingólfsson Stúfholti 1 dags. 22. nóvember 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra 30. nóvember 2007 og eldri umsögn skipulagsstjóra 29. september 2006.
Stækkun: 540,6 ferm., og 1656,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 112.669
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 37091 (01.80.440.7)
191159-2849 Bogi Þór Siguroddsson
Brekkugerði 10 108 Reykjavík
20.
Brekkugerði 10, hækka mænishæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. október 2007 þar sem sótt er um leyfi til breyta frá nýlega samþykktum teikningum erindi BN031070 þannig að mænishæð hækkar um 20 cm., breytingar á gluggum í sólskála og stiga ásamt breyttu handriði á útitröppum einbýlishússins á lóð nr. 10 við Brekkugerði. Grenndarkynningin stóð frá 1. nóvember til og með 29. nóvember 2007. Engar athugasemdir bárust. Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.



Umsókn nr. 37123 (01.19.621.1)
590504-2890 Fjölnisvegur 9 ehf
Efstaleiti 5 103 Reykjavík
21.
Fjölnisvegur 9, tengja Fjölnisv. 9 og 11. Sam. bílag. og svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. október 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja við þegar byggða bílgeymslu sbr. erindi BN030351 húss nr. 9 og tengja bílgeymslu húss nr. 11 sbr. erindi BN028378 með sameiginlegri bílgeymslu , tengigangi og svölum ofaná fyrir bæði íbúðarhúsin sem sameinuð verða í eina eign á lóð nr. 9-11 við Fjölnisveg. Grenndarkynning stóð yfir frá 7. nóv. til 5. des. 2007. Athugasemd barst frá Þresti Höskuldssyni f.h. íbúa Sjafnargötu 8, dags. 27. nóv. 2007.
Bréf hönnuðar dags. 23. október 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 37326 (04.06.100.2)
490306-0210 Húsaleiga ehf
Hagasmára 1 201 Kópavogur
22.
Funahöfði 19, innrétta skrifstofur,svalir o.fl.
Sótt er um leyfi til að breyta innréttingum í kjallara, á 1. og 2. hæð og setja upp svalir og brunastiga utanhúss í húsi nr. 19 við Funahöfða.
Gjald kr. 6.800
Frestað.

Umsókn nr. 37353 (05.05.630.2)
291278-3109 Ingimar Helgason
Laugavegur 134 105 Reykjavík
130248-2689 Eiður Helgi Sigurjónsson
Völvufell 12 111 Reykjavík
23.
Gerðarbrunnur 32-34, parhús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft steinsteypt parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 32-34 við Gerðarbrunn.
Stærð húss nr. 32: Kjallari íbúð 123 ferm., 1. hæð íbúð 91,3 ferm., bílgeymsla 25 ferm. Samtals 239,3 ferm., 830,3 rúmm.
Hús nr. 34: Sömu stærðir.
Gerðarbrunnur 32-34: 478,6 ferm., 1660,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 112.921



Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 37350
050379-3539 Garðar Sveinn Hannesson
Hrísrimi 9 112 Reykjavík
24.
Gerðarbrunnur 44, Einbýlishús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 44 við Gerðarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 122,2 ferm., bílgeymsla 31.2 ferm., 2. hæð íbúð 141,7 ferm.
Samtals 295,1 ferm., 968,6 rúmm
Gjald kr. 6.800 + 65.865
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 36377 (01.77.--9.9)
510105-4190 Háskólinn í Reykjavík ehf
Ofanleiti 2 103 Reykjavík
25.
Hlíðarfótur 107483, háskólabygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypta háskólabyggingu ásamt kjallara undir hluta, alla einangraða að utan og klædda með gleri og álklæðningu fyrir Háskóla Reykjavíkur á lóð við Hlíðarfót.
Brunahönnun VGK dags. júlí 2007, bréf hönnuðar dags. 2. júlí 2007 og 30. okt. 2007 yfirlýsing burðarþolsshönnuðar dags. 29. júní 2007 fylgja erindinu.
Einnig fylgir skýrsla um hljóðhönnun frá VGK hönnun dags. í júní 2007 og minnisblað um hljóðhönnun frá VGK hönnun dags. 29 sept. 2007.
Stærð: Háskólabygging kjallari 4963,7 ferm., 1. hæð 13334,9 ferm.(með millilofti sem er 117,5 ferm.) 2. hæð 10682,8 ferm., 3. hæð 6801,4 ferm., samtals 35782,8 ferm., 183800,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 12.498.447
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 37143 (01.35.410.8)
100275-5389 Vigfús Bjarni Albertsson
Kambsvegur 22 104 Reykjavík
26.
Kambsvegur 22, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. október 2007 þar sem sótt er um leyfi fyrir staðsteyptri viðbyggingu bílgeymslu, sem einingu 0102 mhl. 02 á lóðinni nr. 22 við Kambsveg.
Meðfylgandi er samþykki aðliggandi lóðarhafa á deiliteikningu. dags. 1. okt. 2007 og samþykki meðeiganda dags. 1. okt. 2007
Stærðir : 41,8 ferm., 137,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 9.377
Grenndarkynningin stóð frá 7. nóvember til og með 5. desember 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 37328 (04.32.420.2)
490306-0210 Húsaleiga ehf
Hagasmára 1 201 Kópavogur
27.
Krókháls 10, innrétta skrifstofur, eldvarnarstigar o.fl.
Sótt er um leyfi til að breyta stigahúsi, innrétta skrifstofur á 2. hæð og setja brunastiga utan á hús á lóð nr. 10 við Krókháls.
Gjald kr. 6.800
Frestað.

Umsókn nr. 37315 (02.64.310.1)
460907-1440 Lambhagavegur fasteignaféla ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
28.
Lambhagavegur 2-4, atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til að byggja verslunarhús fyrir byggingavörur, stálgrindarhús klætt PIR samlokueiningum í hvítum og rauðum lit á lóðinni nr. 2-4 við Lambhagaveg.
Jafnframt er erindi BN036912 dregið til baka.
Málinu fylgir brunahönnun frá VSI dags. 20. nóvember 2008.
Stærðir: 22011,8 ferm., 246.289 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.147.652
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 37372 (34.53.320.2)
590707-0660 Lækjarmelur 18 ehf
Akralind 6 201 Kópavogur
29.
Lækjarmelur 18, nýbygging
Sótt er um leyfi fyrir atvinnuhúsnæði í 10 einingum á tveimur hæðum húsið er staðsteypt með ljósum múrsalla að utan á lóðinni nr. 18 við Lækjarmel á Kjalarnesi.
Stærðir: 1. hæð 1.408,8 ferm., 2. hæð 764,8 ferm. Samtals. 2.173,6 ferm., 12.031,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 818.1350
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 37345 (05.05.380.3)
470201-2660 VT Húsasmíðameistari ehf
Engjaseli 69 109 Reykjavík
30.
Sjafnarbrunnur 11-19, raðhús
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt fimm íbúða raðhús á tveimur hæðum múrhúðað og klætt timburklæðningu að hluta, íbúðirnar eru með innbyggðum bílgeymslum á neðri hæð.
Stærðir: 1. hæð 590,8 ferm, 2. hæð 520,4 ferm. samtals 1.111,2 ferm., 3.740,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 254.354
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 36552 (01.18.140.8)
111253-5879 Guðmundur Kristján Jónsson
Noregur
31.
Skólavörðustígur 46, innri og ytri br.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. september 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja glerútbyggingu, síkka glugga og gera franskar svalir á suðaustur hlið, stækka íbúð inn á svalir á norðvestur hlið og gera þar nýjan inngang í íbúð, breyta innra skipulagi íbúðar, þ.m.t. að fjarlægja burðarvegg á 2. hæð í fjölbýlishúsinu á lóð nr. 46 við Skólavörðustíg. Grenndarkynning stóð yfir frá 8. október til 5. nóvember 2007. Athugasemdir bárust frá Sigurði Hólm Þorsteinssyni Njarðargötu 61ásamt undirskriftarlista 12 íbúa, dags. 2. nóvember 2007.
Samþykki Skólavörðustígs 45 ehf dags. 25. ágúst 2007 fylgir erindinu. Bréf burðarvirkishönnuðar dags. 31. júlí 2007 fylgir, einnig bréf hönnuðar dags. 25. júlí 2007 og þinglýst samþykki meðeiganda í fjölbýlishúsinu Skólavörðustíg 46 dags 1. júlí 2007 ásamt löggildingarvottorð aðalhönnuðar frá Umhverfisráðuneytisins dags. 24. júní 1996 Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 18. september 2007 var samþykkt byggingarfulltrúa frá 4. september 2007 felld úr gildi með vísan til 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14.11.2007, tölvupóstur umsækjanda dags. 15. nóvember 2007 og bréf umsækjanda dags. 16. og 23. nóvember 2007. Einnig lagt fram svarbréf Sigurðar Hólm Þorsteinssonar, dags. 25. nóvember 2007.
Stærð: Stækkun 3,2 ferm., 8,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 592
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.



Umsókn nr. 37369 (01.47.140.1)
620705-1520 Mörkin eignarhaldsfélag ehf
Reykjavíkurvegi 74 220 Hafnarfjörður
32.
Suðurlandsbraut 58-64, 64 - 45 íbúðir fyrir aldraða
Sótt er um leyfi til að byggja þjónustumiðstöð og 45 íbúðir fyrir aldraða á 4 hæðum á lóðinni nr. 58-64 við Suðurlandsbraut.
Málinu fylgir brunahönnun dags. 27. nóvember 2007.
Stærðir: 1. hæð þjónustumiðstöð 1365,1 ferm., íbúðir og fylgirými 1094,8 ferm., 2. hæð íbúðir 1377,6 ferm., svalagangar (B-rými) 165,2 ferm., 3. og 4. hæð íbúðir 1399,4 ferm., svalagangar (B-rými) 165,2 ferm.
Samtals: 7131,9 ferm. og 23.454 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 1.594.872
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 37402 (02.69.840.1)
100268-3379 Pétur Þórarinsson
Mosabarð 9 220 Hafnarfjörður
240849-3139 Gunnar L Gissurarson
Birkihlíð 16 105 Reykjavík
33.
Úlfarsbraut 2-4, parhús
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt, tvílyft parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 2-4 við Úlfarsbraut.
Stærð húss nr. 2: 1. hæð íbúð 154,7 ferm., 2. hæð íbúð 83,8 ferm., bílgeymsla 28,9 ferm. Samtals 267,4 ferm. og 848,7 rúmm.
Hús nr. 4: 1. hæð íbúð 98 ferm., 2. hæð íbúð 61,4 ferm., bílgeymsla 29,3 ferm. Samtals 188,7 ferm. og 604,7 rúmm.
Samtals 456,1 ferm., 1453,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 98.831
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.



Umsókn nr. 37364 (02.69.870.3)
530289-1339 JB Byggingafélag ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
430595-2029 VBH ehf
Bæjarlind 4 201 Kópavogur
34.
Úlfarsbraut 80, fjölbýlishús
Sótt er um leyfi fyrir 9 íbúða fjölbýlishúsi á þremur hæðum auk kjallara með bílgeymslu. Húsið er staðsteypt með flötu þaki, útveggir einangraðir að innan og múrhúðaðir, að utan er húsið múrsallað ljóst með álklæddu lyftuhúsi á lóð nr. 80 við Úlfarsbraut.
Stærðir: kjallari 378,4 ferm. 1. hæð 359,6 ferm. 2. hæð 359,6 ferm. 3. hæð 359,6 ferm. Samtals 1.452,7 ferm., 4.484,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 304.803
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 37411 (01.14.000.1)
700485-0139 Minjavernd hf
Pósthólf 1358 121 Reykjavík
35.
Vesturgata 2A, endurbygging Ziemsenhúss
Sótt er um leyfi til að flytja Ziemsenhús (áður Hafnarstræti 21), endurbyggja það, byggja við til austurs og vesturs og innrétta sem verslunar- veitinga- og skrifstofuhús á lóðinni nr. 2A við Vesturgötu.
Málinu fylgir samkomulag Minjaverndar og Skipulagssjóðs Reykjavíkur dags. 16. ágúst 2007 og samþykki Skipulagssjóðs dags. 17. ágúst 2007.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 36928 (01.18.010.2)
241164-3229 Eyþór Arnalds
Hreiðurborg 801 Selfoss
36.
Þingholtsstræti 21, fjölbýlishús
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tvíbýlishús (matshl. 2), tvær hæðir og ris og koma fyrir þremur bílastæðum á lóðinni nr. 21 við Þingholtsstræti.
Stærðir: 1. hæð 82 ferm., 2. hæð 82 ferm., 3. hæð 79,2 ferm. Samtals 243,2 ferm., 743,3 rúmm. Grenndarkynningin stóð frá 25. október til og með 22. nóvember. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Sigríður Gunnarsdóttir Ingólfsstræti 20 dags. 21. nóvember 2007, Þóra Bjarnadóttir og Einar Sigurjónsson Þingholtsstræti 22 dags. 21. nóvember 2007. Erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. desember 2007 og greinargerð Páls V. Bjarnasonar ark., dags. 6. des. 2007.
Frestað

Umsókn nr. 70475 (01.45.62)
630975-0189 Snarfari,félag sportbátaeigenda
Naustavogi 15 104 Reykjavík
37.
Naustavogur 15 - Snarfari, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 10. ágúst 2007 var lögð fram fyrirspurn formanns Snarfara, dags. 17. júlí 2007, um heimild til stækkunar hafnaraðstöðu félagsins við Naustavog til norðurs og hækkun á hæðarkótum. Erindinu vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs vegna legu Sundabrautar og umferðartenginga, Faxaflóahafna og Umhverfissviðs vegna lífríkis Elliðaáa. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 20. ágúst 2007 og umsögn umhverfissviðs dags. 17. september 2007. Einnig lögð fram bókun hafnarstjórnar frá 30. október ásamt umsögn Faxaflóahafna, dags. 4. október 2007.
Frestað.

Umsókn nr. 70705 (02.53.63)
460100-2320 Logos sf
Efstaleiti 5 103 Reykjavík
230565-5549 Kristján Þór Sveinsson
Sóleyjarimi 51 112 Reykjavík
38.
Sóleyjarimi 51-63, (fsp) kvistur á hús nr. 51, málskot
Lögð er fram fyrirspurn Logos f.h. eigenda Sóleyjarima 51, dags. 12. og 7. nóvember 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 51-63 við Sóleyjarima vegna kvists á hús nr. 51.
Frestað

Umsókn nr. 70666 (02.34.260.1)
230650-6919 Ágúst Á. Þórhallsson
Vættaborgir 88 112 Reykjavík
39.
Vættaborgir 84-96, stækkun lóðar
Lögð fram umsókn Ágústs Þórhallssonar f.h. eigenda Vættaborgum 84-96, dags. 24. okt. 2007, um stækkun lóðar Vættaborga 84-96 í suður. Lóðarstærð fer úr 3339 fm í 3547 fm. Einnig lögð fram umsögn Strætó, dags. 23. nóv. 2007.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 37387 (01.24.220.7)
40.
Brautarholt 20, lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 3. desember 2007 vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni nr. 20 við Brautarholt.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 990316 (01.24.43)
41.
Einholt-Þverholt, deiliskipulag., Reitir 1.244.1, 1.244.3.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 26. nóv. 2007, minnisblað Línuhönnunar um hljóðvist, dags. 23. okt. 2007 og umsögn Umhverfissviðs frá 6. nóv. 2007 um heimild til að beita fráviki II varðandi hljóðvist. Einnig eru lagðir fram endanlegir uppdrættir að deiliskipulagi reita 1.244.1 og 1.244.3, Einholt/Þverholt dags. 8. desember 2006, síðast uppfærðir 26. nóvember 2007.
Endanlegir uppdrættir samþykktir
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 50454 (04.05.5)
680504-2880 PK-Arkitektar ehf
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
42.
Malarhöfði 10, lóðarstækkun
Lögð fram umsókn PK arkitekta f.h. Mest ehf, dags. 17.10.07 ásamt tillögu, dags. 16.10.07, að stækkun lóðar nr. 10 við Malarhöfða. Óskað er eftir stækkun lóðar um 8563 fm á þremur stöðum: vestur, austur og suður. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs, dags. 3.12.07.
Frestað.

Umsókn nr. 70756 (01.13.21)
420704-3130 Gullinsnið ehf
Fjölnisvegi 12 101 Reykjavík
43.
Vesturgata 16b, Gröndalshús, flutningslóð fyrir Gröndalshús
Lögð fram tillaga Gullinsniðs ehf. mótt. 29. nóvember 2007 að flutningslóð fyrir Gröndalshús að Fischersundi 2.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að unnin verða tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps þar sem gert verður ráð fyrir Gröndalshúsi á lóðinni. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

Umsókn nr. 70761 (04.60.34)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
44.
Álfabakki 14A, úrskurður úrskurðarnefndar
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 29. nóvember 2007 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 25. júlí 2006 um að veita byggingarleyfi fyrir breytingu á innréttingum til reksturs spilasalar í húsnæði að Álfabakka 14A í Reykjavík. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 70714
440169-6869 Sveitarfélagið Álftanes
Bjarnastöðum 225 Álftanes
45.
Álftanes, svæðisskipulag, óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram bréf borgarstjóra 29. nóvember 2007 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 21. nóvember 2007 vegna óverulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.


Umsókn nr. 70699 (01.14.00)
700485-0139 Minjavernd hf
Pósthólf 1358 121 Reykjavík
421199-2569 Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
46.
Grófartorg, Zimsen hús, breyting á deiliskipulagi vegna Vesturgötu 2A
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. nóvember 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 14. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Grófartorgs vegna staðsetningar Zimsenhúss á lóð nr. 2A við Vesturgötu.


Umsókn nr. 70319 (02.2)
581298-2269 Landark ehf
Stórhöfða 17 110 Reykjavík
47.
Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra 29. nóvember 2007 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 24. október 2007 vegna breytinga á deiliskipulagi á útivistarsvæði í Gufunesi. Jafnframt var samþykkt svohljóðandi viðaukatillaga: Við hönnun bygginga skal tekið mið af niðurstöðum rannsókna á hugsanlegu gasútstreymi frá urðunarsvæði þannig að þær safni ekki gasi í kjöllurum eða lokuðum rýmum. Sérstaklega skal hugað að því að uppsöfnun gass geti ekki orðið í grunnum, sökklum eða kjöllurum.


Umsókn nr. 70118
48.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, deiliskipulag, stækkun á losunarstað
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. nóvember 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 7. s.m. um deiliskipulag Hólmsheiðar, jarðvegsfyllingar.


Umsókn nr. 70593
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
49.
Naustareitur-Vesturhluti, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. nóvember 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 14. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Naustareits.


Umsókn nr. 70683 (01.35.24)
510497-2799 Félagsbústaðir hf
Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík
100567-3779 Harpa Stefánsdóttir
Bauganes 16 101 Reykjavík
50.
Norðurbrún 1, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra 29. nóvember 2007 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 21. nóvember 2007 vegna auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð nr. 1 við Norðurbrún.


Umsókn nr. 70413 (05.1)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
51.
Reynisvatnsheiði, Orkuveita Reykjavíkur, breyting á deiliskipulagi vegna miðlunargeyma O.R.
Lagt fram bréf borgarstjóra 29. nóvember 2007 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 21. nóvember 2007 vegna breytinga á deiliskipulagi vegna miðlunargeyma Orkuveitu Reykjavíkur á Reynisvatnsheiði.


Umsókn nr. 60726 (01.76)
680374-0159 Ásatrúarfélagið
Pósthólf 8668 128 Reykjavík
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
52.
Öskjuhlíð, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. nóvember 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð 14. s.m., varðandi auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Öskjuhlíðar.