Alþingisreitur, Tryggvagata 19, Tollhúsið, Brekkuhús 3, Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, Heiðarbær 14, Kvisthagi 4, Stekkjarbrekkur, Hallsvegur suður, Tjarnarsel 4, Háteigsvegur 43, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Barónsstígur 31, Barónsstígur 33, Fjölnisvegur 18, Kambsvegur 8, Mímisvegur 2, Súðarvogur 50, Borgartún 33, Borgartún 35, Borgartún 37, Borgartún 8-16, Háskólinn í Reykjavík, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Íbúasamtök Grafarvogs, Klapparstígsreitur 1.182.0, Laufásvegur 73, Laufásvegur 74, Laugavegur 4-6, Skólavörðustígur 1a, Leiðhamrar 46, Langholtsvegur 168, Skipulagsráð,

Skipulagsráð

104. fundur 2007

Ár 2007, miðvikudaginn 22. ágúst kl. 09:10, var haldinn 104. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Stefán Þór Björnsson, Gunnar Bjarki Hrafnsson, Stefán Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir, Birgir Hlynur Sigurðsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Stefán Finnsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 50335 (01.14.11)
1.
Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Batterísins dags. 14. mars 2007 varðandi breytt deiliskipulag á Alþingisreit samkvæmt uppdrætti dags. 13. mars 2007. Í breytingunni felst m.a. flutningur á húsinu við Vonarstræti 12 á lóðina Kirkjustræti 6, aukin nýting á vesturhluta reits og nýbyggingar 3-5 hæðir ásamt tengibrú á milli húsanna nr. 8, 8b, 10 og 12 við Kirkjustræti. Tillagan var auglýst frá 11. apríl til og með 23. maí 2007. Athugasemdir bárust frá Pétri H. Ármannssyni dags. 20. maí 2007 og Stefáni S. Grétarssyni dags. 22. maí 2007, Ásthildi Haraldsdóttur dags. 21. maí 2007, Snorra F. Hilmarssyni dags. 22. maí 2007, Þórði Magnússyni dags. 22. maí 2007, Sigurði Halldórssyni dags. 24. maí 2007, Guðrúnu Jónsdóttur og Ragnheiði Ragnarsdóttur dags. 24. maí 2007.

Dagur B. Eggertsson tók sæti á fundinum kl. 9:17

Athugasemdir kynntar. Frestað.

Umsókn nr. 60694 (01.11.83)
690981-0259 Fasteignir ríkissjóðs
Borgartúni 7 150 Reykjavík
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
2.
Tryggvagata 19, Tollhúsið, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Tark arkitekta f.h. Fasteigna ríkissjóðs, dags. 9. nóvember 2006, ásamt uppdrætti, dags. 11. júní 2007 og sneiðmynd, dags. 23. mars 2007, að breyttu deiliskipulagi fyrir Tryggvagötu 19. Á fundi borgarráðs 28. júní 2007 var samþykkt að auglýsa tillöguna.
Tillagan var auglýst frá 4. júlí til og með 15. ágúst 2007. Lagður fram tölvupóstur dags. 14. ágúst 2007 frá Gunnari Hákonarsyni fh. rekstraraðila Kolaportsins með beiðni um að framlengja athugasemdafrestinn sem nemur fjórum vikum.
Samþykkt að framlengja frest til að gera athugasemdir við tillöguna til 10. september nk.

Umsókn nr. 70279 (02.84.56)
500904-2080 Starengi ehf
Pósthólf 12212 112 Reykjavík
3.
Brekkuhús 3, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Lárusar Ragnarssonar byggingarfr. dags. 23.04.07 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3 við Brekkuhús. Í breytingunni felst í meginatriðum að nýtingu á svæði þar sem áður var gæsluvöllur verði nú íbúðarhús.Tillagan gerir ráð fyrir að á lóðinni geti risið hús á einni hæð fyrir 6-7 litlar íbúðir. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfissviðs, mótt. 31. maí 2007. Grenndarkynning stóð yfir frá 14. júní til og með 12. júlí 2007. Athugasemdir bárust frá: Sólveigu Björnsdóttur og Ólafi Einarssyni Baughúsum 34, dags. 5. júlí 2007, Geirlaugu Jónsdóttur Baughúsum 32, dags. 6. júlí 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. ágúst 2007.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 60676
4.
Hólmsheiði við Suðurlandsveg - athafnasvæði A3, deiliskipulag
Lögð fram að tillöga Arkís að deiliskipulagi athafnasvæðis í Hólmsheiði við Suðurlandsveg, dags. í ágúst 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70412 (04.35.13)
050567-4789 Haukur Jens Birgisson
Heiðarbær 14 110 Reykjavík
5.
Heiðarbær 14, Breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Ragnhildar Ingólfsdóttur ark. f.h Hauks Birgissonar dags 5. júlí 2007 um breytingu á deiliskipulagi Árbæjar/ Selás vegna lóðar nr 14 við Heiðarbæ skv. uppdrætti, dags 11. júlí. Gert er ráð fyrir að byggingarreiturinn stækki og lengist m.a. til samræmis við þegar byggða bílageymslu/geymslu og gert er ráð fyrir að þakkantar fari út fyrir byggingarreit. Grenndarkynning stóð yfir frá 20. júlí til 17. ágúst 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 70427 (01.54.32)
150550-4759 Magnús H Ólafsson
Merkigerði 18 300 Akranes
6.
Kvisthagi 4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Magnúsar Ólafssonar ark., dags. 5. júlí 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 4 við Kvisthaga. Grenndarkynningin stóð yfir frá 20. júlí til 17. ágúst 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 70373 (02.49.6)
7.
Stekkjarbrekkur, Hallsvegur suður, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga skipulagsstjóra að deiliskipulagi Stekkjarbrekkna, Hallsveg suður, dags. 15. júní 2007. Einnig lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. janúar 2007, ásamt bréfi SHS fasteigna, dags. 19. janúar 2007, varðandi lóðir fyrir nýjar slökkvistöðvar. Auglýsingin stóð yfir frá 4. júlí til 18. ágúst 2007. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60152 (04.93.03)
280448-2309 Örn Þorsteinsson
Tjarnarsel 4 109 Reykjavík
571284-0149 Teiknistofa Guðr/Kn J arkit sf
Tjarnargötu 4 101 Reykjavík
8.
Tjarnarsel 4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Arnar Þorsteinssonar, dags. 16. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 4 við Tjarnarsel skv. uppdrætti Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur, dags. 12. júní 2007. Grenndarkynningin stóð yfir frá 3.ágúst til 31. ágúst 2007. Samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir lagt fram.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 70368 (01.25.42)
010151-3689 Gunnar Guðnason
Skeiðarvogur 65 104 Reykjavík
9.
Háteigsvegur 43, breyting á deiliskipulagi KHÍ og Sjómannaskólans
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Gunnars Guðnasonar ark., dags. júní 2007, að breytingu á deiliskipulagi KHÍ og Sjómannaskólans vegna lóðarinnar nr. 43 við Háteigsveg Í breytingunni er gert ráð fyrir að komið verði fyrir fjarskiptamastri. Grenndarkynning stóð yfir frá 21. júní til 16. ágúst 2007.
Eftritaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Formaður íbúasamtaka 3. hverfis, mótt. 13. júlí 2007, Vildís Guðmundsdóttir Vatnsholti 4 og Kári Tryggvason Hjálmholti 8 f.h. 92 aðila á undirskriftalista, dags. 17. júlí 2007, Þorsteinn Sæmundssoni Bólstaðarhlíð 14, dags. 31. júlí 2007, Edda Ýr Garðarsdóttir Bólstaðarhlíð 36, dags. 9. ágúst 2007, Eyjólfur Ármannsson Vatnsholti 3, dags. 11. ágúst 2007, Guðmundur Guðmundsson Suðurhlíð 38a, dags. 16. ágúst 2007, skólastjóri Háteigsskóla, mótt. 20. ágúst 2007.

Gísli Marteinn Baldusson tók sæti á fundinum kl. 9:27

Athugasemdum vísað til umsagnar Umhverfisviðs Reykjavíkur.
Frestað.


Umsókn nr. 36681
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð nr. 456 frá 21. ágúst 2007.


Umsókn nr. 36135 (01.19.102.8)
270852-3949 Oddur Garðarsson
Barónsstígur 33 101 Reykjavík
230654-4259 Guðrún Racel Eiríksson
Barónsstígur 33 101 Reykjavík
11.
Barónsstígur 31, hækkun á þaki, kvistir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að lyfta þaki og byggja kvisti á götuhlið og svalir á 3. hæð að baklóð fjölbýlishússins á lóð nr. 31 við Barónsstíg. Grenndarkynningin stóð frá 19. júlí til og með 16. ágúst 2007. Engar athugasemdir bárust.
Jafnframt er erindi 33068 dregið til baka.
Stækkun: 12,3 ferm., 45,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.067
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36134 (01.19.102.7)
220520-3669 Ragnhildur Árnadóttir
Barónsstígur 33 101 Reykjavík
12.
Barónsstígur 33, lyfta þaki, kvistir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að lyfta þaki og byggja kvisti á götuhlið og svalir á 3. hæð að baklóð ásamt staðfestingu ósamþykkjanlegrar íbúðar í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 33 við Barónsstíg.
Jafnframt er erindi 33069 dregið til baka. Grenndarkynningin stóð frá 19. júlí til og með 16. ágúst 2007.
Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun 47,2 ferm., 95,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.494
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36290 (01.19.640.4)
100848-2019 Evald E Sæmundsen
Bogahlíð 12 105 Reykjavík
13.
Fjölnisvegur 18, breyting inni - hækkun mænis
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til að auka mænishæð lítillega (100 cm) samfara endurbyggingu á þaki, gera kvist og þaksvalir á suðvesturhlið og setja tvo nýja þakglugga ásamt því að breyta herbergjaskipan á annarri hæð, byggja nýjan stiga og gera eitt stórt rými í risi fjölbýlishússins á lóð nr. 18 við Fjölnisveg. Grenndarkynning stóð yfir frá 1. ágúst til 29. ágúst 2007. Samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir fylgir.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. júlí 2007 fylgir erindinu.
Einnig lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 6. júlí 2007.
Bréf dags. 25. júní 2007, samþykki meðeiganda (á teikningu) fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun 15 ferm., 45 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 3.060
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar skráning hefur verið lagfærð.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36241 (01.35.260.3)
260769-4489 Egill Þorgeirsson
Kambsvegur 8 104 Reykjavík
180971-3009 Eva Ström
Kambsvegur 8 104 Reykjavík
14.
Kambsvegur 8, einbýlishús á tveimur hæðum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. júní 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús svipaðrar stærðar og það sem fyrir er með sameiginlega innkeyrslu og staðsett vestar á lóð nr. 8 við Kambsveg.
Stærð: Íbúð 1. hæð xxx ferm., 2. hæð xxx ferm., samtals xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxx
Frestað.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Norðurbrún 24, Kambsvegi 6 og 10 ásamt Dragavegi 7 og 11.


Umsókn nr. 36053 (00.00.000.0)
150169-5779 Auður Gná Ingvarsdóttir
Hvassaleiti 34 103 Reykjavík
15.
Mímisvegur 2, hækka og stækka kvisti
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka þak útbyggingar á norðausturhlið, stækka kvist á suðurvesturþekju með svölum framan við og fá samþykkta íbúð á þakhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 2 við Mímisveg.
Samþykki meðeigenda dags. 14. maí 2007, umboð vegna samþykkis dags. 24. febrúar 2007 fylgja erindinu. Grenndarkynningin stóð frá 19. júlí til og með 16. ágúst 2007. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun 30,7 ferm., 84,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 5.719
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35940 (01.45.440.6)
530776-0269 Rammaprjón ehf
Garðastræti 37 101 Reykjavík
16.
Súðarvogur 50, breytingar
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. maí 2007 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og til að breyta í íbúðir 2. og 3. hæð atvinnuhússins á lóðinni nr. 50 við Súðarvog. Grenndarkynning stóð frá 20. júní til og með 18. júlí 2007. Athugasemd barst frá lögmannstofu Marteins Mássonar f.h. eigenda á 1. hæð hússins að Súðarvogi 44, 46 og 48, dags. 17. júlí 2007. Einnig lagt fram svarbréf Rammaprjóns, dags. 25. júlí 2007 ásamt samþykki frá eigendum efri hæða að Súðarvogi 44, 46 og 48. Lagður fram tölvupóstur lögmannstofu Marteins Mássonar f.h. eigenda á 1. hæð hússins að Súðarvogi 44, 46 og 48, dags. 13. ágúst 2007.
Málinu fylgir skilyrt samþykki meðlóðarhafa dags. 8. maí 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. ágúst 2007.
Stækkun: 19,9 ferm.
Gjald kr. 6.800
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 70451
590299-3089 Miðklettur eignarhaldsfél ehf
Klapparstíg 7 101 Reykjavík
660504-2060 Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
17.
Borgartún 33, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 27. júlí 2007 var lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta f.h. Miðkletts, dags. 20. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 33 við Borgartún skv. uppdrætti, dags. 19. júlí 2007. Tillagan gerir ráð fyrir 6-8 hæða nýrri skrifstofubyggingu á lóðinni.
Frestað. Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 70202 (01.21.91)
680699-2919 Samtök atvinnulífsins
Borgartúni 35 105 Reykjavík
291246-4519 Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
18.
Borgartún 35, (fsp) hækka hús um tvær hæðir
Á fundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2007 var lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 23. mars 2007 varðandi leyfi til að hækka húsið nr. 35 við Borgartún um tvær hæðir. Óskað var eftir að fyrirspyrjandi leggi fram götumynd sem sýnir útlit húss í götumynd, fyrir og eftir umsótta breytingu. Á fundi skipulagsfulltrúa 16. apríl 2007 var einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12.04.07. Lögð fram umsögn framkvæmdasviðs vegna umferðarmála, dags. 31. júlí 2007.
Frestað. Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 70317 (01.21.91)
530292-2079 Nýherji hf
Borgartúni 37 105 Reykjavík
291246-4519 Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
19.
Borgartún 37, (fsp) hækka húsið um eina hæð
Á fundi skipulagsstjóra 1. júní 2007 var lögð fram fyrirspurn Guðna Pálssonar fh. Nýherja dags. 25. maí 2007 varðandi leyfi til að hækka húsið nr. 37 við Borgartún um eina hæð.
Frestað. Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 70463 (01.22.01)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20.
Borgartún 8-16, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála frá 15. ágúst 2007, vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 19. júní 2007 um að heimila byggingu húss á lóðinni nr. 8-16 við Borgartún. Úrskurðarorð: Kröfu kærenda um stöðvun framkvæmda samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi er hafnað.


Umsókn nr. 70507
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
21.
Háskólinn í Reykjavík, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 16. ágúst 2007, ásamt kæru, dags. 10. ágúst 2007, á deiliskipulag fyrir Háskólann í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70502 (04.4)
560389-1089 Fisfélag Reykjavíkur
Pósthólf 8702 128 Reykjavík
22.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf formanns Fisfélags Reykjavíkur, dags. 10. ágúst 2007, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð fisflugvallar í Hólmsheiði.
Samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 70492 (02.5)
620692-2129 Íbúasamtök Grafarvogs
Pósthólf 12119 132 Reykjavík
23.
Íbúasamtök Grafarvogs, beiðni um fund
Lagt fram bréf formanns Íbúasamtaka Grafarvogs, dags. 8. ágúst 2007, með beiðni um fund með borgaryfirvöldum vegna Hallsvegar og ýmissa skipulagsmála í Grafarvogi.


Umsókn nr. 70503 (01.18.20)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
24.
3">Klapparstígsreitur 1.182.0, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 16. ágúst 2007, ásamt kæru, dags. 29. júlí 2007, á deiliskipulag reits 1.182.0
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70505 (01.19.71)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
25.
Laufásvegur 73, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 16. ágúst 2007, ásamt kæru, dags. 4. júlí 2007, á synjun umsóknar um ýmsar breytingar á fasteigninni að Laufásvegi 73.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70504 (01.19.73)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26.
Laufásvegur 74, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 16. ágúst 2007, ásamt kæru, dags. 6. júlí 2007, á synjun umsóknar um gerð sólstofu á fasteigninni að Laufásvegi 74.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70506 (01.17.13)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
27.
Laugavegur 4-6, Skólavörðustígur 1a, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 16. ágúst 2007, ásamt kæru, dags. 6. ágúst 2007, á deiliskipulagi reits 1.171.3 vegna Laugavegar 4-6 og Skólavörðustígs 1a.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70398 (02.29.21)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
28.
Leiðhamrar 46, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9. ágúst 2007, vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs 26. október 2006 á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 46 við Leiðhamra.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 36686 (01.44.130.8)
29.
Langholtsvegur 168, stöðvun framkvæmda
Lagt fram afrit af bréfi byggingarfulltrúa dags. 17. ágúst 2007, vegna stöðvunar framkvæmda á lóðinni nr. 168 við Langholtsveg.
Stöðvun byggingarfulltrúa staðfest.

Umsókn nr. 70508
30.
Skipulagsráð, vettvangsferð
Vettvangsferð skipulagsráðs Reykjavíkur um Úlfarsárdal, Reynisvatnsás og Hólmsheiði.