Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, Iðnskólareitur, Hólmsheiði/Fjárborg, Stórhöfði 42, Papco, Bergstaðastræti 16, Holtsgata 14, Laugavegur 4-6 / Skólavörðustígur 1A, Mánatún 1-17/Sóltún 1-3, Rauðarárstígur 31, Skipasund 9, Úlfarsbraut 116, Fegrunarnefnd, Borgartún 8-16, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur,

Skipulagsráð

102. fundur 2007

Ár 2007, miðvikudaginn 8. ágúst kl. 09:10, var haldinn 102. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Dagur B. Eggertsson, Gunnar Hrafnsson, Stefán Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson ásamt áheyrnarfulltrúanum Ástu Þorleifsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Birgir Hlynur Sigurðsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svarsson, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson, Marta Grettisdóttir og Jón Árni Halldórsson. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes S. Kjarval, Haraldur Sigurðsson og Nikulás Úlfar Másson. Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 70119 (01.6)
1.
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi vegna fjölgunar íbúða á Hlíðarenda, Valssvæðinu. Auglýsingin stóð yfir frá 6. júní til og með 18. júlí 2007. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Halldór Jónsson, dags. 20.06.07, Árni Árnason, dags. 18.07.07, Magnús Jóhannsson Skildinganesi 39, dags. 18.07.07, Erling Jóhannesson Blikanesi 16, dags. 17.07.07, Alfhild Nielsen Blikanesi 16, dags. 17.07.07, Anna Kristjánsdóttir Álftamýri 28, dags. 17.07.07, Kristján Árnason Háaleitisbraut 139, dags. 17.07.07, Daníel Friðriksson Efstasundi 39, dags. 18.07.07, Sigrún Guðmundsdóttir Fannafold 245, dags. 18.07.07. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 3. ágúst 2007.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs.

Umsókn nr. 50733 (01.6)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
2.
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga ALARK arkitekta ehf, dags. 9. apríl 2007, að breytingu á deiliskipulagi á lóð Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. Breytingin tekur til aukins byggingarmagns og breyttrar aðkomu. Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Tillagan var auglýst frá 6. júní til og með 18. júlí 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Anna Kristjánsdóttir Álftamýri 28, dags. 17.07.07, Kristján Árnason Háaleitisbraut 139, dags. 17.07.07. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 03.08.2007.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs.

Umsókn nr. 40344 (01.19)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
3.
Iðnskólareitur, reitur 1.19 deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Hornsteina arkitekta að deiliskipulagi Iðnskólareits mótt. 4. maí 2007 og húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 129 dags. 2006. auglýsing stóð yfir frá 25. maí til 6. júlí 2007. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Gísla Sigurðssyni, Bergstaðastræti 48 dags 4. júní 2007, Rebekku Sigurðardóttur dags. 4. júní 2007, skólastjóra, foreldraráði og foreldrafélagi Austurbæjarskóla, dags. 21. júní 2007, íbúum Bergþórugötu 5, dags. 3. júlí 2007, Hildu Birgisdóttur Nönnugötu 10A, dags. 5. júlí 2007, formanni sóknarnefndar Hallgrímskirkju ásamt greinargerð VST, dags. 5. júlí 2007, stjórn Barnaheimilisins Ós Bergþórugötu 20, dags. 5. júlí 2007, Eyjólfi Kristjánssyni og Guðrúnu Eysteinsdóttur Frakkastíg 21, dags. 6. júlí 2007, Steinunni Haraldsdóttur Gunnarsbraut 26, dags. 6. júlí 2007, Sverri Sverrissyni og Maríu Pálmadóttur Bergþórugötu 4, dags. 5. júlí 2007, orðsending skrifstofu borgarstjóra ásamt athugasemd Sverris Sverrissonar Bergþórugötu 4, dags. 4. júlí 2007. Einnig lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 25. júlí 2007.
Athugasemdir kynntar.

Umsókn nr. 70306 (05.8)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
170937-4579 Ferdinand Alfreðsson
Láland 22 108 Reykjavík
4.
Hólmsheiði/Fjárborg, spennistöð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags.15. maí 2007 varðandi afmörkun lóðar fyrir smádreifistöð við götu að Fjárborgum í Almannadal. Grenndarkynningin stóð frá 2. júlí til og með 30. júlí 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs.

Umsókn nr. 70305 (04.07.74)
690402-3780 R.B. fjárfestingafélag ehf
Bíldshöfða 14 110 Reykjavík
310551-3259 Jón Guðmundsson
Látraströnd 12 170 Seltjarnarnes
5.
Stórhöfði 42, Papco, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi R.B. Fjárfestingafélags dags. 16. maí 2007 ásamt tillögu Jóns Guðmundssonar arkitekts dags. 15. maí 2007 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42 við Stórhöfða. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til vestur og suðurs og að innkeyrsla færist til. Einnig lögð fram umsögn framkvæmdasviðs, dags. 26. júní 2007.
Grenndarkynningin stóð frá 4. júlí til og með 1. ágúst 2007.
Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs.

Umsókn nr. 36584 (01.18.401.0)
530302-3420 Leiguíbúðir ehf
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
6.
Bergstaðastræti 16, endurnýjun á byggingaleyfi nr. 35457
Sótt er um endurnýjun á byggingaleyfi BN035457 frá 27. febrúar 2007 þar sem veitt var leyfi til að endurbyggja húsið Hverfisgata 44 að Bergstaðastræti 16. Núverandi bakstigahús verður rifið og nýtt byggt í staðinn. Í húsinu verða þrjár íbúðir. Húsið er úr timbri tvær hæðir og ris á steyptum kjallara.
Stærðir 411,6 ferm., og 1169,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 79.546
Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997. Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Dagur B. Eggertsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 36206 (01.13.431.4)
080784-2529 Ásgeir Alexandersson
Álfabyggð 6 600 Akureyri
130782-3459 Kristján Friðrik Alexandersson
Álfabyggð 6 600 Akureyri
7.
Holtsgata 14, setja kvisti á húsið
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. júní 2007. Sótt er um leyfi til að byggja kvisti á tvíbýlishúsið á lóðinni nr. 14 við Holtsgötu.
Meðfylgjandi er samþykki aðliggandi lóðarhafa dags. 28. janúar 2007.
Stærðir: xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx.
Grenndarkynningin stóð frá 4. júlí til og með 1. ágúst 2007.
Engar athugasemdir bárust.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði. Málinu vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarulltrúa.

Umsókn nr. 35312
481004-2680 Kaupangur eignarhaldsfélag ehf
Hlíðasmára 2 201 Kópavogur
8.
Laugavegur 4-6 / Skólavörðustígur 1A, hótel og verslunarhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi hús nr. 4 og nr. 6 við Laugaveg ásamt stigahúsi húss nr. 1A við Skólavörðustíg og byggja fjögurra hæða steinsteypt hótel- og verslunarhús með samtals 50 hótelherbergjum í nýbyggingu og á 2.-5. hæð hússins Skólavörðustíg 1A sem sameinað verður húsi að Laugavegi í einn matshluta allt einangrað að utan og múrhúðað á lóð nr. 4-6 við Laugaveg og 1A við Skólavörðustíg. Lögð fram fundargerð rýnihóps um útlit bygginga í miðborg frá 20. júlí 2007.
Brunahönnun VSI dags. 16. júlí 2007 og fundargerð rýnihóps um útlit bygginga í miðborg Reykjavíkur frá fundi 20. júlí 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Niðurrif Laugavegur 4 (fastanúmer 200-4551 og 223-3587) samtals 183,3 ferm., Laugavegur 6 (fastanúmer 200-4554) matshluti 01 og 03 samtals 207,5 ferm.
Hótel- og verslunarhús nýbygging xxx
Gjald kr. 6.800 + xxx
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuð jafnframt bókað: "Samfylkingin lagði til að farið yrði að fullu eftir ábendingum rýnihóps við endanlega útfærslu húsanna við Laugarveg 4-6. Þar sem ekki var á það fallist sitja fulltrúar hennar hjá við afgreiðslu málsins. "

Fulltrúar V-grænna og F-lista óskuðu að eftirfarandi væri bókað: "Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista leggjast eindregið gegn niðurrifi á Laugavegi 4-6. Hér er um að að ræða ein elstu hús borgarinnar og eru ein örfárra sem eru í upprunalegum anda Laugavegarins, dönsk hús með einni hæð og bröttu þaki. Ljóst er að húsin hafa gengið í gegnum fjölmargar breytingar og ekki til góðs og því væri verðugt verkefni að endurnýja þau þannig að sómi væri að. Hagsmunir heildarinnar, borgarbúa allra, barna framtíðarinnar og sögunnar ættu í þessu samhengi að vega þyngra en þröngir hagsmunir lóðarhafa og verktaka. Í ljósi þess að aðalskipulagsvinna stendur yfir og líkur standa til þess að heildstæðari húsverndaráætlun líti dagsins ljós í því samhengi, er varað við að óafturkræfar ákvarðanir verði teknar á þessu stigi."

Fulltúar meirihluta bókuðu eftirfarandi: "Húseignin við Laugaveg 4-6 hefur verið til umfjöllunar í skipulagsráði um nokkurt skeið og byggir á deiliskipulagi þessa svæðis sem samþykkt var á síðasta kjörtímabili.. Einnig hefur að málinu komið rýnihópur er fjallar um útlit húsa við Laugaveg. Náið samstarf hefur einnig verið við framkvæmdaaðila sérstaklega varðandi útlit bygginganna. Tekið hefur verið gott mið af athugasemdum og ábendingum skipulagráðs og rýnihóps við úrvinnslu tillögunnar og telur meirihluti skipulagsráðs að niðurstaðan sé í góðu samræmi við umhverfið og kröfur um gæði bygginga á þessu mikilvæga svæði. Tekið er undir ábendingar rýnihóps hvað varðar mikilvægi yfirborðsfrágangs hússins og er málinu vísað til embættis byggingarfulltrúa til fullnaðarúrvinnslu bæði hvað varðar frágang ytra byrðis og fínpússun á útlits gafls."


Umsókn nr. 36568 (01.23.000.3)
660169-2379 Íslenskir aðalverktakar hf
Pósthólf 221 235 Keflavíkurflugvöllu
9.
Mánatún 1-17/Sóltún 1-3, fjölbýlish. m. 89 íb. (mhl. 02)
Sótt er um leyfi til þess að byggja sex til tíu hæða steinsteypt fjölbýlishús með áttatíu og níu íbúðum ásamt geymslukjallara á tveimur hæðum, allt einangrað að utan og klætt með steinflísum, álklæðningu, harðvið og zinkklæðningu, sem hús nr. 7- 17 við Mánatún sem 2. áfanga framkvæmda sbr. BN 33317 á lóð nr. 1-17 við Mánatún og 1-3 við Sóltún.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 10. júlí 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Mánatún 7-17 (matshluti 02) neðrikjallari geymslur 540,1 ferm., kjallari geymslur 1603,4 ferm., íbúðir 1. hæð 1505,1 ferm., 2. og 3. hæð 1730,4 ferm. hvor hæð, 4.-6. hæð 1728,7 ferm. hver hæð, 7. hæð 840,7 ferm., 8. hæð 796,2 ferm., 9. hæð 259,1 ferm., 1. hæð 138 ferm., samtals 14329,5 ferm., 47732,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.245.790
Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa.

Umsókn nr. 36250 (01.24.400.1 01)
691003-2560 Hýði ehf
Kríunesi 1 210 Garðabær
10.
Rauðarárstígur 31, hæð ofan á, viðb., íb.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. júní 2007. Sótt er um leyfi til þess að hækka hús um eina hæð og byggja viðbyggingu við norður- og austurhlið allra hæða, breyta 2. og 3. hæð núverandi húss úr skrifstofum í fimm íbúðir á hvorri hæð og þrjár til viðbótar á nýrri 4. hæð eða samtals þrettán íbúðir í fjöleignarhússinu á lóð nr. 31 við Rauðarárstíg.
Ljósrit af afsali eignarinnar dags. 27. apríl 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 1.-3. hæð samtals 271,8 ferm., 4. hæð 411,5 ferm., samtals 683,3 ferm., 2101,6 rúmm.
Svalagangar (B-rými) samtals 98,4 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxx
Grenndarkynningin stóð frá 4. júlí til og með 1. ágúst 2007. Engar athugasemdir bárust.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði. Málinu vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarulltrúa.

Umsókn nr. 35765 (01.35.600.1)
100969-3439 Ottó Magnússon
Skipasund 9 104 Reykjavík
11.
Skipasund 9, hækka ris - breyta útliti
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 2. ágúst 2007 er varðar óleyfisframkvæmdir við hús nr. 9 við Skipasund.
Samþykkt.

Umsókn nr. 36570 (02.69.860.6)
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Lágmúla 6 108 Reykjavík
12.
Úlfarsbraut 116, fjölbýlish. mr. 9 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með samtals níu íbúðum ásamt geymslu- og bílgeymslukjallara fyrir alls níu bíla allt einangrað að utan og klætt með málmklæðningu á lóð nr. 116 við Úlfarsbraut.
Bréf hönnuðar dags. 31. júlí 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Íbúð kjallari 130,5 ferm., 1.-3. hæð 376,5 ferm. hver hæð, bílgeymsla 262,8 ferm., samtals 1522,8 ferm., 4802,1 rúmm.
Gjald kr, 6,800 + 326.543
Málinu vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 30308
13.
Fegrunarnefnd, tilnefningar
Kynntar tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur að tilnefningum til viðurkenninga fyrir árið 2007 vegna endurbóta á eldri húsum og vegna lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana.
Samþykkt.

Umsókn nr. 70463 (01.22.01)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14.
Borgartún 8-16, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 31. júlí 2007, vegna kæru á samþykkt byggingarfulltrúa þann 19. júní 2007 á byggingarleyfisumsókn Höfðatorgs um leyfi til að byggja 4. áfanga sem felur í sér 7 - 19 hæða byggingar á lóðunum 8 - 16 við Borgartún.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 70403 (04.4)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 30. júlí 2007, vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 16.05.2007 um að samþykkja að Fisfélag Reykjavíkur fái land í Hólmsheiði til að byggja þar upp aðstöðu fyrir félagið. Borgarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með bréfi sínu dags. 31.05.2007. Í kærunum var einnig krafist stöðvunar framkvæmda.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.