Holtavegur, Njálsgötureitur 2, Njálsgötureitur 3, Reitur 1.182.3, Kárastígsreitur austur, Keilugrandi 1, Keilugrandi 1, Sóltún 2-4, Stóragerði 40-46, Fagribær 2, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Austurstræti 18, Bergstaðastræti 4, Úlfarsbraut 96, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Almannadalur 17-23, Almannadalur 25-29, Almannadalur 25-29, Baldursgata 29, Borgartún 8, Brúarvogur 1-3, Friggjarbrunnur 34-40, Gefjunarbrunnur 9, Kirkjustétt 8, Lambasel 38, Súðarvogur 50, Tindar 2, Úlfarsbraut 30-32, Úlfarsbraut 96, Grjótháls 8, Þórsgata 13, Landspítali Háskólasjúkrahús, Akstursæfingasvæði, Dalbraut 21-27, Elliðaárvogur, Korpa, Viðey, Ánanaust, Hraunteigur 13, Höfðatorg, Fossháls 17-25, Dragháls 18-26, Heiðmörk, Vatnsendakrikar, Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, Kjalarnes, Sætún, Skipulagsráð, Slippa- og Ellingsenreitur,

Skipulagsráð

97. fundur 2007

Ár 2007, miðvikudaginn 13. júní kl. 09:15, var haldinn 97. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Snorri Hjaltason, Sigríður Kristín Þórisdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Magnús Sædal Svavarsson, Óskar Bergsson, Ólöf Örvarsdóttir, Dagur B Eggertsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 70042 (01.4)
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
1.
Holtavegur, breyting á deiliskipulagi Laugardals
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Zeppelin arkitekta, dags. 22. janúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi vegna byggingu tveggja sex íbúða fjölbýlishúsa á tveimur hæðum við Holtaveg. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Holtavegi í norð- og suðaustur, skólagörðum í suðvestur og í norðvestur af göngustíg sem liggur á milli Fjölskyldugarðsins í Laugardal og áðurnefndra skólagarða. Auglýsingin stóð yfir frá 21. febrúar til 13. apríl 2007 samkv. bókun skipulagsráðs frá 28. mars 2007. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Skólastjóri Langholtsskóla dags. 20. mars 2007, foreldrafélag og foreldraráð Langholtsskóla, dags. 28. mars 2007, ályktun frá starfsmannafundi Langholtsskóla dags. 10. apríl 2007, Íbúasamtök Laugardals, dags. 13. apríl 2007, Klara V. Þórhallsdóttir fh. KFUM og KFUK dags. 22. mars 2007, Sigurður Jónsson, dags. 28. mars 2007, S. Brynja Svavarsdóttir Rauðalæk 63 mótt. 29. mars 2007, Þórður Á. Henriksson mótt. 29. mars 2007, Ásta Óskardóttir Langholtsvegi 106 mótt.29. mars 2007, Herdís Eiríksdóttir Álfheimum 9 mótt. 29. mars 2007, Auður Stefánsdóttir og Ágúst Guðmundsson dags. 10. apríl 2007, Helgi Baldvinsson dags. 7. apríl 2007, Magni Steinsson mótt. 11. apríl 2007, Kristján Guðmundsson dags. 10. apríl 2007, Erna Jónasdóttir, mótt. 11. apríl 2007, Sóley Þórmundsdóttir, mótt. 11. apríl 2007, Sigríður Jónsdóttir, mótt. 3. apríl 2007, Kleopatra Stefánsdóttir, mótt. 2. apríl 2007, Anna Gísladóttir, mótt. 2. apríl 2007, María Arnar, mótt. 3. apríl 2007, Birgir Arnar, mótt. 3. apríl 2007, Páll Svavarsson og Valgerður Guðmundsdóttir, dags. 2. apríl 2007, Herdís Þorgrímsdóttir, dags. 4. apríl 2007, Árni Stefánsson, mótt. 2. apríl 2007, Svava Sveinbjörnsdóttir, mótt. 2. apríl 2007, Jóhannes Sigtryggsson, dags. 30. mars 2007, Ragnheiður Eðvarðsdóttir, mótt. 29. mars 2007, Ágústa Þorbergsdóttir, dags. 30. mars 2007, Kári Kaaber, dags. 30. mars 2007, Ólafur og Steinn Halldórssynir, dags. 12. apríl 2007, Baldur Halldórsson, dags. 12. apríl 2007, Ingiríður Þórhallsdóttir, dags. 29. mars 2007, Kristberg Óskarsson, dags. 29. mars 2007, Óskar og Þorbjörg Sandholt, dags. 29. mars 2007, Edda Halldórsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Anna Guðjónsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Jóhanna Aspar, mótt. 13. apríl 2007, Hugrún Þorsteinsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Ína Guðmundsdóttir og Eysteinn Leifsson, mótt. 13. apríl 2007, Katrín Magnúsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Bergljót Ingólfsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Tryggvína Steinsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Guðrún Pétursdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Anna Sveinsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Sigríður Jóhannsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Herdís Þorgrímsdóttir, mótt. 13. apríl 2007, Herdís Tryggvadóttir, mótt. 13. apríl 2007, Hjördís Harðardóttir, mótt. 13. apríl 2007, Þórdís Árnadóttir, mótt. 13. apríl 2007, Haraldur Sigfússon, mótt. 13. apríl 2007, Hervör Hólmjárn, mótt. 13. apríl 2007, Erling Edwald, mótt. 13. apríl 2007, Sverrir Karlsson, mótt. 13. apríl 2007, Sighvatur Árnason, mótt. 13. apríl 2007, Stefán Mikaelson, mótt. 13. apríl 2007, Morten Lange, mótt. 13. apríl 2007, Ólafur Jónsson, mótt. 13. apríl 2007, Magnús Magnússon dags. 12. apríl 2007, Gauti Kristmannsson, dags. 13. apríl 2007, Sigríður Ólafsdóttir, dags. 13. apríl 2007, Morten Lange, dags. 14. apríl 2007,Atli Jósafatsson og Andrea Þormar, dags. 13. apríl 2007, Sigrún Jónsdóttir dags. 16. apríl 2007, og 105 samhljóða bréf íbúa. Einnig lögð fram ný tillaga Zeppelin arkitekta, dags. 12. júní 2007, að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna byggingu sex íbúða sambýlis á tveimur hæðum við Holtaveg, við hlið núverandi sambýlis fyrir fatlaða.

Dagur B. Eggertsson tók sæti á fundinum kl. 9:18

Samþykkt að fella niður áður auglýsta tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals með vísan til framkominna athugasemda. Jafnframt er samþykkt að auglýsa nýja tillögu og tilkynna þeim sem áður hafa gert athugasemdir um málsmeðferðina og efnisatriði nýrrar tillögu. Vísað til borgarráðs.

Umsókn nr. 60439 (01.19.02)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
2.
Njálsgötureitur 2, reitur 1.190.2, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Traðar, dags. 8. febrúar 2007 ásamt greinargerð, dags. 23. janúar 2007, að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.2, sem markast af Frakkastíg, Bergþórugötu, Vitastíg og Njálsgötu. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 131 og bréf húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 23. október 2006, umsögn húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 13. febrúar 2007 og samantekt skipulagsfulltrúa eftir hagsmunaaðilakynningu, dags. 16. febrúar 2007. Tillagan var auglýst frá 16. mars til og með 30. apríl 2007. Athugasemdir bárust frá Hlyni H. Sigurðssyni og Sari Maarit Cedergren, Njálsgötu 42, dags. 29. apríl 2007. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 29. maí 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra..
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40486 (01.19.03)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
3.
Njálsgötureitur 3, reitur 1.190.3, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Traðar, dags. 8. febrúar 2007, ásamt greinargerð, dags. 21. febrúar 2007. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa eftir hagsmunaaðilakynningu dags. 19. febrúar 2007, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 122 og bréf húsafriðunarnefndar, dags. 23. október 2006. Tillagan var í auglýsingu frá 9. mars til og með 25. apríl 2007. Athugasemdir bárust frá James M. Fletcher og Svanhildi Thors mótt. 24. apríl 2007 ásamt viðauka dags. 22. apríl 2007 og Kolbrúnu S. Kjarval dags. 25. apríl 2007, Jóhannesar Þórðarsonar fh. Glámu-Kím dags. 25. apríl 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. maí 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs


Umsókn nr. 70351 (01.18.23)
4.
Reitur 1.182.3, Kárastígsreitur austur, forsögn deiliskipulags
Lögð fram drög að forsögn fyrir deiliskipulag reits 1.182.3 sem afmarkast af Skólavörðustíg, Frakkastíg og Kárastíg.
Tillaga að forsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 70064 (01.51.33)
5.
Keilugrandi 1, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni forkynningu á vef skipulags- og byggingarsviðs er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. maí 2007 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í tillögunni felst að skilgreina nýjan þéttingarreit við Keilugranda þar sem gert er ráð fyrir allt að 130 íbúðum.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Dagur B. Eggertsson og Stefán Bendiktsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Svandís Svavarsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra Ástu Þorleifsdóttur:
Við höfum sem fyrr alla fyrirvara á framlagðri tillögu að breytingu á skipulagi þar sem lögð er til fjölgun íbúða, auk þess sem reiturinn er skilgreindur sem þéttingareitur. Ekki verður séð að breytingin þjóni íbúum í nágrenninu eða hagsmunum grenndarsamfélagsins. Svo virðist sem hér sé verið að þjóna hagsmunum eigenda lóðarinnar, verktökum og þeim sem hafa væntingar um hagnað undir yfirskini þéttingar byggðar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hanna Birna Kristjánsdóttir og Snorri Hjaltason og fulltrúar Framsóknarflokksins Óskar Bergsson og Brynjar Fransson óskuðu bókað:
Það er með ólíkindum að fulltrúar minnihlutans greiði atkvæði gegn því að tillagan fari í auglýsingu og fái þannig eðlilega og nauðsynlega umræðu á meðal íbúa og hagsmunaaðila. Tillagan hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum í mörg ár og löngu kominn tími til að tryggja uppbyggingu á reitnum. Frá því tillagan var send í hagsmunaaðilakynningu hefur hún tekið talsverðum breytingum með hliðsjón af ábendingum íbúa. Þannig hafa byggingar lækkað verulega, nýtingarhlutfall minnkað og byggingin verið færð innar á lóð. Að auki liggur fyrir úttekt vegna umferðarmála og greining vegna grunnvatnsstöðu en forsenda byggingarleyfis verður háð því að tryggt sé að grunnvatnsstöðu verði hvorki raskað á framkvæmdartíma né að framkvæmdum loknum. Aðdróttunum um það hvaða hagsmunum tillagan þjóni er alfarið vísað á bug enda er tilgangur tillögunnar eingöngu sá að gera gott umhverfi enn betra og fjölga tækifærum fólks til að búa á þessu eftirsótta íbúasvæði.


Umsókn nr. 50610 (01.51.33)
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
500501-2350 Rúmmeter ehf
Suðurlandsbraut 4a 108 Reykjavík
6.
Keilugrandi 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram ný tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 1. desember 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Keilugranda. Gert er ráð fyrir að skemma SÍF verði rifin og byggð verði fjölbýlishús á lóðinni. Lögð fram umsögn ÍTR, dags. 22. desember 2006 og umsögn KR, dags. 16. janúar 2007. Tillagan var í grenndarkynningu frá 8. janúar til og með 22. janúar 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Halldór G Eyjólfsson, dags. 10. janúar 2007, 6 íbúar í Fjörugranda 14-18, dags. 12. janúar 2007, Halldór Jóhannsson, dags, 17. janúar 2007, Sigríður H. Bjarkadóttir og Valdimar Búi Hauksson, dags. 19. janúar 2007, Salvör Jónsdóttir og Jón Atli Árnason, dags. 21. janúar 2007, húsfélög og íbúar í næsta nágrenni við Keilugranda 1, mótt. 19. janúar 2007, Ólafur Klemensson og Unnsteinn f.h. lóðasamtakanna Rekagrandi 1-7 og Keilugrandi 2-10, dags. 20. janúar 2007 ásamt álitsgerð vegna jarðsigs við Keilu og Rekagranda, dags. 11. desember 2006, Valgeir Pálsson, dags. 22. janúar 2007, Ragnheiður Lára Jónsdóttir og Karl Harðarsson, dags. 22. janúar 2007, Reynir Erlingsson og Anna Vilborg Hallgrímsdóttir, dags. 22. janúar 2007, Margrét Reynisdóttir og Karl Axelsson, dags. 22. janúar 2007 og Haukur Gunnarsson f.h. eigenda Fjörugranda 10 og Erna Eggertsdóttir f.h. eigenda Fjörugranda 12, dags. 22. janúar 2007. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir dags. 25. janúar 2007 ásamt umsögn Menntasviðs, dags. 6. febrúar 2007 og umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 13. febrúar 2007. Lögð fram ný tillaga ásamt umsögn framkvæmdasviðs, dags. 8. júní 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Skipulagsráð samþykkti jafnframt að með vísan til þeirra atriða sem fram koma í umsögn Framkvæmdasviðs, verði gerð krafa um það við frekari meðferð málsins að samhliða byggingarleyfisumsókn skuli lóðarhafar leggja fram greinargerð vegna grunnvatnsstöðu og til hvaða aðgerða verði gripið til að raska henni ekki, hvorki á framkvæmdatíma né að framkvæmdum loknum.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Dagur B. Eggertsson og Stefán Bendiktsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Svandís Svavarsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra Ástu Þorleifsdóttur:
Við höfum sem fyrr alla fyrirvara á framlagðir tillögu að breytingu á skipulagi þar sem lögð er til fjölgun íbúða, auk þess sem reiturinn er skilgreindur sem þéttingareitur. Ekki verður séð að breytingin þjóni íbúum í nágrenninu eða hagsmunum grenndarsamfélagsins. Svo virðist sem hér sé verið að þjóna hagsmunum eigenda lóðarinnar, verktökum og þeim sem hafa væntingar um hagnað undir yfirskini þéttingar byggðar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hanna Birna Kristjánsdóttir og Snorri Hjaltason og fulltrúar Framsóknarflokksins Óskar Bergsson og Brynjar Fransson óskuðu bókað:
Það er með ólíkindum að fulltrúar minnihlutans greiði atkvæði gegn því að tillagan fari í auglýsingu og fái þannig eðlilega og nauðsynlega umræðu á meðal íbúa og hagsmunaaðila. Tillagan hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum í mörg ár og löngu kominn tími til að tryggja uppbyggingu á reitnum. Frá því tillagan var send í hagsmunaaðilakynningu hefur hún tekið talsverðum breytingum með hliðsjón af ábendingum íbúa. Þannig hafa byggingar lækkað verulega, nýtingarhlutfall minnkað og byggingin verið færð innar á lóð. Að auki liggur fyrir úttekt vegna umferðarmála og greining vegna grunnvatnsstöðu en forsenda byggingarleyfis verður háð því að tryggt sé að grunnvatnsstöðu verði hvorki raskað á framkvæmdartíma né að framkvæmdum loknum. Aðdróttunum um það hvaða hagsmunum tillagan þjóni er alfarið vísað á bug enda er tilgangur tillögunnar eingöngu sá að gera gott umhverfi enn betra og fjölga tækifærum fólks til að búa á þessu eftirsótta íbúasvæði.



Umsókn nr. 60710
530201-2280 Nexus Arkitektar ehf
Ægisíðu 52 107 Reykjavík
670700-2320 Frumafl hf
Thorvaldsenstræti 6 101 Reykjavík
7.
Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi Ármannsreit
Lögð fram umsókn Nexus arkitekta, dags. 9. mars 2007 að breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna Sóltúns 2-4 skv. uppdr., dags. 11. mars 2007. Einnig lagðir fram minnispunktar framkvæmdastjóra Öldungs hf, mótt. 4. júní 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Einnig er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu um efnisatriði tillögunnar auk þess sem frestur til að gera athugasemdir er lengdur úr hefðbundnum sex vikum í átta vikur.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70039 (01.80.31)
550903-4150 Festing ehf
Kjalarvogi 7-15 105 Reykjavík
231054-3919 Trausti S Harðarson
Brekkusel 20 109 Reykjavík
8.
Stóragerði 40-46, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Ask arkitekta, dags. 20.febrúar 2007 ásamt uppdr, dags 17. janúar 2007 ásamt skýringaruppdráttum dags. 20.febrúar 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi og stækkun á afmörkun deiliskipulagssvæðis vegna lóðarinnar nr 40-46 við Stóragerði. Einnig lagðar fram hljóðstigsmælingar Línuhönnunar frá mars 2007 og bókun umhverfisráðs frá 26.03.07 ásamt umsögn umhverfissviðs um að beita fráviki II varðandi hljóðvist á reitnum. Grenndarkynningin stóð frá 11. apríl til og með 9. maí 2007.
Athugasemdir bárust frá Óskari J. Konráðssyni og Ólöfu S. Eyjólfsdóttur dags. 30. apríl 2007, Margréti Guðmundsdóttur og Einari R. Árnasyni dags. 3. maí 2007, Báru Brynjólfsdóttur dags. 8. maí 2007, 25. íbúum í Stóragerði 34, 36 og 38 mótt. 8. maí 2007, Guðmundi Haukssyni og Áslaugu B. Viggósdóttur dags. 2. maí 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. júní 2007.
Kynnt tillaga samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 60619 (04.35.11)
111260-4199 Hjördís Eggertsdóttir
Fagribær 2 110 Reykjavík
110753-4119 Sigrún Óladóttir
Hraunbrún 31 220 Hafnarfjörður
9.
Fagribær 2, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi lóðarhafa dags. 30. mars 2007 varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 2 við Fagrabæ samkvæmt uppdráttum Sigrúnar Óladóttur dags. 29. mars 2007. Í breytingunni felst stækkun íbúðar sem nemur stærð bílskúrs, byggingu 20 fm sólskála og byggingu 40 fm bílskúrs við norðurlóðamörk. Grenndarkynningin stóð frá 20. apríl til og með 18. maí 2007. Athugasemd barst frá Ingileifi Einarssyni og Maríu S. Þórarinsdóttur dags. 17. maí 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 8. júní 2007.
Kynnt tillaga samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 70118
10.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, deiliskipulag, stækkun á losunarstað
Lögð fram tillaga Landmótunar að deiliskipulagi hluta Hólmsheiðar vegna stækkunar á losunarsvæði fyrir jarðveg ásamt framlengingu á Reynisvatnsvegi. Einnig lagður fram uppdráttur dags. 6. maí 2006 ásamt greinargerð dags. 29. maí 2007 og erindi Framkvæmdasviðs, dags. 5. mars 2007 og umsögn Umhverfissviðs dags. 27. mars 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70251 (01.14.05)
610105-1060 B. Pálsson ehf
Dallandi 270 Mosfellsbær
050151-2559 Valdimar Harðarson
Stakkahlíð 17 105 Reykjavík
11.
Austurstræti 18, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Ask arkitekta dags. 17. apríl 2007 að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 18 við Austurstræti. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja svalir á suðurhlið sjöttu hæðar hússins. Grenndarkynning stóð yfir frá 4. maí til 5. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 70328 (01.17.13)
530201-2280 Nexus Arkitektar ehf
Ægisíðu 52 107 Reykjavík
12.
Bergstaðastræti 4, breyting á deiliskipulagi reits 1.171.3
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Nexus arkitekta, dags. 18. maí 2007, að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.3 vegna lóðarinnar nr. 4 við Bergstaðastræti. Í breytingunni felst að bæta viðbyggingu við norðurhlið hússins.
Grenndarkynningin hefði staðið yfir frá 6. júní til og með 4. júlí 2007.
Lagt er fram samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir dags. 15. maí 2007.
Frestað.

Umsókn nr. 70362 (02.69.86)
090550-7999 Rúnar Gunnarsson
Neðstaberg 3 111 Reykjavík
13.
Úlfarsbraut 96, breyting á deiliskipulagi Úlfarsárdals
Lögð fram tillaga Rúnars Gunnarssonar, arkitekts að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 96 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst að fjölgað er úr sex íbúðum í sjö.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 36171
14.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 447 frá 12. júní 2007.


Umsókn nr. 36141 (05.86.530.1)
520169-2969 Hestamannafélagið Fákur
Vatnsendav Víðivöllum 110 Reykjavík
080157-4369 Guðni Jónsson
Rauðhamrar 8 112 Reykjavík
15.
Almannadalur 17-23, 21 - hesthús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt hesthús með tveimur einingum, eining 0101 átján hestar, eining 0102 tólf hestar, alls þrjátíu hestar og með kaffiaðstöðu á 2.hæð í hverri eign allt einangrað að utan og klætt með láréttri zinkhúðari báraðri klæðningu sem hús nr. 21 á lóð nr. 17-23 í Almannadal.
Stærð: Hesthús nr. 21 samtals 421,9 ferm., 1432,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 97.383
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36139 (05.86.520.1)
520169-2969 Hestamannafélagið Fákur
Vatnsendav Víðivöllum 110 Reykjavík
291064-7369 Brynja Viðarsdóttir
Lækjarvað 1 110 Reykjavík
16.
Almannadalur 25-29, 25 - hesthús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt hesthús með fjórum einingum, eining 0101 tólf hestar, eining 0102 tólf hestar, eining 0103 átta hestar, eining 0104 átta hestar, alls fjörutíu hestar og með kaffiaðstöðu 2.hæð í hverri eign allt einangrað að utan og klætt með láréttri zinkhúðari bárujárnsklæðingu sem hús nr. 25 á lóð nr. 25-29 í Almannadal.
Stærð: 1. hæð 368,4 ferm., 2. hæð. 226,9 ferm.
Samtals 595,3 ferm., 2.014,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 136.993
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36138 (05.86.520.1)
520169-2969 Hestamannafélagið Fákur
Vatnsendav Víðivöllum 110 Reykjavík
710701-2370 Sperringur ehf
Þingási 33 110 Reykjavík
17.
Almannadalur 25-29, 27 - hesthús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt hesthús með þremur einingum, eining 0101 sex hestar, eining 0102 tólf hestar, eining 0103 tólf hestar, alls þrjátíu hestar og með kaffiaðstöðu á millilofti í hverri eign allt einangrað að utan og klætt með láréttri zinkhúðari báraðri klæðningu sem hús nr. 27 á lóð nr. 25-29 í Almannadal.
Stærð: Hesthús nr. 27 samtals 431,8 ferm., 1.430,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 97.288
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35659 (01.18.450.2)
310759-5389 Guðmundur V Ingvarsson
Baldursgata 29 101 Reykjavík
18.
Baldursgata 29, svalaskýli
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. apríl 2007 þar sem sótt er um leyfi fyrir svalaskýli á svalir sem fyrir eru á lóðinni nr. 29 við Baldursgötu, samk. teikningum Ellerts M. Jónssonar dags. 20. mars 2007. Grenndarkynning stóð yfir frá 11. maí til 8. júní 2007. Engar athugasemdir bárust.
Meðfylgjandi er samþykki nágranna Baldurgötu nr. 27 og 31 dags. 24., 25. og 27. janúar 2007. og Freyjugötu nr. 10A og 10 dags. 20. og 23. apríl 2007.
Stærð: Svalalokun 10,0 ferm., 24,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 35574 (01.22.010.7)
681205-3220 Höfðatorg ehf
Lynghálsi 4 110 Reykjavík
19.
Borgartún 8, 7 og 19 hæða bygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja 4. áfanga sem að hluta sjö hæða og allt að nítján hæða þjónustu og skrifstofuhús ofan á tvær kjallarahæðir með aukarýmum og bílastæðum allt úr steinsteypu og ál-gluggakerfi á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 6. mars, endurskoðuð 12. apríl og 15. maí 2007, mat á hljóðvist frá VSÓ dags. í maí 2005 og umsögn burðarvirkishönnuða dags. 6. mars 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Neðsti kjallari 143,9 ferm., neðri kjallari 873,3 ferm., kjallari 894 ferm., 1. hæð 1615,8 ferm., 2. hæð 1265,8 ferm., 3.-6. hæð 1607,8 ferm. hver hæð, 7. hæð 1558,9 ferm., 8. hæð 797,6 ferm., 9. -19. hæð 729,5 ferm. hver hæð, 20. hæð 88 ferm., samtals 21693 ferm., 83431,3 rúmm.
Bílakjallari (B-rými) 277,8 ferm., 13792,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 6.611.218
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Verði breytingar á útliti eða efnisnotkun óskar skipulagsráð eftir því að breytingar verði kynntar fyrir ráðinu.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Svandís Svavarsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 36137
490287-1599 Dreifing ehf
Vatnagörðum 8 104 Reykjavík
600269-1359 Skúlagata 30 ehf
Stigahlíð 60 105 Reykjavík
20.
Brúarvogur 1-3, nýtt atvinnuhús
Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús klætt ljósum báruformuðum áleiningum á steyptum grunni fyrir lager grófverslun og skrifstofu á lóð nr. 1-3 við Brúarvog.
Brunahönnun dags. 5. júní 2007 fylgir erindinu.
Stærð: 1. hæð 4.451,9 ferm., 2. hæð 1.236,4 ferm., 3. hæð 1.228,4 ferm.
Samtals 6.955,9 ferm., og 62.190,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 4.228.947
Frestað.

Umsókn nr. 36159 (05.05.330.5)
660696-2029 Bygg Ben ehf
Vesturlbr Fífilbrekku 110 Reykjavík
610269-5599 Sparisjóður Hafnarfjarðar
Strandgötu 8-10 220 Hafnarfjörður
21.
Friggjarbrunnur 34-40, raðhús
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt raðhús á tveim hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 34-40 við Friggjarbrunn.
Stærðir: Hús nr. 34, Mhl. 1: 1. hæð: Íbúð 115,5 ferm., 2. hæð: íbúð 77,6 ferm., bílgeymsla 31,3 ferm. Samtals 224 ferm. og 788,9 rúmm.
Hús nr. 36 og 38, Mhl. 1 og tvö eru sömu stærðar. Hús nr. 40, Mhl. 4: 1. hæð: Íbúð 143,4 ferm., 2. hæð: Íbúð 79,5 ferm., bílgeymsla 31,3 ferm. Samtals 254,2 ferm. og 878,7 rúmm.
Friggjarbrunnur 34-40 samtals 927,4 ferm. og 3.245,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 220.687
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36136 (02.69.520.4)
060968-4119 Hákon Björn Marteinsson
Smárarimi 62 112 Reykjavík
22.
Gefjunarbrunnur 9, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu allt einangrað að utan og klætt með flísum á lóðinni nr. 9 við Gefjunarbrunn.
Bréf hönnuðar dags. 5. júní 2007 og samþykki lóðarhafa Gefjunarbrunnar 7 (á teikningu) fylgja erindinu.
Stærð: Íbúð 1. hæð 89,2 ferm., 2. hæð 108,3 ferm., bílgeymsla 23,8 ferm.
Samtals 221,3 ferm., 705,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 47.960
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36149 (04.13.230.1)
660104-3050 Grafarholtssókn
Gvendargeisla 34 113 Reykjavík
23.
Kirkjustétt 8, kirkja fyrir Grafarholtssókn
Sótt er um leyfi til þess að byggja sóknarkirkju fyrir Grafarholtssókn með 160 sætum í kirkjuskipi auk safnaðarsalar og skála fyrir samtals 370 manns sem steinsteypta einlyfta byggingu einangraða að utan og klædda með múrkerfi á lóð nr. 8 við Kirkjustétt.
Stærð: Kirkja samtals 855,8 ferm., 4703,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 319.858
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 36174 (04.99.870.9)
050744-3619 Sverrir Jóhannesson
Hagamelur 45 107 Reykjavík
24.
Lambasel 38, Nýbygging, einbýli
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús einangrað að utan og klætt með múrkerfi á lóð nr. 38 við Lambasel.
Jafnframt er erindi 35535 dregið til baka.
Stærð: Einbýlishús 186,5 ferm., 677,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 46.090
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35940 (01.45.440.6)
530776-0269 Rammaprjón ehf
Garðastræti 37 101 Reykjavík
25.
Súðarvogur 50, breytingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. maí 2007 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og til að breyta í íbúðir 2. og 3. hæð atvinnuhússins á lóðinni nr. 50 við Súðarvog.
Málinu fylgir skilyrt samþykki meðlóðarhafa dags. 8. maí 2007.
Stækkun: 19,9 ferm.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.


Umsókn nr. 36132
140657-4769 Halldóra Jóna Bjarnadóttir
Tindar 116 Reykjavík
101153-5849 Atli Guðlaugsson
Tindar 116 Reykjavík
26.
Tindar 2, tvö einbýlishús á hluta 1
Sótt er um leyfi til að byggja tvö einbýlishús sem bjálkahús á steyptum sökklum (matshluti 05 og 06) suðaustan við núverandi hús á lóðinni Tindar á Kjalarnesi.
Stærð: (matshluti 05og 06) 111 ferm. og 438,5 rúmm. hvort hús., samtals 222 ferm., 877 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 59.636
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skila skal vottun eininga eigi síðar en við úttekt á botnplötu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar Dagur B. Eggertsson og Stefán Bendiktsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Svandís Svavarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 35471 (02.69.840.6)
010962-5609 Bjarni Tómasson
Þrastarhöfði 21 270 Mosfellsbær
070765-3819 Gunnar Jón Jónasson
Hjallabrekka 26 200 Kópavogur
27.
Úlfarsbraut 30-32, parhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum, hús er að hluta á þremur hæðum á lóð nr. 30-32 við Úlfarsbraut.
Stærð: Hús nr. 30 (matshluti 01) íbúð kjallara 45,4 ferm., 1. hæð 53 ferm., 2. hæð 51,3 ferm., bílgeymsla 26,8 ferm., samtals 176,5 ferm., 682,3 rúmm. Hús nr. 32 (matshluti 02) er sömu stærðar og hús nr. 30 eða samtals 176 ferm., 682,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 92.793
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35376 (02.69.860.5)
660504-3030 Fasteignafélagið Hlíð ehf
Lágmúla 6 108 Reykjavík
28.
Úlfarsbraut 96, fjölbýlishús m. 7 ib og 6 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með sjö íbúðum og innbyggðri bílageymslu fyrir sex bíla allt einangrað að utan og klætt með hvítri málmklæðningu á lóð nr. 96 við Úlfarsbraut.
Stærð: Íbúð 1. hæð 357,2 ferm., 2. hæð 236 ferm., 3. hæð 348,1 ferm., bílgeymsla 108,2 ferm., samtals 1049,9 ferm., 3348,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 227.684
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 70219 (04.30.120.1)
590269-1749 Skeljungur hf
Hólmaslóð 8 101 Reykjavík
29.
Grjótháls 8, (fsp) breytt deiliskipulag
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. apríl 2007 var lagt fram erindi Skeljungs hf. varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 8 við Grjótháls. Í breytingunni felst að stækka lóðina um allt að 2000 fm til vesturs og byggja 400 fm húsnæði fyrir bíla- og smurþjónustu, auk bílastæða. Lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmdarsviðs dags 18. maí 2007.
Frestað.

Umsókn nr. 70231 (01.18.11)
160977-4779 Karl Sigfússon
Þórsgata 13 101 Reykjavík
30.
Þórsgata 13, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Karls Sigfússonar, dags. 25. mars 2007, varðandi bílastæði við Þórsgötu 13. Spurt er hvort leyft verði að leggja niður eitt almenningsstæði framan við húsið til að rýma fyrir innkeyrslu inn á lóðina þar sem verði 3 bílastæði. Lögð fram umsögn framkvæmdasviðs, dags. 19. maí 2007, mótt. 4. júní.
Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið en gerir það að skilyrði að allur frágangur á gróðri og lóð skuli vera í samræmi við ásýnd götunnar auk þess sem fyrirspyrjandi skal standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af breytingum á borgarlandi m.a. vegna breytingar á gangstéttum og girðingu við leikvöll. Ráðið ítrekar að hér er ekki um fordæmisgefandi ákvörðun að ræða heldur tekur ákvörðunin mið af sérstökum aðstæðum á þessari lóð. Sækja þarf um byggingarleyfi.

Svandís Svavarsdóttir fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað:
Rétt eins og við fyrirspurn vegna Þórsgötu 4 tel ég að hér sé verið að fara gegn hagsmunum almennings með því að eitt bílastæði er gert að innkeyrslu í þágu umsækjanda. Mikilvægt einkenni Þingholtanna er garðar, skot og port fyrir börn og leik. Umrædd breyting gæti haft í för með sér fordæmi sem er skref í áttina að breyttu yfirbragði hverfisins þar sem garðar eru fyrir bíla og stæði en ekki fólk og gróður.


Umsókn nr. 60037 (01.19.8)
31.
Landspítali Háskólasjúkrahús, kynning
Staða málsins kynnt.
Alfreð Þorsteinsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Ingólfur Þórisson tóku sæti á fundum undir umræðu um þennan lið.
Guðmundur Gunnarsson, arkitekt kynnti.
Samþykkt að fela skipulagsstjóra, í samráði við Framkvæmdasvið, að yfirfara áætlanir um Holtsgöng og staðsetningu þeirra með hliðsjón af ábendingum byggingarnefndar LSH.


Umsókn nr. 60085
420369-6709 Ökukennarafélag Íslands
Þarabakka 3 109 Reykjavík
32.
Akstursæfingasvæði, lóðarumsókn Ökukennarafélags Íslands
Lögð fram ítrekun Ökukennarafélags Íslands, dags. 23. maí 2007, á fyrri umsókn frá 31. janúar 2006 um land undir aksturskennslusvæði. Félagið sækir um landsvæði austan við svæði Landsnets, meðfram Nesjavallavegi og fyrirhugaðrar flugbrautar.
Erindinu er vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 70353 (01.35.05)
34.
Dalbraut 21-27, mæliblað
Lögð fram tillaga að mæliblaði vegna lóðarinnar Dalbraut 21-27.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 70327 (04.0)
35.
Elliðaárvogur, hugmynd að uppbyggingu (módelvinna)
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 25. maí 2007 varðandi hugmyndavinnu í kringum Elliðaárvoginn.
Vísað til umfjöllunar í vinnu stýrihóps um uppbyggingu Elliðaárvogs

Umsókn nr. 70114 (02.4)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
36.
Korpa, lagning jarðstrengs að aðveitustöð í Borgartúni, framkvæmdaleyfi
Lögð fram að nýju umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 12.02.07, um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 132 kV jarðstrengs frá tengivirki við Korpu að aðveitustöð við Borgartún. Á fundi skipulagsfulltrúa 16. apríl 2007 var málinu vísað til umsagnar umhverfisstjóra. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27.04.07. Lögð fram umsögn Umhverfissviðs, dags. 21. maí 2007 og umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 25. maí 2007.
Samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð Clið

Umsókn nr. 70356 (02.0)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
521280-0269 Listasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
37.
Viðey, friðarsúla
Lögð fram greinargerð VST f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 30. maí 2007, varðandi friðarsúlu Yoko Ono (Imagine Peace Tower) ásamt uppdráttum.
Kynnt.

Umsókn nr. 70358 (01.13.0)
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
38.
Ánanaust, fyllingar, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmdasviðs, dags. 10. júní 2007, um framkvæmdaleyfi til að fylla út frá Ánanaustum með efni sem kemur upp úr grunni bílastæðahúss á byggingarsvæði við Geirsgötu.
Frestað.

Umsókn nr. 70315 (01.36.10)
40.
Hraunteigur 13, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. júní 2007, vegna kæru á veitingu byggingarleyfis fyrir bílskúr að Hraunteigi 13.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 70350 (01.22.01)
41.
Höfðatorg, kærur
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 5. júní 2007, ásamt tveimur kærum, dags. 9. maí 2007, á samþykkt borgarstjórnar frá 20. febrúar 2007 varðandi deiliskipulags Höfðatorgs.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 70075 (04.30.43)
620206-1560 Norðurhlíð fasteignafélag ehf
Stuðlahálsi 1 110 Reykjavík
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
42.
Fossháls 17-25, Dragháls 18-26, breyting á deiliskipulagi Hálsahverfis
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 31. mai 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 16. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðanna Fossháls 17-25 og Dragháls 18-26.


Umsókn nr. 70293
43.
Heiðmörk, Vatnsendakrikar, svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags 31. maí 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 16. maí 2007 vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins Heiðmörk, Vatnsendakrikar.


Umsókn nr. 60540 (04.4)
560389-1089 Fisfélag Reykjavíkur
Pósthólf 8702 128 Reykjavík
44.
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, tímabundin aðstaða
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags.31. maí 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 16. maí 2007 vegna Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur.


Umsókn nr. 60404
020563-4199 Stefán Már Jónsson
Ólafsgeisli 71 113 Reykjavík
45.
Kjalarnes, Sætún, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 31. maí 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð 16. maí 2007 varðandi auglýsingu á deiliskipulagi lóðarinnar Sætún 1 á Kjalarnes.


Umsókn nr. 70132
46.
Skipulagsráð, leiðrétting á 9. lið fundargerðar skipulagsráðs frá 16. maí 2007
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. maí 2007, vegna þeirrar leiðréttingar borgarstjórnar 29. maí á afgreiðslu 9. liðar fundargerðar skipulagsráðs frá 16. maí 2007, að áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra stóð að bókun, en greiddi ekki atkvæði.


Umsókn nr. 60602
47.
Slippa- og Ellingsenreitur, deiliskipulag, reitur 1.116 og reit 1.115.3
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. apríl 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð 25. apríl 2007 varðandi samþykkt á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits.