Njálsgötureitur 2, Bauganes 19A, Hólmvað 54-68, Stigahlíð 68, Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Kjalarnes, Klébergsskóli, Grundarhverfi, hreinsistöð fráveitu, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Jöldugróf 16, Mjölnisholt 12 - 14, Bræðraborgarstígur 29, Hörpugata 7, Kalkofnsvegur 3, Kópavogur, Stjórnsýsluúttekt, Bréf Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, Naustavogur 15 - Snarfari, Sólvallagata 23, Lóðir fyrir slökkvistöðvar, Örfirisey, Örfirisey, Bústaðahverfi, Funahöfði 7, Laufásvegur 19, Brúarvogur 1-3, Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, Holtavegur, Höfðatorg, Lýsisreitur, Reynisvatnsás Grafarholt, Skútuvogur 8, Suðurlandsbraut 56-72, Traðarland 1, Víkingur,

Skipulagsráð

85. fundur 2007

Ár 2007, miðvikudaginn 7. mars kl. 09:05, var haldinn 85. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Birgir Hlynur Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 60439 (01.19.02)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
1.
Njálsgötureitur 2, reitur 1.190.2, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Traðar, dags. 15. júní 2006, breytt nóvember 2006 að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.2, sem markast af Frakkastíg, Bergþórugötu, Vitastíg og Njálsgötu. Einnig lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 131 og bréf húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 23. október 2006. Kynning stóð yfir frá 27. desember 2006 til og með 11. janúar 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hlynur H Sigurðsson og Sari M Cedergren, dags. 10. janúar 2007, Hörður Torfa, dags. 11. janúar 2007, Hermann Þ. Hermannsson, dags. 10. janúar 2007, Erna Andreassen og Þráinn Jóhannsson, dags. 11. janúar 2007 og Guðmundur Þ. Jónsson, dags. 11. janúar 2007. Einnig lögð fram umsögn húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 13. febrúar 2007 og samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 19. febrúar 2007. Jafnframt er lögð fram ný tillaga Teiknistofunnar Traðar, dags. 8. febrúar 2007, ásamt greinargerð, dags. 23. janúar 2007.

Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:12, áður hafði liður nr. 18 verið afgreiddur.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70103 (01.67.21)
300854-5919 Árni Hermannsson
Bauganes 19 101 Reykjavík
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
2.
Bauganes 19A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga VA arkitekta, dags. 27. febrúar 2007, ásamt bréfi dags. 24. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 19A við Bauganes. Breytingin felur í sér aukningu á nýtingarhlutfalli úr 0.45 í 0.5 vegna fjölgunar herbergja á efri hæð hússins.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 70019 (04.74.17)
310551-3259 Jón Guðmundsson
Látraströnd 12 170 Seltjarnarnes
690404-3030 Pálmar ehf
Bleikjukvísl 12 110 Reykjavík
3.
Hólmvað 54-68, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Jóns Guðmundssonar f.h. Pálmar ehf., dags. 5. janúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 54-68 við Hólmvað. Einnig lagt fram samþykki meðeigenda og aðliggjandi lóðarhafa, dags. 9. janúar 2007. Kynning stóð yfir frá 25. janúar til og með 22. febrúar 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 70004 (01.73.3)
240555-2399 Magnús Jónas Kristjánsson
Funafold 58 112 Reykjavík
180544-4299 Gunnar Sveinbjörn Óskarsson
Laugavegur 8 101 Reykjavík
4.
Stigahlíð 68, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Gunnars Óskarssonar, dags 3. janúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 68 við Stigahlíð. Kynningin stóð yfir frá 25. janúar til 22. febrúar 2007. Athugasemdir bárust frá Eggerti Atlasyni Stigahlíð 74 dags.18. febrúar 2007, Skúla Magnússyni, mótt. 19. febrúar 2007 og Húseigendafélaginu fh. Skúla Magnússonar, lóðarhafa Stigahlíðar 70 dags. 21. febrúar 2007. Að loknum athugasemdafresti barst bréf Lögmanna dags. 27. febrúar 2007 fh. lóðarhafa Stigahlíðar 62 og 82. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. mars, br. 7. mars 2007.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð og með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 70119 (01.6)
5.
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi vegna fjölgunar íbúða á Hlíðarenda, Valssvæðinu.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 70118
6.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, deiliskipulag, stækkun á losunarstað
Lögð fram tillaga Landmótunar að deiliskipulagi hluta Hólmsheiðar vegna stækkunar á losunarsvæði fyrir jarðveg ásamt framlenginu á Reynisvatnsvegi. Einnig laður fram uppdráttur dags. 16. febrúar 2006 og umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 5. mars 2007.
Vísað til umsagnar umhverfisráðs.

Umsókn nr. 30558
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
7.
Kjalarnes, Klébergsskóli, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2007 var lögð fram umsókn Framkvæmdasviðs, dags. 28. desember 2006, um breytingu á deiliskipulagi lóðar Klébergsskóla á Kjalarnesi vegna battavallar skv. uppdrætti Arkitektur.is, dags. 3. janúar 2007. Lögð fram umsögn hverfisráðs Kjalarness, dags. 16. febrúar 2007.
Lagt fram að nýju.
Frestað. Skipulagsráð óskar eftir rökstuðningi frá umsækjanda fyrir því að lögð er til staðsetning battavallar samkvæmt framlögðum uppdráttum. Skipulagsráð telur mikilvægt að skoðaðir séu kostir þess að staðsetja battavöllinn innan hverfisins.

Umsókn nr. 60621
421199-2569 Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
8.
Grundarhverfi, hreinsistöð fráveitu, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram ný tillöga arkitekta Gunnars og Reynis, dags. 9. janúar 2007, að breytingu á deiliskipulags Grundarhverfis vegna lóðar fyrir hreinsistöð fráveitu. Einnig lögð fram umsögn Umhverfissviðs, dags. 19. janúar 2007 og umsögn hverfisráðs Kjalarness, dags. 16. febrúar 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 35544
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessar er fundargerð nr. 434 frá 6. mars 2007.


Umsókn nr. 35483 (01.88.900.8)
230250-2359 Steinn Ólafsson
Jöldugróf 16 108 Reykjavík
070359-5889 Alda Björgvinsdóttir
Jöldugróf 16 108 Reykjavík
10.
Jöldugróf 16, bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. febrúar 2007. Sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr með kjallara við einbýlishúsið á lóðinni nr. 16 við Jöldugróf, skv. uppdr. Argos ehf., dags. 25. apríl 2006.
Meðfylgjandi er bréf hönnuðar dags. 19. febrúar 2007
Stærð: Bílgeymsla 1. hæð 56 ferm., kjallari 56 ferm., samtals 112 ferm., 339 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 23.052
Ekki er gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað.


Umsókn nr. 35523 (01.24.110.1)
651104-3940 Miðbæjarbyggð ehf
Mjölnisholti 14 105 Reykjavík
11.
Mjölnisholt 12 - 14, hótel og fjölbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja við núverandi atvinnuhús nr. 14 við Mjölnisholt geymslukjallar og bílakjallara að norðurhlið, breyta núverandi kjallara í 1. hæð með morgunverðasal og stækkuðum efri hæðum húss í hótel með 63 gistiherbergjum. Á nýrri 6. og 7. hæð verða sex íbúðir með aðkomu yfir "gjá" að norðurhluta húss sem verður sjö stallarðar hæðir með tuttugu og átta íbúðum ofan á kjallarahæðirnar, allt steinsteypt og einangrað að innan á sameinaðri lóð nr. 12-14 við Mjölnisholt.
Stærð: Neðri kjallari fyrir geymslur og þjónusturými 692,9 ferm., kjallari geymslur 107,8 ferm., bílgeymsla 643,4 ferm., 1. hæð xxx ferm.
Stækkun samtals 5555,7 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 70128 (01.13.74)
591203-2740 Holtsgata 1 ehf
Suðurgötu 35 101 Reykjavík
610102-2980 Hús og skipulag ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
12.
Bræðraborgarstígur 29, (fsp) stækkun lóðar, aukning á nýtingarhlutfalli og bygging parhúss
Lögð fram fyrirspurn Húss og skipulags ehf. ásamt uppdr., dags. 1. mars 2007, að uppbyggingu parhúss og stækkun lóðar nr. 29 við Bræðraborgarstíg, Hugmyndin felur í sér færslu leiksvæðis yfir á lóð nr. 31 við Bræðraborgarstíg.
Frestað.

Umsókn nr. 70020 (01.63.58)
060470-3249 Ólöf Hildur Pind Aldísardóttir
Bergstaðastræti 36 101 Reykjavík
13.
Hörpugata 7, (fsp) breyting á lóð
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju fyrirspurn Ólafar Pind Aldísardóttur, dags. 11. janúar 2007 og 24. janúar 2007, varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 7 við Hörpugötu og byggja nýtt hús. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2007 og drög að kynningargögnum mótt. 25. janúar 2007. Kynning stóð yfir frá 7. febrúar til og með 21. febrúar 2007. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Hörpugötu 9, dags. 12. febrúar 2007.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað sem síðan verður grenndarkynnt.

Umsókn nr. 70109
501170-0119 Bílastæðasj Reykjavíkurborgar
Hverfisgötu 14 101 Reykjavík
660805-1250 Eignarhaldsfélagið Portus hf
Pósthólf 709 121 Reykjavík
110457-2789 Sigurður Einarsson
Sólberg 2 221 Hafnarfjörður
14.
Kalkofnsvegur 3, (fsp) sýningarskáli
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Einarssonar arkitekts dags. 21. febrúar 2007 f.h. lóðarhafa þar sem sótt er um að setja niður sýningarskála eða svokallaða gestastofu til næstu þriggja ára ofan á bílastæðahúsið við Arnarhól.
Vísað til umsagnar umhverfisráðs.

Umsókn nr. 40187
700169-3759 Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
15.
Kópavogur, stofnlögn vatnsveitu um Heiðmörk, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf bæjarstjóra Kópavogs, dags. 27. nóvember 2006, varðandi framkvæmdaleyfi fyrir stofnlögn vatnsveitu um land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk frá Heiðmerkurgirðingu við Vatnsendakrika að Heiðmerkurgirðingu á Vatnsendaheiði. Einnig lagðar fram umsagnir lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar dags. 15. desember 2007, Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 14. febrúar 2007, bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs til Kópavogsbæjar dags. 15. febrúar 2007, bréf skipulags- og byggingarsviðs til umhverfissviðs dags. 13. febrúar 2007. Einnig eru lagðar fram athugasemdir Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 13. febrúar 2007 ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar dags. 15. febrúar 2007. Einnig lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að framkvæmdaleyfi dags. 7. mars 2007.
Framlögð tillaga að framkvæmdaleyfi samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Svandís Svavarsdóttir; fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað:
Borgarráðfulltrúi Vinstri grænna hefur lagt til í borgarráði að kannað verði hvort unnt sé að rifta samningi milli borgarinnar og Kópavogs vegna framkvæmda í Heiðmörk, sem ráðist var í án tilskilinna leyfa frá borginni, og skemmda sem þar hafa verið unnin á gróðri. Fyrir liggur að Skógræktarfélag Reykjavíkur og fleiri aðilar hafa kært Kópavogsbæ fyrir brot á skógræktarlögum og ekki sér fyrir endann á þeirri málshöfðun. Af þessum sökum situr fulltrúi Vinstri grænna hjá við útgáfu framkvæmdaleyfisins hér í skipulagsráði.



Umsókn nr. 60471
16.
Stjórnsýsluúttekt, skipulags- og byggingarsvið
Ráðgjafar Intellecta kynntu stjórnsýsluúttekt á skipulags- og byggingarsviði ásamt tillögum um breytingar.

Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi kl. 10:44.



Umsókn nr. 35531
17.
Bréf Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, óleyfisíbúðir í atvinnuhúsnæði
Lagt fram bréf slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 22. febrúar 2007.


Umsókn nr. 70127 (01.45.62)
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
18.
Naustavogur 15 - Snarfari, framlenging á gildistíma leigusamnings
Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs, dags. 26. febrúar 2007, ásamt drögum að viðaukasamningi við núgildandi leigusamning, sem gerir ráð fyrir framlengingu gildistíma hans allt til ársloka 2036.
Kynnt.

Umsókn nr. 35533 (01.16.200.2)
19.
Sólvallagata 23, bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 8. janúar 2007 og bréf eigenda dags. 25. janúar 2007.
Frestað.

Umsókn nr. 70060
590182-2579 Slökkvistöðin í Reykjavík
Skógarhlíð 14 105 Reykjavík
20.
Lóðir fyrir slökkvistöðvar, við Vesturlandsveg og við Stekkjarbakka
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. janúar 2007, ásamt bréfi SHS fasteigna, dags. 19. janúar 2007, varðandi tvær lóðir fyrir nýjar slökkvistöðvar, annars vegar lóð undir Úlfarsfelli við Vesturlandsveg, Hallar og hins vegar við Stekkjarbakka. Einnig lögð fram frumdrög Arkþing, ódags.
Lagt fram að nýju.
Frestað.

Umsókn nr. 70129 (01.1)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
460169-7399 Björgun ehf
Sævarhöfða 33 110 Reykjavík
710107-2110 Bygg ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
21.
Örfirisey, hugmynd að Grandabyggð
Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 28. febrúar 2007, ásamt bréfi Björgunar efh. og Bygg ehf., dags. 8. febrúar varðandi hugmynd að Grandabyggð.
Ráðið er jákvætt gagnvart framtíðar íbúðabyggð í Örfirisey en bendir á að breytingar eins og þær sem fram koma í framlögðu erindi eru háðar endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjavíkur og mati á umhverfisáhrifum. Í ljósi þess er ekki tímabært að taka formlega afstöðu til erindisins og er því þannig vísað til frekari skoðunar í stýrihóp vegna endurskoðunar á aðalskipulagi.

Umsókn nr. 70130 (01.1)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
600269-2599 Smáragarður ehf
Skemmuvegi 2a 200 Kópavogur
22.
Örfirisey, umferð á fyrirhugaðri landfyllingu
Lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 28. febrúar 2007, ásamt bréfi Smáragarðs ehf., dags. 7. febrúar 2007, um að umferð á fyrirhugaðri landfyllingu utan Örfiriseyjar verði sem mest beint í gegnum verslunar- og þjónustuhverfi sem er að þróast.
Ráðið er jákvætt gagnvart framtíðar íbúðabyggð í Örfirisey en bendir á að breytingar eins og þær sem fram koma í framlögðu erindi eru háðar endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjavíkur og mati á umhverfisáhrifum. Í ljósi þess er ekki tímabært að taka formlega afstöðu til erindisins og er því þannig vísað til frekari skoðunar í stýrihóp vegna endurskoðunar á aðalskipulagi.

Umsókn nr. 50388 (01.81.8)
23.
Bústaðahverfi, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 22. febrúar 2007 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs 26. janúar 2005 vegna breytingar á deiliskipulagi Bústaðahverfis. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 26. janúar 2005, um að breyta deiliskipulagi Bústaðahverfis vegna bílastæða við Hólmgarð í Reykjavík.


Umsókn nr. 60213 (04.06.01)
24.
Funahöfði 7, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 19. febrúar 2007, um kæru vegna afstöðu byggingarfulltrúa til beiðni kæranda um að skráning eignarinnar Funahöfða 7, verði breytt í samræmi við aðrar eignir í götunni og skráð sem íbúðarherbergi.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 50530 (01.18.35)
25.
Laufásvegur 19, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa, dags. 28. febrúar 2007, vegna kæru Byggís, dags. 20. desember 2005, á ákvörðun skipulagsráðs frá 23. nóvember 2005 um synjun á skráningu húshluta að Laufásvegi 19.
Umsögn byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 60346 (01.42.4)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
26.
Brúarvogur 1-3, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. febrúar 2007, vegna samþykkt borgarráðs frá 22. febrúar 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 14. febrúar 2007, um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á lóð nr. 1-3 við Brúarvog.


Umsókn nr. 60716 (04.36.3)
410604-3370 Erum Arkitektar ehf
Grensásvegi 3-5 108 Reykjavík
27.
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. febrúar 2007, vegna samþykkt borgarráðs frá 15. febrúar 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 7. febrúar 2007, varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 6 við Fylkisveg, íþóttasvæði Fylkis.


Umsókn nr. 70042 (01.4)
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
28.
Holtavegur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. febrúar 2007, vegna samþykkt borgarráðs frá 15. febrúar 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 7. febrúar 2007 um breytingu á deiliskipulagi við Holtaveg.


Umsókn nr. 60537 (01.22.01)
29.
>Höfðatorg, breyting á deiliskipulagi, reitur 1.220.1 og 2
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. febrúar 2007, um samþykkt borgarstjórnar frá 20 s.m. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 7. febrúar 2007, á breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgsreit 1.220.1 og 1.220.2.


Umsókn nr. 40452 (01.52.0)
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
30.
Lýsisreitur, deiliskipulag, reitur 1.520,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. febrúar 2007, vegna samþykkt borgarráðs 15. þ.m. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 7. febrúar 2007 um breytingu á deiliskipulagi Lýsisreits, reitur 1.520.


Umsókn nr. 70009
31.
Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á svæðisskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. febrúar 2007, vegna samþykktar borgarráðs dags. 15. febrúar 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 7. febrúar 2007 um auglýsingu á breytingu á svæðisskipulagi vegna nýs íbúðasvæðis norðan Reynisvatnsvegar vestan Reynisvatnsáss.


Umsókn nr. 60759 (01.42.06)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
32.
Skútuvogur 8, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. febrúar 2007, vegna samþykkt borgarráðs frá 15. febrúar 2007 á afgreiðlsu skipulagsráðs frá 7. febrúar 2007, varðandi breytt deiliskipulag á lóðini nr. 8 við Skútuvog.


Umsókn nr. 50016 (01.47.1)
560997-3109 Yrki arkitektar ehf
Hverfisgötu 76 101 Reykjavík
33.
Suðurlandsbraut 56-72, breyting á deiliskipulagi Sogamýri
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. febrúar 2007, vegna samþykkt borgarráðs frá 22. febrúar 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 14. febrúar 2007, um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi í Sogamýri, Suðurlandsbraut 56-72.


Umsókn nr. 50440 (01.87.59)
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
34.
Traðarland 1, Víkingur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. febrúar 2007, vegna samþykkt borgarráðs frá 22. febrúar 2007 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 14. febrúar 2007, um breytt deiliskipulag á svæði Víkings að Traðarlandi 1.