Njálsgötureitur 1, Njálsgötureitur 2, Njálsgötureitur 3, Háskólinn í Reykjavík, Spöngin, Eir, Iðunnarbrunnur/Gefjunarbrunnur, Kjalarnes, Fitjar, Úlfarsárdalur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Elliðavað 1-5, Fiskislóð 23-25, Friggjarbrunnur 27-29, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Héðinsreitur, Vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, Kópavogur, Gaukshólar 2,

Skipulagsráð

84. fundur 2007

Ár 2007, miðvikudaginn 21. febrúar kl. 09:12, var haldinn 84. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 60440 (01.19.01)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
1.
Njálsgötureitur 1, reitur 1.190.0, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Traðar, dags. 15. júní 2006, breytt nóvember 2006 að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.0, sem markast af Frakkastíg, Grettisgötu, Vitastíg og Njálsgötu. Einnig lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 131 og bréf húsafriðunarnefndar, dags. 23. október 2006. Kynning stóð yfir frá 27. desember til og með 11. janúar 2007. Athugasemdir bárust frá Arndísi Reynisdóttur, dags. 10. janúar 2007, Ástu S Stefánsdóttur, dags. 10. janúar 2007, Unnari Karlsyni þann 10. janúar 2007, 20 íbúum við Grettisgötu, dags. 8. janúar 2007 og Rebekku Sigurðardóttur, dags. 11. janúar 2007. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 19. febrúar 2007. Einnig lögð fram ný tillaga Teiknistofunnar Traðar, dags. 8. febrúar 2007, ásamt greinargerð, dags. 23. janúar 2007.

Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:15

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt samþykkt að senda þeim sem gerðu athugasemdir við hagsmunaaðilakynningu tilkynningu um auglýsingu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60439 (01.19.02)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
2.
Njálsgötureitur 2, reitur 1.190.2, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Traðar, dags. 15. júní 2006, breytt nóvember 2006 að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.2, sem markast af Frakkastíg, Bergþórugötu, Vitastíg og Njálsgötu. Einnig lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 131 og bréf húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 23. október 2006. Kynning stóð yfir frá 27. desember 2006 til og með 11. janúar 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hlynur H Sigurðsson og Sari M Cedergren, dags. 10. janúar 2007, Hörður Torfa, dags. 11. janúar 2007, Hermann Þ. Hermannsson, dags. 10. janúar 2007, Erna Andreassen og Þráinn Jóhannsson, dags. 11. janúar 2007 og Guðmundur Þ. Jónsson, dags. 11. janúar 2007. Einnig lögð fram umsögn húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 13. febrúar 2007 og samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 19. febrúar 2007. Jafnframt er lögð fram ný tillaga Teiknistofunnar Traðar, dags. 8. febrúar 2007, ásamt greinargerð, dags. 23. janúar 2007.
Frestað.

Umsókn nr. 40486 (01.19.03)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
3.
Njálsgötureitur 3, reitur 1.190.3, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga teiknistofunnar Traðar, dags. 6. júní 2006, breytt í nóvember 2006, að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.3, sem markast af Barónsstíg, Bergþórugötu, Vitastíg og Njálsgötu. Kynning stóð yfir frá 13. júní til og með 27. júní 2006. Athugasemdabréf bárust frá James M. Fletcher og Svanhildi Thors, mótt. 26. júní 2006, Sigurði Kristinssyni Njálsgötu 54, dags. 19. júní 2006 og Glámu-Kím, dags. 25.06.06. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 19. febrúar 2007. Einnig lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 122 og bréf húsafriðunarnefndar, dags. 23. október 2006. Jafnframt er lögð fram ný tillaga Teiknistofunnar Traðar, dags. 8. febrúar 2007, ásamt greinargerð, dags. 23. janúar 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt samþykkt að senda þeim sem gerðu athugasemdir við hagsmunaaðilakynningu tilkynningu um auglýsingu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 50481
4.
Háskólinn í Reykjavík, deiliskipulag
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi svæðis Háskólans í Reykjavík við Hlíðarfót dags. september 2005, uppfært 2. febrúar 2006. Einnig lögð fram drög að tillögu að deiliskipulagi dags. í október 2006 ásamt greinargerð. Jafnframt lögð fram bókun framkvæmdaráðs frá 12. október 2005 og bókun umhverfisráðs frá 17. október 2005.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70084 (02.37.6)
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
5.
Spöngin, Eir, breyting á deiliskipulagi
Lagðir fram uppdrættir teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 8. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi Spangarinnar í Grafarvogi.
Samþykkt að kynna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Umsókn nr. 60623 (02.69.3)
6.
Iðunnarbrunnur/Gefjunarbrunnur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga skipulagshöfunda VA arkitekta, mótt. 20. nóvember 2006 að breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Úlfarsárdals, vegna byggingarreita við Iðunnarbrunn og Gefjunarbrunn. Auglýsingin stóð yfir frá 6. desember 2006 til 17. janúar 2007. Athugasemdarbréf barst frá Snorra Sigurjónssyni, dags. 2. janúar 2007. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. febrúar 2007 og tölvupóstur Orkuveitunar, dags. 16. febrúar 2007, með staðfestingu um færslu lagna.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60665
460502-6320 Einar Ingimarsson arkitekt ehf
Lynghálsi 3 110 Reykjavík
030763-5489 Guðjón Júlíus Halldórsson
Fitjar 116 Reykjavík
7.
Kjalarnes, Fitjar, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa þann 15. desember 2006 var lögð fram umsókn Einars Ingimarssonar, dags. 30. nóvember 2006, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Fitjar á Kjalarnesi vegna brúar yfir Leirvogsá skv. uppdrætti, dags. 29. nóvember 2006. Einnig lögð fram umsögn veiðifélags Leirvogsár, dags. 22. nóvember 2006, umsögn umhverfisráðs, dags. 27. nóvember 2006 og greinargerð Arkþings og Hnit, dags. 8. nóvember 2006. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 12. febrúar 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 70062 (02.6)
8.
Úlfarsárdalur, hverfi 4, breyting á skilmálum
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 1. febrúar 2007, að breytingu á skilmálum fyrir Úlfarsárdal, hverfi 4. Breytingin gengur út á að skipulagsráð getur samþykkt að heimila að byggingarhlutar nái lítillega út fyrir byggingarreit, hvort heldur sem er fyrir bundna eða opna byggingarlínu þó aldrei meira en sem nemur 12% samtals af heildar byggingarmagni hverrar lóðar. Einungis má nýta heimild þessa ef aðstæður eru samkvæmt mati skipulagsyfirvalda ekki íþyngjandi fyrir aðliggjandi lóðarhafa.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 35459
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 432 frá 20. febrúar 2007.


Umsókn nr. 35431 (47.91.601)
421204-2680 H-Bygg ehf
Stórhöfða 23 110 Reykjavík
10.
Elliðavað 1-5, raðhús á 2. hæðum, m. 3 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða steinsteypt raðhús með innbyggðum bílgeymslum og samtals þremur íbúðum á lóð nr. 1-5 við Elliðavað.
Stærð: Hús nr. 1 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 87,8 fem., 2. hæð 102,5 ferm., bílgeymsla 29 ferm., samtals 219,3 ferm., 698,1 rúmm. Hús nr. 3 (matshluti 02) íbúð 1. hæð 88,3 ferm., 2. hæð 102,5 ferm., bílgeymsla 29 ferm., samtals 219,8 ferm., 699,7 rúmm. Hús nr. 5 (matshluti 03) íbúð 1. hæð 88,8 fem., 2. hæð 102,5 ferm., bílgeymsla 29 ferm., samtals 220,3 ferm., 701,3 rúmm.
Raðhús er samtals 659,4 ferm., 2099,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 142.739
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35422 (10.89.202)
440169-4659 Eignarhaldsfélagið Barðinn ehf
Pósthólf 4320 124 Reykjavík
11.
Fiskislóð 23-25, nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús með millilofti í hluta húss fyrir verslun og þjónustu á lóðinni nr. 23-25 við Fiskislóð.
Stærð: 1. hæð: 3073,5 ferm., milliloft 376 ferm.
Samtals 3.449,5 ferm., 27.946,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 1.900.389
Samræmist ekki deiliskipulagi.

Umsókn nr. 35416 (02.69.351.0)
100179-3269 Kristinn Jónsson
Huldubraut 1 200 Kópavogur
210578-5609 Ragnar Vilhjálmsson
Garðsstaðir 46 112 Reykjavík
12.
Friggjarbrunnur 27-29, parhús á 2 hæðum
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 27-29 við Friggjarbrunn. Húsin verða steinsteypt og klædd að utan með hvítu báruáli.
Stærð Friggjarbrunnur 27: íbúð 153,5 ferm., bílgeymsla 25,4 ferm., samtals 178,9 ferm.
Friggjarbrunnur 29: Sömu stærðir.
Samtals 357,8 ferm., 954,7 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 64.920
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
13.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 16. febrúar 2007.


Umsókn nr. 40433 (01.13.01)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
14.
Héðinsreitur, deiliskipulag reitur 1.130.1
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. febrúar 2007, vegna samþykkt borgarráðs 8. þ.m. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 7. s.m., um deiliskipulag Héðinsreits 1.130.1.


Umsókn nr. 70083
15.
Vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, forgangsröðun
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. febrúar 2007 vegna afgreiðslu borgarráðs frá 8. febrúar 2007 varðandi vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.


Umsókn nr. 40187
700169-3759 Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
16.
Kópavogur, stofnlögn vatnsveitu um Heiðmörk, framkvæmdaleyfi
Lagt fram svar við fyrirspurn Samfylkingarinnar í skipulagsráði 14. febrúar 2007.


Umsókn nr. 35493 (04.64.200.2 01)
17.
Gaukshólar 2, stöðvun framkvæmda
Byggingarfulltrúi skýrði frá stöðvun óleyfisframkvæmda, þann 19. febrúar við klæðningu á bílgeymslum á austurhluta lóðar nr. 2 við Gaukshóla.
Skipulagsráð staðfesti stöðvun framkvæmda.