Einholt-Þverholt, deiliskipulag., Laugavegur 95, 97 og 99, Snorrabraut 24, Njálsgötureitur 1, Njálsgötureitur 2, Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, Landakot, Reitur 1.130.1, Héðinsreitur, Ármúli 27, Norðlingaholt suður, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Eiríksgata 6, Hvassaleiti 101-113, Miðstræti 3, Austurbakki 2, Ingólfsstræti 1, Meistaravellir 25-29, Hólmvað 54-68, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Dyngjuvegur 8, Lindargata 51, Sundabraut, Reitur 1.520, Lýsisreitur, Iðunnarbrunnur/Gefjunarbrunnur, Blönduð byggð, Sogavegur, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni, Fyrirspurn frá Óskari Bergssyni,

Skipulagsráð

77. fundur 2006

Ár 2006, miðvikudaginn 13. desember kl. 09:11, var haldinn 77. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Stefán Þór Björnsson, Dagur B. Eggertsson, Stefán Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Birgir Hlynur Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Helena Stefánsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Haraldur Sigurðsson, Margrét Þormar, Björn Axelsson og Ólöf Örvarsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 990316 (01.24.43)
1.
Einholt-Þverholt, deiliskipulag., Reitir 1.244.1, 1.244.2, 1.244.3.
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi reits 1.244.1 og 1.244.3, Einholt/Þverholt. Einnig lagt fram bréf Albínu Thordarson, ark. dags. 4. desember 2006 vegna óska BN Campus um breytingu á deiliskipulagi reitsins.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60773 (01.17.41)
2.
Laugavegur 95, 97 og 99, Snorrabraut 24, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga frá teiknistofunni, Arkitektar Gunnar og Reynir SF., dags. 8. desember 2006, að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 95-99 við Laugaveg og 24 við Snorrabraut.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 60440 (01.19.01)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
3.
>Njálsgötureitur 1, reitur 1.190.0, deiliskipulag
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Tröð, dags. 15. júní 2006, breytt nóvember 2006 að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.0, sem markast af Frakkastíg, Grettisgötu, Vitastíg og Njálsgötu. Einnig lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 131 og bréf húsafriðunarnefndar, dags. 23. október 2006.

Halldór Guðmundsson tók sæti á fundinum kl. 9:33


Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Vísað til umsagnar Húsafriðunarnefndar ríkisins.


Umsókn nr. 60439 (01.19.02)
660298-2319 Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
4.
Njálsgötureitur 2, reitur 1.190.2, deiliskipulag
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Tröð, dags. 15. júní 2006, breytt nóvember 2006 að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.2, sem markast af Frakkastíg, Bergþórugötu, Vitastíg og Njálsgötu. Einnig lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 131 og bréf húsafriðunarnefndar, dags. 23. október 2006.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Vísað til umsagnar Húsafriðunarnefndar ríkisins.


Umsókn nr. 60320 (01.22.01)
680504-2880 PK-Arkitektar ehf
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
5.
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna Höfðatorgsreita. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 22. ágúst 2006 og umsögn Menntasviðs, dags. 24. ágúst 2006. Auglýsing stóð yfir frá 18. september til og með 13. nóvember 2006. Athugasemdir bárust frá Lex lögmannsstofu f.h. íbúa í Túnahverfi, dags. 30. október 2006 og 13. nóvember 2006, stjórn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006, 17 íbúum að Ásholti 2-42, mótt. 31. október 2006 og Málfríði Kristjánsdóttur, dags. 7. nóvember 2006, Samtök um betri byggð, dags. 10. nóvember 2006. Lagt fram bréf skipulagsstofnunar, dags. 8. desember 2006.
Frestað.

Umsókn nr. 30347 (01.16.01)
6.
Landakot, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi, dags. 21. september 2006, ásamt greinargerð, móttekin 18. október 2006. Kynning stóð yfir frá 23. október til og með 6. nóvember 2006. Athugasemdabréf barst frá Friðjóni Erni Friðjónssyni f.h. Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, dags. 6. nóvember 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 40433 (01.13.01)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
7.
Reitur 1.130.1, Héðinsreitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi Héðinsreits. Málið var í auglýsingu frá 25. okt. til 6.des. 2006. Athugasemdarbréf barst frá Lex lögmannsstofu f.h. Sjálfstæðs fólks ehf. dags. 5. des. 2006 og Guðna Pálssyni f.h. eigenda Ánanausts ehf., dags. 6. des. 2006. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 8. des. 2006.
Athugasemdir kynntar.
Frestað. Aðalskipulagsferli ólokið.


Umsókn nr. 60660 (01.26.50)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
490698-2489 Landssími Íslands ehf
Ármúla 25 150 Reykjavík
8.
Ármúli 27, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ehf., dags. 6. október 2006, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 27 við Ármúla skv. uppdr., dags. 26. október 2006. Kynning stóð yfir frá 9. nóvember 2006 til og með 7. desember 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 40706 (04.79)
9.
Norðlingaholt suður, deiliskipulag
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi í suðurhluta Norðlingaholts dags í ágúst 2005. Lögð fram umsögn umhverfisráðs frá 27. nóvember 2006 og umsögn garðyrkjustjóra dags. 21. nóvember 2006.
Frestað.

Umsókn nr. 35129
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessar er fundagerð nr. 424 frá 12. desember 2006.


Umsókn nr. 34892 (01.19.430.3)
290346-2829 Rúnar V Sigurðsson
Eiríksgata 6 101 Reykjavík
11.
Eiríksgata 6, áður gerður garðskáli
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. október 2006. Sótt er um samþykki fyrir þegar byggðum garðskála upp að bílskúr nágranna að Eiríksgötu 8 á lóð nr. 6 við Eiríksgötu, skv. uppdr. Sverris Norðfjörð, dags. maí 2002 síðast breytt 17. október 2006. Kynning stóð yfir frá 9. nóvember til og með 7. desember 2006. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Garðskáli 14,6 ferm., 36,4 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 2.220
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 34865 (01.72.600.4)
260865-3159 Kristján Vigfússon
Hvassaleiti 113 103 Reykjavík
12.
Hvassaleiti 101-113, 113 - yfirbygging á svölum
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. október 2006. Sótt er um leyfi til að byggja yfir svalir (gluggapóstalaus sólstofa) með hurð út í garð niður útitröppur og allt burðarvirki er úr stáli á lóðinni nr. 113 við Hvassaleiti skv. uppdr. Einrúm, dags. 16. október 2006. Kynning stóð yfir frá 9. nóvember 2006 til og með 7. desember 2006. Engar athugasemdir bárust.
Stærðir: Stækkun 25,1 ferm., + 67,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 4.099,2
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 31930 (01.18.320.4)
020474-3439 Jón Páll Halldórsson
Miðstræti 3 101 Reykjavík
13.
Miðstræti 3, Sólstofa
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006. Sótt er um leyfi til þess að byggja sólstofu sem viðbót að austurhlið 1. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 3 við Miðstræti. Einnig lagt fram samþykki nágranna að Bókhlöðustíg 10, mótt. 1. nóvember 2006. Kynning stóð yfir frá 9. nóvember til og með 7. desember 2006. Engar athugasemdir bárust.
Umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins dags. 18. júlí 2006 og bréf umsækjanda dags. 27. júlí 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Sólstofa 23,2 ferm., 76,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 4.693
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35130 (01.11.980.1)
660805-1250 Eignarhaldsfélagið Portus hf
Pósthólf 709 121 Reykjavík
14.
Austurbakki 2, takmarkað byggingarleyfi
Eignarhaldsfélagið Portus sækir um takmarkað byggingarleyfi fyrir greftri, fyllingu og aðstöðugerð á lóðinni nr. 2 við Austurbakka.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykktin fellur úr gildi við útgáfu á endanlegu byggingarleyfi.
Vegna útgáfu á takmörkuðu byggingarleyfi skal umsækjandi hafa samband við yfirverkfræðing embættis byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 60712 (01.15.03)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
580505-0740 Gamla gagnkvæma ehf
Laugavegi 16 101 Reykjavík
15.
Ingólfsstræti 1, (fsp) breyting á húsi, málskot til skipulagsráðs
Lögð fram að nýju fyrirspurn VA arkitekta, dags. 31. október 2006, um að klæða húsið nr. 1 við Ingólfsstræti með málmklæðningu að hluta, byggja sjöundu hæð hússins út þannig að hún yrði ekki inndreginn og breyta hluta af þaki í þaksvalir. Einnig lagðir fram uppdr. EON arkitekta, dags. 31. október 2006. Einnig lagt fram bréf Gamla gagnkvæma ehf., dags. 16. nóvember 2006, með beiðni um málskot vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember sl. Lagt fram bréf Torfusamtakana dags. 28. nóvember 2006. Einnig lagt fram bréf Forsætisráðuneytisins, dags. 7. desember 2006. Einnig lagðir fram nýjir uppdrættir dags. 12. desember 2006.
Ráðið er jákvætt gagnvart nýjustu tillögu lóðarhafa og beinir því til umsækjanda að sækja um byggingarleyfi í samræmi við framlagðar hugmyndir.

Skipulagsráð fagnar þeirri niðurstöðu sem náðst hefur í þessu máli. Lausnin tryggir virðingu og verndun höfundarverks Guðjóns Samúlessonar og kemur vel til móts við þann eindregna vilja skipulagsráðs að uppbygging á þessum stað sé vel leyst og þessu mikilvæga húsi í borgarmyndinni sé fullur sómi sýndur.


Umsókn nr. 60757 (01.52.31)
510497-2799 Félagsbústaðir hf
Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík
16.
Meistaravellir 25-29, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta f.h. Félagsbústaða, dags. 21. nóvember 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 25-29 við Meistaravelli skv. uppdrætti, dags. 15. nóvember 2006.
Frestað.

Umsókn nr. 60695 (04.74.17)
310551-3259 Jón Guðmundsson
Látraströnd 12 170 Seltjarnarnes
690404-3030 Pálmar ehf
Bleikjukvísl 12 110 Reykjavík
17.
Hólmvað 54-68, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Jóns Guðmundssonar, mótt. 23. október 2006, ásamt uppdr., dags. 19. október 2006, um að fjölga húsunum í neðri raðhúsalengjunni um eitt hús á lóðinni nr. 54-68. Einnig lögð fram bókun umhverfisráðs frá 27. nóvember 2006.
Neikvætt með vísan til umsagnar umhverfisráðs.
Skipulagsráð beinir því til fyrirspyrjanda að leggja fram nýja tillögu þar sem húsið er minnkað þannig að byggingarreitur sé innan við 100 metra fjarlægð frá vatni.


Umsókn nr. 10070
18.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 8. desember 2006.


Umsókn nr. 60768 (01.38.42)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
19.
Dyngjuvegur 8, friðun
Lagt fram bréf lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, dags. 1. desember 2006 ásamt erindi húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 16. nóvember 2006 varðandi friðun hússins að Dyngjuvegi 8. Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 3. desember 2006.
Skipulagsráð tekur undir tillögu Húsafriðunarnefndar um friðun hússins að Dyngjuvegi 8.

Umsókn nr. 60767 (01.15.31)
20.
Lindargata 51, friðun
Lagt fram bréf lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs, dags. 1. desember 2006 ásamt erindi húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 16. nóvmeber 2006 varðandi friðun hússins að Lindargötu 51 (Franski spítalinn). Einnig lögð fram umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 3. desember 2006.
Skipulagsráð tekur undir tillögu Húsafriðunarnefndar um friðun hússins að Lindargötu 51.

Umsókn nr. 60778 (02.8)
21.
Sundabraut, Sundagöng
Skipulagsráð fagnar þeirri samstöðu sem náðst hefur um að senda tillögu um Sundagöng í umhverfismat, enda felast í tillögunni margir góðir kostir og góðar lausnir sem vert er að kanna til hlítar.

Halldór Guðmundsson vék af fundi kl. 11:19


Umsókn nr. 40452 (01.52.0)
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
22.
Reitur 1.520, Lýsisreitur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. desember 2006 um samþykkt borgarráðs dags. 30. nóvember 2006 á afgreiðslu skipulagsráðs 22. s.m. um auglýsingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.520 Lýsisreit


Umsókn nr. 60623 (02.69.3)
23.
Iðunnarbrunnur/Gefjunarbrunnur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1.12.06 um samþykkt borgarráðs dags. 30.11.06 á afgreiðslu skipulagsráðs 22. s.m. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi vegna byggingareita í Iðunnar- og Gefjunarbrunni í Úlfarsárdal.


Umsókn nr. 60567
24.
Blönduð byggð, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. desember 2006 um samþykkt borgarráðs dags. 30. nóvember 2006 á afgreiðslu skipulagsráðs 22. s.m. um breytingu á greinargerð Aðalskipulags Reykjavíkur varðandi blandaða byggð.


Umsókn nr. 60715 (01.83)
25.
Sogavegur, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 7.12.06 vegna kæru á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar dags. 22. september 2004, á deiliskipulagi við Sogaveg.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu samþykktar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar frá 22. september 2004 um deiliskipulag Sogavegar.


Umsókn nr. 60785
26.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, óveruleg breyting
Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs, dags. 13. desember 2006, vegna breytingar á landnoktun og byggingarmagni í Garðabæ og Kópavogi.
Bréf sviðsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 60009
27.
Fyrirspurn frá Degi B. Eggertssyni, Stýrihópur um rammaskipulag Elliðaárvogs
Á fundi skipulagsráðs 29. nóvember s.l., lagði Dagur B. Eggertsson fulltrúi Samfylkingarinnar fram fyrirspurn um tímasetningu á fundum stýrihóps um framtíðarskipulag Bryggjuhverfis og Elliðaárvogs. Fyrirspurnin var ekki bókuð í fundargerð og leiðréttist það hér með.

Formaður skipulagsráðs óskaði bókað að starf umrædds stýrihóps sé þegar hafið.


Umsókn nr. 60010
28.
Fyrirspurn frá Óskari Bergssyni,
Óskað er eftir upplýsingum um aðkomu Dags B. Eggertssonar kennara við Háskólann í Reykjavík og fyrverandi formanns skipulagsráðs, um skipulag lóðar Háskólans í Vatnsmýri.
1. Vék Dagur B. Eggertsson af fundum skipulagsráðs við afgreiðslu mála er tengdust Háskólanum í Reykjavík ?
2. Fundaði Dagur B. Eggertsson með fulltrúum Háskólans í Reykjavík við undirbúning lóðarúthlutunnar í Vatnsmýrinni eða tók varaformaður sæti í hans stað ?
Lagt fram svar skipulags- og byggingarsviðs dags. 13. desember 2006 ásamt fylgigögnum.

Óskar Bergsson óskaði bókað:
Eins og fram kemur í svari lögfræði og stjórnsýslu vék Dagur B. Eggertsson ekki sæti við undirbúning málsins. Það vekur því upp spurningar hvort aðkoma hans að málinu hafi haft áhrif á ráðningu hans og launakjör við Háskólann i Reykjavík.

Dagur B. Eggertsson óskaði bókað:
Fyrirspurn Óskars Bergssonar er augljóslega komin fram vegna þess að hann hefur orðið uppvís að því að ráða sig til Faxaflóahafna með það skilgreinda verkefni samkvæmt verksamningi að annast hagsmunagæslu fyrir það fyrirtæki gagnvart þeim sviðum Reykjavíkurborgar þar sem hann er í pólitískri forystu, skipulagssviði og framkvæmdasviði. Óskar Bergsson er sem kunnugt er formaður framkvæmdaráðs og varaformaður skipulagsráðs. Engin fordæmi eru um það svo vitað sé að kjörinn fulltrúi hafi ráðið sig þannig til að gæta hagsmuna fyrirtækis í samskiptum við embættismenn sem eru undir pólitískri verkstjórn viðkomandi.

Ráðning mín í stöðu kennara við lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík felur í sér kennslu og rannsóknastörf en felast á engan hátt í hagsmunagæslu gagnvart Reykjavíkurborg, ekki frekar en læknisstörf mín á Landsspítalanum-háskólasjúkrahúsi á síðasta kjörtímabili. Hagmunagæsla gagnvart Reykjavíkurborg er í höndum stjórnenda skólans en ekki almennra starfsmanna. Í kjölfar ráðningar minnar til HR sl. sumar gerði ég þó grein fyrir henni í skipulagsráði og lagði það í dóm lögfræðinga skipulagssviðs og fulltrúa í skipulagsráði, einsog samþykktir Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir, hvort vaknað gætu spurningar um vanhæfi í þeim málum sem snéru að skipulagi Háskólans í Reykjavík eða uppbyggingu í Vatnsmýri. Niðurstaðan var afdráttarlaust sú að svo væri ekki.

Fyrirspurn Óskars Bergssonar fellur væntanlega í flokk þess sem kalla má "smjörklípuaðferð" í pólitík, að freista þess að draga athygli frá erfiðu máli með því að reyna að sá tortryggni varðandi alls óskylt mál. Hann var einstaklega óheppinn með dæmið sem hann valdi, einsog afdráttarlaus svör lögfræðings skipulagssviðs undirstrika. Fyrirspurnir og athugasemdir um verkefnisráðningu Óskars snúast ekki um persónu hans heldur prinsipp. Það prinsipp að pólitískar ráðningar eigi að heyra sögunni til og það prinsipp að fráleitt er að fyrirtæki geti ráðið kjörna fulltrúa til að reka erindi sín gagnvart málaflokkum sem þeir sinna hjá Reykjavíkurborg. Meirihlutanum í heild ber að axla ábyrgð á þeirri staðreynd að hér er farið á svig við umrædd prinsipp og er ekki á hendi einstakra varaborgarfulltrúa að verja eða fjalla um þá stöðu sem upp er komin. Til þess er hún of alvarleg.

Furðulegar dylgjur Óskars Bergssonar í bókun hans um ráðningu mína við HR eru ekki svaraverðar.