Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, Höfðatorg, reitur 1.220.1 og 2, Slippa- og Ellingsenreitur,

Skipulagsráð

72. fundur 2006

Ár 2006, miðvikudaginn 1. nóvember kl. 09:15, var haldinn 72. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Stefán Þór Björnsson, Stefán Benediktsson, Dagur B Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Birgir Hlynur Sigurðsson og Helga Bragadóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 60320 (01.22.01)
680504-2880 PK-Arkitektar ehf
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
1.
Höfðatorg, reitir 1.220.1 og 1.220.2, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf Lex lögmannsstofu, dags. 25. október 2006, varðandi framlengingu á athugasemdarfresti vegna auglýsingar um breytingu á aðalskipulagi vegna Höfðatorgsreits. Einnig lagt fram tölvubréf Lex lögmannsstofu dags. 26. október 2006, bréf stjórnar Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006 og bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 27. október 2006, vegna bókunar sem samþykkt var í borgarráði 26. október 2006 að vísa til skipulagsráðs.
Með vísan til framlagðs erindis Lex lögmannsstofu samþykkir ráðið að framlengja frest til að gera athugasemdir við auglýsta tillögu að aðalskipulagi til 13. nóvember nk.

Ólafur F. Magnússon, óskaði bókað:
Athugasemdir íbúa varðandi skipulag á Höfðatorgsreit sýna að styðja þarf kynningarferlið og samráð við íbúa á fyrri stigum skipulagsvinnu. F-listinn hefur frá upphafi gagnrýnt það hve hátt byggðin á að rísa á Höfðatorgsreit. Sérstaklega hefur F-listinn gagnrýnt áform fyrrverandi meirihluta um 16 hæða háhýsi gegnt Höfða sem núverandi meirihluti hyggst hækka í 19 hæðir.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins óskuðu bókað:
Skipulagsráð hefur með afgreiðslu sinni hér í dag ákveðið að koma til móts við óskir íbúa og framlengja frest til athugasemda. Samráð við íbúa í þessu ferli hefur verið bæði ítarlegt og umfangsmikið enda ákvað skipulagsráð um leið og tillagan var send í auglýsingu að allir íbúar á svæðinu myndu fá sent sérstakt bréf vegna málsins auk þess sem haldinn var opinn kynningarfundur um tillöguna. Íbúar á þeim fundi lýstu almennti ánægju með þessa málsmeðferð og í framhaldi af því samráði fer nú fram vinna við endurskoðun tillögunnar með hliðsjón af ábendingum íbúa. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar verður kynnt íbúum áður en hún verður endanlega lögð fram í skipulagsráði.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna óskuðu bókað:
Því er fagnað að frestur sé lengdur og orð um endurskoðun vekur vonir um að nægar breytingar á skipulaginu verði gerðar til að sátt geti náðst.


Umsókn nr. 60537 (01.22.01)
2.
Höfðatorg, reitur 1.220.1 og 2, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Lex lögmannsstofu, dags. 25. október 2006, varðandi framlengingu á athugasemdarfresti vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi vegna Höfðatorgsreits. Einnig lagt fram tölvubréf Lex lögmannsstofu dags. 26. október 2006, bréf stjórnar Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006 og bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 27. október 2006, vegna bókunar sem samþykkt var í borgarráði 26. október 2006 að vísa til skipulagsráðs.
Með vísan til framlagðs erindis Lex lögmannsstofu samþykkir ráðið að framlengja frest til að gera athugasemdir við auglýsta tillögu að deiliskipulagi til 24. nóvember nk.

Ólafur F. Magnússon, óskaði bókað:
Athugasemdir íbúa varðandi skipulag á Höfðatorgsreit sýna að styðja þarf kynningarferlið og samráð við íbúa á fyrri stigum skipulagsvinnu. F-listinn hefur frá upphafi gagnrýnt það hve hátt byggðin á að rísa á Höfðatorgsreit. Sérstaklega hefur F-listinn gagnrýnt áform fyrrverandi meirihluta um 16 hæða háhýsi gegnt Höfða sem núverandi meirihluti hyggst hækka í 19 hæðir.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins óskuðu bókað:
Skipulagsráð hefur með afgreiðslu sinni hér í dag ákveðið að koma til móts við óskir íbúa og framlengja frest til athugasemda. Samráð við íbúa í þessu ferli hefur verið bæði ítarlegt og umfangsmikið enda ákvað skipulagsráð um leið og tillagan var send í auglýsingu að allir íbúar á svæðinu myndu fá sent sérstakt bréf vegna málsins auk þess sem haldinn var opinn kynningarfundur um tillöguna. Íbúar á þeim fundi lýstu almennti ánægju með þessa málsmeðferð og í framhaldi af því samráði fer nú fram vinna við endurskoðun tillögunnar með hliðsjón af ábendingum íbúa. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar verður kynnt íbúum áður en hún verður endanlega lögð fram í skipulagsráði.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna óskuðu bókað:
Því er fagnað að frestur sé lengdur og orð um endurskoðun vekur vonir um að nægar breytingar á skipulaginu verði gerðar til að sátt geti náðst.


Umsókn nr. 60602
3.
Slippa- og Ellingsenreitur, deiliskipulag, reitur 1.116 og reit 1.115.3
Lögð fram tillaga VA-arkitekta að deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits mótt. 31. október 2006. Einnig lögð fram umsögn Umhverfissviðs, dags. 24. október 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Óskar Bergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.